Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 31 w Fallið blasir við ÍS eftir stórtap gegn ÍR • Sigurdur Svavarsson skoraði mikilvægt mark fyrir lið sitt undir lok leiksins. ÍR hafði betur í lélegum leik ÍR HÉLT sínu striki í 2. deild ís- landsmótsins í handknattleik í gærkvöldi, er liðið sigraði botnliðið Fylki meó 19 mörkum gegn 16 í Laugardalshöllinni, staðan í halfleik var 9-7 fyrir ÍR. I»ar með náði liðið forystu í deildinni, en Fylkir stefnir sem fyrr í 3. deild. IR - Fylkir 19-16 Þó verður að segjast eins og er, að eftir að hafa horft á liðin leika í gær var ekki gott að átta sig á hvort stefnir á 3. deild og hvort á 1. deild, því getumun var engan að sjá og ef marksúlurnar hefðu ekki gengið í lið með IR er ekki að vita hvernig farið hefði, því Fylkis- menn hafa áreiðanlega átt tíu hörkuskot í stangirnar. Það má kannski kalla það klaufaskap, en það líktist meira óheppni. Um gang leiksins er það að segja, að IR hafði nánast allan tímann for- ystu. Jafnt var um tíma í fyrri hálfleik, 6-6, en all oft í þeim síð- ari tókst Fylki að minnka muninn niður í eitt mark, 11-12, 13-14 og 16-17. Þegar tvær og hálf mínúta voru til leiksloka skoraði Sigurður Svavarsson afar dýrmætt mark, hans eina í leiknum, og í næstu sókn brenndi Gunnar Bjarnason af vítakasti. Þar með var sigurinn í höfn, því tíminn var of naumur fyrir Fylki og ÍR skoraði næsta mark. Þetta var afar tilþrifalítill leik- ur og leiðinlegur á að horfa. Tveir menn báru mjög af hjá ÍR, sér- stakiega Ársæll Hafsteinsson, en einnig Guðmundur Þórðarson, sem þó gerði sig sekan um voða- legt óðagot í sókninni á köflum. En það sást best er hann var ekki innanvallar hversu mikið nærvera hans hefur að segja fyrir ÍR. Jens var góður í markinu fram- an af, en varð fyrir meiðslum í fyrri hálfleik og lék nánast ekkert eftir það. Aðrir ÍR-ingar héldu sig við meðalmennskuplanið. Ekki voru Fylkismenn burðugri, helst að Einar Einarsson ætti spretti, einnig línumaðurinn And- rés Magnússon sem lúrði á góðum mörkum þegar færin voru þröng. En það væri synd að segja lánið hafa leikið við liðið. Liðið náði nokkrum sinnum upp sæmilegri baráttu, en hún hefði mátt vera meiri, eitthvað í líkingu við bar- áttuandann sem liðsstjórinn, Stef- án Gunnarsson, sýndi á köflum, en stundum var engu líkara en hann ætlaði niður úr gólfinu, svo fast var stappað niður fæti. Mörk IR: Ársæll Hafsteinsson 7, Guðmundur Þórðarson 7, 1 víti, Sighvatur Bjarnason 3, Einar Björnsson og Sigurður Svavarsson 1 mark hvor. Mörk Fylkis: Einar Einarsson 5, Gunnar Bjarnason 4, 1 víti, And- rés Magnússon 4, Jón Leví 2 og Haukur Magnússon 1 mark.— gg. FALL ÚR úrvalsdeildinni í körfu- knattleik blasir nú við Stúdentum eftir tap liðsins gegn ÍR, 69:88 (34:41), í gærkvöldi. Bæði liðin hafa nú leikið jafnmarga leiki, en ÍS hef- ur aðeins 2 stig en ÍR 10. Vissulega hafa Stúdentar tölfræðilega mögu- leika á að halda sæti sínu en miðað við leik þeirra í gærkvöldi virðast möguleikarnir litlir. Bæði liðin urðu að vinna leikinn og ÍR-ingar voru ákveðnari í að gera það, þeir börðust betur, bæði í vörn og sókn, og upp- skáru laun erfiðis síns. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiksins og jafnt á öllum tölum fram á 7. mínútu, 14:14, en þá fóru leiðir að skiljast, þó mun- urinn yrði ekki verulega mikill eða aðeins 7 stig í leikhléi og það geta Stúdentar þakkað Inga Stefáns- syni, sem skoraði 14 stig í hálf- leiknum og hélt liði sínu á floti. Annars virtist barátta beggja liða svipuð í fyrri hálfleiknum og kappið meira en forsjáin. IR-ingar mættu síðan mjög ákv- „Hrútleiðinleg- ur leikur“ „ÞETTA var hrútleiðinlegur og lélegur leikur og ég held að það sé bezt að gleyma honum sem fyrst. Við eigum enga möguleika á því að halda sæti okkar í úr- valsdeildinni, fallið blasir við. Lið, sem tapar svona meistara- lega fvrir ÍR, vinnur engan leik í deildinni. Þetta eru tvö slökustu liðin í deildinni og ÍS þó sýnu verra," sagði Bjarni Gunnar Sveinsson eftir tap liðs hans gegn ÍR, 69:88, í gærkvöldi. „Kærkominn sigur“ „BKTRA liðið vann leikinn, það er enginn vafi á því. Það var miklu meiri barátta í okkar mönnum og þeir menn, sem léku nú áttu sinn bezta leik í mótinu, sérstaklega í vörninni," sagði Agnar Friðriksson, liðsstjóri IR, eftir leikinn. „Við urðum að vinna þennan leik og leikmenn lögðust á eitt um að gera það mögulegt. Þetta var einn af okkar beztu leikjum og sigurinn kærkom- inn, sérstaklega eftir að góður leikur liðsins gegn Fram féll í skuggann vegna umræðna um ritaramistök. Þrátt fyrir þenn- an sigur erum við ekki enn ör- uggir með að halda sæti okkar í úrvalsdeildinni, ÍS getur unn- ið hvaða lið sem er, en staðan er vissulega betri nú,“ sagði Agnar. STAÐAN STAÐAN í úrvalsdeildinni er nú sem hér segir: UMFN 13 11 2 1139—1025 22 Fram 13 9 4 1094—991 18 Yalur 13 7 6 1056—1023 14 KR 13 7 6 1014—1081 14 ÍR 14 5 9 1089—1172 10 fs 14 1 13 1112—1262 2 STAÐAN STAÐAN í 2. deild 1 er nú þessi: IR 9 7 0 2 169—154 14 Stjarnan 10 (i 1 3 211—205 13 Þór Ve. 9 5 1 3 182—178 11 Ilaukar 8 4 1 3 . 178—159 9 Týr 10 4 0 6 225-234 8 UMFA 8 2 3 3 167—173 7 UBK 8 2 2 4 151 — 157 6 Fylkir 10 1 2 7 192—225 4 ís-ír 69-88 eðnir til leiks eftir leikhléið, börð- ust eins og ljón í vörn og sókn og juku bilið smám saman og eftir 8 mínútna leik var munurinn orðin 20«tig, 61:41. Þó stúdentum tækist að minnka muninn örlítið dugði það engan veginn IR var greini- lega sterkara og hleypti Stúdent- um aldrei það nærri sér, að sigur væri í hættu, enda lauk leiknum með 19 stiga mun IR í vil. Að þessu sinni mæddi mest á 5 leikmönnum ÍR og skiluðu þeir hlutverki sínu vel. Kristinn Jör- undsson dreif félaga sína áfram með mjög góðum leik, Jón Jör- undsson lék vel bæði í vörn og sókn og Bob Stanley átti stórleik í vörninni þar til villuvandræði fóru að há honum, auk þess sem hann skoraði 25 stig. Ungu menn- irnir Benedikt Ingþórsson og Hjörtur Oddson stóðu einnig vel fyrir sínu. Stúdentar voru óvenju daufir og virtust varla vilja vinna þennan mikilvæga leik. Það var aðeins Ingi Stefánsson, sem barðist af hörku allan tímann og varð stiga- hæstur liðsins. Pat Bock var frem- ur daufur, en sótti sig er leið á leikinn. Aðrir léku langt undir getu. STIG ÍS: Ingi Stefánsson 22, Pat Bock 17, Bjarni Gunnar Sveinsson 12, Guðmundur Jóhannsson 8, Gísli Gíslason 4, Árni Guð- mundsson og Þórður og Jón Oskarssynir 2 stig hver. STIG ÍR: Bob Stanley 25, Kristinn Jörundsson 20, Jón Jörundsson 18, Hjörtur Oddsson 13, Benedikt Ing- þórsson 10 og Ragnar Torfason 2 stig. HG Brautryðjenda minnst • íþróttasamband íslands varð 70 ára í gær. í tilefni þess lagði fram- kvæmdastjórn ÍSI blómsveiga á leiði brautryðjendanna, Sigurjóns Péturs- sonar, Álafossi er var upphafsmaður stofnunar ÍSÍ, Axels V. Tuliniusar, er var fyrsti forseti ISI og Benedikts G. Waage er var forseti ÍSÍ í 34 ár. Myndin sýnir Svein Björnsson forseta ÍSI leggja blómsveig á leiði Axels V. Tuleniusar. Bob Stanley og Pat Bock kljást um knöttinn. Ljósm. RAX. Einar Vilhjalmsson kjörinn i/y/j • Frjálsíþróttamaðurinn Einar Vilhjálmsson hjá UMSB var fyrir skömmu kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar 1981, en auk þess fengu fjórir næstu í kjörinu eignargripi. Kjör Einars kemur svo sem ekki á óvart, hann hefur verið ört vaxandi í grein sinni sem er spjótkast og á síðasta ári varð hann fyrstur íslendinga til þess að kasta spjóti yfir 80 metra, nánar tiltekið 81,22 metra. í 2. sæti í kjörinu varð Ragnhildur Sigurðardóttir, borðtenniskona, sem er lengst til hægri á myndinni að ofan, í 3. sæti íris Grönfeldt, frjáls- íþróttakona, sem er önnur frá hægri, fjórði Jón Iliðriksson, frjálsíþróttamað- ur, sem er ekki á myndinni og fimmti Hafsteinn I»órisson, frjálsíþróttamað- ur, sem er lengst til vinstri. I.josm. Offijjur (iestsson r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.