Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ftitstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Gu'ömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alsiræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakið. „Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð“ Dagblaðið Tíminn birti leiðara á dögunum undir yfir- skriftinni: „Bráðabirgðaúrræði eru betri en engin úr- ræði“. Sá afsökunartónn, sem þessi yfirskrift bergmálar, er rauði þráðurinn í skýrslu ríkisstjórnarinnar um „aðgerðir" í efnahagsmálum, „þorrabakkanum", eins og þingmenn nefna samsetninginn. Þegar farið er ofan í saumana á skýrslu ríkisstjórnarinnar verður fátt eftir, sem hægt er að festa hönd á, annað en það, að greiða niður vísitöluvörur, einkum búvöru, til að lækka verðbótagreiðslur á almenn laun. í sama skyni er stefnt í einhverja tollalækkun á vísitöluvörum. Tekjumissi og útgjaldaauka vegna þessara ráðstafana verður að hluta til mætt með niðurskurði ríkisútgjalda, og að hluta til með aukinni skattheimtu, m.a. afgreiðslugjaldi á aðra tollflokka en þá er snerta vísitöluvörur. Niðurgreiðsla á vísitöluvörum er hvorki ný né frumleg efnahagsráðstöfun. Tilgangur hennar nú er að framlengja lífsvíxil ríkisstjórnarinnar tvö næstu verðlagstímabil, hvort sem það markmið næst nú eða ekki. Áður en Alþýðubanda- lagið tók að sér aðalhlutverkið í vísitölusirkusnum hét þessi aðgerð í þess munni að skattleggja almenning til að greiða niður launaverðbætur hans (!) — og taldist til hinna „gömlu íhaldsúrræða", eins og það hét á máli Þjóðviljans. Nú þegar ráðherrar Alþýðubandalagsins eru gjörendurnir heitir verknaðurinn að sjálfsögðu einhverju fínna og snurfusaðra nafni. Það var ekki fjölskrúðugt um að litast á þorrabakka ríkis- stjórnarinnar, sem hún lagði fram til þjóðmálaumræðunnar í gær. Umbúðirnar vóru hinsvegar litskrúðugar — og tæpt var á ýmislegu, með svo óljósu orðalagi að fáum er gefið, sem áhugi almennings stendur til. — Það var ýjað að nýjum vísitölugrundvelli, en fyrirheitið nær ekki til annars en að „stofna til viðræðna við samtök launafólks og aðra hags- munaaðila atvinnulífsins um viðmiðunarkerfi". — Það var engin ákveðin hugmynd eða tillaga fram sett, sem samstaða er um í ríkisstjórn. — Þá er látið að því liggja að draga eigi úr opinberum afskiptum af verðmyndunarkerfinu og verð- gæzla eigi að koma í stað verðlagsákvæða. Til þessara mála verður ekki tekin endanleg afstaða fyrr en þau verða lögð fullbúin fyrir Alþingi, en reynslan af ríkisstjórninni lofar ekki stóru. „Ríkisstjórnin mun taka til sérstakrar athugunar vanda þeirra," stendur þar, „sem í fyrsta sinn kaupa eða byggja eigið íbúðarhúsnæði." Burtséð frá „sérstakri athugun" má spyrja, hvern veg hinar „sérstöku efndir" ríkisstjórnarinnar hafi verið. Byggingarsjóður hefur verið rændur aðaltekju- stofni sínum, „launaskatti", sem nú rennur óskiptur í ríkis- hítina. Lán til íbúðabyggjenda vóru 1100 færri 1981 en 1979, tveim árum áður. Ráðstöfunarfé Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna 1982 er ekki meira en það að enn stefnir í 700 íbúða fækkun hjá almenna byggingarkerf- inu 1982 (miðað við fyrra ár) en 150 íbúða fjölgun verka- mannabústaða. Nettófækkun íbúðalána á yfirstandandi ári verður sem sé 55Ö, til viðbótar við áður tilgreinda 1100 íbúða fækkun frá 1979. Það er því meira en tímabært að lofa bót og betrun, þó efndirnar liggi sjálfsagt ekki á lausu, frekar en fyrri daginn. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar á sl. ári þóttu ekki risháar, enda stöndum við nú nánast í sömu sporum hvað verðlagsútlit áhrærir og fyrir ári. Myntbreytingin, sem átti að verða undanfari samræmdra aðgerða í efnahagsmálum og úthýsa verðbólguþönkum almennings, er nú feimnismál, í skjóli samanskroppinnar nýkrónu. „Stöðugt gengi“, sem var enn ein skrautfjöðrin, liggur og einhversstaðar í rúmgóðri glatkistu ríkisstjórnarinnar. Sjálfur kjarni „þorrabakkans": hækkun skatta hér til að mæta lækkun skatta þar — og það meginatriði, að nota skattpeninga almennings til að greiða niður laun hans um gamalkunnan vísitöluleik, er rýrara innihald en jafnvel raunsæjustu menn á ríkisstjórnina bjuggust við. Hinsvegar er hér sami tvískinnungur á ferð og hefur verið fylgifiskur þessarar ríkisstjórnar, og þá ekki sízt Alþýðubandalagsins, allar götur frá stofnun hennar. Ríkisstjórnin hefur í raun gefizt upp í „heilögu stríði" sínu við verðbólguna og lýtur að sífellt lakari bráðabirgðalausn- um. Það stríð, sem hún heyr nú af hvað mestu kappi, er almennt kallað „pólitískt dauðastríð" hennar — „og það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð". Dozier-málið: „Guð veit að ég er feginn að sjá þiga - sagði Dozier þegar hann hitti Mcfadden, yfirboðara sinn og æðsta mann NATO í SuðurEvrópu Yicenza, Ítalíu, 2H. janúar. Al*. „HANN leit bara vel út með allt þetta skegg, en nú er hann aftur sjálfum sér líkur,“ sagði George Mcfadden, hershöfðingi, æðsti maður Bandaríkjahers á Ítalíu, á blaðamannafundi, sem efnt var til í dag í tilefni af frelsun undir manns hans og næstráðanda, James L. Dozier, sem hafði verið í „Bænum okkar hef- ur verið svarað“ - sagði Reagan þegar hann var vakinn með frétt- unum um björgun Doziers Washington, 28. janúar. Al*. „BÆNUM okkar hefur verið svarað. Mig skortir orð til að tjá þakklæti mitt öllum þeim, sem stuðlað hafa að frelsi og lífgjöf Doziers,“ sagði Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, eftir að hann hafði verið vakinn árla í morgun, þriðjudag, með þeim fréttum, að Jam- es L. Dozier, hershöfðingi, væri heill á húfi og laus úr höndum Rauðu her deildanna. Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu sagði í dag, að þeim hefðu borist þær fréttir frá Ítalíu í gær, miðvikudag, að-„ef til vill væri að rofa til í Dozier-málinu", en þá hefðu flestir verið búnir að missa alla von um að Dozier fyndist á lífi. Reagan forseti talaði í morgun, aðeins nokkrum stundum eftir björgunina, við Dozier í síma, en áð- ur hafði hann talað við forseta ít- alíu, Alessandro Pertini. Ekkert hefur verið látið uppi um efni sím- talanna. Joseph Luns, aðalritari Atlants- hafsbandalagsins, lét í dag í ljós fögnuð sinn með björgun Doziers og talsmaður Vatikansins lýsti yfir „létti og ánægju" með lyktir máls- ins. 42 daga á valdi Rauðu herdeild- anna. Macfadden var spurður að því á blaðamannafundinum hver hefðu verið viðbrögð Doziers þegar þeir hittust og sagði hann, að Dozier hefði verið eins og hann átti að sér. „Sama vingjarnlega brosið, sama hlýja handtakið og hann sagði: „Guð veit, að ég er feginn að sjá þig.““ Að því búnu bað hann um að fá að komast til rak- arans til að losa sig við alskeggið. Bandaríkjamenn í Nato-her- stöðinni í Vicenza táruðust og féllust í faðma þegar þeir heyrðu fréttirnar um frelsun Doziers og Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti átti nokkurra mínútna símtal við hann í dag. Mcfadden sagði, að Dozier hefði horast í fangavistinni, en virtist þó vera við ágæta heilsu og ekkert benti til, að hann hefði verið pyntaður. „ítalir mega vera stolt- ir af þessum sigri,“ sagði hann og I bar mikið lof á vinnubrögð úr- valssveitanna við leitina og björg- un Doziers. Sérstakar úrvalssvcitir, sem hafa það verkefni að berjast gegn hryðujverkamönnum, sjást hér við leit að Dozier á bændabýli í héraðinu Valpolicella, skammt frá Veróna. Leitin að hershöfðingjanum er sú umfangsmesta sem fram hefur farið á Italíu. Al’-símamynd. Mennirnir sem björguðu Dozier: Úrvalssveit sem lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna Tadúa, Ílalíu, 2S. janúar. Al’. LOGREGLUMENNIRNIR tíu, sem í rauðabýtið í morgun frelsuðu banda- ríska hershöfðingjann James L. Dozi- er, tilheyra úrvalssveit, sem komið var á fót til höfuðs hryðjuverkamönnum eftir að Rauðu herdeildirnar höfðu rænt og myrt Aldo Moro, fyrrum for sætisráðherra. Við störf sín eru þessir menn að jafnaði klæddir hermannabúningi í felulitum, með gasgrímu fyrir and- liti og vel vopnum búnir. Þeir eru frábærar skyttur og hafa fengið þjálfun í að meðhöndla alls konar vopn, m.a. í meðferð eldvörpu, sem þeir munu ekki hika við að beita ef þörf er á. Þeir heyra undir innan- ríkisráðuneytið og er stjórnað af sérstöku öryggisráði, sem á Ítalíu gengur undir skammstöfuninni Nocs, en ekki er vitað hve margir þeir eru eða hvar höfuðstöðvarnar eru niðurkomnar. Á Italíu eru aðrar áhlaupssveitir, sem beitt er gegn hryðjuverka- mönnum, en það eru herlögreglu- mennirnir eða carabinieri eins og þeir kallast. „Leðurhausarnir" eru þeir einnig nefndir vegna þess hve harðir þeir þykja í horn að taka og sem dæmi um það má nefna áras sem þeir gerðu á fangelsi nokkurt í desember 1980 þegar vinstrisinnað- ir hryðjuverkamenn höfðu efnt til uppreisnar þar. Þeir létu sig síga niður á þakið úr þyrlum og brutu sér síðan leið í gegnum hóp 70 fanga, sem vopnaðir voru hnífum og heimatilbúnum sprengjum, og leystu úr haldi 18 fangaverði án þess að verða fyrir nokkrum meiðsl- um sjálfir, sem orð var á gerandi. James L. Dozier, banda- ríski hershöfðinginn, sem ítalska lögreglan frelsaði í gær úr klóm Rauðu her deildanna í áhlaupi eftir að hann hafði verið á valdi hryðjuverkamannanna í 42 daga, fær það orð að hann sé maður staðfastur, æðru- laus og gæddur siðferðis- þreki. Sannur hermaður, segja þeir sem til þekkja, sem hefur helgað herþjón- ustu allt sitt líf. Jamcs L. Dozier Dozier æðrulaus og staðfastur - segja þeir sem bezt þekkja til Dozier, sem hefur verið æðsti yfirmaður bandaríska herliðsins á Ítalíu undanfarið ár, var rænt frá heimili sínu í Veróna hinn 17. desember sl. Enn sem komið er hafa blaðamenn ekki fengið að hafa tal af hinum frelsaða hershöfðingja, en fulltrúi banda- ríska sendiráðsins í Róm segir hann vera við beztu heilsu, enda þótt hann sé þreyttur og ekki al- veg í jafnvægi. ítalska frétta- stofan Ansa hefur skýrt frá því að hershöfðinginn hafi verið frelsaður í áhlaupi lögreglunnar á svokallað „alþýðufangelsi" í Padúa, sem er um 30 kílómetra vestur af Feneyjum. Herstöðin í Veróna, þar sem Dozier hefur haft bækistöð, er hluti af varnarneti NATO á ít- alíu. Þar hefur Dozier stjórnað herdeild, sem á að geta gegnt sérstökum verkefnum ef á þarf að halda, en deildin hefur á að skipa eldflaugum, ítölskum Alpa-sveitum og venjulegum herafla. Joan Townsend, systir Dozi- ers, er menntaskólakennari í Houston í Texas. Daginn eftir að honum var rænt sagði hún í við- tali við fréttamann að andstað- an, sem bróðir hennar mun hafa veitt mannræningjunum, væri dæmigerð fyrir hann. „Bróðir minn er afar fastur fyrir — sannfæringarkraftur hans er með eindæmum. Hann er allt annað en veiklundaður", sagði hún. Gilbert Sullivan, skólabróð- ir Doziers, segir að í sinum huga sé hann „einn af þessum gegn- um-amerísku strákum. Salla- rólegur. Aldrei með neitt gaspur. Öllum féll vel við hann.“ Dozier útskrifaðist frá her- skólanum í West Point og hann á að baki meira en aldarfjórðungs feril í hernum. Hann hefur verið sæmdur mörgum heiðursmerkj- um fyrir hugprýði og skyldu- rækni. Hann barðist með fót- gönguliði í Víetnam, en síðar gegndi hann herþjónustu í V-Þýzkalandi, auk þess sem hann hefur verið yfirmaður herdeilda á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum. Auk þeirrar menntunar, sem hann hlaut í herskóla, lauk hann verkfræði- prófi frá Arizona-háskóla. Fjórir liðsmenn Rauðu her- deildanna rændu Dozier en við það tækifæri var hann barinn í höfuðið með byssuskefti er hann veitti mótþróa. Dozier er kvæntur og á tvö uppkomin börn. Kona hans kom hvað eftir annað fram í ítalska sjónvarpinu og bað um að maður hennar yrði látinn laus, en einu svör Rauðu herdeildanna við þeirri málaleitan voru illskeytt- ar orðsendingar ásamt ljós- myndum af Dozier. Síðasta orð- sendingin kom sl. mánudag. Á myndinni sem fylgdi var Dozier kominn með grátt skegg, en í baksýn voru fimm stjörnur Rauðu herdeildanna. Rauðu herdeildirnar: Baráttan gegn NATO að verða aðalmálið Rém, 2S. janúar. Al*. BANDARÍSKI hershöfðinginn James L. Dozier er fyrsti útlendingurinn, sem lendir í klónum á Rauðu herdeildunum á Italíu, en þær hafa nú í heilan áratug staðið í styrjöld við ítalskt samfélag með mannránum, sprengjutilræðumog morðum. Til þessa hafa þcssir borgarskæruliðar, sem hafa að einkcnnismerki fimmarma stjörnu og orðin „fyrir kommúnismann“, beint glæpaverkunum að löndum sínum og takmarkað kröfur sínar við innlend málefni, en á því virðist nú vera orðin nokkur breyting. Að áliti yfirvalda á Italíu og ann- arra sérfræðinga hafa Rauðu her- deildirnar nú ákveðið að snúa sér að alþjóðlegum málum og einkum að baráttunni gegn Atlantshafsbanda- laginu. Þess eru líka farin að sjást ýmis merki, að hryðjuverkamennirn- ir fái stuðning frá róttækum ríkis- stjórnum og kommúnistaríkjum Austur-Evrópu. I yfirlýsingu frá Rauðu herdeildun- um, sem fannst í Mílanó þegar tiu hryðjuverkamenn voru handteknir þar á dögunum, sagði, að Dozier væri „hinn raunverulegi yfirmaður “land- hers Nato í Suður-Evrópu og bæri þess vegna ábyrgð á „áætlunum um hernám Evrópu“. Italía er hernaðarlega mjög mikil- væg vegna legu sinnar, eins konar hlið að Austurlöndum nær og Afríku, og þar hefur 6. flotinn bandaríski sitt aðalaðsetur. í yfirlýsingu frá Fern- ando Imposimato, háttsettum dóm- ara í Rómaborg, sem á undanförnum árum hefur rannsakað starfsemi Rauðu herdeildanna, segir, að sannað sé með framburði þeirra, sem gengið hafi lögreglunni á hönd, að Sovét- menn, Líbýumenn og Austur- Evrópuríkin hafi fjármagnað glæpa- samtökin og séð þeim fyrir vopnum og í því ljósi beri að skoða baráttu samtakanna gegn Nato. ítalska lögreglan telur, að Rauðu herdeildirnar hafi á að skipa 600 mönnum en nú eru í fangelsum á ít- alíu um 3000 hryðjuverkamenn. „Það var dásamlegt að heyra í honum U Frankfurt, 2H. janúar. Al*. JUDITH Dozier, eiginkona James L. Doziers, hershöfðingja, sagði í dag í Krankfurt í VesturÞýskalandi, ad hún hefði talað við mann sinn í síma og að það hefði verið „dásamlegt að heyra í honum“. Judith, eiginkona Doziers, hefur - sagði Judith Dozier, eiginkona James L. Doziers, þegar hún hafði rætt við hann í síma dvalið í Frankfurt síðustu tíu dagana ásamt fjölskyldu sinni og vinum en hélt strax í morgun til Italíu til fund- ar við mann sinn. Áður en hún fór las hún upp þakkarávarp til allra þeirra, sem „minnst hafa manns míns í bæn- um sínum og stuðlað með því að frelsi hans“. Hún var svo klökk og hrærð, að dóttir hennar, Cheryl, varð að styðja hana, en hún er liðsforingi í bandaríska flughernum með aðsetur í Vestur-Þýskalandi. Með þeim var einnig sonur þeirra Dozier-hjónanna, Scott. Við þetta tækifæri flutti Judith blaðamönnum sérstakar þakkir og hrósaði þeim fyrir tillitssemina, sem þeir hefðu sýnt sér og börnum henn- ar. Þeir hefðu hlíft henni við óskemmtilegum myndatökum og ekki reynt að spyrja hana spurninga, sem hún hefði verið ófær um að svara eins og á stóð. Judith Dozier, eiginkona bandaríska hershöfðingjans Jantes L. Dozier, sem leystur var úr haldi Rauðu herdeild- anna í gærmorgun. Hér sést hún í fylgd tveggja lögreglumanna 18. desember sl„ daginn eftir að manni hennar var rænt. AP'simaimnd. Líkfundur eftir 14 mánaða leit Jörgensen Jörgensen og van Agt vilja ekki vera í Póllandsþætti Van Agt Ungur Hollending ur kemur á óvart ( amt-rino, 2H. janúar. Al*. LÍK Jeannette Dorothy May, fyrrver andi ciginkonu milljónamæringsins JOSEF Lipperheide, 76 ára gamall vesturþýskur iðnrekandi, sem rænt var 5. janúar sl., segir í bréfi, sem barst inn á ritstjórnarskrifstofur daghlaðs í horginni San Sebastian í dag, að hann sé „óþolinmóður og leið- ur“ og biður hann fjölskyldu sína að gera allt hvað hún geti til að verða við kröfum mannræningjanna. ETA, samtök baskneskra aðskiln- aðarsinna, segjast hafa rænt Lipp- erheide og að sögn hafa þau krafist Evelyn Rotchild, fannst í skógi skammt frá borginni Camerino; fjórt- án mánuðum eftir að konan hvarf 10 milljóna dollara i lausnargjald fyrir hann. Bréfið, sem barst dag- blaðinu fannst í símaklefa í borg- inni eftir að vísað hafði verið á það, en ásamt því var mynd af Lipper- heide og hélt hann á daghlaði frá 19. þ.m. til sannindamerkis um að hann væri á lífi. Josef Lipperheide er af þýsku bergi brotinn en hann settist að á- Spáni á þriðja áratug þessarar ald- ar og hefur alla tíð síðan verið mjög umsvifamikill atvinnurekandi. ásamt túlki. Lögreglan sagði, að kon- urnar hefðu líklega frosið í hel þegar óveður gerði á svæðinu fyrir 14 mán- uðum. Þó vildi lögreglan ekki útiloka aðrar ástæður að baki láti kvenn- anna. Skammt frá líkunum fund- ust töskur þeirra, vegabréf, pen- ingar og skartgripir. Eiginmaður May, Stephen May, kom til Camer- ino í dag til að bera kennsl á líkið, en lögregluyfirvöld segja að aðeins sé um formsatriði að ræða. Mikil leit var gerð að konunum og þótti hvarf þeirra hið dular- fyllsta. „Þær kunna að hafa frosið í hel ... villidýr kunna að hafa ráð- ist á þær, eða einhver myrt þær. Við undanskiljum ekkert," sagði talsmaður lögreglunnar í Camer- ino. Jeannette May var fertug. Ilaajj, 2H. janúar. Al*. ANDRIES van Agt, forsætisráðherra Hollands, sagði í dag, að hann ætlaði ekki að taka þátt í bandaríska sjónvarps- þættinum „Megi l'ólland vera l’ólland", sem fyrirhugað er að sýna f Bandaríkjun- um og VesturEvrópu 31. janúar nk. og er í því efni á sama báti og Anker Jörgen- sen, forsætisráðherra I)ana. Forsætis- ráðherrar og aðrir frammámenn margra vestrænna þjóða auk Japana og Ástrala munu flytja ávarp í þættinum, þ.á m. dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra Islands. I bréfi til hollenska þingsins sagði van Agt, sem er úr flokki kristilegra demókrata, að hann viidi ekki að vax- andi deilur um þennan þátt sköðuðu „einhuga fordæmingu hoilensku þjóð- arinnar á hinum alvarlegu mannrétt- indabrotum í Póllandi“. I hollenskum dagblöðum hefur verið sagt frá ágreiningi innan stjórnarinnar um hugsanlega þátttöku van Agts í sjón- varpsþættinum en nú þegar hafa oddvitar 12 ríkisstjórna á Vesturlönd- um ákveðið að koma fram i honum. Hermt er, að utanríkisráðherra stjórnarinnar, Max van der Stoel, sem er úr Verkamannaflokknum, sé mjög andvígur þættinum og aðrir vinstri- sinnaðir þingmenn útmála hann sem áróðursbragð þar sem í engu sé þar getið sams konar mannréttindabrota í Suður-Ameríku og Tyrklandi. Forsetaskrifstofan franska til- kynnti í dag, að Mitterrand forseti myndi flytja ávarp í þættinum „Megi Pólland vera Pólland“, en þeir, sem þegar höfðu ákveðið þátttöku sína eru þessir: Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýskalands, forsætisráðherr- arnir Margaret Thatcher, Bretlandi, Giovanni Spadolini, Ítalíu, Leopoldo Caivo-Sotelo, Spáni, Joao Pinto- Balsamo, Portúgal, Pierre Trudeau, Kanada, Malcolm Fraser, Ástralíu, Zenko Suzuki, Japan, Wilfried Matens, Belgíu, Kaare Willoch, Noregi, Pierre Werner, Luxembourg, og Gunnar Thoroddsen, íslandi. UNGUK hollenskur skákmaður, van der Wiel, hefur komið mjög á óvart á Wijk aan Zee-skákmótinu í Hollandi. Van der Wiel, sem er 22 ára gamall og alþjóðlegur meistari, hefur forustu í mótinu að lokn- um II umferðum ásamt sovéska stór meistaranum Yuri Balashov. í 11. umferð vann van der Wiel bandaríska stórmeist- arann Christiansen. Önnur úrslit í 11. umferð urðu: Ree Holiandi — Nikolic Júg. xk— xk Sosonko Hollandi — Hort Tékk. Vi — 'h Hubner V-Þýsk. — Nunn Engl. biðskák Kavalek USA — Chandler N-Sjál.biðsk. Balashov Sovét — Tal Sovét xk — 'k Sunye Brazilíu — Timman Holl.biðskák Staðan er nú: I. -2. Van der Wiel, Balashov 7 3. Nunn, 6Ú2 + biðskák 4. Hort, 6 'k 5. -7. Tal, Nikolic, Sosonko 6 8. Hiibner, 5xk + biðskák 9. Ree, 5xk 10. Kavalek, 5 + biðskák II. Timman, 3'^ + biðskák 12. Christiansen, 3'/2 13. -14. Sunye, Chandler 3 + biðskák. Jóhanni Hjartarsyni hefur ekki vegnað vel og hefur hann nú tapað tveimur skákum í röð í B-flokki. 1 7. umferð tapaði hann fyrir Davies, Eng- landi. Scheeren, Hollandi, er efstur í B-flokki með 5 vinninga. Jóhann Hjart- arson er í 9. sæti með 2'i vinning. Spánn: Bréf frá gísl á valdi ETA San Sohastian, Spáni, 2H. janúar. Al*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.