Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 Mátti tapa þremur sfðustu skákunum - en samt komist áfram Spjallað við Guðmund Sigurjónsson „ÉG IIKKDI raunar mátl tapa þremur .síðustu skákunum, en hefði samt komist áfrain en auðvitað vissi ég það ekki fyrr en eftir á,“ sagði Guðmundur Sii>urjónsson, stórmeistari, en hann var eini Islendingurinn sem komst áfram í S-manna úrslitakeppni svæðamótsins í Randers. Jón L. Arnason og Helgi Olafsson eru báðir úr leik. „Ég er nokkuð ánæt;ður með taflmennskuna á svæðamótinu. Raunar má sejya, að flensan hafi verið erfiðust ot; ennþá hef ét; ekki almennilet;a náð mér upp úr henni." — Þú fékkst fljú(;andi start með því að sit;ra Norðurlanda- meistarann Helmers. „Já, mér tókst að sit;ra Knut Helmers í 1. umferð. Síðan tefldi ét; við Israelsmanninn Murey í annarri umferð. Kj; var með t;óða stöðu en lék þá fljótfærnisleik ot; Murey tókst að snúa taflinu sér í vil ot; sij;ra. Hann hefur komið lant;mest á óvart hér í Randers, lítið þekktur fyrir mótið. í 3. umferð vann ét; Svíann Lars Karlsson, t;erði síðan jafntefli við Mortensen ot; Goodman. Þá komu tvær sij;urskákir í röð, Kegn Huss ot; Holzel. Þá má eij;inlet;a sefýa að ét; hafi verið búinn að trygjýa mér sæti i úrslitakeppninni, þó ét; vissi það ekki þá. Et; tefldi við V-Þjóðverjann Feuztel og tapaði, ef ég á að reyna að afsaka mig þá má kannski setoa, að éj; hafi teflt of stíft upp á jafnteflið. í síðustu umferðinni tefldi éj; við finnska stórmeistarann Rantanen. Ég náði fljótlet;a betri stöðu oj; bauð þá jafntefli, enda nægði það mér í úrslitin.“ — Hvað um taflmennsku Jóns L. of; Helt;a? „Jón L. Arnason byrjaði á að tapa í 1. umferð en náði sér síðan vel á strik, vann Birnboim glæsi- let;a í næstu skák, — t;óðri skák. Þá hélt ég að hann væri kominn í stuð, en flensan kom til sögunnar of; möt;uleikar Jóns hurfu eins ot; (iöt’lí fyrir sólu. Helt;i Olafsson hins vet;ar var seinheppinn á móti andstæðint;um, sem maður hefði ætiað að hann sit;raði, en tefldi hins vet;ar vel t;et;n þeim sterkari. Hann vann til að mynda Kagan af miklu öryt;t;i en fór illa að ráði sínu t;et;n minni spámönnum eins op Zut;er og Herzot;," sat;ði Guð- mundur Sit;urjónsson. Starfsfólk stjórnar- ráðsins vill semja beint við í SKOÐANAKÖNNUN starfsfólk.s Stjórnarráðsins um hug manna til sérstaks félags starfsmanna í stjórn- arráðinu, sem fa'ri með samninga slarfsfólksins, kom fram mikill áhugi fvrir slíku félagi. Slíkt félag myndi þá semja beint við ráðherra án millif'ont'u BSRB eða BIIM. 63,1% af félöf;um BSRB var hlynnt slíkri tilhögun við samn- ráðherra ingsgerð og úrsögn úr BSRB, en 26,1%. var á móti. Af félögum í BHM og því fólki, sem semur nú beint við ráðherra, voru 55,9% hlynnt þessum vinnubrögðum við samningsgerð. Aðalfundur starfs- mannafélagsins hefur úrslitavald í þessu máli og verður hann vænt- anlega haldinn á næstunni. Mynd Mbl. Ól. K. M. Ellefu tonna bátur brann ELLEFU tonna fiskibátur úr trefjaplasti jyöreyðilagðist í eldi aðfaranótt sl. miðvikudag við Lyn>{brekku í Garðabæ. Líkur benda til, að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni, sem notaður var til að afþíða sand, en setja átti steypu í kjölinn. Um 20 metra eldsúla stóð upp af bátnum og myndaðist gífurlegur hiti, svo allar rúður í norðurhlið íbúðarhúss skammt frá sprungu. Tjónið nemur um 130 þúsund kronum. Báturinn var brezkur, af Napier-gerð, 29 feta langur og er hann gjörónýtur. Myrkir músfkdagar: Fyrstu tónleikarnir verða í Norræna húsinu í kvöld MVRKIR músikdagar hefjast á róstudagskvöldið með tónleikum í Norrsena húsinu, þar sem flutt verða verk eftir Jónas Tómasson, en til- gangur þessarar tónlistarhátíðar er einkum að leggja ra-kt við íslenska tónlist. Voru Myrkir músikdagar fyrst haldnir árið 1980. Að þessu sinni hafa eftirtaldir aðilar samein- ast um að flytja íslenska tónlist, eldri sem yngri: Tónlistarskólinn í Reykja- vík, Ríkisútvarpið, Tónskáldafélagið og STEF. Dagskrá hátíðarinnar verður sem hér segir: Á föstudagskvöld verða fyrrnefndir tónleikar með verkum Jónasar Tómassonar í Norræna húsinu og hefjast þeir kl. 20.30. Flytjendur eru: Rut Magnús- son, Anna Áslaug Ragnarsdóttir, Helga Ingólfsdóttir, Manuela Wiesler, Laufey Sigurðardóttir, Júlíana Elín Kjartansdóttir, Helga Þórarinsdóttir og Carmel Russill. Mánudaginn 1. febrúar kl. 20.30 hefjast tónleikar í Gamla Bíói, þar sem Manuela Wiesler, Einar Jó- hannesson og Þorkell Sigur- björnsson flytja verk eftir Leif Þórarinsson, Áskel Másson, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigur- björnsson og Hjálmar H. Ragn- arsson. Föstudaginn 5. febrúar kl. 20.30 hefjast í sal Tónlistarskólans í Reykjavík, að Laugavegi 178. tón- leikar þar sem Guðný Guðmunds- dóttir og Halldór Haraldsson leika verk eftir Jón Nordal, Árna Björnsson, Helga Pálsson, Karó- línu Eiríksdóttur, Sigurð Egil, Þorkel Sigurbjörnsson, Áskel Másson og Béla Bartók. Daginn eftir verða tónleikar í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hefjast þeir klukkan 17. Þar flytur strengjasveit Tónlistarskól- ans verk eftir Britten, Samuel Barber, Leif Þórarinsson og Jón Nordal. Stjórnandi er Mark Reed- man. Síðustu tónleikar á Myrkum músikdögum að þessu sinni verða svo í Kristskirkju, sunnudaginn 7. febrúar, og hefjast kl. 21. Þar verða flutt verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Áskel Másson, Ragnar Björnsson, Leif Þórarinsson, Þorkel Sigur- björnsson og Pál ísólfsson. Flytj- endur verða: Ragnar Björnsson, Björn Davíð Kristjánsson, Sverrir Guðmundsson, Guðni Franzson, Brjánn Ingason og Kór Lang- holtsskirkju undir stjórn Jens Stefánssonar. „Laglínan hefur aldrei sofnað, aðeins breyst“ I kvöld, klukkan hálf níu, hcfjast í Norræna húsinu (únleikar þar sem eingöngu verða flutt verk eftir Jónas Tómasson. Eru þessir tónleikar jafn- framt upphafið á Myrkum niúsíkdöj;- um, lónlistarhátíð sem einkum er hclguð íslenskri tónlist og var fyrst haldin árið 1980. I tilefni af þessari kynningu á tónverkum Jónasar Tóm- assonar hafði Mbl. samband við hann og spurði hann m.a. um tilurð tón- verkanna. „Þessi verk sem verða flutt á tón-- leikunum eru eiginlega sýnishorn af kammermúsík sem ég hef samið. Það elsta þeirra er frá árinu 1973 en hið yngsta frá liðnu hausti. Eg sem mest á sumrin. Þá hef ég tíma til þess. Ég er kennari við Tónlistarskóla Isa- fjarðar og stjórna auk þess Sunnu- kórnum og hljúmsveit skólans svo það er lítill tími til þess að semja á veturna. Þó set ég stundum eitthvað á blað á kvöldin eða á nóttunni. En mest á sumrin. Það er misjafnt, hvernig þetta verður til. Það veltur allt á hug- myndinni sem ég fæ í upphafi. Stundum fæ ég hugmynd að heilu verki. Þá er bara að skrifa það niður. En það er nú algengara að ég fái litla hugm.vnd að einhverri laglínu, kannski út frá ljóði. Þá er mikil vinna fyrir höndum. Mér finnst gott að semja við orð. Þau gefa manni margar hugmyndir. Ekki alls fyrir löngu samdi ég þannig tónlist við heilan Ijóðabálk eftir Hannes Pétursson, sem Háskólakór- inn flutti. Ég hef lengi ætlað mér að semja tónlist við Ijóð eftir Nínu Björk, sem einnig er látbragðsleikur, en mér hefur ekki auðnast að Ijúka því ennþá. Manni er alltaf að detta nýtt og nýtt í hug. Annað verk sem ég hef unnið að í fjögur ár byrjaði Rætt við Jónas Tómas- son tónskáld sem hljómsveitarverk, en nú eru að- eins fáein hljóðfæri eftir. Eitt af verkunum sem flutt verða á tónleik- unum í Norræna húsinu er samið við japönsk Ijóð í þýðingu Helga Hálf- danarsonar. Þetta eru fjögur ljóð um árstíðirnar." Cott að vera í kcnnsiunni — Hafa tónsmíðar þínar breyst með árunum? „Ja, ég vona náttúrulega að ég sé ekki alltaf að gera sama hlutinn aft- ur og aftur. Hljóðfæraleikararnir segja að verkin séu að verða melód- ískari. Nei, það er ekki hægt að segja að hugmyndin sé að endurvekja lag- línuna, enda hefur hún aldrei sofnað, aðeins breyst. Ég hugsa aldrei um það, hverjir hlusti á tónverkin sem ég sem, en stundum hugsa ég um ákveðna flytj- endur þegar ég er að semja. Þannig hef ég samið gítarverk fyrir kunn- ingja mína í Hollandi og víóluverk f.vrir Ingvar Jónasson og svo ball- ettmúsík fyrir Hlíf Svavarsdóttur. Það er nýjasta verkið af þeim sem leikin verða á tónleikunum nú. Ég hef alltaf verið mjög spenntur fyrir leikhúsi og hef samið dálítið af leikmúsík. Nú er Böðvar Guðmunds- son að semja verk fyrir Litla leik- klúbbinn á ísafirði og hugmyndin er að hafa eitthvert raul í sýningunni. Það er þá helst ef manni dettur í hug að skreppa til Reykjavíkur. Þá má maður búast við því að verða veður- tepptur. Þannig var það til dæmis hjá mér í gær. Ég komst ekki suður." Mátti ekki hlæja — Fyrir fimmtán-tuttugu árum var staðfest nokkurt djúp milli 4& Jónas Tómasson tónskáld (l.jósni. Kmilía) tónskálda og almennings. Hvernig er þeim málum háttað nú? „Ég hef hingað til verið mjög ánægður með þær viðtökur sem verk mín hafa hlotið. Það er að jafnaði mikil aðsókn að hljómleikum þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.