Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 32
Síminná QQfl/!)/3 afgreiðslunni er OOUOO Jttorjíjtinblfi&iíi ^ ior0iití#iCaiíjiií) J Sími á ritstjórn -j fl H flfl ogskrifstofu: IU IUU Jilorx)imi)Iaí>ií» FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 Stjórnarfrumvarp á Alþingi: 50% lækkun tolla á heimilistækjum Lidur í niðurfærslu vísitölu framfærslukostnaðar STJÓRNARFRUMVARP til laga um breytingu á tollskrárlögum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Felur frumvarpið í sér 50% lækkun tolla, úr H0% í 40%, á rafmagnsheimilistækjum. Samþykkt frumvarpsins veldur allt ad 22 millj. króna tekjutapi fyrir ríkissjóð á ársgrundvelli, samkvæmt því sem segir í greinargerð með frumvarpinu, en þaó er liður í boðuðum efnahagsaðgerð- um ríkisstjórnarinnar. Tollalækkanirnar eru liður í því að ná vísitölu framfærslukostnað- ar niður um 6% á fyrri hluta árs- ins, eins og boðað er í skýrslu rík- isstjórn'arinnar um aðgerðir í efnahagsmálum, sem einnig var lögð fram á Alþingi í gærkvöldi. Hér er um að ræða 11 gerðir heim- m pósts 'o hækkun & síma SAMOONGURAÐHERRA hefur samþykkt tillögu t.jaldskrár nefndar um að heimila Pósti & síma að ha-kka gjaldskrár sínar frá og með 1. febrúar nk. um l<>%- Reiðni Pósts & síma hljóðaði upp á 10% hækkun, sem fékkst sem sagt. ilistækja, þ.e. kæliskápa, frysti- kistur, eldhúsviftur, uppþvottavél- ar, þvóttavélar, þurrkara, strau- vélar, ryksugur, viftur, hrærivélar og brauðristar. Frumvarp þetta er lagt fram í neðri deild Alþingis, en ekki var reiknað með í gærkvöldi að fleiri frumvörp vegna efnahagsaðgerð- anna sækju dagsins ljós fyrr en á mánudag, enda þingfundir ekki boðaðir fyrr en þá. Það er þó ljóst að til breytinga þarf að koma á verðlagslöggjöfinni og fjárlögum, einnig þarf sérstök lög eða laga- breytingu vegna áætlaðra skatta á banka- og sparisjóði. Breytingar á fjárlögum verða að fara í gegnum sameinað þing, önnur frumvörp verða væntanlega lögð fyrir neðri deild, eins og framkomið frum- varp til breytinga á tollskrárlög- íslenzkum skipum bönn- uð löndun í Færeyjum ÍSLKNZK fiskiskip fá ekki lengur að landa fiski í Færeyjum, cn síðast landaði íslenzkt skip í Færeyjum þann 18. október síðastliðinn. Snemma í október var mörkuð sú stefna af viðskiptaráðuneytinu, sjáv- arútvegsráðuneytinu og Landssam- bandi íslenzkra útvegsmanna, að spornað yrði við siglingum íslenzkra skipa með fisk til Færeyja. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra út- vegsmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ástæðan fyrir þessu væri einfaldlega sú, að Fær- eyingar stæðu í beinni samkeppni við íslendinga á hinum ýmsu mörkuðum, ekki sízt á saltfisk- og freðfiskmörkuðunum. Kvað Krist- ján öðru máli gegna með fersk- fiskmarkað í Bretlandi og Þýzka- landi, þar færi stór hluti þess afla sem seldur væri ferskur til neyt- enda. Jóhanna Hauksdóttir, fulltrúi hjá LÍÚ sagði, þegar Morgunblað- ið ræddi við hana, að alls hefðu íslenzk skip landað 75 sinnum í Færeyjum á síðasta ári og aflinn verið 8.090 lestir. Verðmæti aflans var 32.935.551 d.kr. Þess má geta að árið 1980 lönduðu íslenzk skip alls 23 sinnum í Færeyjum. VII) KAMBSVEG 3 í Reykjavík býr Ingþór Sigur hjörnsNon, málarameistari. Morgunblaðið fregnaði að hann væri í þann veginn að senda marga kassa af klæðnaði ýmiskonar til þurfandi fólks í Póllandi og bankaði uppá hjá honum um kvöldmatarleytið í gær: — Það var ágætt að þið skylduð taka uppá því að koma, sagði Ingþór. Því hér var kona nokkur sem lét á sér skilja, að þetta væri eintómt gamalt drasl, sem ég væri að senda. En eins og þið getið sjálfir gengið úr skugga um, þá er þessi fatnaður nær allur nýr og með verðmiðum úr verslunum. Fatnaðurinn er að mestu það sem gekk af á flóamarkaði hjá okkur í stúkunni Framtíðin í Reykjavík, fyrir nokkrum árum. Ég býst við að hér séu á þriðja hundrað peysur í kössunum, ullarnærfatnaður, káp- ur, skótau o.s.frv., og þó það sé nú ekki allt eftir nýjustu tísku! Ég hef pakkað niður í eina 20 kassa og er hver kassinn um 20 kg, semsé 400 kg að þyngd. Nú vantar bara fjárframlög í flutningskostnað- inn. Þeir sem gefa fé til flutningsins fá sig skráða sem gefendur á kassana — en Goodtemplarareglan mun borga undir þá, ef engin berast framlögin og kassarnir eru sendir í nafni IOGT. Ég vona bara að þetta fari sem fyrst til þurfandi fólksins í Póllandi og er glaður yfir því að geta komið að einhverju gagni, þó lítið sé. Tilefnið? Það var grein Friðriks Sigurbjörnssonar í Mbl. fyrir skömmu, þar sem hann greindi frá því framtaki sænskra manna að senda fatnað og matvæli til barnalæknis nokkurs í Lodz í Póllandi, sem hefur 300 börn á sínum snær- um. Sænska póstþjónustan hefur afnumið sendir.g- argjald á pökkum til Póllands og það þyrfti að gerast hér á landi. Ég bendi öllum á að lesa grein Friðriks í Mbl. 21. janúar sl., en heimilisfang barna- læknisins er þetta: Renata Rimler, 91-437 — Lodz — Julianow, Ul. Cisowa 4, Pólland. Og við skildum við Ingþór kófsveittan að ganga frá kössunum. Friðjón hórðarson dómsmálaráðherra: „Pakkinn“ veldur vonbrigðum þeirra sem vilja taka sterkar á Ríkisstjórnin verður að skerða verðbætur um 8—10%, sagði Friðrik Sophusson Búvöruverð lækkar um helgina BI'VÖRUVERI) mun lækka um þessa helgi, að því er Ragnar Arnalds fjármálaráðherra skýrði frá í útvarpsumræðum í gær kvöldi, vegna aukinna niður- greiðslna. Ráðherrann sagði bú- vöruverðið mundu hækka á ný 1. marz nk., þó ekki jafn mikið og orðið hefði að óhreyttu, þar sem niðurgreiðsiur yrðu auknar þá einnig. Fjármálaráðherra sagði einnig, að eftirlit yrði hert með ferðalögum til útlanda á kostn- að ríkisins. Sagði hann slíkt eftirlit ekki hafa verið full- nægjandi til þessa. I R/EDU, sem athygli vakti í útvarps- umræðunum í gærkvöldi, sagði Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra, að þeg- ar efnahagspakki ríkisstjórnarinnar væri veginn og metinn, mundi hann ekki valda ótta eins og stundum gerð- ist, þegar efnahagsráðstafanir kæmu fram, heldur vonbrigðum hjá þcim sem vildu taka sterkar á. Ráðherrann sagði ennfremur, að ríkisstjórninni hefði vegnað sæmilega það sem af væri, margt hefði mátt betur fara og margt væri ógert, en hvað tekur við, ef ríkis- stjórnin fer frá, spurði ráðherrann. Friðjón l'órðarson sagði, að ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar bæru keim af úrra-ðum til skamms tíma og þær væru studdar í trausti þess, að þær væru áfangi á réttri leið. Vonir um jafn stór skref og tekin voru í fyrra hafa hrugð- izt, sagði ráðherrann og sagði að horfið hefði verið að því ráði að stytta næsta áfanga. Dómsmálaráðherra sagði, að markmið ríkisstjórnarinnar um 35% vcrðbólgu og 30% verðbólguhraða mundu ekki nást átakalaust. Betur má ef duga skal, sagði ráðherrann. Friðjón l'órðarson sagði ennfremur, að þegar í stað yrði að hefjast handa um úrræði í efnahagsmálum til frambúðar. /Eði vcrðbólgan upp á ný, er vá fyrir dyrum, sagði dómsmáiaráðherra. Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í út- varpsumræðum, að ríkisstjórnin yrði að skerða verðbætur á laun um 8—10% síðari hluta ársins, ef hún ætlaði að koma verðbólguhraðanum í 30% þá. Þingmaðurinn sagði, að ríkisstjórnin hefði ekkert svigrúm til þess að greiða vísitöluna niður frekar, nema ný skattheimta kæmi til. 1 ræðu Friðriks Sophussonar kom einnig fram, að niðurgreiðslur hefðu að undanförnu verið notaðar til þess að lækka laun um 5%, en þau mundu verða lækkuð um 11% með hinum auknu niðurgreiðslum. í umræðunum sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, að kokvídd Framsóknarflokksins væri með ólík- indum. „Ennþá renna þeir niður, sem ekkert sé, öllum fyrri yfirlýsing- um um hinar nauðsynlegu aðgerðir í efnahagsmálum." Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra, sagði í umræðunum, að mik- ilvægasti þáttur yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar væri viðræður við fulltrúa launþega og vinnuveitenda um nýtt viðmiðunarkerfi í stað vísi- tölukerfisins. Steingrímur Hermannsson sjávar- útvegsráðherra sagði, að ekki yrði hjá því komizt að sjómenn fengju tryggingu fyrir fiskverðshækkunum með sama hætti og launþegar fyrir launahækkunum og raunar ætti það við um útgerðina líka. * r Asmundur Stefánsson, forseti ASI: „Erum með kröfu um bætta vísitölu - en ekki skerta“ í ÁÆTLUN ríkisstjórnarinnar um ráóstafanir í efnahagsmálum, segir, að ríkisstjórnin muni nú þegar hefja viðraður við samtök launafólks og aðra hagsmunaaðila um viðmiðun- arkerfi, sem gæti komið í stað nú- vcrandi vísitölukerfis. í samtali við Morgunblaðið segir Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins, að eina leiðin til að ná þessu markmiði sé að samningarnir í vor verði endurnýjaðir án nokkurra grunnkaupshækkana. Hann segir ennfremur, að eigi að ná því markmiði að hraði verðbólgu á síð- ari hluta ársins verði 30% sé nauð- synlegt, að lækka verðbætur á laun 1. september og 1. desember um 4—5% í hvort skipti, til viðbótar þeirri skerðingu, sem nú er sam- kvæmt samningum. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, segir um áætlanir ríkisstjórnarinnar, að í baráttunni við verðbólguna sé það grundvallaratriði, að vísitölukerfið sé traust þannig að menn séu að fjalla um raunstærðir. Hann segir ennfremur, að það megi ekki gleyma því, að 15. maí séu samn- ingar lausir og ASÍ hafi ekki verið með kröfur um skerta vísitölu. Þvert á móti hafi það verið með kröfur um bætta vísitölu. Ríkisstjórnin er einnig með hugmyndir um að leggja skatta á banka og sparisjóði. Jónas Haralz bankastjóri segir, að bankarnir hafi borgað háa skatta allt frá ár- inu 1956, auk þess sem þeir greiði landsútsvar. Þá segir hann, að ef um frekari skattgreiðslur bank- anna verði að ræða, megi skatt- greiðslur með engu móti verða til þess að rýra eiginfjárstöðu þeirra. Sjá bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.