Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 VERTÍÐARSTEMMNING Mikil atvinna er nú á Suðurnesjum, eftir að fólk hafði verið þar atvinnulaust um hríð vejjna verkfalls sjómanna. í Grindavík er nú unnið fram á kvöld á degi hverjum, en Raj>nar Axelsson tók þessa mynd í fiskverkunarstöð Hóps hf. nú í vikunni, er verið var að vinna afla úr l»orsteini G’K. Steindórsstöðvarmálið: Lögbanni frestað BORGARFOGETAEMBÆTTIÐ í Reykjavík ákvað í gær að fresta því að taka fyrir lögbannskröfu samgönguráðuneytisins á rekstur Bifreiðastöðvar Steindórs sf. Var lögmönnum kaupenda og seljenda stöðvarinnar gefinn viku frestur til að skila gögnum sínum varðandi málið og verður lög- bannskrafan tekin fyrir að nýju hjá embættinu að frestinum liðn- um. Að sögn eigenda bifreiðastöðv- arinnar eru þeir mjög óánægðir með gang mála og hafa nú hafið undirskriftasöfnum meðal al- mennings til stuðnings málstað sínum og hyggjast leggja undir- skriftirnar fyrir samgönguráð- herra, Steingrím Hermannsson, í upphafi næstu viku. Um 6-7% tap á Iðnaðar- deild Sambandsins 1981 Ullariðnaðurinn nú rekinn með 4-5% tapi „I>AÐ VAR tap á rekstri Iðnaðar dcildarinnar á síðasta ári og það er áætlað samkvæmt bráðabirgðatölum 6—7% af heildarveltu, sem var 230—240 milljónir króna,“ sagði Sigurður Friðriksson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Iðnaðardeildar Sambandsins á Akureyri, í samtali við Mbl. I*að má því ætla að tap fyrirtækisins á síðasta ári sé á bilinu 13,8—16,8 milljónir króna. Lán Húsnæðisstofnunar hækka: 2~4 manna fjölskylda á nú kost á 157 þúsund kr. láni STJORN HUSNÆÐISSTOFNUNAR ríkisins hefur nú ákvedið hámarks lánveitingar fyrir íbúðir og hús sem verða fokheld á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hámarks- lán til 2-4 manna fjölskyldu verður nú 157 þúsund krón- ur, en var 141 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum Sig- urðar Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra Húsnæðisstofn- unar ríkisins, þá er hámarkslán einstaklings nú 123 þúsund krón- ur, 2-4 manna fjölskyldu 157 þús- und krónur, 5-6 manna fjöl- skyldu 186 þúsund krónur og 7 manna fjölskyldu eða stærri 217 þúsund krónur. Ennfremur hafa verið ákveðin hámarkslán til þeirra, sem eru að kaupa eldri íbúð. Þar er há- markslán einstaklings 62 þúsund krónur ef um fyrstu íbúð er að Færeyingar veiddu 16.938 lestir af bolfiski við ísland í fyrra, þar af var þorskur 6.183 lestir. Þeir höfðu heimild til að veiða samtals 17 þúsund lestir, þar af 6 þúsund lestir af þorski. Norðmenn veiddu 2.372 lestir af bolfiski við ísland í fyrra, en samkvæmt samningi máttu þeir veiða 2 þúsund lestir. Norðmenn veiddu í fyrra 576 lest- ir af þorski við ísland. Leyfi til Belgíumanna eru gefin til ákveð- inna skipa og veiddu Belgarnir 3.882 lestir af bolfiski, en höfðu heimild til að veiða 5 þúsund lest- ræða, annars 31 þúsund krónur, 2-4 manna fjölskylda getur feng- ið 79 þúsund krónur fyrir fyrstu íbúð, en 39 þúsund krónur fyrir aðra, 5-6 manna fjölskylda á kost á 93 þúsund króna láni fyrir fyrstu íbúð, en 46 þúsund krón- um fyrir aðra og 7 manna fjöl- skylda og stærri á kost á 109 þús- und króna láni fyrir fyrstu íbúð en 54 þúsund krónum ef um aðra íbúð er að ræða. Útlendingar veiddu 23 þúsund lestir af bolfiski við ísland Á SÍÐASTA ári veiddu útlendingar 23.192 lestir af bolfiski hér við land, þar af 8.080 lestir af þorski. Færeyingar, Norð- menn og Belgar hafa samninga um fiskveiðar í íslenzkri lögsögu og hefur þeim ekki verið sagt upp, en slíkt þarf að gera með sex mánaða fyrirvara, og má húast við svipuðum afla útiendinga hér við land í ár. Kosið um áfengis- útsölu í Garðabæ Á BÆJARSTJÓRNARFIJNDI í Garðabæ var í gærkvöldi samhljóða sam þykkt tillaga um að leitað verði álits bæjarbúa við komandi bæjarstjórnar kosningar, hvort vilji erfyrir hendi til að heimila áfengisútsölu í bænum. í tillögunni felst ekki afstaða bæjarfulltrúa til áfengisútsölu, að sögn Jóns Gauta Jónssonar bæjar- stjóra. Segir í greinargerð með til- lögunni, að þar sem frágangur hönnunar væntanlegs miðbæj- arsvæðis sé á lokastigi, sé rétt að kanna vilja íbúanna til síkrar út- sölu. Áfengisútsala verður ekki sett upp í bæjarfélaginu nema að fyrir liggi meirihlutavilji bæj- arbúa og er það samkvæmt laga- ákvæðum. Þar sem áfengisútsala krefst sérstakrar aðstöðu telja bæjarfulltrúar rétt að láta kanna vilja íbúanna um leið og kosið verður til bæjarstjórnar á kom- andi vori. Sigurður Friðriksson sagði ennfremur, að um þessar mundir væri tapið á ullariðnaðinum í kringum 4—5%. „Þessi gengisfelling um daginn kemur okkur að hluta til góða, það er við fáum hærra verð fyrir okkar vöru, en hins vegar hækka aðföng líka. Þá hækka erlend lán, sem eru að mestu leyti í dollurum á móti. Til viðbótar þessu hækka laun eins og lög gera ráð fyrir 1. marz nk. Fyrir okkur er því um að gera, að nýta tímann fram að því vel í útflutningi," sagði Sigurður ennfremur. Það kom fram í samhandi við skinnaiðnaðinn, að þar væru ákveðin ský á lofti, sem væru Pól- land. „Það er allt í óvissu með Pólland, hvort yfir höfuð verður eitthvað flutt þangað á næstunni. Ef landið lokast þýðir það ein- faldlega, að framboð á næstunni eykst, sem þýðir áfram lækkun á verði skinnavarnings," sagði Sig- urður Friðriksson. Dráttar- vextir lækka RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt til við Seðlabankann, að dráltarvextir verði lækkaðir úr 6i% á ári í 4H% á ári. Þetta kom fram í ræðu Steingríms Hermannssonar, sjáv- arútvegsráðherra, í útvarpsumræð- um í gærkvöldi. Dráttarvextir eru nú 4,5% á mánuði. Með þessari breytingu verða þeir 4% á mánuði. Svavar Gestsson um Helguvíkurmálið: Ókunnugt um að rannsókn- ir skeri úr um staðarval „Stend ekki í deilum við félagsmálaráðherra í fjölmiðlum“ — segir utanríkisráðherra Albert Guðmundsson: Minnisvarði um reykvíska sjómenn og verkamenn AI.BKRT Guðmundsson, borgarfulltrúi, flutti tillögu í borgarráði þriðjudaginn 26. janúar síðastliðinn, sem er svohljóðandi: „I framhaldi af samþykkt hafn- arstjórnar frá 8. apríl 1976 og borgarstjórnar frá 6. maí 1976, þar sem tillaga frá mér um að reisa minnismerki í Reykjavík um reykvíska sjómenn og verkamenn var samþvkkt, samþykkir borgar- ráð nú, að fela borgarverkfræðingi að hafa forystu um framkvæmd þessa máls þannig, að á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar 1986 verði minnisvarðinn afhjúpaður eða tekinn í notkun, ef um bygg- ingu verður að ræða.“ „MÉR ER kunnugt um, að það hafa farið fram einhverjar rannsóknir, en ekki að þær skeri úr um þetta atriði, það er staðarval í Helguvík. l>á er í Helguvíkurtillögunum einnig gert ráð fyrir geymum á vellinum, það er daggeymum. I»á hefur ekki verið heimiluð staðsetning á geymunum þarna,“ sagði Svavar Gestsson félagsmálaráðherra, er Mbl. bar undir hann yfirlýsingu Ólafs Jóhannessonar um að allar jarðvegs- rannsóknir sýni að meiri hætta sé fólgin í staðsctningu olíu- geyma innan vallargirðingarinnar en við Helguvík. Svavar sagði einnig, að hann væri enn fylgjandi tillögum þeim sem kenndar hafa verið við Olíufé- lagið, þ.e. að geymarnir verði inn- an vallargirðingarinnar. í tilefni af ummælum hans um að ekki hefði verið veitt heimild til stað- setningar geymanna við Helguvík var hann spurður, hvort hann myndi beita áhrifum sínum sem æðsti yfirmaður sklpulagsmála til að slík heimild verði ekki veitt. Hann svaraði: „Ég hef ekki í hót- unum við meðráðherra mína í Morgunblaðinu. — Ég mun stuðla að því að þetta vandamál Suður- nesjabúa verði leyst, en ég sé ekki að lausnin felist í því að geymarn- ir verði við Helguvík." Mbl. spurði Ólaf Jóhannesson utanríkisráðherra nánar um þær jarðvegsrannsóknir sem hann sagði styðja staðarval hans við Helguvík og hvort hann vildi tjá sig nánar um málið: „Ég stend ekki í deilum við félagsmála- ráðherra í fjölmiðlum," svaraði hann, og vildi engu við það bæta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.