Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 rýmt um stundarsakir, ekki aöeins í Pól- landi, heldur einnig í Sovétríkjunum aö lok- um. Fyrst um sinn held ég aö áhrifin veröi sáralítil og jafnvel allmikill fögnuöur i Sovétríkjunum þar sem Samstaða hefur verið brotin á bak aftur og pólska tilraunin kæfö. Yfirleitt hafa venjulegir íbúar Sovét- ríkjanna, en einkum þó venjulegir Rússar, mjög litla samúö með því sem hefur verið aö gerast í Póllandi. Ég held aö þaö hafi verið útbreidd skoöun aö Pólverjar heföu þaö býsna gott, aö þeir væru vanþakklátir, aö Vesturveldin væru kannski aö draga þá á tálar og þeir ættu skiliö að fá á baukinn. Sé lengra horft fram á viö tel ég hins vegar aö vandamálin sem pólska kommún- istakerfiö hefur komizt í — árangursleysi, þverrandi þrek, aukið tilgangsleysi, hvorki ótti né ógnarstjórn, þrýstingur frá upplýst- ari verkalýösstétt um aukið tjáningarfrelsi — muni einnig gera vart viö sig í Sovétríkj- unum. Hér er að verki, eins og þú veizt, sögulegur tímamismunur og ég veit ekki hvort hann verður einn áratugur eöa tveir áratugir, en það sem hefur gerzt í Póllandi gæti hæglega verið aö gerast í Eystra- saltslýöveldunum, í vissum hlutum Vestur- Ukraínu, kannski í þeim hlutum Sovétríkj- anna, þar sem þriðja kynslóð verkalýðs- stéttarinnar er komin til sögunnar og er dálítið pólitískari i eðli sínu. Þaö er í sjálfu sér ekki nóg til þess aö úr veröi stjórnmála- kreppa eins og Pólverjar hafa gengið í gegnum. En eftir einn áratug eöa tvo gæti þetta veriö oröiö býsna útbreitt fyrirbæri. ■ ■ En hefur þessi stjórn efni á því aö vera smásálarleg og auvirðileg vegna sam- skiptanna viö Bandaríkin? Viö skulum taka þá 27 milljaröa dollara sem Pólverjar- skulda Vesturlöndum. Tökum korninnflutn- inginn sem Rússar hafa hafið á ný frá Bandarikjunum: ekki aðeins Sovétríkin heldur einnig Austur-Þýzkaland, Pólland og Tékkóslóvakía flytja inn verulegt magn af korni. ■ ■ Vissulega tel ég aö ef Sovétríkin mundu grípa til beinnar íhlutunar muni Bandaríkjastjórn aftur koma á kornsölu- banni — en meö einum mjög mikilvægum mun frá því ég kom viö sögu. Ég held nefni- lega að nú muni Ástralía, Kanada og Arg- entína taka þátt. Argentína er kaþólskt land þar sem heilmikil samúö er meö Pól- verjum. Og þess vegna veröa Rússar mjög aðþrengdir i matvælamálum. Ég held aö aö sala á tæknibúnaði verði stöðvuö. Ég stórefa að Bandarikjastjórn haldi áfram aö veita bandarískum fyrir- tækjum leyfi til aö flytja tæknibúnað til Sovétríkjanna eöa aö leyfi veröi veitt þeim fyrirtækjum, sem eru viöriöin jarögasleiösl- una frá Austur- til Vestur-Evrópu. Ég gizka á aö í þessu máli veröi gífurlegur þrýstingur frá almenningi í nokkrum Vestur-Evrópu- ríkjum á vestur-evrópskar ríkisstjórnir aö gera slíkt hiö sama. Og ég tel aö verka- lýðshreyfingin mundi hvað sem ööru líður banna afgreiðslu varnings frá Sovétrikjun- um og þjónustu viö sovézk skip og flugvél- ar um allan heim. ■ ■ Mundir þú mæla með því aö þessi bönn yrðu látin ná til Póllands, einkum kornsölubannið, svo og Austur-Þýzkalands og Tékkóslóvakíu, sem fá mikiö af korni frá Bandaríkjunum? ■ ■ A þessu stigi mundi eg gera grein- armun og draga mörkin viö efnahagsaö- stoö viö pólsku ríkisstjórnina, sem ráöstaf- ar sjálf, þar sem ég tel aö vegna sviksemi hennar, bæöi stjórnmálalegrar og efna- hagslegrar, eigi hún ekki slíka aöstoö skiliö og viö þurfum ekki að láta hana líta út fyrir aö vera uppspretta bættra skilyrða í efna- hagsmálum innanlands. En ég mundi hallast aö því aö leyft yröi aö haldiö yröi áfram aöstoö frá einkagefendum til einka- þiggjenda, eöa ef henni er dreift af einka- aöilum eins og kirkjunni. I Rússar hafa nýlega staöiö fyrir meiriháttar herferö og höföaö til evrópskra tilfinninga í kjarnorkumálinu. Fyrir stuttu sýndu þeir mikilvægan, táknrænan velvilja þegar þeir slepptu tengdadóttur Andrei Sakharovs til að korha í veg fyrir aö hann svelti sig í hel. Kemur þetta heim og saman viö þaö sem viröist hafa gerzt í Póllandi? ■ ■ Eg býst viö að á yfirborðinu komi þetta ekki heim og saman, en þessi mál eru ólíks eölis og munur er á mikilvægi þeirra. Engu aö síður held ég aö þú vekir athygli á mjög mikilvægu atriöi. Ef horft er lengra fram í tímann er hugsanlegt aö viö getum staöið andspænis þeirri nokkuö mótsagna- L 11 kenndu þróun, aö almenningsálitið í Vestur-Evrópu fyllist fyrst reiöi, sætti sig siðan við ástandiö og komist svo aö þeirri niðurstöðu aö þetta sanni aöeins aö sovézk áhrif séu yfirgnæfandi og að nokk- urs konar aðlögun aö „raunveruleikanum" sé nauðsynleg. Þess vegna er svo mikil- vægt aö viö höfum nú mjög náið samráö við bandamenn okkar í Evrópu um ákveðin og sameiginleg viöbrögð. SP: Segöu okkur frá mati þínu á því hvernig þetta muni líklega þróast. ZB: Með hliðsjón af víðtækri, óvirkri and- spyrnu og reiði umheimsins og í Ijósi þeirr- ar hættu, sem getur skapazt, tel ég aö pólska stjórnin geti enn rætt við æösta yfirmann pólsku kirkjunnar og Lech Wal- esa og samstarfsmenn hans um eitthvert samkomulag, sem geri ráö fyrir aö umbótaþróuninni veröi haldiö áfram, jafn- vel innan ramma aúkins valds rikisstjórnar- innar. Þetta er enn hugsanlegt, en þaö er aö myndast óbrúanleg og botnlaus gjá — tíminn er óðum aö renna út, tilfinningar manna eru í miklu uppnámi og þaö er verið aö drepa fólk. i 1 i Ef þessi gjá veröur raunverulega óbrúanleg þá held ég aö ríkisstjórninni muni reynast mjög örðugt að ná tökum á ástandinu, einkum ef hún stendur fast viö þá tilraun sína aö hernema sitt eigið land meö her sínum gegn vilja þjóöarinnar. Og í því tilfelli aukast möguleikarnir á sovézkri ihlutun og þaö veldur síöan mjög alvarleg- um vanda í samskiptum austurs og vesturs í hjarta Evrópu. SP: Veita skuldir Pólverja Vesturveld- unum áhrifavald, eöa er því öfugt fariö? Mér hefur alltaf fundizt að þegar fariö er að veita lán upp fyrir visst mark glati lánardrottinn áhrifavaldi sínu og skuldunauturinn fái það í staöinn. Ef ég væri hluthafi einhverra hinna stóru banka í Bandaríkjunum eða Vestur-Evrópu — einkum í Þýzkalandi sem tók þátt í veitingu einhverra þeirra 75 til 85 milljarða dollara lána sem hafa fariö til austantjaldsland- anna á síðari árum — mundi ég vilja draga yfirmenn þessara banka til ábyrgðar. Nú held ég aö aö þaö eina sem þessir bankar hugsi um séu þessi lán og þeir óttist aö skuldirnar veröi ekki greiddar. SP: 11 16 mánuöi hefur fólk haft áhyggj- ur af því aö Pólland veröi aö stórbáli í sjálfu hjarta Evrópu og þróunin nálgist þaö stig aö risaveldin geti staðið frammi fyrir þeim árekstrum sem margir hafa óttazt. Ég held ekki aó þessu sé þannig farið. Ég held aö hömlurnar á risaveldunum séu mjög sterkar og áhrifamiklar. Hins veg- ar virðist mér það sem er að gerast í Pól- landi fela í sér mjög beina ógnun viö þá hægu og stööugu breytingu, sem hefur orðiö til batnaðar í samskiptum austurs og vesturs, og ýmsir hafa unnið aö í einlægni og hefur veriö mjög góö fyrir jafnvægi í heiminum, friöinn og mannkynið, svo aö ég mundi telja slíkt sögulegan harmleik, en ekki neista kjarnorkuragnaraka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.