Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 Jón Grétar Sig- urðsson lögfrœð- ingur - Minning Kæddur 13. maí 1929 Dáinn 21. janúar 1982 Innsta sveitin á Suðurnesjum er Seltjarnarneshreppur hinn forni. H-inn er einkenndur af þrem nesj- um. Tvö ganga fram í Kollafjörð, en þriðja skerst á milli Skerja- fjarðar ojí Kópavogs. Nesin þrjú hera nöfnin, talið innan frá: Lau(ianes, Seltjarnarnes og Digra- nes. Það innsta er gróið að mestu og einkennt af fegurð þess og sjón- ar til Esju, Skarðsheiðar og Akra- fjalls yfir eyjar og sund næst ströndinni. Það í miðið er lítt gró- ið síðustu aldirnar, en vinjar eru meðfram strönd og frjósamt og gott land umhverfis höfuðsetrið Nes við Seltjörn. Af Valhúsahæð er eitthvert mesta og fegursta út- sýni við innanverðan Faxaflóa. Þriðja nesið er einkennt af gróð- urlausum holtum, og skagar langt fram til fjarðar. Þar var lítil byggð áður fyrr, en nú er þar gróskumikill kaupstaður. Jón Grétar Sigurðsson fæddist 13. maí 1929 og ólst upp í Mýrar- húsaskóla á Valhúsahæð í hinu fagra og tignarlega umhverfi víð- sýnis vítt um strendur Faxaflóa og tll fjalla Kjósar- og Borgar- fj.i;ðarsýslna. Fegurð landsins og tign var frá blautu barnsbeini m<ituð í vitund hans, og hann unni a -suumhverfi sínu og sveit, og iláoist að því af sönnum skilningi og festu. Foreldrar hans voru hjónin, Þuríður Helgadóttir frá Stiiru Reykjum í Flóa af hinum þrkktustu ættum árneskum eins og Bergsætt og Hraungerðisætt, og Sigurður Jónsson skólastjóri í Mvrarhúsaskóla frá Stöpum á Vatnsnesi. Hann var einkasonur foreldra sinna, en systkinin voru fj'gur, þrjár systur, Margrét, I b !ga Svala og Dóra, allar búsett- ar á Seltjarnarnesi. •Jón Grétar nam í skóla föður síns og að skyldunámi loknu hóf hann hám í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan stúd- entsprófi árið 1919. Hann lauk logfræðiprófi frá Háskóla Islands 25. maí 1957. Að námi loknu hóf hann störf hjá Innflutningsskrif- stofunni, var lögfræðingur hennar þar til hún var lögð niður árið 19(i0. Síðan rak hann lögfræði- skr ifstofu ýmist einn eða með öðr- um til ársins 1973. En það ár varð hann fulltrúi tollstjóra og skrif- stofustjóri Tollgæslu ísiands frá 1. september 1974. Hann varð hér- aðsdómslögmaður 29. okt. 1963. Hann var hreppsnefndarmaður Seltjarnarnesshrepps eitt kjör- tírnahil 1962—1966. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum margs- konar og var ávallt í hópi þeirra er lögðu gott og þarft til almenn- ingsmála og starfaði í anda félags- hyggju og framfara. Jón Grétar var þegar á barns- aldri yndi foreldra og systkina. Hann naut mikillar umhyggju for- eldra sinna, jafnt við nám, leik og störf. Hann varð hvers manns hugljúfi, sökum þýðrar og vin- Ijúfrar framkomu, og var ánægja að kynnast honuin og eiga við hann samskipti. Hann var geisli æskuheimilis sins og heimilisvinir og frændur unnu honum og kusu að gera honum allt til ánægju. Svo varð ávallt á ævi hans, að hann naut hylli samferðamannanna. Jón Grétar kvæntist 28. júlí 1956 Guðbjörgu Hannesdóttur frá Hækingsdal í Kjós. Eiga þau fjög- ur börn: Guðrúnu Sigríði, tækni- teiknara í Reykjavík, Sigrúnu hús- freyju á Eskifirði, gift Steini Frið- geirssyni sjómanni, Sigurð, við nám í Reykjavík og Þuríði. Jón Grétar var mikill unnandi sveitalífsins. Hann hafði mikið yndi af því að annast fénað sinn, sem hann átti í skjóli tengdaföður síns í Kjósinni. Hann byggði sér þar sumarbústað og dvaldist þar öllum stundum í fríum sínum. Hann hafði mikla ánægju af því að umgangast sveitunga konu sinnar og dáðist að starfi þeirra og lífsbaráttu. Þegar hann var að alast upp á Seltjarnarnesi, var þar enn nokk- ur búskapur og margt er minnti á fornar hefðir Seltirninga, ann- arsvegar landbúskapur en hins- vegar sjávarúvegur. Útsýni frá æskuheimili hans á Valhúsahæð, minnti mjög á fegurð sveitanna, blómlegar á vorin og sumrin, en leiftrandi ljós bæjanna á vetrum og haustum. En lífsstarf hans var á öðru sviði en forfeðra hans. En hann var bundinn eðlisþáttum þeirra og erfðum. Jón Grétar unni æskubyggð sinni af heilum og sönnum hug. Hann var mjög mótaður af um- hverfi sínu og fyrstu kynnum við landið og umhverfið. Forfeður hans höfðu sumir dvalist á Sel- tjarnarnesi og frændur hans lagt þar grunn að hugsjónum sem urðu ekki í raun framkvæmda, en minning þeirra var lifandi á æsku- heimili hans. Föðurætt Jóns Grétars var upp- runnin að nokkru á Suðurnesjum, en fluttist norður í land á Vatns- nes, einhverja harðbýlustu sveit landsins. Faðir hans var mikill unnandi þjóðlegra fræða og var sögumaður ágætur. Jón Grétar ólst upp við þjóðleg áhrif, heill- andi og fagrar í iðkunum föðurins, en jafnframt af frásögnum heim- ilisvina og gesta á æskuheimilinu. En hverfleiki liðandi stundar, er harður og krefst oft annars en kosið er. Lífsbaráttan verður allt önnur, en lögð er góm barnsins. Á öld hraða og tækni verður þetta enn þá augljósara en áður. Hver og einn ræður að litlu við- fangsefnum sínum. Svo var það með frænda minn Jón Grétar. Jón Grétar kenndi á besta aldri þess sjúkdóms er varð honum að bana 22. janúar síðastliðinn. Hann leitaði sér lækninga, og á síðast- liðnu sumri gekkst hann undir að- gerð í Lundúnum, en því miður varð ekki árangur. Þungur harmur er kveðinn að eiginkonu hans, börnum og aldr- aðri móður. Missir ástvina verður ekki bættur. Þar er tíminn einn til lækninga í minningum ánægju- stunda um horfinn vin. Samfylgd- armenn Jóns Grétars minnast hans af söknuði, og munu styrkja og styðja fjölskyldu hans af beztu kostum, sem hverjum og einum er lagin og föst er í vitund. Að leiðarlokum þakka ég Jóni Grétari, frænda mínum góð og mikil kynni og ótaldar ánægju- stundir. Mesta ánægjan er að hafa átt jafn traustan og góðan frænda og félaga. Eg mun ávallt minnast hans. Jón Gi.sla.son Það er ætíð erfitt að sætta sig við dauðann. Þó bíður hann okkar allra, fyrr eða síðar deyjum við öll, eina vissan í lífinu er að því muni ljúka. Dauðinn er ætíð sársauka- fullur, eftir lifa einungis minn- ingar, ljósmyndir í huganum af því sem liðið er og mun aldrei koma aftur. Tregi, söknuður og sorg eru hlutskipti ástvinanna. Við huggum okkur við þessar minningar, þessar skyndimyndir, sem lýstur niður í hugann, af brosi, hlýju handtaki, þeim stund- um, sem við viijum geyma með okkur. Við viljum þakka Jóni Grétari Sigurðssyni tveggja áratuga við- kynningu við sannan heiðurs- mann, viðkynningu, sem lauk allt- of fljótt. Frá þessum tveim ára- tugum eru margar stundir, sem við viljum geyma með okkur. Það mætti lengi telja upp kosti Jóns Grétars, en þeir sem þekktu hann þurfa enga slíka upptalningu tii að minnast hans, látum okkur nægja að segja að hann var góður drengur í þeirra orða bestu merkingu. Við vottum konu hans Guð- björgu og börnunum fjórum og móður hans okkar dýpstu samúð, þeirra missir er meiri en féin fá- tækleg orð geti bætt. Ágúst og Bogi Hann Jón Grétar er iátinn. Þeg- ar Ágúst mágur hans hringdi í mig að áliðnum fimmtudegi í síð- ustu viku og sagði þessi tíðindi, komu þau mér ekki alveg á óvart. Við, sem þekktum hann vel, viss- um að hann hafði átt við van- heilsu að stríða um nokkurn tíma. Hann gekkst undir stóran upp- skurð í London snemma sl. sumar og voru miklar vonir bundnar við bata að honum loknum. En batinn kom ekki og því er nú svo komið, að Jón er ekki lengur á meðal okkar. Þótt aðdragandinn hafi verið nokkur, er erfitt að trúa, að létt- lyndur félagi og góður samstarfs- maður hafi verið brottkvaddur að- eins rúmlega fimmtugur að aldri. En eigi má sköpum renna og því kveð ég með söknuði vin, sem ætíð var gott að leita til ef vanda bar að höndum. Ég átti því láni að fagna, að fá að vera samferða Jóni í starfi og leik um nokkur undanfarin ár. Ég kynntist honum fyrst, þegar hann kom til Tollgæslunnar árið 1973, en síðar enn betur eftir að hann tók mig inn sem félaga í Kiwan- isklúbbinn Nes í forsetatíð sinni, starfsárið 1974—75. Sem Kiwanis- félagi var Jón alltaf skemmtilega gagnrýninn á hin ýmsu störf, sem þar eru unnin. Hann lét málefni þeirra sem minna mega sín mjög til sín taka, enda sjálfkjörinn í styrktarnefnd klúbbsins á undan- förnum árum. Ég veit ég mæli fyrir munn fé- laganna í Kiwanisklúbbnum Nesi, svo og starfsfélaga hjá Tollgæsl- unni í Reykjavík er ég segi, að þar er genginn góður félagi og ágætur samstarfsmaður, sem mikil eftir- sjá er í. Ég votta eiginkonu hans, börn- um, móður og öðru venslafólki mína dýpstu samúð. Megi hann hvíla í friði. Birgir Vigfússon í dag fer fram útför Grétars Sigurðssonar, lögfræðings, sem lést þann 21. þessa mánaðar, fimmtíu og tveggja ára að aldri. Jón var sonur hjónanna Sigurð- ar Jónssonar, skólastjóra við Mýr- arhúsaskóla á Seltjarnarnesi og Þuríðar Helgadóttur. Kvæntist hann Guðbjörgu Hannesdóttur frá Hækingsdal í Kjós, sem lifir mann sinn. Éignuðust þau fjögur börn: Guðrúnu Sigríði f. 21. 08. ’56, Sig- rúnu f. 09. 09. ’59, Sigurð f. 17. 05. ’62 og Þuríði f. 11.10. ’67. Jón varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1949 og lög- fræðingur frá Háskóla íslands 1957. Að námi loknu hóf hann störf á Innflutningsskrifstofunni og starfaði þar þangað til sú stofnun var lögð niður á árinu 1960. Setti Jón þá á stofn lögfræði- skrifstofu í samvinnu við Jón Skaftason, núverandi yfirborgar- fógeta, og unnu þeir saman í rúm tvö ár. Eftir það rak Jón lögfræði- skrifstofu á eigin vegum til ársins 1973, er hann hóf störf hjá Toll- gæslunni. Þar starfaði hann til dauðadags, fyrsta árið sem full- trúi og síðan sem skrifstofustjóri. Jóni kynntist ég ekki að ráði fyrr en hann kom til starfa hjá Tollgæslunni, en þá hófst með okkur náið og gott samstarf. Jón var mannkostamaður á alla lund, hæglátur en traustur og vinnusamur. Hann var einstakt prúðmenni, hlýr í viðmóti og nærgætinn við náungann. Hann var því vinsæll maður. Starfið bauð þó ekki alltaf upp á vinsæld- ir. Einn þáttur þess var að sekta fólk fyrir ólöglegan innflutning, sem vart verður talið líklegt til vinsælda. Frá þessum þætti starfsins komst samt Jón í svo góðri sátt við þá, sem hlut áttu að máli, að einstakt má telja, enda sanngjarn og alltaf reiðubúinn að hlusta á það, sem fólk hafði fram að færa sér til málsbóta. Jóni var búskapur mjög hug- leikinn og ræddi hann stundum, að hann hefði gjarnan kosið hann að ævistarfi. Um 20 ára skeið hafa þau hjónin átt sumarbústað að Hækingsdal í Kjós í landi tengda- foreldra Jóns. Þangað fóru þau oft og var auðheyrt á Jóni, þegar hann kom úr þeim ferðum, hve vel hann naut samverunnar við sveit- ina og dýrin. Dýrðlegastir voru þó smaladag- arnir á haustin, enda dró Jón þá ekki af sér við göngur og réttir. Hygg ég að þá hafi margur bónd- inn þegið í nefið úr silfurdós Jóns að loknu erfiðu dagsverki, en dós- ina dró hann gjrnan upp þegar hann ræddi málin í léttum dúr. Síðla árs 1980 veiktist Jón af Kransæðaþrengslum, en sá sjúk- dómur virðist hrjá margan mann- inn nú til dags. Fór hann til Lon- don í hjartaaðgerð á sl. vori. Eftir heimkomuna virtust góðar vonir um bata og kom Jón aftur til starfa seinni part sumars. Þær vonir tóku þó að dvína, er á vetur- inn leið og sú sorglega staðreynd verður ekki lengur umflúin að Jón er ekki lengur á meðal okkar. í veikindum sínum naut Jón um- önnunar góðrar eiginkonu og fjöl- skyldu, sem nú á um sárt að binda við missi elskulegs manns. Við vinnufélagar Jóns þökkum honum samveruna og vottum að- standendum okkar dýpstu samúð. Kristinn Otafsson Minning: Jón Tómasson frá Hrútatungu ..llin lani»a þraul i*r lióin nú loksms hlau/iu Triúinn «ií alli t*r »»n>ió róii, nú njHI c*r sijjur unninn «»i» solin bjiirl upp runnin á hak vió rlimma dauóans nóll.“ Jón Tómasson, síðast til heimil- »-■! að Álfaskeiði 64 í Hafnarfirði, lézt í Landakotsspítala 22. janúar síðastliðinn eftir áralanga van- heilsu. Hann var fæddur í Hrútatungu í V-Húnavatnssýslu, 27. desember, árið 1900, sonur hjónanna Tómas- ar Þorsteinssonar og Guðrúnar Jónsdóttur er þar bjuggu. Þau hjón eignuðust þrjú börn, Olöfu, sem dvelur í sjúkraskýlinu á Hvammstanga, Þorgerði, sem er látin, var gift Sæmundi Björns- syni bónda í Hrútatungu og Jón, sem hér er kvaddur. Jón ólst upp hjá foreldrum sín- um við öll algeng sveitastörf svo sem þá var títt. Hugur hans stóð til náms, en þess var ekki kostur og deildi hann þar hlutskipti með mörgu ungu alþýðufólki í aldarbyrjun. Engu að síður varð Jón vel að sér, eftir því sem kostur var af sjálfs- námi, var góður skrifari, reikn- ingsmaður ágætur og prýðilega sögu-fróður. Jón vann á búi foreldra sinna unz hann 8. október 1939 gekk að eiga Ósk Þórðardóttur frá Uppsöl- um í Seyðisfirði við ísafjarðar- djúp, sem þá var ekkja. Þau hófu þá sjálfstæðan búskap og bjuggu í tvíbýli við Þorgerði, systur Jóns og Sæmund mann hennar, í Hrútatungu til ársins 1947, er þau brugðu búi og fluttust til Hafnar- fjarðar, þar sem þau áttu heimili síðan. Þau Jón og Ósk eignuðust einn son, Þórð, sem er rafvirkja- meistari og búsettur í Hafnarfirði. Kona hans er Halldóra Þorvarð- ardóttir frá Söndum í Miðfirði, og eiga þau tvö börn. Einnig ólst upp hjá þeim dóttir Óskar af fyrra hjónabandi, Anna Dóra Ágústs- dóttir og reyndist Jón henni ást- ríkur faðir. Anna Dóra er gift Ingólfi Hall- dórssyni, yfirkennara við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og eiga þau þrjú börn. Meðan Jón var bóndi í Hrúta- tungu gegndi hann margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Hann sat í hreppsnefnd, var syslunefndarmaður um tíma og formaður sjúkrasamlagsins í heimasveit sinni, er það var stofn- að. Öll voru þessi störf og fleiri, sem Jón gegndi utan búskaparins tímafrek, en hann hafði af þeim mikla ánægju, enda sérstakur fé- lagshyggjumaður að eðlisfari. Hann hafði mikla unun af lax- veiði og var happasæl grenja- skytta. Eins og áður segir, fluttust þau Ósk og Jón til Hafnarfjarðar árið 1947 og bjuggu þar æ síðan, síð- ustu árin að Álfaskeiði 64. Jón hóf störf við Bifreiðastöð Sæbergs, síðar Nýju Bílastöðina og vann þar meðan honum entist heilsa, en hann var sjúklingur mörg síðustu árin. Þó að hann væri fluttur búferl- um úr sveitinni sinni var hugurinn oft bundinn fyrir norðan. Hann unni átthögum sínum fölskva- laust. Var sönn ánægja að heyra hann, þótt aldraður væri og farinn að kröftum, segja frá fólki og stáðháttum norður í Hrútafirði. Frásagnargáfa hans var iifandi og myndræn og augun ljómuðu er hann sá í anda æskuslóðir sínar. Þegar ég kynntist þeim hjónum, Ósk og Jóni voru þau farin að reskjast og heilsa Jóns tekin að bila. En andlegum kröftum hélt hann vel og gaman var að starfa með honum að sameiginlegum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.