Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 Pétur Jónatansson bóndi - Minning Fæddur 5. janúar 1894 Dáinn 14. janúar 1982 Hér með vil ég minnast Péturs Jónatanssonar, bónda í Engidal, Skutulsfirði með nokkrum orðum í (jakklætisskyni. Hann var fæddur 5. jan. 1894, sonur Kristínar Kristjánsdóttur, ættaðri frá Breiðafjarðareyjum og Jónatans Jenssonar bónda að Efstabóli, sem lengi var bátafor- maður að Kálfeyri. Hann var ön- firskrar ættar. Öll bernskuár sín ólst hann upp í Önundarfirði að Efstabóli í Korpudal. Hann gekk þar í barna- skóla í „Firðinum" að Efrihúsum. Þar kynr.tist hann mörgum alda- mótamönnum, á þeim árum í Ön- undarfirði. Þekkti hann vel til þeirra og átti marga kunningja þeirra á meðal, meðan aldur og líf leyfði. Hann var þriðji yngstur af stór- um systkinahópi, alls átta systk- ina og var þeirra lengst heima hjá foreldrunum. Um 14 ára aldurinn flutti hann með fjölskyldu sinni að Engidai í Skutulsfirði. Varð þá nokkur breyting á búnaðarháttum fjölskyldunnar. Byrjað var á mjólkursölu til ísafjarðar. Batt það nokkuð unga bóndasoninn til ýmissar vinnu við mjólkursöluna, t.d. að flytja mjólkina til kaupend- anna á Isafirði. Gat það verið all erfitt í illviðrum og snjókomu og vetri til og miklum snjó. Oft varð því að fara hestlaus og bera sölu- mjólkina á bakinu. Þetta var því einskonr skyldustarf og þjónusta við neytendur mjólkurinnar og heimili hans. Pétur vék ekki af verðinum að hjálpa til við þetta erfiða starf að bera mjólkina á verstu dögum ársins út á ísafjörð. Um nokkur ár var þetta hjálpar- starf við foreidra hans en seinna féll ábyrgðin á hann sjálfan, þegar faðir hans hætti, en það mun hafa verið um 1920. 1927 byrjaði ísafjarðarbær ræktun og kúabúskap í Tungu í Skutulsfirði. Eignaðist bærinn þá „Fordson“ dráttarvéi í sameign við Búnaðarfélag Eyrarhreþps. Vélanotkun við ræktun var mikil nýjung og höfðu bæendur í Eyr- arhreppi oft daglega kynningu af störfum og getu hennar við rækt- unina. Við það varð vakning er vakti löngun hjá bændum að hefja ræktunarstörf. Þeir sáu í hilling- um framtíð sína, slétt og stærri tún með meira grasi, meiri hey- forða. Pétur tók til við ræktunina meö gætni og vandvirkni, eignað- ist stórt tún og miklar húsbygg- ingar yfir heimafólk sitt hey og búpening allan. Hann var alltaf styrkur starfs- maður í Búnaðarfélagi Eyrar- hrepps, lengi ritari þess félags- skapar og annarra samtaka bænda, um pöntun áburðar og fleira, enda var það einskonar Systir okkar. + HULDA ÞÓROARDÓTTIR, Veltusundi 3, lést i gær. Lílja Þórðardóttir og Geir Þórðarson. + Móöir mín, GUÐRUN JÓNSDÓTTIR, Flókagötu 12, lést í Borgarspítalanum 27. janúar. Jóna Gissurardóttir. + Utför eiginmanns míns og fööur okkar, PÁLS STEFÁNSSONAR, Borganesi, veröur gerö frá Borganeskirkju laugardaginn 30. janúar 1982 kl. 14.00. Jakobína Hallsdóttir, Hallur Pálsson, Vigdís Pálsdóttir. t Minningarathöfn um SIGRÍÐI JÓNSDÓTTIR frá Heimagötu 22, Vestmannaeyjum, sem andaöist 22. janúar sl. fer fram frá Fossvogskirkju laugardag- inn 30. janúar kl. 10.30 árdegis. Jaröarförin fer fram frá Breiöa- bólstað i Fljótshlíö kl. 15.00 sama dag. Steinunn Siguröardóttir, Jón Hjaltason. köllun til hans að rita það sem á dagskrá var hverju sinni, vegna snilldarfagurrar rithandar hans, þegar hann tók sér penna í hönd. Síðastliðin rúm 20 ár hef ég að- allega kynnst honum, síðan As- valdur sonur minn giftist Gerðu dóttur hans, því að hver jól hafa sýnt mér þessa ágætu, fögru og fágætu skrift hans á jólakortum til mín. Og hin síðustu jól 1981, er engin afturför. Skriftarlínan líður áfram bein og óhikandi. Sagt er að út úr skrift flestra manna megi lesa innri mannkosti hans, stað- festu, vilja og fegurð í framkomu og háttum. Þessi nefndu skriftar- einkenni sanna mér og segja að er sönn og lýsa manninum Pétri rétt eftir framkomu hans við mig og heimili sonar míns og dóttur hans á liðnum 20 árum. Þannig munu fleiri mæla. Að eðlisfari var Pétur félags- lyndur, vel söngvinn, hressilegur og kátur í ávarpi bæði í fæðu og riti. Við spilaborð meðal kunn- ingja naut hann sín vel, spilaði ungur á harmoniku og var þá hrókur alls fagnaðar að hefja dansgleðina með söng og gaman- vísum, en nú er skarð fyrir skildi, og hans áreiðanlega saknað. Það vitum við öll, að þegar rætt er um einn og einn mann og leiðin farnast vel áfram í harðri lífsbar- áttu og sigrar hafa unnist í störf- um við atvinnumálin og barna- uppeldi, þá er oftast viljug og styrk hönd sem hjálpar, vinnur með og iéttir allt erfiðið. Þá er mér í huga kona Péturs í Engidal, hún Munda, Guðmunda Katarín- usardóttir frá Arnardal. Munda er ein sérstæðasta dugnaðarkona sem ég hef heyrt um og kynnst. Kraftur hennar og kapp við hvaða starf sem var t.d. taka orf og ljá og slá lengi dags. Taka hamar og negla fjalir með bónda sínum, þegar húsbyggingar stóðu yfir og annað er unnið var daglega, hvort sem var að aka dráttarvél eða bíl. Slík algild elja, sem henni hefur verið gefin, kraftur og umhyggja, fyrir öllu á heimili sínu, verður aldrei oflofuð eða ofþökkuð. Börn þeirra hjóna voru fjórar dætur: Kristín gift Gunnari Hjartarsyni, Isafirði. Þeirra son- ur: Gunnar Þór. Sólveig, dáin 1964 var gift Jóhanni P. Ragnarssyni, Isafirði (Tungu). Börn þeirra: Guðrún og Guðmundur Jens. Við fráfall Sólveigar var mikill harm- ur kveðinn að Engidalsheimilinu, eiginmanni hennar, börnum og öllum sem hana þekktu, en hún var mikilhæf efniskona og hátt- prúð. En minning hennar lifir í börnunum þeirra góðu, ömmunni Guðrúnu Hjaltadóttur, er gekk þeim í móðurstað svo og vininum trausta Jóhanni Pétri, sem ætíð hefur reynst þeim Engidalshjón- um sem besti sonur og ævinlega reiðubúinn til hjálpar þegar á þurfti að halda. Gerða, gift Ás- Magnús Jóhannsson Uppsölum - Minning Mig langar að kveðja afa minn með nokkrum orðum, Magnús afa minn sem ég sá ekki oft, vegna þess hve langt var á milli okkar. En þegar hann kom til okkar fjöl- skyldunnar og við töluðum saman fann ég að mér leið vel með honum og að okkur þótti vænt um hvort annað. Hann gisti alltaf í mínu her- bergi þegar hann kom til okkar og þar inni sátum við oft saman og sögðum hvort öðru ýmislegt. Hann sagði mér oft frá Ásthildi ömmu og hvað hann hiakkaði til að fara til hennar og sjá hana aftur. En til þess þurfti hann að fara langan veg. Veginn sem afi minn er búinn að ganga núna. Eg veit að afa líður betur í fal- legri veröld kærleikans en sem gamall maður á elliheimili sem bíður eftir hvíldinni eftir að hafa stigið mörg sporin á misþýfðum jarðvegi lífsins og þess vegna trúi ég því að hann sé hamingjusamur maður í nýrri, fallegri veröld við hlið ömmu minnar sem ég veit a hann þráði að hitta. Berglind Þórsteinsdóttir Þessar fátæklegu hugleiðingar verða vart meira en kveðja til tengdaföður míns, Magnúsar Jó- hannssonar, fyrrverandi bónda á Uppsölum í Eiðaþinghá, en hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum þann 21. þ.m. á 95. aidursári. Magnús var fæddur 6. desember 1887. Hann var elstur barna þeirra Ingibjargar Bergmann Þorsteinsdóttur og Jóhanns Magnússonar, pósts og bónda er þá bjuggu á Innri-Drápuhlíð í Helgafellssveit. Magnús var lið- lega 16 ára þegar faðir hans dó, og þá lenti það í hans hlut að miklu leyti, að styðja móður sína í upp- eldi systkina sinna og búsýslu- starfi. Það hefur sjálfsagt oft ver- ið erfiðleikum háð á þessum tím- um, þegar faðir og fyrirvinna féll frá, að halda saman stórum barnahópi og koma honum til manns, en í þessu tilfelli hefur það hjálpast að, að móðirin var dugnaðarkona og börnin efniviður í manndómsfólk, eins og þau síðar urðu fulltíða. Af þessum systkina- hópi eru nú eftir á lífi 6 bræður, þeir Kristján, Valdimar, Guð- mundur og Hinrik búsettur á Snæfellsnesi og Hjörtur og Sigfús í Reykjavík. Árið 1915 kvæntist Magnús konu sinni Ásthildi Jónasdóttur frá Helgafelli í Helgafellssveit. Ásthildur var yngst af börnum þeirra Ástríðar Þorsteinsdóttur og Jónasar Sigurðssonar er bjuggu sinn búskap á hinu fornfræga og fagra höfðingjasetri Helgafelli. Ásthildur og Magnús hófu bú- skap sinn í heimasveit sinni, fyrst í Efrihlíð og seinna í Kljá. Árið 1923 fluttu þau austur á Fljótsdalshérað. Það var löng flutningsieið milli Helgafellssveit- ar og Héraðs á þeim tíma, miðað við samgöngukerfi okkar þá. Áræði þeirra og dugnaður hefur ráðið ferðinni, og vonin um betri lífsmöguleika á nýjum stað hefur tvímælalaust ýtt undir þennan búferlaflutning þeirra hjóna með 3 ung börn sín. + Aluóarþakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför konu minnar og móöur okkar SIGRÍDAR PÁLSDÓTTUR, Traðarstíg 6, Bolungavík. Jóhann Pálsson og börn. + Eiginkona mín, INGUNN ÁGÚSTSDÓTTIR, Eskihlið 6, Reykjavík, lést hinn 27. þ.m. Fyrir hönd vandamanna, Ásmundur Pálsson. valdi Guðmundssyni, Ástúni, Ingj- aldssandi. Þeirra synir: Pétur Ingi, Guðmundur Kristinn og Síg- urður Brynjar. Katrín býr með Þorbirni Sigfússyni, Reykjavík. Hennar dætur: Helga Guðmunda og Sólveig Sigríður. Ennfremur ólu þau upp dóttur- dóttur sína Helgu Guðmundu Sig- urðardóttur til fullorðinsára. Gift Jóni Arasyni, ísafirði. Einnig skal minnast Sigurðar Herlufsen, fyrrverandi tengdasonar hans, fyrir sérstaka umhyggju og alúð við Pétur í veikindum hans á spít- ala í Reykjavík og prúða og inni- lega framkomu hans allt til þessa dags við þau hjón bæði. Þegar maður kynnist dætrum þeirra hjóna finnur maður þær allar bera sterklega einkenni for- eldranna. Þær höfðu allar náð feg- urð handa hans í skriftinni og styrk hennar í störfum og um- hyggju allri. Mörg börn voru löngum á heim- ili þeirra, mest á sumrin. Eg hef heyrt þau segja: „Ég vil vera í Engidal hjá Mundu og Pétri." Pét- ur átti og eitthvað gott í munninn að gefa, einnig að klappa mjúklega á koll þeirra og brosa um leið. Slíkur var Pétur. En nú er Pétur fallinn eftir 88 ára glímu daglegs lífs. Hann komst heim úr síðustu för sinni „utan úr bæ“. Heim í dalinn sinn, sem hann þráði alltaf. Engidalinn. Við sem þekktum hann þökkum honum ágæt kynni, handtök og bros hans á móttökustund í húsi hans og ávarp allt. Hann fer nú um fagra blómi- vaxna Engidali í bústöðum al- heims gæskuveru Guðdómsins. Friður Guðs þig biessi. Ég færi fyllstu samúðarkveðjur til konu hans barna, tengdabarna og barnabarna. Guðmundur Bernharðsson frá Ástúni. Fyrsta árið á Héraði voru þau í húsmennsku á Eyjólfsstöðum, með tvo yngri börn sín, en það elsta, Jóhann, fór að Eiðum til Ásmundar Guðmundssonar skóla- stjóra þar. Fyrsta barn þeirra fæddist þeim á Eyjólfsstöðum árið 1924. Festa þau hjón kaup á Upp- sölum í Eiðaþinghá og hefja þar búskap og bjuggu þar allan sinn búskap síðan. Uppsalir munu ekki hafa verið neitt stórbýli þegar Ásthildur og Magnús fluttu þang- að, en samheldni þeirra og dugn- aður var sprottinn af því, sem síð- ar varð. Nú er þetta myndarbýli. Ásthildur og Magnús áttu 13 börn, fjögur þeirra létust í bernsku, en 9 hafa náð fullorðinsaldri og eru öll manndómsfólk. Ég tel mér til gæfu að hafa venslast þessu fólki. Ásthildur og Magnús voru um margt ólík, en fleira held ég þó að hafi verið með þeim sameiginlegt, góðar gáfur, ótæmandi dugnaður, og viðkvæmir strengir og hjarta- hlýja til samferðarmanna. Magnús var nú hin síðari ár far- inn að heilsu og þá er hvíldin kærkomin. Ásthildi konu sína missti hann 7. des 1968. Nú liggja leiðir þeirra saman á ný, á braut hins ókomna. Ég kveð Magnús Jóhannsson með hjartans þakklæti fyrir sam- fylgdina, hún er mér minnisstæð og kær. Ég og börn mín sendum börnum hans innilegar samúðarkveðjur. Ágúst H. Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.