Morgunblaðið - 23.01.1982, Page 26

Morgunblaðið - 23.01.1982, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANUAR 1982 Grein sú um svonefndar friðarhreyfingar, sem hér birtist, er eftir Vladimir Bukovsky, andófs- manninn sovézka, sem Kremlverjum tókst ekki að kúga með fangelsunum og andlegum pynting- um, en sendu úr landi í skiptum fyrir kommún- istaleiðtoga frá Chile. Vladimir Bukovsky kom hingað til lands í október 1979 og flutti þá fyrirlestur á mjög fjöl- mennum fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs. Grein þessi birtist upphaflega í brezka blaðinu The Times og hefur síðan verið þýdd og birt í blöðum um heim allan. Vladimir Bukovsky veitti Morgunblaðinu heimild til að birta hana á íslenzku og hefur blaðið jafnan einkarétt á greininni frá The Times. Evrópu að harma það og líta á það sem hættu? LAMANDI HRÆÐSLA í fylgsnum hjartans á meiri- hluti þessa óttaslegna fólks einfalt svar við öllum þessum spurning- um. Það veit, að hættan stafar frá Ráðstjórnarríkjunum og allt, sem reitir þau til reiði, er hættulegt. En hræðsla þess er lamandi, svipt- ir það öllu skynbragði, því dettur í hug fjarstæður, sem eru sambæri- legar því að leggja til, að löggæzlu verði hætt, af því að árásarhneigð glæpamanna hefur farið í vöxt. Það vekur ekki einungis undrun, hversu hagstæð Moskvu-tímasetn- ingin á þessari móðursýkisöldu „gegn styrjöldum" er, heldur einn- ig hitt að hverjum hreyfingin beinir mótmælum sínum. Miiljón- ast að segja ailtof opinskátt.) En hvað vitið þið um ákvarðanir hinna 15 gömlu bjálfa, sem enginn kýs til að taka ákvarðanir og eng- inn getur kallað til ábyrgðar? Engin blöð eru Ieyfð, sem gagn- rýna þá. Engar mótmælagöngur eru leyfðar. Sá, sem ekki hlýðnast leynilegum skipunum þeirra, hverfur fyrir fullt og allt. I raun er lítill munur á ráðstjórnarkerf- inu og kerfi nazista í Þýzkalandi. RÖK DUGA EKKI Eftir að hafa rætt nokkrum sinnum við talsmenn friðarhreyf- ingar þeirrar, sem nú lætur að sér kveða, er mér ljóst, að rök hafa ekki áhrif á þá. Þeir halda því fram blygðunarlaust, að Ráð- stjórnarríkin hafi enga hernaðar- lega yfirburði (ailt slíkt tal er áróður CIA, segja þeir, og eina í Evrópu, Vesturlönd geti síðan reynt að styrkja stöðu sína. Suinir sýna sjálfselsku í enn ríkari mæli og mótmæla eingöngu staðsetningu kjarnorkuvopna í grennd við þorp sín (borg, hérað eða fósturjörð) eins og það sé hættulegra að treysta varnir sínar en að gera það ekki. Ætli þorp, hérað eða land geti verið óhult fyrir afleiðingum kjarnorkuhern- aðar í nútíma styrjöld? „Látum Bandaríkjamenn berjast við ráð- stjórnarherinn," segja þeir, rétt eins og öll ágreiningsefni á alþjóð- legum vettvangi stafi af einhverju fáránlegu kífi „Bandaríkjanna og Ráðstjórnarríkjanna". Reyndar segja þeir; lofi félagi Brezhnev að virða „kjarnorkuvopnalaus svæði", ef til átaka komi, þá getum við andað léttara og sofið friðsæl- um svefni. Hefur félagi Brezhnev Það kom mér ekki á óvart, að innan árs frá innrás Ráðstjórn- arríkjanna í Afganistan kæmi friðarhreyfing fram á sjónarsviðið í Vestur-Evrópu. Ég hef búið 34 ár ævi minnar í ástkæru föðurlandi mínu, þar sem nú ríkir stjórn kommúnista, og get því auðveld- jega séð fyrir sumar ákvarðanir þeirra, klæki, auglýsingaherferðir og leiksýningar. Það er auðvelt, því að ráðstjórnin er ekki sérlega hugkvæm skepna heldur risavax- ið, heilalaust skriðdýr aftan úr grárri forneskju, og viðbrögð þess eru örfá, einföld og skilyrt. Mér þótti furðulegra, hve auðveldlega þúsundir af þroskuðu, og að því er virðist, ábyrgu fólki létu blekkjast af auðsæjum giidrum ráðstjórnar- innar. Það er engu líkara en sagan endurtaki sig fyrir augiiti okkar. Okkur gefst tækifæri til að sjá, hvernig rússneska keisaradæmið féll 1917, og hvernig franska ríkið hrundi til grunna 1940. Óskin um frið, hvað sem hann kostar, hefur enn einu sinni leitt fólk út í rök- leysur, staðleysuhjal og gert það fráhverft allri vandlegri yfirveg- un. Röksemdirnar, ef ræður þess verðskulda þá slíkt heiti, eru svo barnalegar, marklausar og eig- ingjarnar, að varla er unnt að verjast brosi. Allar skynsamlegar rökræður eru útilokaðar. Þegar bezt lætur, þylur þetta fólk eins og páfagaukar gamlar grámyglaðar glósur og upphrópanir ráðstjórn- ar, sem jafnvel skólabörn í Ráð- stjórnarríkjunum eru farin að hlæja að. HVERS VEGNA ÓTTI NÚ? Lítum fyrst á spurninguna; hvers vegna tók allt þetta fólk svo skyndilega að hafa áhyggjur af kjarnorkustyrjöld? Hvað hefur gerzt, sem gerir þennan ótta tíma- bærari nú en t.d. fyrir ári? Er það vegna þess, að leiðtogar Ráð- stjórnarríkjanna voru staðnir að því að blekkja Vesturlönd, og að hin nýja ríkisstjórn Bandaríkj- anna ákvað að breyta um aðferðir í samningum við Ráðstjórnarrík- in, sem styrjöld varð mönnum raunverulegri möguleiki? Öll reynsla í samskiptum austurs og vesturs sýnir, að eina leiðin, til að Ráðstjórnarríkin haldi samninga, felst í því að tryggja sterka stöðu gagnvart þeim. Er ástæða til að telja styrjöld nálægari möguleika nú en fyrir ári, af því Ráðstjórn- arríkin hafa þvælzt í erfiðri tafl- stöðu og kynnu að tapa hernaðar- iegum yfirburðum sínum? Ættum við síðan að taka næsta skref og lýsa því yfir, að eina tryggingin fyrir friði sé fólgin í því að gefa Ráðstjórnarríkjunum eftir ótví- ræða yfirburði? „Heimsfriðarráðið", sem ráð- stjórnin fjarstýrir, sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í eins kon- ar árbók árið 1980: „Ibúar heims- ins eru óttaslegnir. Aldrei hefur verið jafn mikil hætta á kjarn- orkuhamförum, kjarnorkuvíg- búnaður og söfnun birgða af ban- vænum skeytum hefur þegar náð ýtrustu mörkum. Frekari víg- búnaður gæti leitt til hættulegrar vígstöðu og leitt mannkynið aug- liti til auglitis við gjöreyðingu." Hvers vegna var þessi hætta ekki jafn yfirvofandi fyrir einu eða tveimur árum? Hvers vegna er það fyrst nú, sem hættan verður svo geigvænieg? Hafa leiðtogar „Betra að yera rauður en dauðuru Mynd frá mót- mælagóngu í Vestur-Berlín 13. september 1981, þegar Alexander Haig, utanríkis- ráðherra Banda- ríkjanna, sótti borgarbúa heim. Á stóra borðanum stendur: „Hr. Haig. Það er ekkert mik- ilvægara en friður- inn.“ Og á litla borðanum stendur: „Kjarnorkuvopn Nei.“ er hrópað af skefldum „nytsömum kjánum“ ÉFTIR VLADIMIR BUKOVSKV friðarhreyfingarinnar ekki haldið því fram, að kjarnorkubirgðir beggja vegna járntjaldsins nægi tíu sinnum til gjöreyðinga á báða bóga? Er einhver tæknileg ástæða til að ætla, að „tuttugufaldur" gjöreyðingarmáttur sé hættulegri en t.d. „fimmfaldur"? I allri móð- ursýkinni gleymist, að sprengj- urnar eru í sjálfu sér meinlaus tól, þangað til einhverjum dettur í hug að nota þær. Hvers vegna verður fólk svo skyndilega felmtri slegið af slíkum vopnabirgðum, en alls ekki af vopnabraki og herhlaupi Ráðstjórnarríkjanna inn í Afgan- istan í átt að Persaflóa? Skyndilega hefur mikill fjöldi fólks tekið að hrópa hástöfum: „Kjarnorkuvopn eru siðlaus vopn.“ Stöldrum við eitt andartak. Hafa þau alveg nýlega orðið sið- laus, voru þau e.t.v. hin æruverð- ugustu vopn fyrir einu til tveimur árum? Hvernig hefur öllu þessu fólki komið slíkt til hugar nú? Lít- um t.d. á ágreininginn um nýju skeytin, sem staðsetja á í Evrópu. Hvers vegna er hættulegra að staðsetja ný skeyti í stað þess að láta gömlu eldflaugarnar vera, þar sem þær eru? Eru gömlu eldfiaug- arnar ekki einnig búnar kjarn- orkuhleðslum? Og reyndar eru nýju skeytin nákvæmari. Verum forsjóninni þakklát fyrir, að þau eru þó okkar megin. Það gerir ævintýramönnunum í Kreml eilít- ið erfiðara fyrir. Hvers vegna ættu milljónir íbúa í Vestur- ir íbúa í Bretlandi, Þýzkalandi, Hollandi, Danmörku, Belgíu, Frakklandi og Ítalíu, sem ætla verður að séu þó með sjálfum sér, haida því fram, að stríðsógnin eigi rætur að rekja til aðgerða ríkis- stjórna í þeirra eigin löndum og til ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Þeir, sem greina undirmeðvitund manna, myndu sennilega kalla fyrirbrigðið „freudísk umskipti" á ímyndaðri ógnun Og raunveru- legri. Staðreyndirnar eru alltof augljósar. Menn geta haft horn í síðu Reagans forseta og Schmidts kanzlara, en þeir voru báðir kjörn- ir til embætta af meirihluta kjós- enda. Það verður ekki sagt um fé- laga Brezhnev. Hinir fyrrtöldu standa kjósendum sínum skil á gjörðum sínum. Þeir geta ekki lýst yfir styrjöld að eigin geðþótta. Auk þess er auðvelt að koma auga á raunverulegan árásaraðila. Voru það bandarískar hersveitir eða ráðstjórnarhersveitir, sem hernámu hálft Þýzkaland og reistu múr um Berlín? Eru það ekki Ráðstjórnarríkin, sem her- námu og drottna með hervaldi yfir Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu, Búlgaríu, Eystrasaltslöndum og Afganistan gegn vilja þjóðanna, sem þessi lönd byggja? Eru það hersveitir Austur- eða Vestur- Þýzkalands, sem einmitt um þess- ar mundir flykkjast að landamær- um Póllands? Á Vesturiöndum gerist flest fyrir opnum tjöldum. (Mér er tam- heimildin, sem þeir taka nokkuð mark á, er KGB). Þeir endurtaka orðrétt gamlar glósur úr Pravda og lýsa „frávita hershöfðingja Bandaríkjanna" svo skotglaða, að þeim væri trúandi til að ýta á hnappinn að gamni sínu. (Ég hef reyndar aldrei skilið, hvers vegna hershöfðingjar hljóti að vera frá- vita, þeir bandarísku auðvitað, ráðstjórnarherforingjar virðast ónæmir fyrir þeim kvilla. Ef þeir eru svo frávita, hvers vegna eru þeir þá ekki fyrir löngu búnir að ýta á ólánshnappinn?) Mér dettur ekki í hug nein ástæða til þess, að hershöfðingjar, sem hafa a.m.k. hlotið haldgóða tæknimenntun, séu heimskari og vanhæfari til að fjalla um kjarnorkuvopn en grunnskólakennarar og sagnfræð- ingar friðarhreyfingarinnar. Sumir af þessum „friðargjörð- armönnum" trúa því af einlægni, að jafnskjótt og Vesturlönd af- vopnist, muni Ráðstjórnarríkin gera slíkt hið sama. Af ótrúlegum barnaskap skora þau á okkur hin að taka þátt í slíkri sjálfsmorðs- tilraun. Aðrir eru meiri undir- hyKKjumenn og vita, að ráðstjórn- arherrar þeirra þurfa aðeins að vinna tíma til að bæta stöðu sína, áður en þeir setjast einhvern tíma í framtíðinni að raunverulegum samningum með Bandaríkja- mönnum. Þess vegna leggja þeir til, að gert verði bráðabirgða- samkomulag nú þegar, meðan Ráðstjórnarríkin hafa undirtökjn nokkurn tíma gengið á bak orða sinna? Nei, auðvitað aidrei. Hann er heiðarlegasti maður, eða er það ekki? Hann getur jafnvel ábyrgzt stefnuna, sem helskýin taka og nákvæmlega ábyrgzt staðina, þar sem geislavirkt úrfelli fellur til jarðar úr þeim. Hvers vegna skyldi ráðstjórnarher ráðast á okkur, ef við afvopnumst? Já, hvers vegna eiginlega? Spyrjið afg- anska bændur. Þeir vita svarið. Það hefur enga þýðingu að endurtaka „röksemdirnar" og það er álíka vonlaust að „rökræða" við þessa „friðarunnendur" og munn- höggvast við gamla móðursjúka konu, eða við áróðursvél ráð- stjórnar. Eitt er deginum ljósara í málflutningi þeirra; þeir eru haldnir taumlausum ótta og vilja skilyrðislausa uppgjöf fyrir ógnun Ráðstjórnarríkjanna, jafnvel áður en krafizt er uppgjafar. Betra er að vera rauður en dauður. Þessi hræðsla er einmitt ástæða þess, að áróðursherferð ráðstjórnar hefur um þessar mundir náð umtals- verðum árangri, svo og það, að friðarhreyfingin nýtur ötullar lið- veizlu Moskvu og er fjarstýrt það- an. FJARSTÝRT FRÁ MOSKVU Það er varla til sú ríkisstjórn, stjórnmálaflokkur eða alþjóða- samtök, sem ekki fordæmdu ótví- ræðum orðum innrás ráðstjórnar- herja í Afganistan (þar með taldir margir kommúnistaflokkar). Ein

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.