Morgunblaðið - 23.01.1982, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982
39
Bæði liðin skoruóu
yfir 100 stig
ÍSLANDSMEISTARAR Njarðvíkur
í körfuknattleik unnu frekar naum-
an sigur á neðsta liði úrvalsdeildar
innar, ÍS, í gærkvöldi í Njarðvík. Að-
eins sjö stig skildu liðin að í lok
leiksins. Að vísu hafði lið Njarðvíkur
mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum
og skoraði þá 65 stig gegn 43. Og allt
virtist stefna í einstefnu UMFN.
En í síðari hálfleiknum tók leik-
urinn frekar óvænta stefnu,
Víkingur sigraði
ÍBK með 10
mörkum 26—16
Víkingur vann öruggan sigur á liði
ÍBK í bikarkeppni HSÍ í gærkvöldi
er liðin léku í Keflavík. Víkingur
sigraði með 10 marka mun, 26—16.
Staðan í hálfleik var 11—8.
Flest mörk Víkinga skoruðu
Sigurður Gunnarsson, 10, og Þor-
bergur Aðalsteinsson 7. Marka-
hæstur Keflvíkinga var Björgvin
Björgvinsson með 9 mörk og næst-
ur honum kom Grétar Grétarsson
með 3 mörk.
emm/þr.
UMFN — ÍS
109:102
Njarðvíkingar juku forskot sitt
verulega fyrstu mínútur hálfleiks-
ins og komust þá í 77—51, en þá
var eins og leikmenn IS tæku
verulegan kipp og fóru að bíta frá
sér. Þeim tókst að minnka muninn
niður í þrjú stig, 97—94.
En þá tók sá óviðjafnanlegi
Danny Shouse til sinna ráða og
skoraði 11 stig í röð og tryggði
UMFN öruggan sigur í leiknum.
Danny skoraði 48 stig í leiknum
þar af 30 í fyrri hálfleiknum.
Gunnar Þorvarðarson skoraði 15.
Pat Bock skoraði flest stig ÍS,
30. Nánar á þriðjudag.
emm/þr.
KðriuknattleiKur
Leiðrétting
Omar Rafnsson UBK
en ekki Torfason
er hjá Lokeren
ÞAU LEIÐU mistök urðu á íþrótta-
síðu Morgunblaðsins í gærdag að
sagt var frá því að Omar Torfason
væri við æfingar hjá Lokeren í
Belgíu. Þetta er ekki rétt, föðurnafn
Ómars misritaðist. Það er Ómar
Rafnsson úr Breiðabliki sem er hjá
Lokeren og mun hugsanlega skrifa
undir samning hjá liðinu.
Ómar Rafnsson er 19 ára gamall
mjög efnilegur knattspyrnumaður
í Breiðabliki sem dvalið hefur við
æfingar síðastliðnar fjórar vikur
hjá félaginu og leikið tvo leiki með
varaliði félagsins. Forráðamenn
Lokeren hafa haft gott auga með
piltinum og hafa hug á að fá hann
til Lokeren. Allt mun þó verá
óráðið í þeim efnum. í dag mun
Ómar leika með varaliði félagsins
og eftir þann leik munu línurnar
skýrast.
— ÞR.
Guðmundur Wrðarson, ÍR, sækir að horninu er Sigurður Svavarsson, og Stjörnunnar fylgist vel með leiknum
vörn Stjörnunnar, en varnarmenn sjá má á varamannabekk ÍR. Sjá má í vinstra horni myndarinnar.
Stjörnunnar koma vel út á moti. í hvar Gunnar Einarsson þjálfari Ljósm. rax.
Naumur sigur IR
Möguleikar Stjörnunnar í Garða-
bæ á sæti í 1. deild að ári biðu
hnekki í gærkvöldi, er ÍR sigraði lið-
ið 18—16 í íþróttahúsinu að Ásgarði
í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var
8—7 fyrir ÍR. Lélegur handknatt-
leikur var á boðstólum að þessu
sinni, en mikil barátta og tauga-
spenna, enda mikið í húfi. Eftir
þennan sigur er staða ÍR afar sterk í
deildinni, liðið hefur aðeins tapað 4
stigum, en næstu lið sex stigum og
sjö.
Stjarnan byrjaði afar vel, komst
í 2—0 með góðum skotum Eyjólfs
Bragasonar. En eftir það gekk
Eyjólfi hins vegar ekkert í haginn,
sóknarleikur beggja liða reyndar
fumkenndur og tilviljanakenndur.
Varnarleikur beggja hins vegar
góður og markvarsla einnig.ÍR
náði frumkvæðinu, komst í 5—3,
en Stjarnan jafnaði 5—5 og 6—6.
Tvö mörk frá ÍR og staðan breytt-
ist í 8—6, en Stjarnan átti loka-
orðið.
I síðari hálfleik voru jafnteflis-
tölur allt upp í 12—12, en eftir það
náði ÍR frumkvæði sem liðið lét
ekki af hendi, lokatölur því 18—16
eins og áður segir.
Lið Stjörnunnar var ívið meira
léttleikandi en lið ÍR, hins vegar
af og frá að uppskeran hafi verið
meiri, skyttur liðsins brugðust
hræðilega, en aðrir leikmenn
sýndu góða takta á milli. Bestir
voru Viðar Símonarson, Magnús
Teitsson og markvörðurinn Hösk-
uldur Ragnarsson, sem varði
geysilega vel. Magnús Andrésson
og Guðmundur Óskarsson stóðu
einnig fyrir sínu.
Sigurliðið IR var ekki sannfær-
andi þrátt fyrir sigurinn, en
leikmenn flutu meira á leik-
reynslu og seiglu en nokkru öðru.
Jens var góður í markinu, varði
m.a. tvö vítaköst og var siðan
næstum búinn að skora undir lok-
in, er hann óð fram völlinn og
skaut þrumuskoti í stöng. Guð-
mundur Þórðarson bar verulega af
útileikmönnum ÍR, Ársæll var
einnig meira en frambærilegur.
Mörk Stjörnunnar: Magnús
Teitsson 5, Guðmundur Óskarsson
4, Eyjólfur Bragason, Eggert ísdal
og Viðar Símonarson 2 hver og
Magnús Andrésson eitt mark.
Mörk ÍR: Guðr.iundur Þórðar-
son 7, Ársæll Hafsteinsson 4, Sig-
urður Svavarsson 3, Sighvatur
Bjarnason og Einar Valdimarsson
2 hvor.
— gg-
Skíðalyfta Fram
opnuð í dag
• Skíðalyfta Fram í Eldborgargili
verður opnuð í dag. Allgott skíðafæri
er nú á skíðasvæði Fram í Bláfjöll-
um, og án efa munu skíðamenn not-
færa sér helgina, þar sem flesta er
farið að lengja eftir að komast á
skíði.
ST1IM BfeJUI
HVBW
SraUIET
SEIJA SVIKNA
SKREIfl A ERL
MARGSKIPTUR.
STEFNULAUS
HiS^kSíö
M
[arnarflug, sis
IÍSCARGÚ, ESSfi
IRUNKA SAMAN
Mánudagsblaðið nýlega?
Hefurðu séð
Mánudagsblaðið er blað fyrir alla og er op-
ið öllum þeim, sem hafa eitthvað til mál-
anna að leggja. Þar er fjallað opinskátt og
undanbragðalaust um hlutina. Blaðið
hefur breytt verulega um svipmót að
undanförnu, og er nú bæði aðgengilegra
og skemmtilegra blað. Þú ættir að kanna
málið með því að koma við á næsta
biaðsölustað og fá þér eintak. í gær kom
einmitt út nýtt tölublað, því að Mánudags-
blaðið og stórblaðið Time Magazine eiga
það meðal annars sammerkt að bæði eru
dagsett fram í tímann. Þannig kemur
Mánudagsblaðið út á föstudögum síðla,
en er dagsett á mánudeginum á eftir. Og
loks orðsending til nýrra útsölustaða:
Hafið samband um helgina í síma 13496.
Hver veit nema við getum bætt ykkur á
listann og sent ferskt Mánudagsblað í
hvert sinn og það kemur út. Það gerir við-
skiptavini ykkar ánægða.