Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 I.KNK Köppi'n, badmintondroltning- in og tannlæknirinn danski, var í gær kjörinn íþróttamadur Norður- landa, en í hverjum janúar hóa for menn norrænu íþróttafréttamanna- samtakanna sig saman og ganga frá kjöri þessu. I»eir Ingimar Stenmark og Björn Borg hafa einokað nafnbót þessa síðustu fimm árin. t>eir sem til greina koma sem íþróttamenn N’orð- urlanda eru íþróttamenn hvers lands fyrir sig, en auk Lene Köppen komu „Gaman að vera fyrsta kon- an sem nær þessu kjöri“ „ÉG ER yfir mig ánægð með kjör ið, þetta er mikill heiður fyrir mig og mun efla mig í íþróttinni,“ sagði Lene Köppen, nýkjörinn íþróttamaður Norðurlanda 1980—-’81 í samtali við fréttamann Morgunblaðsins í Kaupmanna- höfn í gær, en þar fór kjörið fram. Köppen er fædd og uppalinn í Kaupmannahöfn og starfar þar sem tannlæknir. Hún þurfti að fá frí á tannlæknastofunni til þess að mæta í matarhóf þar sem greint var frá kjörinu, en veglegan bikar mun hún fá á Opna danska meist- aramótinu*sem fram fer innan tíð- ar. Köppen hélt áfram: „Kg hef alveg sérstaklega gaman af því að vera fyrsta kon- an sem nær þessu kjöri. Þá er það einnig gott fyrir Danmörku og danskt íþróttalíf." Lene, sem hóf að ieika badminton 13 ára gömul, var spurð hvernig hún háttaði æfingum sínum, þ.e.a.s. hver væri lykillinn að velgengn- inni. „Ég æfi tvisvar á dag, 5—6 daga í viku. Ég hef engan þjálf- ara, heldur keppi einungis við eiginmann minn. Ég tel ekki rétt að vera með of marga leiðbein- endur, það ruglar mann bara. En ég vil undirstrika, að badminton er ekki annað en tómstundagam- an mitt. Ég er lærður tannlækn- ir og vinn fullt starf sem slíkur." Nú er badminton hátt skrifað á Norðurlöndum, en þó virðast Asíulöndin eiga marga frábæra badmintonmenn og jafnvel betri en finnast á Norðurlöndunum. Hver er skýringin á þessu? „Það er alveg jafn mikið af hæfileika- fólki á Norðurlöndum og hjá okkur hefur fóik sömu mögu- leika á því að ná jafn langt. Én Indónesíubúar og Kínverjar æfa íþróttina öðru vísi en við. Þeir eru miklu kerfisbundnari í æf- ingum sínum, líta ekki á þetta sem tómstundagaman og skemmtun. Þar liggur munurinn að mínu áliti." þf-/gg' til greina Jón Páll Sigmarsson, kraftlyftingamaður frá íslandi, Tom Lund, knattspyrnumaður frá Noregi, Ingimar Stenmark, skíðamaður frá Svíþjóð og Hekki Mikola, skíða- skotfimigarpur frá Finnlandi, en hann er heimsmeistari í 20 kfló- metra skíðaskotfimi. Lene Köppen er ekki bara fyrsti Daninn í háa herrans tíð sem hreppir titil þennan, hún er fyrsta konan sem verður fyrir valinu all- ar götur síðan kjör þetta fór fyrst fram, árið 1962. Lene hefur um langt skeið verð einhver besta badmintonkona sem um getur, hún hefur 25 Norðurlandatitla í safninu, hefur verið heimsmeist- ari bæði í einliða- og tvíliðaleik, Evrópumeistari, auk þess sem hún hefur verið í úrslitum Al- England-keppninnar sex af síð- ustu sjö árum. Hún er jafnframt eina konan sem sigrað hefur hina frábæru Ai Ling frá Kína, en það átti sér stað á opna danska meist- aramótinu síðasta. — þf'/gg- Lene Koppen á sigurstundu. Guðrún rauf 15 metra múrinn GUÐRÚN Ingólfsdóttir, frjáls- íþróttakonan sterka, setti nýtt og glæsilegt íslandsmet í kúluvarpi kvenna á innanfélagsmóti KR í fyrrakvöld. Guðrún varð þar fyrst ís- lenskra kvenna til þess að varpa kúl- unni yfir 15 metra, en lengst fauk kúlan 15,06 metra. Gamla metið átti Guðrún sjálf, en það var raunar alls ekkert gamalt, því það eru aðeins nokkrir dagar síðan Guðrún setti það, 14,61. Guðrún bætti metið því mjög verulega. Næstbesta kast hennar í fyrrakvöld var 14,59 m, en eftir metkastið fylgdi hugur varla verki vegna unnins afreks og síðustu köstin voru öll ógild. Kunnugir telja, að nýir skór, sem Guðrún hefur keppt í að undan- förnu, hafi hjálpað henni geysi- lega mikið, auk þess sem hún er sjálf í betri æfingu en nokkru sinni fyrr. Danski tannlæknirinn kjörinn íþróttamaður Norðurlanda Trimmaðstaða á Akureyri mjög góð Ahugi almennings á íþróltaiðkun hefur aukisl mjög mikið hin síðari ár. Iþróltasamband Islands telur eðli- legl að íþróttir fyrir almenning teng- ist starfsemi hreyflngarinnar og hef- ur því tekið almannaíþróttir inn á sína stefnuskrá. Hefur ÍSÍ falið hin- um einstöku sérsamböndum fram- kvæmd þessara mála, þar sem því verður við komið, hverju í sinni grein. Leitast verður við að fá sem flesta til að stunda íþróttir, hvern eftir sinni getu og er þetta gert í þeirri tiú að hæfileg hreyfing og áre.vnsla sé líkamanum nauðsyn- leg og holl. Einu orði, hefur þessi þáttur íþrótta verið kallaður TRIMM. Skíðasamband íslands er fyrsta sérsambandið innan ÍSÍ sem hefur tekið trimm inn í sína starfsemi. Skipuð hefur 3ja manna trimm-nefnd SKÍ, einskonar landsnefnd, sem hefursíðan stuðl- að að stofnun trimm-nefnda víðs vegar um landið, gefið út reglur um skíða-trimm og látið útbúa merki og auglýsingar fyrir trimm o.s.frv. Nefnd þessi cr á Akureyri. í henni eru Hermann Sigtryggsson, Magnús Kristinsson og Stefán Jón- asson. Auk framangreindra verkefna vinnur nefndin nú að þátttöku ís- lands í norrænni fjölskyldu- landskeppni á skíðum 1983 og nor- rænni skólalandskeppni á skíðum 1985. I vetur á að koma á „trimmdegi“ um allt land, en þann dag verða auglýstar fjöldagöngur og trimmað þar sem því verður við komið. Á Akureyri hefur ávallt verið mikill áhugi fyrir skíðaíþróttinni og þá sérstaklega varð þetta al- menningsíþrótt eftir að aðstaða batnaði í Hlíðarfjalli með skíða- hóteli, lyftum og troðara. í fjall- inu er hægt að stunda alhliða skíðaíþróttir, en best er aðstaðan þar fyrir alpagreinar. Nú á síðustu árum hefur áhugi á skíðagöngu aukist mjög mikið og þá sérstak- lega eftir að upplýst göngubraut kom í Kjarnaskóg. Sú þraut er um 2,2 km á lengd. Þar verður leitast við að hafa ávallt troðna braut með göngusporum, en jafnramt er farið að huga að öðrum stöðum í bæjarlandinu þar sem hægt er að hafa troðnar brautir s.s. á golf- vellinum og svæðinu umhverfis nýja Bjarg Sjálfsbjargar í Gler- árhverfi. Stofnuð hefur verið skíðatrimmnefnd á Akureyri þar sem fulltrúar frá útivistarsvæðinu í Kjarna, íþróttahreyfingunni, Skíðastöðum, skátum o.fl. eiga fulltrúa. Fyrsta verkefni þessarar nefndar er að bjóða almenningi upp á leiðsögn í meðferð gönguútbúnað- ar og gönguáburðar. Fer leiðsögn þessi fram í Kjarna nk. sunnudag kl. 2—4. Síðan er gert ráð fyrir að leið- beint verði tvö kvöld í viku í Kjarna fyrir almenning, næstu vikurnar. Þá mun þessi nefnd sjá um skíða- trimmdaginn á Akureyri í vetur og undirbúa þátttöku Akureyr- inga í norrænu fjölskyldukeppn- inni á skíðum næsta vetur. Trimmnefnd Skíðasambands ís- lands hefur látið útbúa bækling og merki í sambandi við skíða- trimmið og fást þessi gögn hjá trimmnefndinni, skógarverðinum í Kjarna og á skrifstofu æskulýðs- og íþróttaráðs, Ráðhústorgi 23. I skíðatrimmnefnd Akureyrar eru Þröstur Guðjónsson, Þor- steinn Pétursson, Ivar Sigmunds- son, Hallgrímur Indriðason, Jón Orn Sæmundsson og Nína Þórð- ardóttir. Á blaðamannafundi á Akureyri komu svo eftirfarandi sjónarmið og atriði fram: Hallgrímur Indriðason: „í Kjarnaskógi eru upplýstar skíða- göngubrautir alla daga, sem gefur til skíðaiðkana. Það er ótrúlega góð aðsókn í trimmbrautina allt árið því hún er opin á sumrin og þar er mjög gott að hlaupa. Fjöldi skíðagöngumanna hjá okkur hefur farið fram úr öllum vonum og það er greinilegt að þessar upplýstu brautir laða fólk mikið að. Hug- myndir eru uppi um að í framtíð- inni verði troðin braut og hægt verði að ganga upp úr Kjarnaskógi og upp á Súlumýrar: Það yrði „góð“ dagsferð, um 15 km göngu- leið þar sem hægt væri að stoppa í tveimur skálum á leiðinni, í nýja skálanum sem skátarnir hafa komið upp fyrir ofan Kjarna og Fájkafelli, gamli skátaskálinn." ívar Sigmundsson forstöðumað- ur Skíðastaða: „í fjallinu eru troðnar göngubrautir um hverja helgi, um 7—8 km hringur. Hring- urinn er yfirleitt troðinn á laug- ardags- og sunnudagsmorgnum. Nokkuð margar svigbrautir eru upplýstar hjá okkur á kvöldin. Á þriðjudögum og fimmtudögum verður opið til kl. 10 á kvöldin en aðra daga til kl. 7. Það er mín skoðun að mun betra sé að vera í upplýstri aðstöðu á kvöldin heldur en í dagsbirtu á þessum árstíma." Þorsteinn Pétursson: „Nú á sunnudaginn verður fólki leiðbeint í Kjarnaskógi að bera áburð á gönguskíði. Meiningin er að þetta verði síðan gert á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 8—9.30 í vetur á sama stað. Þá hefur komið upp sú hugmynd að skíðatrimm- nefnd Akureyrar sendi kveðju til nærliggjandi byggðarlaga, t.d. Ólafsfjarðar og Húsavíkur og að sjálfsögðu verður farið með kveðj- una gangandi á skíðum. „Þeir lifa lengur sem ganga á skíðum," sagði Þorsteinn ( og var það hugmynd hans að fyrirsögn). Magnús Kristinsson (í lands- nefnd): „Landsnefndin mun reyna að drífa upp trimmnefndir sem víðast á landinu en þær eru þegar komnar í gang á allmörgum stöð- um. Hér á Akureyri munum við reyna að fá sem allra flesta til að vera með, með því að koma upp aðstöðu sem víðast í bænum. Það er t.d. mjög vinsælt að ganga á skíðum á golfvellinum. Þar er sléttara en víðast annars staðar og því mjög heppilegur staður fyrir byrjendur. Þar stendur til að troða brautir. Þá erum við með hugmyndir í sambandi við nýjan stað, í kringum nýja Sjálfsbjarg- arhúsið Bjarg í Glerárhverfi. Magnús Olafsson sjúkraþjálfari (Sjálfsbjörg): „Við höfum mögu- leika á að gera 1 km langa hálf- upplýsta göngubraut í kringum húsið og einnig er heppilegt að menn gætu hitað upp á gönguskíð- um fyrir utan og komið síðan inn á eftir í líkamsræktartækin. í sam- bandi við þessi líkamsræktartæki langar mig að leiðrétta þann mis- skilning að þau séu einungis fyrir fatlað fólk, það sem er hér hjá Sjálfsbjörg. Það er algjör mis- skilningur að svo sé, þau eru frjáls almenningi líka. í sambandi við gönguskíðin vil ég hvetja fólk til að vera með, og benda því á að byrja rólega, sérstaklega ef fólk byrjar þegar það er farið að eld- ast. En það er ekki okkar markmið að ná aðeins til fullorðna fólksins heldur til barnanna líka. Þetta er tilvalið sport fyrir alla fjölskyld- una.“ Hermann Sigtryggsson: „Ég held ég megi segja að hér á Akureyri sé mjög góð aðstaða fyrir trimmara. Það hefur sýnt sig, að þegar fólk fær tæki og aðstöðu þá er það strax komið af stað. í sambandi við framtíðina eru til ótal hug- myndir, t.d. að hafa hverfakeppni á gönguskíðum, einnig skóla- keppni í bænum o.fl.“ — SH. • Guðrún er sterk um þessar mundir. íþróttir í kvöld: Körfuknattleikur Einn leikur fer fram í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í kvöld. Valur og Fram eigast við í íþróttahúsi Hagaskólans og hefst leikurinn klukkan 20.00. Eftir hið sögulega tap gegn IR í síðustu umferð er Ijóst, að Fram má alls ekki tapa þessum leik. Valsmenn eiga litla möguleika á því að blanda sér í toppslaginn úr því sem komið er og leika því án alls álags. Kannski án áhuga að auki. Víst er a.m.k. að Framarar munu beita sér og leika fast til sigurs, því enn á liðið möguleika á að ná UMFN að stigum. Handknattleikur Einn leikur er í 2. deild í kvöld, Haukar og UBK mætast í Hafnar flrði og hefst leikurinn klukkan 20.00. Leikurinn hefur einkum þýð- ingu fyrir Hauka, sem keppa við Þór, Stjörnuna og ÍR um sæti sem losna í I. deild í vor. Blak Einn leikur fer fram í 1. deild kvenna, ÍS og KA eigast við í íþróttahúsi Háskóla íslands. Leikur inn hefst klukkan 21.00. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.