Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 Árni Grétar Finnsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði: Pólitískur úrskurður ekki hlutlaus niðurstaða Bráðabirgðayfirlit sýnir örðuga afkomu Bæjarútgerðarinnar fyrir árið 1981 „HÉR ER um pólitískan úrskurð að ræða, en ekki hlutlausa niðurstöðu. I*að kemur út af fyrir sig ekkert á óvart og var engin ástæða til þess að búast við, að félagsmálaráðherra, sem einnig er formaður Alþýðubandalagsins, kvæði upp öðru vísi úrskurð," sagði Árni Grétar Finnsson, bæjarfulltrúi í Hafnar firði, í tilefni af afgreiðslu félagsmálaráðherra, Svavars Gestssonar, á beiðni bæjarfulltrúa í Hafnarfirði um að athugaðar yrðu fjárreiður Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Úrskurður ráðherrans var á þá lund, að ekki væri ástæða til slíkrar úttektar. Árni Grétar sagði einnig: „Úr- skurðurinn var nánast ekkert rökstuddur og ekki tekið á þeim málum sem þangað voru kærð, þannig að þau liggja óleyst eftir sem áður. Það má búast við að meira og minna af þessu komi á dagskrá bæjarstjórnar á ný við meðferð á reikningum Bæjarút- gerðarinnar fyrir árið 1981 þar sem mörgaf þessum atriðum voru óuppgerð um áramótin 1980 og 1981. Það er mjög bagalegt í okkar stjórnarfari, að ekki skuli vera hægt að leita til hlutlausra og óháðra dómsvalda til að skera úr slíkum málum sem þessu, því úr- skurðir félagsmálaráðuneytisins í gegnum árin hafa yfirleitt verið mjög vilhallir. Mála þeirra, sem ég þekki héðan úr Hafnarfirði og þangað hafa verið kærð, hefur ráðherra yfirleitt tekið afstöðu til í samræmi við afstöðu flokks- manna hans sem eru í bæjar- stjórn, og svo er enn. Það er nauð- syn að fá óháð dómsvald, hvort sem það yrði sérstakur dómstóll eða t.d. Hæstiréttur sem áfrýja mætti til.“ Þá sagði Árni Grétar, að á síð- asta hæjarstjórnarfundi í Hafnar- firði hefði verið lagt fram bráða- birgðayfirlit yfir afkomu Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar á árinu 1981 og hefði það verið að tillögu þriggja bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Um yfirlitið sagði hann: „Samkvæmt því er afkoma Bæjar- útgerðarinnar mjög örðug. Tap á útgerðinni og togaranum Júní er samtals rúmar 8 milljónir króna. Heildarskuldir hafa aukist um rúmar 40 milljónir kr., úr 87,5 millj. í 127,7 millj. kr. Á sama tíma er rétt að taka það fram, að aukning á fiskbirgðum er 5,5 milljónir. Skammtímaskuldir, það eru skuldir, sem annað hvort eru gjaldfallnar eða þarf að greiða á árinu, eru 76 milljónir króna og hafa þær aukist um rúmlega 50% á árinu. Þessar tölur sýna, að það má búast við að bæjarsjóður þurfi að hlaupa undir bagga í enn ríkari mæli með þessum rekstri. Þá kem- ur útkoman á óvart þar sem búið er að halda því fram megnið af árinu, eða alveg fram í nóvember, að afkoma fyrirtækisins sé mjög góð.“ Árni sagði í lokin: „Þessi mál öll hljóta að koma til umfjöllunar á næstunni því deilan hefur fyrst og fremst snúist um það, að við höf- um viljað fá málið upplýst og frágengið, en um það hefur okkur verið synjað. Fyrir okkur hefur ekki vakað að ná okkur niðri á einum eða neinum, heldur fyrst og fremst að fá upplýsingar og upp- lýsa málið. Þetta varðar bæjarbúa alla og ef bæjarsjóður þarf að leggja stórfé til slíks rekstrar, sem hann hefur orðið að gera, og verð- ur sýnilega að gera áfram, þá er lágmarksforsenda að bæjarfull- trúar fái allar upplýsingar við- víkjandi rekstri fyrirtækisins og hvernig málum er þar háttað.“ Fundur sjómanna á stóru togurunum 0 INNLENT SJÖM ANNAKÉI.AG Reykjavíkur hefur boðað sjómenn á stóru skut- togurunum til fundar að Lindargötu 9 klukkan 16 í dag. Kætt verður um stöðuna í samningamálunum, en upp úr viðræðum við útvegsmenn slitn- aði á sáttafundi á þriðjudag. Sátta- scmjari hefur ekki boðað deiluaðila til nýs fundar, en klukkan 13.30 í dag hefur sáttanefndin verið boðuð til fundar um málið. verölækkun á B 90, B-900 og B 1900 tölvukerfunum frá Stjórnendur fyrirtækja og stofnana, tölvuráðgjafar. Kynnið ykkur þetta tilboð. Pað munar um minna. Sölumenn okkar og sérfræðingar veita allar upplýsingar um B 90, B 900 og B 1900. 2/ ¥ || m Qi t- / E0 w >0 acohf Laugavegi 168 105 Reykjavík Sími 27333 n j roí: i , i ) . ' | ; !■ 1 i I ’ II ■ : ■' 1 I i H • ss i» . • í r.&I i jlí i Fundur um kjaramál beitn- ingamanna á nokkrum stöðum á Suðurnesjum hefur ekki verið haldinn í rúma viku og er engin hreyfing á því máli. Fundi um loðnu- veiðar frestað FYRIRHUGAÐ var að halda fund í Reykjavík í byrjun febrúar í ís- lenzk-norsku fiskveiðinefndinni og átti að fjalla um loðnuveiðar Islend- inga og Norðmanna úr íslenzka loðnustofninum í sumar og næsta vetur. Þessum fundi hefur nú verið frestað um mánuð og eru ástæður frestunarinnar einkum tvær. I fyrsta lagi fara fiskifræðingar á næstunni í rannsóknaleiðangur til mælinga á útbreiðslu og magni ungloðnu, en sá árgangur verður uppistaðan í veið- inni á fyrrnefndu tímabili. Þá verða kosningar í Grænlandi á næstunni um afstöðu Grænlendinga til Efna- hagsbandalagsins, en mikið af loðnu hefur undanfarin sumur og haust verið Grænlandsmegin miðlínu milli íslands og Grænlands. * Ikveikja í Félags- málastofnun í FYRKINÓTT var brotist inn á skrifstofur Félagsmálastofnunar í Vonarstræti 4 og borinn eldur að ýmsu lauslegu dóti á skrifstofu á 1. hæð. Slökkviliðið var kallað út kl. 7.15 og logaði lítilsháttar á 1. hæð, en reyk lagði frá skrifstofunni út á stigaganginn og upp eftir húsinu þegar á vettvang var komið. Slökkviliðið beitti reykblásara og gekk síðan greiðlega að slökkva eldinn. Skemmdir urðu óveru- legar. Svo virðist sem engu hafi verið stolið, en skemmdarvargur- inn komst inn með því, að brjóta rúðu í útihurð. Hann „sprayaði“ á veggi ýmis ónefni á Félagsmála- stofnun. Síðdegis í gær hafði eng- inn verið handtekinn vegna þessa máls. Jafnt hjá Guðmundi ÍSRAELINN Kagan bauð Guðmundi Sigurjónssyni jafntefli í biðskák þeirra úr 2. uml'erð 8-manna úrslitakeppni á sva'ðamótinu í Kanders. Staðan í úr- slitakcppninni er nú: 1. Mure.v, ísrael 2'k. 2.-3. Iaibron, V-Þýzkalandi, Karlsson, Svíþjóð 2. 4.-5. Gríinfeld, ísrael, Tiller, Noregi 1 'k. 6.-7. Guðmundur Sigurjónsson, Borik, V-Þýzkalandi 1. 8. Kagan, ísrael, 'k. A morgun teflir Guðmundur við Rorik iig heftir kvárt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.