Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 2 3 Prófkjör sjálMæðismanna á Akranesi Á morgun, laugardag, og á sunnudag, fer fram sameiginlegt prófkjör allra stjórnmálaflokka vegna bæjarstjórnarkosninganna á Akranesi í vor. Kjörstaóur er í Idnskólahúsinu vid Skólabraut og er kjörstaður opinn á morgun, laugardag, kl. 10—16 og sunnudag kl. 10—16. Kosningin fer þannig fram, að kjósandi krossar við listabókstaf þess flokks, sem hann styður og síðan er merkt með tölustafinum 1 fyrir framan nafn þess frambjóðanda, sem kjósandi óskar að skipi 1. sæti lista, með tölustafnum 2 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem kjósandi óskar að skipi 2. sæti listans, o.s.frv. Kjósendur eru beðnir að athuga að merkja þarf við minnst þrjú nöfn, en þess skal getið, að sjálfstæðisfélögin á Akranesi óska eftir því, að þeir sem hyggjast styðja D-listann merki við fleiri en þrjá. Atkvæðakassar eru fjórir á kjörstað, einn fyrir hvern flokk. Hér fer á eftir kynning á frambjóðendum sjálfstæðismanna í prófkjörinu. Benedikt Jónmundsson, útibússtjóri, er 37 ára að aldri. Hann er kvæntur Mattheu Sturlaugsdóttur og eiga þau tvær dætur. Hann hefur um alllangt skeið verið virkur þátttak- andi í starfi Sjálfstæðisflokksins. Var formaður Sjálfstæðisfélags Akraness, á nú sæti í stjórn full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna og í kjördæmisráði og er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði Akraness. Cuðjón Guðmundsson, skrifstofustjóri, er 39 ára að aldri. Hann er kvæntur Guðnýju Ólafs- dóttur. Hann hef- ur starfað mikið á vegum Sjálfstæð- isflokksins, var formaður full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi 1981, átti sæti í kjördæmisráði og í kjörnefnd flokksins í Vest- urlandskjördæmi vegna kosninga til Alþingis. Guð- jón Guðmundsson var bæjarfulltrúi árið 1974—1978, varamaður í bæjarstjórn 1970—1974 og aftur frá 1978. Hann hefur starfað mikið að félagsmálum, átt sæti í knattspyrnuráði Akraness og situr í stjórn Bridgesambands íslands. Guðjón hórðarson, rafvirki, er 26 ára að aldri. Hann er kvæntur Bjarn- eyju Jóhannesdóttur og eiga þau þrjá syni. Guðjón Þórðarson hefur starfað mikið að félagsmálum og á sæti í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Vestur- landskjördæmi. Hann var formaður Þórs FUS og er nú í stjórn félagsins. Hann hefur leikið með 1. deild- arliði IA um árabil. Guðrún L. Víkingsdóttir, hjúkrunarfræðingur, er 34 ára. Hún er gift Viðari Vésteinssyni, framkvæmdastjóra, og eiga þau þrjú börn. Hörður Pálsson, bakarameistari, er 48 ára að aldri. Hann er kvæntur Ingu Sigurðardóttur og eiga þau fjögur börn. Hörður hefur lengi starfað innan raða sjálfstæðismanna og var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi frá 1970—1980. Hörður Pálsson hefur átt sæti í bæjarstjórn frá vori 1974. Kagnheiður Ólafsdóttir, húsmóðir, er 39 ára. Hún er gift Sölva Pálssyni, skipstjóra, og eiga þau fjögur börn. Hún hefur unnið mikið að félagsmálum, svo sem í kvenfélögum og deildum SVFI. Hún var um skeið varamaður í hreppsnefnd í Tálknafirði og var fulltrúi V-Barð- strendinga í þjóðhátíðarnefnd Vestfirðinga 1974. Ragnheiður Ólafsdóttir er nú formaður sjálfstæðis- félagsins Bárunnar og varaformaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi. skrifstofumaður, er 30 ára að aldri. Hún er gift Jóni Sigurðssyni, bifreiðastjóra, og eiga þau þrjú börn. Hún hefur starfað talsvert innan Sjálfstæðisflokks- ins, átt sæti í stjórn Þórs FUS, og starfað í nefndum á vegum Sjálfstæðisflokksins. framkvæmdastjóri, er 56 ára. Hann er kvæntur Ingi- björgu Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn. Valdimar Indriðason hefur starfað mikið á vegum Sjálfstæðis- flokksins og átt sæti í bæjarstjórn Akraness frá 1962 og verið forseti bæjarstjórnar frá 1977. l’órður Björgvinsson, ^ vélvirki, er 29 ára. Hann er kvæntur Karólínu Sigfríð Stefánsdóttur og eiga þau tvo syni. Hann hefur starfað innan Sjálfstæðisflokksins um nokkurra ára skeið og er nú í varastjórn félags ungra sjálfstæð- ismanna á Akranesi. Þórður hefur verið formaður æskulýðsnefndar Akraness síðasta kjörtímabil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.