Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANUAR 1982 19 Ný og fullkomin um- ferðarljós á Elliðavog ÞANN 1. desember síðastliðinn var kveikt á umferðarljósum á Elliðavogi við Holtaveg og Skeiðarvog. Ljós þessi eru tveggja fasa og umferðarstýrð að hluta til, þannig að málmskynjarar eru beggja vegna í hliðargötum Elliðavogs. Bifreiðir á hliðargötum geta þannig „kallað“ á grænt Ijós, en sé engin umferð í þeim og enginn fótgangandi, þá logar stanslaust á græna Ijósinu móti ökumönnum í Elliðavogi. Tafir vegna umferðljósanna verða því í lágmarki fyrir ökumenn um Elliðavog, segir í fréttatilkynningu frá umferðardeild borgarverkfræðings. Segir ennfremur að fótgangend- ur geti með því að ýta á hnapp framkallað grænt ljós, þar eð á öllum hornum þessara tveggja krossgatnamóta eru hnappar á staurum. Þegar fótgangandi hyggst fara yfir götu, ýtir hann á hnapp og birtist þá ljós í sam- stæðunni með áletruninni „bíðið". Sé fótgangandi á leið yfir Elliða- vog, þá fer hljóðgjafi af stað, þeg- ar græni karlinn birtist og er í gangi uns rauði karlinn sést. Þetta fyrirkomulag er sérstaklega hent- ugt fyrir sjóndapra. Slíkur hljóðgjafi er hins vegar ekki fyrir hliðargöturnar, segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Umferðarljósin á Elliðavogi eru ekki samtengd, enda umferðar- stýrð af hliðargötuumferð og fót- gangandi fólki, eins og að framan greinir. Þá hafa verið sett upp tímastýrð tveggja fasa umferðarljós á mót Breiðholtsbrautar og Stekkja- bakka og var kveikt á þeim 15. desember síðastliðinn. Nokkru fyrr eða 16. nóvember hafði verið kveikt á gönguljósum ofar í" Breiðholtsbraut, eða móts við bensínstöð Shell, en 26. nóvember voru tekin í notkun gönguljós á mótum Hofsvallagötu, Túngötu og Hrannarstígs. Nýju umferðarljósin á Elliðavogi, vid Holtaveg og Skeiðarvog. Ljósm. OI.K.Magnússon. fÉU Nýr hæstarétt- arlögmaður HARALDLR Blöndal hefur fengið leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Haraldur er 35 ára, fæddur 6. júlí 1946, sonur hjónanna Kristjönu Benediktsdóttur og Lárusar H. Blöndal, alþingisbókavarðar. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1966 og lauk lögfræðinámi við Háskóla íslands. Að loknu námi starfaði Haraldur fyrst sem fulltrúi hjá tollstjóranum í Reykjavík, kenndi í Borgarnesi 1973—74 og var fulltrúi hjá Sem- entsverksmiðju rikisins þar til hann 1975 varð fulltrúi á skrifstofu hæstaréttarlögmannanna, Ágústs Fjeldsted, Benedikts Blöndal og Há- konar Árnasonar. Haraldur varð héraðsdómslögmaður 1978. Eiginkona Haraldar er Sveindís Þórisdóttir. Stofnfundur samtaka um kvennafram- boð í Rvík STOFNFIJNDUR samtaka um kvennaframboð í Reykjavík verður haldinn á Hótel Borg næstkomandi sunnudag og hefst fundurinn klukk- an 15. Fundarstjórar verða Hjördís Hjartardóttir og Sólrún Gísla- dóttir. Sigrún Sigurðardóttir flyt- ur ávarp, Erna Arngrímsdóttir kynnir drög starfshópa að stefnu- skrá, lög samtakanna verða af- greidd og kosið í framkvæmda- nefnd. Fundinum lýkur með ávarpi Þórhildar Þórleifsdóttur. Samkæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er stefnt að því að fram- boðslisti verði tilbúinn í næsta mánuði, en áður en hann verður ákveðinn fer að líkindum fram skoðanakönnun meðal þess fólks, sem starfað hefur að undirbúningi rfathböðsihs.""" MITSUBISHI MOTOHS Mjög sparneytin og þýðgeng Veltistýri 1600 cc eða 2000 cc vél. Aöalljós með innbyggðum þokuljósum. Stillanleg fram- og aftursæti og reynsluakió sÍBBSSÍS?-®

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.