Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 25 Flugleiðir fluttu liðlega 541 þús. farþega í fyrra ÁKIi) 1981 fluttu flugvélar Klugleiða rúmlega 507 þúsund farþegr í áætlun- arflugi. I»ar ad auki tæplega 34 þúsund farþega í leiguflugi. Farþegum fjölgaði á leiðum milli íslands og Kvrópu, en fækkaói í innanlandsflugi og á Nord- urAtlantshafsleiðum. Vöruflutningar jukust í millilandaflugi en dróust hins vegar saman í innanlandsflugi. Auk- ning varð á póstflutningum í milli- landa- og innanlandsflugi. Ólafsfjörður: Alvarlegt ástand að skapast i hofmnni < UafsfjorAur, 27. janúar. ALVAKI.EGT ástand er að skap- ast hér í höfninni. Virðist sandur hafa borist í mynni hafnarinnar, svo að skuttogararnir taka niðri þegar þeir sigla um hafnarmynnið. Þegar skuttogarinn Sigur- björg var að koma úr sinni fyrstu veiðiferð á árinu, um klukkan 7 í morgun, tók hún niðri en losnaði síðan aftur eftir um eina klukkustund. Bliðskap- arveður var og ekki er talið að neinar skemmdir hafi orðið á skipinu. Er talið mjög aðkall- andi að dýpkunarskip verði fengið hið fyrsta og hafnar- mynnið dýpkað. Atvinnuástand er að verða hér eðlilegt en þetta er fyrsta togaralöndunin síðan fyrir verk- fall. Sigurbjörg var með 110 tonn og von er á hinum togurun- um á næstu dögum. — Jakoh Milli landa voru árið 1981 fluttar 5.114 lestir af vörum og er aukningin milli ára 2,3%. Innanlands voru fluttar 2.418 lestir og er samdráttur- inn þar 7,5%. Póstflutningar námu 1.210 lestum milli landa og var um 16% aukningu að ræða og póstflutn- ingar innanlands námu 812 lestum, sem er 6,1% aukning frá fyrra ári. Haustið 1981 önnuðust Fluglelðir viðamikla pílagrimaflutninga til og frá Jeddah í Saudi Arabíu. Alls voru fluttir 28 þúsund farþegar í tveimur önnum flugsins. Þar að auki voru í almennu leiguflugi fluttir 5.963 far- þegar. A árinu 1981 tóku Flugleiðir að sér mörg leiguflug. Tvær flugvélar fé- lagsins voru allt árið í verkefnum í Líbýu. Tvær vélar voru í flugi fyrir Air India og ein vél í innanlandsflugi í Nígeríu. Þá voru tvær vélar án is- lenzkra áhafna í Saudi-Arabíu og eru flutningar með þeim vélum ekki innifaldir í fyrrgreindum tölum. Heildarflutningar Flugleiða á ár- inu 1981 voru 541.282 farþegar, en þar af voru fluttir 138.293 farþegar á Norður-Atlantshafinu á móti 162.525 farþegum árið á undan og er um 14,9% samdráttur í því flugi milli ára. I Evrópuflugi voru fluttir 144.832 farþegar en 140.106 farþegar árið áður og er þar um að ræða 3,4% aukningu milli ára. Innanlands voru fluttir 216.237 farþegar, en 221.861 farþegi árið á undan og er þar um 2,5% samdrátt að ræða. Þá flugu 7.957 farþegar á leiðum Air Bahama yfir Atlantshaf. Hópur herskólanema frá Noregi heimsækir Reykvíkinga og tekur þátt í samkomuherferð Hjálpræðishersins. Rannveig María og Erlingur eru fremst til hægri. Hjálpræðisherinn: Herskólanemar frá Noregi taka þátt í samkomuherferð Foringjar og herskólanemar (ka- dettar) frá Herskóla Hjálpræðis- hersins í Osló koma til Reykjavík- ur á fostudag. I hópnum eru tveir Islendingar, sem nú stunda nám við Herskólann, Rannveig María Níelsdóttir og Erlingur Níelsson. I frétt frá Hjálpræðishernum segir að hópurinn muni fara víða um borgina m.a. á vinnustaði, á sjúkrahús og elliheimili auk þess sem haldnar verða útisamkomur í miðbænum. Þá verða samkom- ur á hverju kvöldi í Herkast- alanum fram til sunnudags- kvölds 7. febrúar. Sunnudagana 31. jan. og 7. febr. verða einnig samkomur í Herkastalanum fyrir hádegi. Barnasamkomur verða í Hólabrekkuskóla laug- ardagana 30. jan. og 6. febr. kl. 14 og sunnudagaskóli verður í hersalnum og barnasamkomur þar dagana 1. til 5. febr. Á sama tíma og hluti nemenda við Herskólann kemur hingað til lands fara aðrir hópar í heim- sóknir m.a. til Danmerkur og taka einnig þátt í herferðum í Noregi. Meðalafli Kaldbaks 21,9 lest- ir á veiðidag á síðasta ári Fótbrotnaði M ADl'K fótbrolnaði þegar vörulyftari valt við llerjólfsgötu í Hafnarfirði á þriðjudag. Maðurinn ók suður Herjólfsgötu, niður brekku en lyftarinn hélt beint af augum þegar ökumaðurinn hugð- ist beygja og valt fram af kantinum og niður í tjörn. Virtist sem stýri lyftarans hefði farið úr sambandi. Vörulyftarinn stórskemmdist við atvikið. MEÐALAFLI Akureyrartogarans Kaldbaks var 21,9 tonn á dag á síð- asta ári og er það 1,4 tonn meira en árið áður. Kins og komið hefur fram þá var Kaldhakur aflahæsti togari landsins á síðastliðnu ári með 6004 tonn, og var aflaverðmætið 20 millj- ónir króna og meðalverð á kíló kr. 3,33. I skýrslu Útgerðarfélags Ak- ureyringa kemur fram, að út- haldsdagar togara fyrirtækjs- ins, fimm að tölu, voru 1753 á síðasta ári á móti 1679 dögum sem íslensk tónlist er leikin. Ég man eftir slíkum tónleikum á Isafirði fyrir einum sjö árum. Það var flutt tónlist eftir mig, Hjálmar H. Ragn- arsson og Jakob Hallgrímsson. Það var troðfullt hús og allt efnið leikið tvisvar, áður en yfir lauk. Ég held að fólk sé hætt að líta á okkur sem eins alvarlega og upp- hafna og áður var. Fólk er kannski hætt að setja sig í stellingar gagn- vart nútímatónlist. Einu sinni mátti til dæmis alls ekki hlæja á tónleik- um, þótt eitthvað skemmtilegt gerð- ist. En þáð er um að gera. Nú segir fólk iðulega að það skilji ekkert í þessu, en hafi skemmt sér konung- lega. Það hefur hlaupið mikill vöxtur i tónlistarlíf hér á landi siðustu árin, eins og reyndar hvers kyns menning- arstarfsemi. Það er mun meira flutt af íslenskri tónlist en áður var. Þetta hefur gerst á undanförnum u.þ.b. tíu árum. Þetta stafar m.a. af því hve við eigum mikið af góðum hljóðfæraleik- urum sem komið hafa heim frá námi á þessu tímabili. Þeir hafa líka iðu- lega haft frumkvæði að því að ný verk séu samin." Heyri heyrnir — Sérðu eitthvað ákveðið fyrir þér þegar þú semur? 1 „Nei, að jafnaði geri ég það ekki, nema þá að um sviðsverk sé að ræða, eins og balletttónlist. En ég sé yfir-, leitt ekki miklar sýnir í sambandi við þetta. Það má frekar segja að ég heyri heyrnir. Ég hef gaman af því þegar fólk segist sjá eitthvað fyrir sér þegar það hlustar á tónverk sem ég hef samið. Það sér yfirleitt alls ekki allt það sama og hreint ekki það sem mér kann að hafa dottið í hug sjálfum. Nei, ég á mér engar sérstakar fyrirmyndir í tónlistarsköpun. Nema þá góða músík frá öllum öldum. Mús- ík sem lifir. Vond tónlist gleymist yfirleitt. Ég spila ekki mjög mikið sjálfur og það er kannski skrýtið, en ég hef skrifað minna fyrir flautu, en flest önnur hljóðfæri, þótt hún sé mitt hljóðfæri. Við spilum að vísu stund- um kammermúsík kennararnir, en ég vona alla vega að nemendur mínir æfi sig meira en ég. Núna tekur við hjá mér kennsla fram á vorið og ætli ég reyni ekki að ljúka við eitthvað af því sem ég hef verið að vinna að. Kannski spilum við eitthvað í vor fyrir vestan, kannski ekki. Og fyrir utan tónlistina leitast ég við aö sinna öðrum áhugamálum eitthvað, að stunda leikhús, lesa bækur og búa til góðan mat. Meira kemst ég nú tæp- ast yfir.“ — SIB árið 1980. Heildarafli togaranna á árinu 1981 varð 24.946,7 lestir, og hafði aukist um tæpar 1900 lestir frá árinu 1980 er hann var 22.480,6 lestir. Veiðidagar síð- asta árs voru 1391 á móti 1305 og afli a veiðidag 17,9 tonn á móti 17,2 tonnum árið 1980. Heildarandvirði afla togaranna var 82,2 milljónir króna en var 52,3 milljónir árið 1980. Árið 1980 var meðalverð á kíló kr. 2,33 en á síðasta ári kr. 3,30. Sá togari Útgerðarfélags Ak- ureyringa sem kom næst á eftir Kaldbak hvað aflamagn snertir á árinu 1981 var Harðbakur með 5409 lestir, síðan kom Svalbakur með 5294 lestir, þá Sléttbakur með 4864 lestir og loks Sólbakur með 3372 lestir. Útgerðarfélag Akureyringa framleiddi 236.139 kassa af frystum fiski á árinu, eða 5839 lestir, en árið 1980 nam freð- fiskframleiðslan 6003 lestum, þannig að hún hefur dregist saman á milli ára. Skreiðar- framleiðslan jókst úr 636 lestum í 740 lestir og saltfiskframleiðsl- an úr 687 lestum í 865 lestir. Þá voru framleidd 60 tonn af hert- um þorskhausum á árinu, en ár- ið áður var framleiðslan 21 tonn. Fulltrúi páfa á Norður- löndum heimsækir Island FULLTRUI páfa á Norðurlöndum og sendiherra Yatikansins á Islandi og Finnlandi, erkibiskup Luigi Bellotti, er væntanlegur hingað til lands á laugardag og dvelst hér fram á fimmtudag. Bellotti er nýlega tekinn við embætti, en hann hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Á sunnudag messar hann í Landakotskirkju ásamt Henrik Frehen, biskupi, og hittir síðan söfnuð kaþólskra í Landakotsskóla. Meðan Bellotti dvelur hér á landi hittir hann for- seta íslands og ýmsa áhrifamenn. Kristján Benediktsson: Tel eðlilegt að núverandi meiri- hlutaflokkar haldi samstarfi sínu „ÞAÐ SEM kom mér helst á óvart í þessu prófkjöri var að það tóku ekki þátt í því svo margir gamlir flokks- bundnir Framsóknarmenn, heldur haútist margt nýtt fólk í flokkinn,“ sagði Kristján Benediktsson, borgar- stjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins, í samtali við Mbl. er hann var inntur eftir áliti hans á prófkjöri Framsókn- arflokksins í Keykjavík, sem haldið var um síðustu helgi. Aðspurður hvort hann teldi það pólitískt áfall fyrir sig að fá ekki yfir 50 prósent atkvæða í 1. sæti og hljóta þannig ekki bindandi kosn- ingu svaraði Kristján, að hann teldi það ekki. Sagði hann að heildar- atkvæðamagnið, sem hann hafi hlotið, hafi verið um 76 prósent og að það væru litlir möguleikar á að ná yfir 50 prósent atkvæða í 1. sa'ti með því fyrirkomulagi sem gilti við þetta prófkjör, enda var hlutfall mitt í 1. sæti svipað og fyrir fjórum árurn. „Séu lagðar saman atkvæða- tölur mínar í fyrsta og öðru sæti, þá eru þær yfir 50 prósent atkvæða,“ sagði Kristján. Kristján sagöi, þegar hann var spurður að því hvort hann héldi að það hefði dregið frá sér atkva'ði í prófkjörinu, að hann lét þau orð falla á framboðsfundi að hann teldi eðlilegt að núverandi meirihluta- flokkar í borgarstjórn héldu áfram samstarfi sínu, að hann ætti ekki von á því að svo hafi verið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.