Morgunblaðið - 23.01.1982, Side 23

Morgunblaðið - 23.01.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982 23 Prófkjör________ sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi í DAG og á morgun fer fram prófkjör hjá sjálfstæðismönnum á Seltjarnarnesi um skipan framhoðslista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningar í vor. Þess skal getið að dregið var um röð frambjóð- enda á prófkjörslista. Frófkjörið er opið öllum stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins. I»eir, scm þess óska, geta látið skrá sig í félag sjálfstæðismanna á kjörstað. Kjörstaður er í aðalanddyri félagsheimilisins og er kosið í dag kl. 10.00—19.00 og á morgun, sunnudag, kl. 14.00—19.00. Magnús Erlendsson full- trúi, er fæddur 10. maí 1931. Gagnfræða- og verslunar- skólanám 1946—1952. Hefur starfað lengi að málefnum sjálfstæðismanna í byggð- arlaginu. Varaformaður Sjálfstæðisfélags Seltjarn- arness frá 1965—’70 í skóla- nefnd 1966—’70 form. bóka- safnsstjórnar 1970—’74, fyrsti varamaður í hrepps- nefnd 1970—’74. Kosinn bæjarfulltrúi í fyrstu bæjar- stjórn 1974 og hefur gegnt þvi starfi síðan. Magnús á sæti í flokksráði Sjálfstæð- isflokksins. Þá á hann sæti í fjárhagsnefnd og skipulags- nefnd bæjarins fyrir yfir- standandi kjörtímabil. Eiginkona Magnúsar er Ingibjörg Bergsveinsdóttir og eiga þau 3 börn á aldrin- um 13 til 25 ára. Hóf störf við Heildv. Björgvins Schram 1953 og er þar nú framkvæmdastjóri. Jón Gunnlaugsson, fæddur 8. maí 1914 að Höfn í Bakka- firði. Stúdent frá MA 1937, embættispróf í læknisfræði 1947. Framhaldsnám í Danmörku 1952 og í Svíþjóð sumarið 1959. Héraðslæknir á Reykhólum 1947—’53. Starfandi læknir á Selfossi 1963—’64. Aðstoðarlæknir á sjúkrahúsinu á Selfossi 1953—’64. Starfandi læknir í Reykjavík og nágrenni frá 1964. Varabæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi árið 1974. Formaður nefndar til undir- búnings vegna byggingar dagheimilis, hjúkrunar- heimilis og heilsugæslu- stöðvar á Seltjarnarnesi frá 1974. Umdæmisstjóri Rot- ary-hreyfingarinnar á Is- landi 1980—’81. Maki: Selma Kaldalóns. Guðmar Marelsson, sölu- stjóri hjá Matkaup hf., fæddur 30. maí 1945. Hann var við nám í Gagnfræða- skóla Vesturbæjar, en var síðar við nám heima og er- lendis í sölutækni og markaðsmálum. Guðmar hefur starfað að félagsmál- um, m.a. átt sæti í stjórn Sölumannadeildar VR um árabil og formaður um skeið. Þá hefur hann starfað í stjórn Sjálfstæðisfélags Seltjarnarness. Guðmar hef- ur starfað að sölu og mark- aðsmálum undanfarin 18 ár, þar af í 15 ár sem sölustjóri hjá Matkaup hf. Kvæntur er hann Pálínu I. Jónmundsdóttur og eiga þau 3 börn. W'- íW Jónatan Guðjónsson, vél- virkjameistari cr fæddur 9. júlí 1953 á Seltjarnarnesi og þar hefur hann síðan átt heima. Hann lærði vélvirkj- un í Iönskólanum í Reykja- vík og hjá Áburðarverk- smiðju ríkisins. Frá 1974 hefur Jónatan starfað hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð hf. við þjónustu og viðhald á tækjum sem fyrirtækið sel- ur. Hann hefur starfað í björgunarsveitinni Albert síðastliðin 15 ár og í Baldri, félagi ungra sjálfstæð- ismanna, frá stofnun þess félags, og var hann formað- ur í eitt ár, en hefur setið í stjórn í 4 ár. Kvæntur er Jónatan Ástu Björgu Kristjánsdóttur og eiga þau tvö börn 4 og 10 ára. Grétar Vilmundarson, vélsmíðameistari er fæddur 13. febrúar 1950 á Hólmavík. Hann settist að á Seltjarn- arnesi árið 1%4 og hefur verið mjög áberandi í íþróttastarfinu hjá Gróttu. Þar hefur hann leikið hand- knattleik og knattspyrnu, og verið í stjórnum hjá félag- inu, þar af formaður um eins árs skeið og vara- formaður, en nú er hann í stjórn handknattleiksdeiid- ar, auk þess sem hann þjálf- ar íþróttamenn félagsins og er dómari. Grétar starfar hjá Sementsverksmiðju rík- isins í Reykjavík að iðn sinni. Hann er kvæntur Ingu Erlingsdóttur og eiga þau tvær telpur, 4 og 7 ára. Sigurgeir Sigurðsson, bæj- arstjóri, Miðbraut 29, Sel- tjarnarnesi. Kvæntur Sigríði Gyðu Sigurðardóttir. Aldur 47 ára, búseta á Seltjarnarnesi frá 1958. Skóli Verslunarskóli Is- lands. Bryndís Hildur Snæ- björnsdóttir, nemi og hús- móðir er fædd 7. ágúst 1955 á Seltjarnarnesi. Lauk stúd- entsprófi frá Verzlunarskóla íslands árið 1975 og stundar nú nám viö Kennaraháskóla Islands. Bryndís er gift Steingrími Björnssyni lækni og eiga þau þrjú börn. Júlíus Sólnes, prófessor, er fæddur 22. mars 1937 á Ak- ureyri. Hann lauk fyrri- hlutaprófi í verkfræði hjá Háskóla íslands 1958, prófi í byggingarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1%1 og stundaði siðan nám við sama skóla í æðri burðar- þolsfræði og sveiflufræði til 1%5. Sérnám í jarðskjálfta- fræðum í Tokyo 1963—’64. Starfrækti ráðgefandi verk- fræðistofu í Reykjavík 1%5—’68, kenndi við Dan- marks Ingeniorakademi 1969—’70 auk þess sem hann stundaði rannsóknastörf. 1969—’70 kenndi hann og vann rannsóknastörf hjá DTH, Danmarks Tekniske Hojskole. Júlíus átti sæti í 5 manna stjórn reiknistofnun- arinnar NEUCC sem skipuð var af menntamálaráðu- neyti Danmerkur. Prófessor við Háskóla íslands í bygg- ingaverkfræði frá 1973. Kona Júlíusar er Sigríður María Óskarsdóttir og eiga þau þrjú börn. Kristín Friðbjarnardóttir, félagsmálafulltrúi, er fædd á Vopnafirði 9. apríl 1929. Kristín er gift Sigurði B. Haraldssyni, skólastjóra Fiskvinnsluskólans. Þau eiga tvo syni, 18 og 22 ára gamla. Þau fluttust á Sel- tjarnarnes 1958. Félagi í Sjálfstæðisfélaginu hefur Kristín verið frá 1965 og í stjórn félagsins frá 1969 til 1979, lengst af sem gjaldkeri eða varaformaður. Hún er einn stofnfélaga Kvenfé- lagsins Seltjarnar og í stjórn frá upphafi 1968—1974. Kristín hefur starfað við að aðstoða við kristilegar samkomur frá því 1%8 fram á þennan dag. Við stofnun skólanefndar Seltjarnarness 1974 var Kristín kjörin formaður nefndarinnar auk þess sem hún var formaður dóm- nefndar um kirkjubyggingu á Seltjarnarnesi, Kristín var skipuð formaður barna- verndarnefndar árið 1970 og ráðin félagsmálafulltrúi Seltjarnarnesbæjar 1973. Anna Kristín Karlsdóttir, húsmóðir er fædd 4. júlí 1929 í Reykjavík, dóttir Kristínar L. Sigurðardóttur, sem mikið starfaði að stjórnmálum og sat um hríð á þingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, og Karls Bjarna- sonar varaslökkviliðsstjóra. Anna lauk námi frá Kvennaskólanum í Reykja- vík og hefur hún búið ásamt fjölskyldu sinni á Nesinu frá 1960. Eiginmaður hennar er Kristinn P. Michelsen, en hann var í síðustu hrepps- nefnd Seltjarnarnesshrepps og var lengi í stjórn Sjálf- stæðisfélags Seltjarnarness. Anna var meðal stofnenda Leikfélags Seltjarnaness og lék á nokkrum sýningum fé- lagsins. Þá var hún meðal 10 stofnenda Myndlistaklúbbs Seltjarnaness og hefur tekið þátt í fjölda samsýninga klúbbsins og haldið sjálf- stæða sýningu þar fyrir utan. Anna og Kristinn eiga fjögur börn á aldrinum 16—28 ára. K.rna Nielsen, er fædd í Reykjavík 21. sept. 1942. Hún varð gagnfræðingur frá verslunardeild Hagaskóla árið 1959, starfaði í Verslun- arbanka íslands 1959—’63 og síðan til 1965 sem flug- freyja hjá Flugfélagi íslands hf. Erna giftist Birni Jóns- syni skipstjóra árið 1965. Eiga þau þrjú börn: 16 ára stúlku, 13 ára dreng og 7 ára stúlku. Erna sér um rekstur fyrirtækisins Hjörtur Niel- sen hf. Áslaug G. Harðardóttir, húsmóðir. Fædd í Reykjavík 1. nóvember 1941. Hún tók verslunarpróf frá Verslun- arskóla íslands 1960 dvaldi í Minnesota í Bandaríkjunum frá 1961 til áramóta 1964, fyrst við nám en síðan sem einkaritari forstöðumanns The World Press Institute. Árin 1%5 til 1976 var Ás- laug einkaritari Alfreðs Eliassonar forstjóra Loft- leiða hf. Síðan hefur hún verið heimavinnandi hús- móðir. Áslaug er í stjórn Is- lensk-ameríska félagsins og hefur verið það frá 1975, rit- ari stjórndr árin 1976—1979. t stjórn Sjálfstæðisfélags Seltjarnarness og ritari þess frá 1976. Hún á sæti í skóla- nefnd Seltjarnarness. Þá er hún félagsbundin í JC-Vík, Kvenfélaginu Seltjörn og Hvöt. Eiginmaður Áslaugar er Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri Vökuls hf. Þau eiga tvö börn, 5 og 6 ára. Guðmar E. Magnússon er fæddur í Reykjavík 14. maí 1941. Hann lauk námi í Samvinnuskólanum 1961 og hefur siðan starfað við Heildverslun Bjarna Þ. Halldórssonar. í stjórn Sjálfstæðisfélags Seltirn- inga í sex ár þar af formað- ur í fjögur ár. í kjördæmis- ráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi frá 1977. í bæjarstjórn Seltjarn- arness frá 1978 og fyrsti varamaður Sjálfstæð- ismanna þar 1974 til 1978. í fulltrúaráði sjálfstæð- ismanna á Seltjarnarnesi frá upphafi. Formaður skólanefndar frá 1978 og í fræðsluráði Reykjanes- umdæmis. í stjórn Félags ísl. bifreiðaeigenda 1971 til 1973 og síðar í nefnd á veg- um félagsins sem undirbjó og stjórnaði fyrstu keppnum í akstursíþróttum (ralli) á Islandi. Guðmar kvæntist Rögnu Bjarnadóttur árið 1961 og eiga þau fimm börn sem eru 20 ára, 16 ára, 13 ára, 7 ára og 2 ára. Skúli Ólafs er fæddur í Mýrarhúsum á Seltjarnar- nesi 21. janúar 1940. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands vorið 1%6. Starfaði hjá Fram- kvæmdabanka, síðar Fram- kvæmdasjóði til hausts 1%9. Við kennslu í Verslunar- skóla íslands 1973 til 1975 en að öðru leyti við sjálfstæðan atvinnurekstur þar til hann tók við starfi framkvæmda- stjóra Dósagerðarinnar hf. í ársbyrjun 1979. Eiginkona Skúla er Guð- björg R. Jónsdóttir, starfs- mannastjóri Ríkisútvarps- ins. Þau eiga þrjú börn. Tvo drengi 15 og 14 ára og fjög- urra ára gamla stúlku. Jónas Friðgeirsson, verka- maður, fæddur 8. október 1952 í Reykjavík. Hann er gagnfræðingur frá Gagn- fræðaskóla Kópavogs og starfar hjá Heklu hf. Kona Jónasar er Sigur- veig Runólfsdóttir og eiga þau eins árs dreng. Jónas var kjörinn formaður Bald- urs, félags ungra sjálfstæð- ismanna á Seltjarnarnesi nú í vetur. Áður hafði hann set- ið í stjórn í tvö ár. Jónas var í stjórnmálaskóla Sjálfstæð- isflokksins og starfaöi áður fyrr með Heimdalli í Reykjavík. í tvö ár starfaði Jónas í stjórn hjá Bifreiða- stjórafélaginu Sleipni i Reykjavík. Ásgeir S. Ásgeirsson, kaup- maður, er fæddur 13. des- ember 1945 í Reykjavík. Hann flutti ásamt foreidr- um sínum og systkinum á Seltjarnarnes 9 ára gamall og hefur búið þar siðan. Ásgeir lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar 1962. Var hann til sjós á sumrum frá 14 ára aidri, fyrst á togurum og fiskibátum og síðan á fragtskipum. Ásgeir lauk farmannaprófi frá Stýri- mannaskóla íslands vorið 1%7. Sigldi hann sem stýri- maður hjá Kimskipafélagi íslands um tíma en hætti störfum vegna vinnuslyss. Hefur hann undanfarin ár rekið verslun sína, Bæjar- nesti við Miklubraut ásamt ýmsum aukastörfum. Ásgeir hefur átt sæti i stjórn Stýri- mannafélags íslands og á sæti í stjórn Kaupmanna- samtaka Islands, síðustu 2 árin sem gjaldkeri. Um ára- bil hefur hann verið í stjórn Sjálfstædisfélags Seltjarn- arness, fyrst sem gjaldkeri og nú síðast sem varafor- maður. Eiginkona Asgeirs er Sig- urveig Lúðviksdóttir og eiga þau fjögur börn á aldrinum 16—3 ára. Hverjir hafa rétt til þátttöku? Hvernig á að kjósa? Hvar á að kjósa? ATKV/EDISKÉTT í prófkjörinu hafa allir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, som búsettir eru í Seltjarnarnesbæ og kosningarrétt hafa í komandi bæjarstjórnarkosningum. Auk þess hafa atkvæðisrétt þeir félagsmenn sjálfstæðis- félaganna á Seltjarnarnesi, er náð hafa 16 ára aldri próf- kjörsdagana og búsettir eru í bænum. Kjósa skal ákveðinn mann í ákveðið sæti framboðslistans til bæjarstjórnar. Skal það gert með því að setja tölustaf framan við nöfn manna á kjörseðlinum og tölusetja í þeirri röð, sem óskað er að þeir skipi á framboðslistanum. Kjósa skal minnst 7 og ekki fleiri en 10 frambjóðendur. Ef útaf er brugðið er atkvæðaseðill ógildur!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.