Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 Landnám Eiríks rauða 1000 ára: Grænlandskynning í Norræna húsinu Á ÞESSU ári halda Grænlendingar hátíð til minningar um að 1.000 ár eru nú liðin síðan Eiríkur rauði og forunautar hans námu land á suðvesturhluta landsins. í því tilefni verða hátíðahöld á Grænlandi dagana 2. til 9. ágúst. Hér á landi verður einnig ýmislegt gert til að minnast landnáms Eiríks rauða og verður meðal annars staðið að kynningu á Grænlandi í Norræna húsinu, sem hefst laugardaginn 30. þessa mánaðar. Að þessari kynningu standa Stuttar kvikmyndir verða einn- áhugasamtök, en aðild hins opin- ig sýndar á kvöldum þessum og í bera er enn óákveðin. Þar sem hér er um áhugamannasamtök að ræða hefur reynzt nauðsynlegt að selja aðgang að kynningunni að frátekinni opnun hennar. Er dagskráin til febrúarloka á þessa leið: 30. jan. Opnun kl. 16:00. Forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir, flytur ávarp. Henrik Lund, bæjarstjóri í Julianeháb, flytur fyrirlestur um Grænlend- inga í dag. 4. febr. bókasafni verður sýning á bókum um grænlensk málefni. Þeir aðilar, sem standa að fram- kvæmdum í tilefni 1000 ára hátíð- arinnar, eru: Alþýðuleikhúsið, Arbæjarsafn, Félag dönskukenn- ara, Grænlandsvinafélagið, Menn- ingar- og fræðslusamband alþýðu, Námsflokkar Reykjavíkur, Nor- ræna félagið og Norræna húsið. Aðgangskort að allri dag- skránni: 100 kr. Aðgangur hvert kvöld: 10 kr. Aðgangur að loka- dagskrá með Rasmus Lybert: 30 kr. Grænlenzkar konur við skinnasaum í tjaldi. M vndin er tekin 1979. Rannsóknin á Tass-fréttinni tekur nýja stefnu: Agarkov snýr ekki aftur Nýi forstjórinn veit ekkert um málið ALEXANDER Agarkov, forstöðumaður Novosti eða APN- fréttastofunnar sovésku hér á landi, hefur látið af störfum. Ad vísu hefur Agarkov verið fjarverandi frá 9. ágúst 1981, þegar hann hélt í sumarleyfi til Sovétríkjanna. Skömmu síðar taldi Haukur Már Haraldsson, blaðafulltrúi ASI, Agarkov hafa sent ranga frétt héðan í nafni Tass. Tók sendiráð Sovét- ríkjanna í Reykjavík að sér að komast til botns í málinu en allt fram í október var því borið við, að rannsóknin strandaði á því, að Agarkov væri í sumarleyfi. Trofimov, blaðafulltrúa, að líklega yrði ekki frekar af þessu máli að frétta fyrr en í kringum 20. septem- ber, um þær mundir sneri Alexander Agarkov úr sumarfríi sínu til Moskvu. 22. október 1981 er sagt frá því í frétt í Mbl., að daginn áður hafi blaðið rætt við Viktor Trofimov, blaðafulltrúa, og hefði hann sagt Agarkov enn í fríi. Ekki tókst að ná í Trofimov í gær. Undirbúningur hafinn að 323 íbúðum á fé- Kl. 20:30. Dr. Kristján Eldjárn flytur minningar frá sumardvöl á Græn- landi 1937, og segir frá uppgreftri miðaldaminja í Vestribyggð. 12. febr. Kl. 20:30. Prófessor, dr. Rolf Kjellström frá Svíþjóð fjallar um giftingar- siðieskimóa. 17. febr. Kl. 20:30. Dr. Björn Þorsteinsson: Saga Grænlendinga. 25. febr. Kl. 20:30. Steindór Steindórsson frá Hlöð- um: Náttúra Grænlands. I lok hvers þáttar mun Bene- dikta Þorsteinsson kynna og kenna nokkur orð í grænlensku. Bjarni Jakobsson Sjálfkjörið í stjórn Iðju SJÁLFKJÖRIÐ var í stjórn og trún- aðarmannaráð Iðju, félags verk- smiðjufólks, fyrir starfsárið 1982. Formaður er Bjarni Jakobsson, varaformaður Guðmundur Þ. Jóns- son, ritari Guðbjörn Jensson, gjald- keri Jóhann Guðbjartsson, með- stjórnendur Guðmundur Guðni Guð- mundsson, Sigríður Skarphéðins- dóttir og Ásdís Guðmundsdóttir. Varamenn í stjórn eru Hannes Olafsson, Áslaug Magnúsdóttir og Helga Jörundsdóttir. Eftirmaður Agarkovs sem forstöðumaður APN er Evgení Barb- ukho. í samtali við Morgunblaðið í gær sgðist hann hafa tekið við for- stöðu APN af Agarkov 14. janúar sl. Hann staðfesti, að Agarkov hefði aldrei komið úr sumarleyfinu, hins vegar væri kona hans veik og þess vegna gæti hann ekki haldið hér áfram störfum. Barbukho talar ís- lensku, enda sagðist hann hafa verið forstöðumaður APN á íslandi 1977 til 1979, áður en Agarkov kom. Barb- ukho sagðist hafa verið svo önnum kafinn síðan hann kom hingað til lands, að sér hefði ekki gefist tóm til að kynna sér „Tass-málið“ og yfir- lýsingar Hauks Más Haraldssonar, hann vissi ekkert um það mál. Alexander Agarkov fór héðan í sumarleyfi í Sovétríkjunum 9. ágúst 1981. Hinn 12. ágúst, á meðan Svav- ar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, var í opinberri heim- sókn í Moskvu, birtist um það frétt á forsíðu Prövdu, að út hefði komið á íslensku skýrsla Leonid Brezhnevs, leiðtoga sovéskra kommúnista, til 26. þings Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna. Daginn eftir, 13. ágúst, birtist sama frétt í málgagni Sovét- stjórnarinnar, Isvestíu. Var fréttin dagsett í Reykjavík 11. ágúst og höfð eftir fréttaritara Tass. Var í frétt- inni vitnað til Hauks Más Haralds- sonar, blaðafulltrúa Alþýðusam- bands íslands og formanns „Islensku friðarnefndarinnar", sem auk þess vinnur í hjáverkum fyrir Novosti. Sagði í frétt Tass, að Haukur Már hefði lýst fögnuði yfir því, að um- rædd skýrsla væri komin út á ís- lensku og fór hann lofsamlegum orð- um um Sovétríkin og kommúnista- flokk landsins. Morgunblaðið skýrði frá fréttinni í Prövdu og Isvestíu hinn 18. ágúst. Daginn eftir birtist yfirlýsing hér í blaðinu frá Hauki Má Haraldssyni, þar sem hann sagði, að frétt Tass væri uppspuni, enginn Tass-maður hefði rætt við sig. Við svo búið sneri Morgunblaðið sér til Viktors Trofimovs, blaða- fulltrúa sovéska sendiráðsins í Reykjavík, sem staðfesti, að Agark- ov sendi Tass stundum fréttir frá Islandi, þótt ekki væri hann starfs- maður fréttastofunnar. Trofimov sagði sendiráðið ekki vita um samtöl Agarkov við Hauk Má Haraldsson og æskilegt væri að ná tali af Agarkov til að fá það á hreint hvað þeim fór á milli. I frétt, sem Morgunblaðið birti um þetta mál 20. ágúst, sagði Trof- imov, blaðafulltrúi sendiráðsins, að það hefði ekki tekist að ná sambandi við Agarkov út af þessu máli, af því að hann dveldist á sumarleyfisstað fyrir utan Moskvu. í frétt, sem birtist hér í blaðinu 4. september, segir, að sovéska sendi- ráðið hafi ekki lokið rannsókn sinni á fullyrðingu Hauks Más Haralds- sonar um rangfærslurnar hjá Tass. Jafnframt er það haft eftir Viktor lagslegum SÍÐAN lög um Hú.snæðisstofnun ríkisins tóku gildi hafa vcrið sam- þykktir lánasamningar er taka til 279 verkamannabústaða og leigu- íhúða sveitarfélaga. íbúðir þessar eru í 28 sveitarfélögum. Á árinu 1980 voru framkvæmdir hafnar við 74 þessara íbúða, en framkvæmdir við 205 þeirra hófust 1981. Af þess- um 279 íhúðum eru 252 verka- mannabústaðir, en 27 leiguíbúðir sveitarfélaga. Auk framangreindra 279 íbúða, sem gerðir hafa verið lánssamn- ingar um, hefur húsnæðismála- Nýr matsölustaöur: Gódborgarinn opnar á Hagamel NVK matsölustaður verður opnaður í Reykjavík á morgun, laugardag. Það er Birgir Viðar Halldórsson sem opnar „Góðborgarann", að Hagamel 67, í húsna'ði því sem áður hýsti veit- ingahúsið Vesturslóð. Birgir hefur keypt staðinn, og breytt honum, og opnar hann nú eftir ýmsar breytingar. „Fyrsta verk okkar var að skipta um nafn, og leggja vínveitingarnar niður,“ sagði Birgir, er blaðamaður spurði hann um nýja staðinn. „Við höfum valið staðnum nafnið Góð- borgarinn, og vonumst til að nafnið muni gefa nokkra vísbendingu um hvað hér verður á boðstólum. Þetta verður eins konar skyndibitastað- ur, seldir fiskborgarar, kjúklingar, roast-beef-borgarar og fleira. Hið síðastnefnda er nýmæli hér á landi, þar sem roast-beef er selt í ham- borgarabrauði, með sérstakri sósu. Þá verða hér að sjálfsögðu seld sal- öt og annað er hverjum rétti til- heyrir.“ Að sögn Birgis Viðars gefst gest- um kostur á að snæða máltíð sína á staðnum óski þeir þess, og einnig getur fólk tekið réttina með sér út, allt eftir óskum hvers og eins. Fjölsóttir og vel heppnað- ir fundir - segir framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokks- ins um atvinnumála- fundi sjálfstæðismanna „PESSIR fundir hafa gengið vel, víðast verið mjög vel sóttir og fjörugar umræður hafa orðið eftir ræður frum- mælenda," sagði Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, en Kjartan var spurður hvernig funda- herferð sjálfstæðismanna um atvinnumál gengi. Að sögn Kjartans hefur veður þó sett strik í reikn- inginn á nokkrum stöðum, þar sem fella varð niður fundi eina helgi, en þeir fundir verða nú á næstunni, og þá auglýstir sérstaklega. „Að öðru leyti hefur þetta gengið vel,“ sagði Kjartan, „ég get nefnt sem dæmi, að um áttatíu manns sóttu fundinn á Akureyri, og fjöl- margir tóku þátt í umræð- um, og einnig var fundurinn í Hafnarfirði mjög vel sótt- ur, eins og raunar allir fundirnir fram til þessa.“ grundvelli stjórn á liðnu ári heimilað 20 sveitarfélögum undirbúning að byggingu 323 íbúða. Gera má ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við verulegan hluta þessara íbúða á árinu 1982. Þá hafa ennfremur borist frumumsóknir um 232 íbúð- ir frá 13 sveitarfélögum. Hafa þær umsóknir enga afgreiðslu fengið, fyrst og fremst vegna skorts á nauðsynlegum gögnum og upplýs- ingum. Ofangreindar upplýsingar koma fram í fréttatilkynningu frá Húsnæðismálastofnun ríkisins. Segir ennfremur að útborguð lán úr Byggingarsjóði verka- manna á árinu 1981 hafi orðið kr. 107.584.700.- Samþykktar lánveit- ingar úr Byggingarsjóði verka- manna á síðastliðnu ári námu samtals kr. 191.497.371.-, þar af voru kr. 138.487.499,- veittar til samtals 336 íbúða í nýjum verka- mannabústöðum og leiguíbúðum sveitarfélaga og kr. 44.009.872.- vegna endursölu 176 eldri íbúða í 14 sveitarfélögum. Fóru samþykkt lán til nýrra íbúða til 30 sveitarfé- laga. t ______ „Private Benjamin“ í Austurbæjarbíói AIJSTURB/EJARBÍÓ hefur nýlega hafið sýningar á nýrri bandarískri gamanmynd, „Private Benjamin", með Goldie llavvn í aðalhlutverki. Myndin fjallar um 28 ára gamla konu, Judy Benjamin, sem gengur í herinn í leit að sjálfri sér. Judy hefur verið alin upp af ríkum for- eldrum með dekri og eftirlæti. Hún á að baki tvö hjónabönd. Hið f.vrra endaði með skilnaði en eftir skyndilegt andlát seinna manns síns, sem var virðulegur lögfræð- ingur, ákveður Judy að ganga í herinn og „finna“ sjálfa sig. Það gengur þó ekki átakalaust, og lendir hún von bráðar í ýmsum undarlegum kringumstæðum. Athugasemd frá Bifreiðastöð Steindórs sf.: Orðlausir yfir ósvífni samgönguráðherra MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá eigendum Bifreiðastöðvar Steindórs sf.: Við erum orðlausir yfir ósvifni samgönguráðherra, það er með ólíkindum að þrátt fyrir að ráðu- neytið hafi innan sinna vébanda þrjá lögfræðinga og þar af einn hæstaréttarlögmann, skuli sam- gönguráðherra fá Jón Þorsteins- son, lögmann Bifreiðastjórafé- lagsins Frama, til að reka hina siðlausu lögbannsbeiðni sína. Hvaðan ætlar Steingrímur Her- mannsson að fá fé til þess að setja tryggingu fyrir lögbanni nema frá almenningi? Hvers vegna er lagt slíkt ofurkapp á að stöðva bifreið- ir Steindórs sf. án þess að fyrir liggi niðurstaða dómstóla? Ekki eru það hagsmunir almennings, sem knýja á um lögbann. Það er augljóst að hér er Steingrímur Hermannsson að láta undan þrýstingi og er að reka mál fyrir Bifreiðastjórafélagið Frama. Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytis- stjóri, sagði í blaðaviðtali, að ekki væri ákveðið hvort Bifreiðastjóra- félagið Frami eða ráðuneytið færi fram á lögbann. Nú er komið í ljós að það er ráðuneytið, sem fer fram á lögbannið, en starfsmaður Bif- reiðastjórafélagsins Frama, Jón Þorsteinsson, rekur það. Það hlýt- ur að vera algjört einsdæmi að ráðherra misnoti valdaaðstöðu sína á þennan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.