Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982 13 bara við sjálfa sig í fimleikum. I landinu var þá annað göngulag en á bílaöld og líkamsrækt var metn- aður frjálsra Islendinga og ungmennafélaganna. Eg var því miður ekki fæddur, þegar Magnús vann sína miklu sigra sem íþróttamaður. Ekki svo að skilja að ég hefði nokkru sinni getað veitt honum eða öðrum neina keppni. En það má vera til marks um orðstír hans, að ég vissi alltaf hver þessi sporlétti, svipgóði maður var. Hann var frægur, en um hann var talað í lágum hljóð- um í Vesturbænum því hann var ekki í réttu félagi. Með öðrum orð- um ÍR-ingur en ekki KR-ingur. í þá daga tóku menn nefnilega félög sín alvarlega og til að mynda hefði ég varla þorað að skrifa grein um hann í öðrum söfnuði íþróttanna, hér áður fyrr, eins og ljúft og skylt er í dag. Ekki man ég nú lengur, hvenær ég kynntist Magnúsi i Pfaff per- sónulega, en líklega hefur það ver- ið nokkuð snemma. Hann er af þeirri gerð fullorðinna, er talar við stráka eins og jafningja, en það er einn besti eignleiki þeirra er fást við íþróttir. Ég geri ráð fyrir að nú á dögum sé Magnús í Pfaff einkum þekktur fyrir sitt mikla fyrirtæki, er hann hóf að reka með nokkuð skugga- legum hætti, skömmu fyrir fæð- ingu mína. En þá byrjaði hann að selja tvær einkennilega skyldar vörutegundir, sumsé sprengiefni og barnavagna. Og svo kom saumavélin eða saumamaskínan Pfaff, með þessari undarlegu, prússnesku stafsetingu, en þýskri nákvæmni og miklum gæðum, sem þarna eru meira virði en góð staf- setning. Með alúð, skilvísi og góðum lag- erum, varð Pfaff að stórveldi í sinni grein, og þarf það engum að segja, hvort sem hann þarf saumavél eða ekki. Það skal að vísu viðurkennt hér og nú, að mér líkað það stórilla að Magnús í Pfaff hætti að selja sprengiefni og barnavagna, því það á vel við skapgerð okkar beggja. Að vísu vita vinir hans, að hann hefur aldrei látið allt sitt sprengiefni frá sér fara, og barns- lundinni heldur hann auðvitað alla daga. Það þekkja kaffifélagar og boðflennur meira en aðrir. En fyrir þá sem ekki fá samhengi í þetta, þá hefur Magnús um árabil veitt forstöðu einu merkasta kaffifélagi þessarar borgar um langa hríð. Þangað koma menn með allt sitt réttlæti. Menn af öll- um flokkum og gerðum, og þá er oft glatt á hjalla, og er þó almennt stjórnmálaþvarg yfirleitt ekki besta skemmtiefni, er vinir ræðast við. En í þessu skuggaráðuneyti kaffistofunnar í Pfaff, kemur ekki til misklíðar. Því þar aka menn sprengiefni sínu í barnavögnunum enn, og brosa þegar nýr dagur kemur í augun, með bolla af kaffi. Ekki veit ég hvort Magnús í Pfaff seldi foreldrum mínum barnavagn á sínum tíma, en ef eitthvað skyldi vera eftir að púðri í mér, er þó altént eitthvað af því frá honum Magnúsi í Pfaff. Fjölskyldunni bið ég að heilsa og honum sjálfum sendi ég góðar kveðjur líka og að sjálfsögöu mæti ég í kaffi næst þegar ég þarf á réttlæti að halda. Jónas Guðmundsson, rithöfundur. „Megin tilgangurinn með þess- um samningi er að bæta útbúnað þeirra skipa sem koma í evrópsk- ar hafnir," ságði Leif Nygaard, sem fyrir hönd norsku stjórnar- innar hefur unnið að gerð samn- ingsins. „Við gerum okkur vonir um að með þessu móti sé hægt að losna við skip með ónógan útbún- að úr evrópskum höfnum. Aðild- arríkin hafa öll skipaskoðun sem stendur á gömlum merg og hefur gegnt mjög mikilvægu hlutverki. Sú reynsla sem þar hefur fengizt hefur verið nýtt við gerð þessa samnings, en með honum er ætl- unin að samræma þetta eftirlit og gera það enn virkara en verið hefur.“ eftir Höskuld Jónsson, ráðuneytisstjóra Höskuldur Jónsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, flutti erindi það, sem hér birtist, á fundi í Kótary-klúbbi Reykjavíkur miðviku- daginn 13. janúar sl. Féllst hann á beiðni Morgunblaðsins um að les- endur þess fengjust að kynnast þeim sjónarmiðum, sem þar koma fram. Þess var farið á leit við mig að ég fjallaði hér um fjárlög fyrir ár- ið 1982 og greindi þar satt og rétt frá. Sjálfsagt gæti ég sagt sitt hvað um tekju- og gjaldagreinar fjárlaganna og haft þann fyrir- vara á að óþægilegum spurningum yrði ekki svarað. Mikið rót er nú á Höskuldur Jónsson Þáttur ríkissjóðs í rekstri fyrirtækja efnahagsmálum og hjá því verður ekki komist að ætla að breytingar verði á nýsettum fjárlögum. Þetta er engin nýlunda. Við höfum í mörg undanfarin ár bætt við eða skorið burt úr fjárlögum eftir að þau voru afgreidd frá Alþingi. Það er því rétt að „undirskriftirnar eru stundum ekki meira en svo þornaðar". Við þessar aðstæður þjónar litl- um tilgangi að ræða um einstök atriði fjárlaga. Stjórnmálamenn- irnir hafa á Alþingi og í fjölmiðl- um gert grein fyrir að hverju sé stefnt. Markmiðum má ná eftir ýmsum leiðum og stundum er komit þótt hægt fari. Ég hef því valið mér að fjalla um atriði sem getið er í 1. og 6. gr. fjárlaganna. Hér er um að ræða þátttöku ríkis- sjóðs á rekstri félaga. Ég mun einnig ræða það sem á undan er gengið í þeim efnum og gera nokkra grein fyrir þeim félögum sem ríkissjóður á aðild að. Verð- ugt umræðuefni væri og að fjalla um þann rekstur fyrirtækja sem eru að öllu leyti eign ríkisins en í þessari frásögn verður aðeins lauslega að þeim vikið. Ég hef þjónað fjármálaráðherr- um úr öllum stjórnmálaflokkum alls um 17 ára skeið. Segja má að atvinnurekstur ríkissjóðs sé fram- tak og í samábyrgð allra flokka og því auðveldara fyrir mig um að ræða en fjárlög núverandi fjár- málaráðherra. Hver skyldu vera megin rök fyrir þátttöku ríkissjóðs í atvinnu- rekstri? Meirihlutaeign íslendinga Gefi ég mér þá forsendu að Is- lendingar skuli jafnan eiga meiri- hluta í fyrirtækjum sem á íslandi eru, eru rökin oftast þau að stór- iðnaður krefjist fjármagns sem enginn annar en ríkið geti lagt fram eða sett tryggingar fyrir, þurfi láns að afla. Þannig er Kisil- iðjan hf., Þörungavinnslan hf. og Járnblendifélagið hf. í meiri- hlutaeign ríkissjóðs og núgildandi fjárlög og lánsfjáráætlun boða þátttöku ríkissjóðs í steinullar- verksmiðju, sjóefnavinnslu og stálbræðslu í samræmi við lög er samþykkt voru á Alþingi vorið 1981. Byggðasjónarmið Svonefnd byggðasjónarmið koma oft til athugunar þegar ákveðið er hvaða fyrirtækjum rík- issjóður skuli tengjast. Stefnan í byggðamálum hefur jafnan verið harla óljós og því flest verið fært undir byggðamál þegar á hefur þurft að halda. Oftast er þó bent á að stofnun fyrirtækis eða efling muni tryggja atvinnuástand í til- teknum byggðalögum og það sé heimamönnum um megn eða hlutafé Þormóðs ramma hf. á Siglufirði verði aukið um 3 m. kr. Þess má reyndar geta, að á Siglu- firði er einnig fyrirtæki — Sigló- síld — sem alfarið er eign ríkis- sjóðs. Samgöngubætur Samgöngumál eru oft tengd byggðastefnu og ríkissjóður hefur gengið til liðs við sveitarfélög og einstaklinga með því að stofna hlutafélög er sjá um rekstur sam- göngutækja. Hér má nefna Flóa- bátana Baldur og Drang, Herjólf hf. og Skalagrím hf. sem rekur Akraborgina. í fjárlögum 1982 er veitt heimild til að semja við Herjólf hf. og Skallagrím hf. um vanskil fyrirtækjanna hjá Ríkis- ábyrgðasjóði m.a. niðurfellingu vaxta og drattarvaxta að hluta, sveitarfélaginu að leggja það fé fram er til þarf. í fjárlögum fyrir árið 1982 er gert ráð fyrir að með þeim skilyrðum sem talin eru nauðsynleg. Skuldir við Rikis- ábyrgðasjóð eru í sjálfu sér ekkert annað en skuldir við ríkissjóð. Hér er um að ræða skuldir er nema samtals 31 m. nýkr. eða 3,1 millj- arði gkr. Þetta eru um 55% af heildarkröfum Ríkisábyrgðasjóðs vegna vanskila. Björgun frá gjaldþroti Þau sjónarmið hafa oft notið fylgis að réttlætanlegt sé fyrir ríkið að bjarga sér eða sjóðum sín- um frá fjárhagsvanda með því að taka fyrirtæki er notið hafa láns- trausts ríkisins upp i skuld. Sem dæmi um atvinnurekstur sem þannig er að verulegu leyti komin í ríkisforsjá má nefna Slippstöðin hf., Álafoss hf., Norðurstjörnuna hf., Gest hf. og nú síðast Hrað- braut hf. sem Framkvæmdasjóð- ur, Útvegsbankinn og ríkissjóður hafa byggt á rústum Olíumalar hf. Samvinna við sveitarfélög Ríkissjóður er aðili að a.m.k. 10 sameignarfélögum og er hlutverk flestra þeirra þjónusta við sveit- arfélög og ríkisstofnanir. Hér má nefna hitaveitur, gjaldheimtur, rekstur skýrsluvéla og gufubors. ★ Ég hef reynt að gera hér grein fyrir helstu rökum fyrir stofnun félaga með þátttöku ríkisins. Þótt nokkuð sé um það vitað hvað vakti fyrir ráðamönnum við stofnun fyrirtækis með ríkisaðild er með öllu óvíst að nú viti menn hver tilgangurinn sé með því að halda áfram þátttöku í atvinnurekstrin- um. Ríkissjóður er alsæll svo lengi sem ekki þarf að snara út pening- um og fyrirtæki hans teljast góð og jafnvel til fyrirmyndar séu þau okkur í fjármálaráðuneytinu ekki til ama. Um arðsemi fyrirtækja ríkissjóðs í venjulegri merkingu er sjaldan spurt. Jafnvel þótt á móti blási í rekstrinum kýs ríkissjóður oftar að reiða fram aukið stofnfé frekar en skýra það fyrir hags- munaaðilum eða samstarfsaðilum að reksturinn þjóni ekki tilgangi frá sjónarhóli vörslumanna ríkis- sjóðs. Ég ætla hér á eftir að nefna nokkur dæmi til stuðnings þessari fullyrðingu minni: Kimskip hf. Elst þeirra félaga er ríkissjóður á aðild að er Eimskipafélag ís- lands hf. (Þegar erindið var flutt var sagt að 1914 hefði ríkissjóður átt 400.000 kr. hlutafé og um 24% hlutafjárins. Hið rétta er að ríkis- sjóður lagði aðeins fram 100.000 kr.) Hlutafé var 1.680.750 kr. árið 1914 og átti ríkissjóður þá um 6% hlutafjárins eða 100.000 kr. Ef við framreiknum stofnféð frá 1914 til verðlags 31. desember 1980 yrði upphæðin um 7,5 m. nýkr. Arður sá sem goldinn var fyrir árið 1980 svarar til 1,2% ávöxtunar. Ekki getur verið neinn ágrein- ingur um gildi þátttöku ríkissjóðs í Eimskipafélaginu árið 1914. Ég tel hins vegar engan hafa gert sér grein fyrir hagsmunum ríkissjóðs beinum eða óbeinum af þáttöku í félaginu síðustu áratugina. Sjón- armiðin frá 1914 hafa ekki verið endurmetin jafnvel þótt Ríkisskip hafi komið til og verið rekið í sam- keppni við Eimskip að vissu marki. Kafha hf. Raftækjaverksmiðja Hafnar- fjarðar, Rafha hf., var stofnuð 1936 og eignaðist ríkissjóður þá ‘A hlutafjár með 50.000 kr. framlagi. í árslok 1980 var hluti ríkissjóðs ennþá 'A og bókfærður á 11.250.000 kr. Arður vegna ársins 1980 var um 5% en er ógreiddur. Sama gildir um arð vegna ársins 1979. Rafha var sett á laggirnar til að efla atvinnulíf í Hafnarfirði og auka fjölbreytni í innlendri fram- leiðslu. Fyrirtækið hefur safnað eignum og er skráning hlutafjár í engu samræmi við raunverulega eign, og arðgreiðslur í fáránlegu hlutfalli við eignarhluti aðila, jafnvel þótt arður fengist nú greiddur. Atvinnuleysi er löngu horfið, og langt er síðan íslenskur iðnaður náði valdi á þeirri tækni sem fyrst var kynnt í Rafha svo segja má að allar forsendur fyrir þátttöku ríkisins í þessum atvinnurekstri séu löngu roknar út í veður og vind. Samt sem áður borguðum við nýlega nýtt hlutafé til fyrirtækisins. Norðurstjarnan hf. Ríkissjóður átti ekki aðild að stofnun Norðurstjörnunnar hf. í Hafnarfirði árið 1964. Árið 1973 á ríkissjóður hins vegar um 30% hlutafjárins og er það hlutfall óbreytt í árslok 1980. Sé hlutafé ríkissjóðs reiknað til núvirðis læt- ur nærri að það nemi 3,5 m. nýkr. Norðurstjarnan hefur aldrei greitt eyri í arð. Verkefni fyrir- tækisins virðast mjög svipuð fyrirskipuðum verkefnum Sigló- síldar. Án nokkurs þess mats á starf- semi Norðustjörnunnar sem ég hef litið augum eða hef vitneskju um hefur Alþingi nú heimilað að ríkissjóður auki hlutafé sitt um 2,2 milljónir nýkr. Þess er rétt að geta að Framkvæmdasjóður er eigandi að 52% hlutafjárins. Slippstödin hf. Slippstöðin hf. á Akureyri komst í meirihlutaeign ríkissjóðs árið 1971. Hlutafé ríkisins nam þá 45 m. gkr. eða um 54%. Miðað við verðgildi í dag nemur þessi upp- hæð 11 m. nýkr. en arður sam- þykktur 19. júní 1981 en ennþá ógreiddur svarar til 1,2% arðs. Slippstöðin er oft nefnd sem dæmi um velheppnaða afskiptasemi ríkisins af fyrirtæki. Fyrirtækið blómstri og allir sem hjá því vinna uni glaðir við sitt. Ríkissjóður lagði fram fé í Slippstöðina vegna uppgjörs á smíði tveggja strand- ferðaskipa. Það sjónarmið var og ríkjandi að bæta þyrfti atvinnu- ástand á Akureyri eða a.m.k. að koma í veg fyrir atvinnuleysi, legðist Slippstöðin niður. En hver eru sjónarmið okkar í dag? Við höfum næstum gleymt því að við lögðum fram stofnfé, hvað þá að við hugsum um raunvirði Slipp- stöðvarinnar í dag. Við líðum bara áfram í indælis ró og tejum það sérstakt happ og ánægjuefni þeg- ar arðgreiðsla kemur. ★ Hvers vegna er ríkissjóður eign- araðili að Samábyrgð íslands, ís- lenskri endurtryggingu, íslensk- um aðalverktökum, Hólalaxi, Iðn- aðarbankanum? Svona mætti lengi spyrja. Hvers vegna rekur ríkið tvö fyrirtæki sem gefa út bækur? Hvers vegna rekur ríkið tvö fyrirtæki sem selja notaða bíla og annað þeirra í einhverju dýr- asta verslunarhúsnæði í Reykja- vík? Er þörf á 7 tilraunabúum? Villir ekki fóðurbætisskattur mönnum sýn þegar ákveðið er að stofna tvær nýjar grasköggla- verksmiðjur til viðbótar þeim 4 ríkisverksmiðjum og einni í einka- eign sem fyrir eru? Hvaða tilgangi þjónar rekstur ferðaskrifstofu, sérstaklega þegar sá rekstur skil- ar eigandanum ekki eyri í arð? Hvað er rekstur heildsölu stór þáttur í rekstri Landssmiðjunnar? ★ Eðli máls samkvæmt er ég stuðningsmaður allra ríkisstjórna. Hvað ætti ég að leggja hér til mála. Vafalaust myndi ég ítreka það sem ég hef sagt um þau fyrir- tæki sem þegar hafa verið sett á fót. í mörgum tilvikum er þátt- taka ríkisins í stofnun atvinnu- rekstrar nauðsynleg og sjálfsögð. En það á sífellt að meta aðstæður að nýju og ríkið á að draga fé sitt úr rekstrinum ef áframhaldandi þátttaka þjónar ekki augljósum efnahagslegum eða pólitískum markmiðum. En hvað svo sem segja má um hið liðna er ástæða til að bera nokkurn kvíðboga fyrir framtíðinni. Ljóst er að einstakl- ingar og fyrirtæki leggja að jafn- aði mat á hver sé líklegur arður af eigin fé. í skattalögunum má finna nokkra viðleitni til að hvetja menn til þátttöku í atvinnurekstri, þ.e. skattfrelsi arðs innan tiltek- inna marka, en án nokkurrar áhættu geta menn tryggt sér 3,25% skattfrjálsa raunvexti með því einu að kaupa spariskírteini ríkissjóðs. Við þau efnaiiagslegu skilyrði sem við búum við mun sparifé í auknum mæli leita verð- tryggingar og nýting þessa fjár- magns verður í siauknum mæli miðstýrð af ríkissjóði, Fram- kvæmdasjóði, eða einhverjum slíkum stofnunum. Fyrirtækin sem upp rísa munu með sama hætti og ég hef lýst hér að framan losna frá eigendum fjármagnsins og þeir munu gleyma hvers virði fjármagnið var. Forráðamenn rík- issjóðs, Framkvæmdasjóðs og allra hinna sjóðanna munu una glaðir við sitt svo lengi sem ekki er beðið um ábót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.