Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 Alþjóðakönnun á lífs- hlaupi og læsi: Island í efsta sæti ALÞJÓÐAKÖNNUN hefur farið fram á lífshlaupi og læsi hjá öllum þjóðum heims. Þrennt er það, sem kannað var, þ.e. lífslíkur eins árs harna, hve lágur ungbarnadauði er miðað við 1000 fæðingar og hve læsi er almenn. Af öllum þjóðum heims kemur ísland bezt út ásamt Svíþjóð, en þessi lönd fá 98 stig hvort af 100 mögulegum. Fast á eftir fylgja Danmörk, Holland, Noregur og Japan með 97 stig, Frakkland og Sviss með 96 stig, og þá koma Finnland, Kanada, Bandaríkin og Ástralía með 95 stig hvert. Neðst Evrópulanda er Tyrkland (ef rétt er að telja það til Evrópu- landa) með 60 stig, og næst neðst Portúgal með 80 stig. Ef litið er víðar kemur í ljós að neðstu lönd heims eru Afghanistan, Angola og Guinea Bissau með aðeins 14 stig, Niger með 16, Mali með 18, „Al- þýðulýðveldið“ Guinea 20, og Eþíópía, Mauritanía og Mið- Afríkulýðveldið með 21 stig. Upplýsingar þessar eru teknar úr árbókinni „The World Almanac and Book of Facts 1982", en útgef- endur árbókarinnar eru Newspap- er Enterprise Association, Inc. í New York. Ikarus-vagnarnir í notkun öðru hvoru megin við helgina IKAKPS-strætisvagnar SVR verða teknir í notkun öðru hvoru megin við helgina. Kiríkur Ásgeirsson, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að vagn- arnir, sem eru þrír, yrðu teknir í notkun samtímis, en ekki væri enn vitað hvort það gæti orðið fyrir helgi. Eiríkur sagði ennfremur, að ákveð- ið væri að reyna vagnana á öllum leiðum strætisvagnanna, þannig að hver vagn þjónaði hverri leið í skamman tíma til að byrja með. Vitni óskast KLUKKAN 07.45 á þriðjudag hugð- ist ökumaður Ford Escort bifreiðar aka fram úr vínrauðum SAAB 99 skammt fyrir sunnan Ásgarð í Garðabæ. Þegar ökumaðurinn hugð- ist aka framúr sveigði ökumaður SAAB-bifreiðarinnar af hægri yfir á vinstri akrein og í veg fyrir Escort- bifreiðina. Ökumaðurinn varð því að sveigja upp á umferðareyju, en öku- maður SAAB-bifreiðarinnar hélt áfram för sinni eins og ekkert hefði í skorist. Ökumaður SAAB-bifreiðarinnar er vinsamlega beðinn að gefa sig fram við Rannsóknarlögregluna i Hafnarfirði. Leiðrétting: Japanskir bflar í þremur af fjór- um efstu sætunum SÚ MISRITUN slæddist inn í frétt blaðsins um mest innfluttu bílana á síðasta ári, að sagt var að tveir af þremur söluhæstu bílunum væru japanskrar gerðar, Mazda og Toyota. í stað Toyota átti að standa Mitsubishi, en hins vegar var Toyota í fjórða sæti yfir sölu- hæstu bílana hér á landi 1981. Það voru því japanskir bílar í þremur af fjórum efstu sætunum. Biðst blaöið velvirðingar á þessari mis- ritun. Gæði Blandaður súrmatur í fötu m/mysu iSÚRMAlj 2^Tíf lunpa BAGGAR (Lundabaggi - Sviðasulta - Hrútspungar- Bringur) AÐEINS (Surt hvalsrengi 1 lítrafata m/mysu Nettó innihald ca. 700 gr. 2 lítrafata Nettó innihald ca. 1,3 kg Blandaður súrmatur í bakka (Lundabaggi — Sviðasulta — Hrútspungar Bringur — Lifrapylsa — Slátur). Fatan ,___,—S Kokkarnir//' >4i okkar kynna í dag og ö gefa aó smakka Súrmat og Sanitas pilsner Hreinsuð svið Ný sviðasulta Hákarl Marineruð síld Síldarrúllur Kryddsíld Harðfiskur Nýreykt hangikjöt Soðið hangikjöt ísneiðum Dr.ka. i 5stk. ípoka pr k9 68.50 87.00 Unghænur pr k9 39.50 52.00 Egg pr “a 39.80 52.00 Opið til kl. 7 í kvöld og til hádegis á laugardag Mandarínurprk9 19.80 26.00 Nautahakk 1. fl. 79.50 102.70 AUSTURSTRÆTI 17 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.