Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 22. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 Prentsmiója IVIorgunblaðsins. Dozier eftir björgunina: „Þeir miðuðu byssu - ég hélt að öllu væri Uadua. 2H. janúar. AIV SKHI»JÁLFAÐAR lögreglusveitir björgudu bandaríska hershöfðingj- anum James L. Dozicr úr „alþýðu- fangelsi" Rauðu herdeildanna ( dag, 42 dögum eftir að honum var rænt, og þrifu skambys.su af hryðju- verkamanni, sem miðaði henni á höfuð hershöfðingjans. „l»eir (hryðjuverkamennirnir) miðuðu byssu á mig þegar mér var bjargað og ég hélt að öllu væri lokið, að hinzta stund mín væri komin. Þið hljótið að skilja hvað mér létti mikið þegar ég var frelsaður af yfirvöld- um,“ sagði Dozier að sögn Maxwell Rabb, sendiherra Bandaríkjanna. Fimm voru handteknir, tvær kon- ur og þrír karlar, þegar lögreglan braut upp hurðina að íbúðinni í Padua, en engu skoti var hleypt af. Einn hr.vðjuverkamannanna skarst á höfði. Þrír þeirra voru nafn- greindir: Antonio Savasta og Em- ilia Libera úr Rómardeild herdeild- anna (þau eru elskendur og voru dæmd að þeim fjarstöddum á Sard- iníu 10 tímum áður í rúmlega 31 árs fangelsi hvort fyrir tilraun til að myrða lögreglumann), og Cesare di Lenardo frá Udine. Hershöfðinginn var hafður í haldi í tjaldi í íbúðinni, bundinn og keflaður. Ahlaupssveit lögreglunn- ar fann íbúðina í gærkvöldi, en frestaði árásinni þar sem talið var að næturárás gæti stofnað lífi Dozi- ers í hættu. „Lögreglan var mjög snör í snún- á mig lokið“ ingum. Einn úr Rauðu herdeildun- um miðaði skambyssu á höfuð Dozi- ers hershöfðingja. Ef lögreglan hefði ekki verið svona snögg, hefðu sögulokin orðið önnur,“ sagði Virg- inio Rognoni innanríkisráðherra sem fór til Padua að óska lögregl- unni til hamingju. Frú Dozier talaði við hershöfð- ingjann í síma frá Frankfurt, þar sem hún er i heimsókn, og Dozier hringdi í Rabb og yfirmann liðsafla NATO í Napoli, William Crowe Dozier hershöfóingi kemur til lögreglustöóvarinnar í Padúa eftir björgunina. Dozier eftir björgunina. aðmírál. „Mér líður dásamlega vel, þótt ég sé dálitið þreyttur. Eg lét klippa mig. Ég missti aldrei vonina um að mér yrði bjargað þegar ég var í haldi,“ sagði Dozier að sögn Crowe. Hershöfðinginn fer í læknisskoð- un í Vicenza og kona hans fer þang- að á morgun. Ronald Reagan forseti og aðrir vestrænir leiðtogar sendu Itölum árnaðaróskir. „Þessi árang- ur eykur þá sannfæringu að traust lýðræði er búið hæfni til að sigra undirróður," sagði Sandro Pertini forseti. Tíu lögreglumenn í skotheldum vestum brutu upp hurðina að íbúð- inni og björgunin tók 90 sekúndur. Þeir afvopnuðu mann í forstofunni og fóru inn í herbergi þar sem tveir karlar og tvær konur gættu Doziers í tjaldinu. Maðurinn sem miðaði á höfuð Doziers var barinn með byssuskefti og hinir gáfust upp. „Dásamlegt, allt í lagi, lögreglan,“ sagði Dozier að sögn lögreglunnar. „Þetta var kennslubókardæmi um velheppnaða aðgerð,“ sagði ónafngreindur bandarískur emb- ættismaður. „Þeir brutu hringinn á bak aftur. Fólkið talaði og þeir fvlgdu eftir hverri einustu vísbend- ingu. Þeir gerðu það á réttan hátt og það bar árangur.“ Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem lögregla hefur fundið felustað Rauðu herdeildanna meðan mann- ræningjar þeirra hafa haft fórnar- lamb á valdi sínu. Nánar um Dozier-mál- ið: sjá bls. 16 og 17. Vildi hitta vinkonu og rændi vagni Kindhoven, 28. janúar. Al*. HOLLENZKA lögreglan handtók í dag 17 ára franskan pilt, sem rændi skólavagni í NorðurErakklandi og ncyddi vagnstjórann til að aka til Hollands, þar sem hann vildi hitta vinstúlku sína. Drengurinn var yfirbug- aður án þess að hann veitti mótspyrnu á munaðarleys- ingjaheimili í Veldhoven og hitti stúlkuna sem dvaldist þar. Hann hafði skipað vagnstjóranum að skilja sig þar eftir og tók 12 ára gaml- an dreng í gislingu. Claude Niquet vagnstjóri ók burtu með fimm börn, sem enn voru í vagninum, og gerði lögreglunni viðvart. Börnin voru heil á húfi. Pilturinn var vopnaður skammbyssu og rændi skólavagninum um 20 km frá Soissons. Hann sleppti .30 af 40 nemendum, sem voru i vagninum, hjá Reims. Alexander Haig Haig fær aðstoðarmann í Miðausturlandamálum Kaíró. 28. janúar. Al*. ALEXANDER HAIG utanríkisráð- herra sagði i dag að aðeins formsat- riði stæðu í vegi fyrir því að banda- rískur embættismaður yrði skipaður sérlegur aðstoðarmaður sinn til að stuðla að sáttum Egypta og ísraels- manna í Palestínumálinu. Haig kynnti í nýrri ferð sinni til Gíslum sleppt eftir flugrán < ali. Kólonihíu, 28. janúar. Al*. VINSTRISINNAÐIR skæruliðar slcpptu í dag farþegum og áhöfn kól- ombísku farþegaflugvélarinnar, sem þeir rændu, og fóru frá Cali í lítilli þotu sem er í einkaeign. Þotan lenti á kólombísku eynni San Andres, ferðamannastað 400 km norður af Panamaborg. Talið var í Panamaborg að ferðinni gæti verið heitið til Kúbu. Sjö skæruliðar voru í þotunni, en höfðu enga farþega kólómbísku flugvélarinnar enn í gísiingu í þot- unni. Einn skæruliðanna var borinn um borð í þotuna í sjúkrabörum. Allir farþegarnir og áhafnarmeð- limirnir, sem voru látnir lausir, virtust vera við góða heilsu. Sam- kvæmt samkomulagi skæruliðanna við kólombískan hershöfðingja, sem samdi við þá, var ábyrgzt að þeir gætu farið úr landi án þess að þurfa að óttast um öryggi sitt. Skæruliðarnir höfðu hótað að sprengja upp farþegaflugvélina með öllum um borð ef þeir fengju ekki aðra flugvél. Flugvélin laskað- ist þegar hún rakst á jeppa er hún re.vndi að hefja sig til flugs. Kaíró og Jerúsalem, hinni annarri á tveimur vikum, nokkrar nýjar hugmyndir, sem hann kvaðst vona að jafna mundu ágreininginn í Pal- estínumálinu og á öðrum sviðum. Eftir fund með Mubarak Egypta- forseta kvaðst hann ekki hafa sett ákveðinn frest eða lagt fram áætl- un um lausn allra mála, heldur til- lögur sem vonandi leiddu til sam- komulags. „Við viljum sjá hvort við getum jafnað nokkur ágreinings- atriði,“ sagði hann. Haig fer aftur til Washington á morgun, föstudag. Embættismaður sá, sem hann h.vggst skipa aðstoð- armann sinn í Palestínumálinu, er Richard Fairbanks, lögfræðingur og stuðningsmaður Reagans for- seta í kosningabaráttunni, nú síð- ast aðstoðarutanríkisráðherra, sem hefur farið með mál sem varða Þjóðþingið. Þótt hann hafi ekki haft beina reynslu af málefnum Miðausturlanda er vonað að lög- fræðireynsla hans geri honum kleift að greiða úr lagalegum flækjum deilunnar um heimastjórn Palestínumanna. Haig sagði að „nokkuð“ hefði miðað áfram í viðræðum hans og Menachem Begins forsætisráð- herra í gærkvöldi. Hann sagði í Kaíró að sumar nýjar hugmyndir Bandaríkjamanna væru „ófull- komnar“, þar sem vandinn væri flókinn og ágreiningurinn of mikill. Þó kvaðst hann enn vera bjartsýnn, því að stundum þegar árangur næðist á einu sviði væri hægt að sætta sig við minna á öðru sviði. Egypzkar heimildir herma að utanríkisráðherra Egypta hafi ekki verið viss um hvaða árangri Haig teldi sig geta náð í ferðinni, einkum þar sem Mubarak fari til fundar við Reagan í Washington á þriðju- daginn. Haig fékk mjög góðar við- tökur í Jerúsalem og sumir túlkuðu þær þannig að ísraelsmenn vildu reyna að nota Bandaríkjamenn til að beita Egypta þrýstingi. Ræðismaður Tyrkja veginn Anjji'kn, 28. januar. Al*. TYRKNESKI aðalræðismaðurinn í Los Angeles, Kamal Arikan, var skotinn til bana þegar bifreið hans nam staðar við umferðarljós í vesturhluta borgarinnar í dag, fimmtudag. Hópur armenskra hryðjuverkamanna lýsti sig ábyrgan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.