Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 15 „Bankarnir hafa borgað háa skatta síðan 1956“ - segir Jónas Haralz bankastjóri „BANKARNIR borga nú þegar mjög háa skatta. Gjaldeyrisbankarnir borga 60^ af mun kaupverðs og söluverðs gjaldeyris og 60% af þóknun í skatta. l>essa skatta hafa bankarnir þurft að borga síðan 1956 og er hér um mjög háar tölur að ræða,“ sagði Jónas Haralz, bankastjóri Landsbankans, þegar Morgunblaðið spurði hann álits á þeim hugmyndum ríkisstjórnarinnar, að skattar verði lagðir á banka og sparisjóði. sparisjóðir ættu að greiða skatta eftir sömu meginreglum og önnur „Raunar liggur fyrir frumvarp á Alþingi frá Albert Guðmundssyni og Matthíasi Mathiesen um að þessir skattar verði endurskoðað- ir. Það er því síður en svo að bank- arnir borgi ekki skatta. Þar að auki borga bankarnir landsút- svar,“ sagði Jónas ennfremur. „Hvað áform ríkisstjórnarinnar þýða vitum við ekki, en okkur skilst að búið sé að setja nefnd til að kanna málið og bankarnir hafa sett nefnd sín á milli til að kanna málið." Jónas sagði, að það væri hans persónulega skoðun, að bankar og fyrirtæki. „Á hinn bóginn verða að gilda vissar reglur um banka og spari- sjóði, vegna þess hve starfsemi þessara stofnana er sérstök. Það verður til dæmis að taka tillit til afskrifta af vafasömum lánum, sem kunna að tapast. Þetta er gert í öðrum löndum og ekkert við það að athuga. Þetta atriði og ýmis önnur eru þó talsvert vandasöm og flókin. Allt þetta þarf mikillar umhugsunar og undirbúnings við. Og ekki kemur til mála að svona Jónas Haralz sé hrist fram úr erminni án eðli- legs og nægilegs undirbúnings. Ég treysti því, að slíkur undirbúning- ur verði viðhafður. Jafnframt verður að leggja áherzlu á það að bankar og spari- sjóðir þurfa á verulegu eigin fé að halda til þess að geta starfað með eðlilegum hætti. Á undanförnum fimm árum hefur afkoma bank- anna staðið í járnum, þannig að eigið fé hefur haldist en árin þar á undan, þegar verðbólgan jókst hvað mest, töpuðu bankarnir miklu af eigin fé sínu. Það er grundvallaratriði fyrir heilbrigða starfsemi bankanna og þar með starfsemi atvinnulífsins og fyrir velferð þjóðarinnar allrar, að sú eiginfjárstaða, sem bankarnir nú hafa, haldist óskert. Skattgreiðsla má því með engu móti verða til þess að rýra eiginfjárstöðuna," sagði Jónas Haralz að lokum. * r Asmundur Stefánsson, forseti ASI: „Grundvallaratriði að vísitölukerfíð sé traust“ „KRÖFUR OKKAR hafa verid kynntar og ættu að vera öllum ljósar,“ sagði Asmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands fslands, i gær er Morgun- blaðið spurði hann álits á nýju viðmiðunarkerfi, sem gæti komið í stað núverandi vísitölukerfis, eins og rætt er um af hálfu stjórnvalda. „Orðalagið á yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar er næsta óljóst, en talað er um að finna eitthvert annað kerfi. Það er augljóst að af hálfu Alþýðusambandsins eru hugmyndir mjög skýrt mótaðar um það hvernig vísitölukerfið á að vera. I samningaviðræðum við VSÍ og VMSÍ að undanförnu höf- um við krafist þess, að skerðingar- ákvæði Olafslaga verði felld niður og eins, að inn komi sérstök kaup- máttartrygging. Við erum á þeirri skoðun, að í baráttunni við verðbólguna sé eitt grundvallaratriðið að vísitölukerf- ið sé traust, þannig að menn séu að fjalla um raunstærðir. Náist árangur í baráttu við verðbólguna dregur jafnhliða úr krónutölu- hækkunum kaups eins og augljós- lega gerir í gegnum vísitölukerfið. Þannig að sá árangur sem næst í baráttu við verðbólgu skilar sér strax í minni kauphækkunum." — Hefurðu trú á því að nýtt Asmundur Stefánsson viðmiðunarkerfi tryggi þessa hluti? „Nýtt viðmiðunarkerfi þarf að trvggja þessi atriði ef árangur a að nast.“ — Þýða markmið ríkisstjórnar- innar, um 30% hraða verðbólg- unnar síðari hluta ársins, ekki skerðingu á verðbótum? „í baráttunni við verðbólguna er sú lausn að skerða kaupið og kaup- máttinn lítt haldbær. Það má ekki gleyma því, að 15. maí eru samn- ingar lausir og við höfum ekki ver- ið með kröfur um skerta vísitölu. Við höfum þvert á móti verið og erum með kröfur um bætta vísi- tölu.“ Þorsteinn Pálsson um nýtt viðmiðunarkerfi og verðbólgumarkmiðin: Þýðir engar grunnkaups- hækkanir og um 5% skerð- ingu verðbóta í tvígang I Á/KTLUNUM ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í efnahagsmálum, sem ræddar voru í útvarpsumræðum frá Alþingi í gærkvöldi, segir að ríkisstjórnin muni „nú þegar stofna til viðræðna við samtök launafólks og aðra hags- munaaðila um viðmiðunarkerfi, sem gæti komið í stað núverandi vísitölu- kerfis“. Morgunblaðið spurði Þorstein Pálsson, framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambands íslands, hvað fælist í umræddum kafla. „I raun er mjög erfitt að fá ákveðna merkingu í þennan texta,“ sagði Þorsteinn. „Ef maður les þetta með jákvæðu hugarfari og í samhengi við verðbólgu- markmið ríkisstjórnarinnar, þá er augljóst, að óhjákvæmilegt er að breyta vísitölukerfinu í grundvall- aratriðum. Eigi að ná því mark- miði, að verðbólgan á síðari hluta ársins verði 30%, er nauðsynlegt að lækka verðbætur á laun 1. sept- ember og 1. desember um 4—5% í hvort skipti til viðbótar þeirri skerðingu, sem nú er samkvæmt samningum. Jafnframt þyþ yrðu samningar í vor endurnýjaðir án nokkurra grunnkaupshækkana. Þetta er eina leiðin til að ná þessu markmiði. Mér finnst ólíklegt, að hægt sé að borga vísitöluna niður aftur með niðurgreiðslum, eins og virð- ist eiga að gera 1. marz og 1. júní, og því verður ekki tekið á vanda- málinu nema með kerfisbreytingu. Þetta er augljóst með hliðsjón af markmiðum ríkisstjórnarinnar og eins af hinu, að niðurgreiðslurnar eru óheilbrigðar og skekkja allt verðmætamat. Ekki er hægt að ganga lengra en gert hefur verið Þorsteinn l’álsson og reyndar hefur þegar verið gengið alltof langt. Ég lít því svo á, þegar plaggið er lesið í heild sinni ogJ>essi kafli með hliðsjón.af. verðbólgumarkmiðum, að til þess sé ætlast, að aðilar vinnumarkað- arins semji um endurnýjun samn- inga án grunnkaupshækkana og nýtt verðbótakerfi, sem hefði þá 4—5% skerðingu verðbóta á laun í för með sér eins og ég hef nefnt. Mér sýnist þetta vera í fullu samræmni við það, sem Vinnu- veitendasambandið hefur lagt tii í undanförnum samningum um að breyta þurfi vísitölukerfinu þann- ig að út úr því verði teknir þeir þættir, sem mest áhrif hafa til víxlhækkana kaupgjalds og verð- lags. Okkar tillögur hafa miðað að því að taka launaþátt í verðhækk- unum innlendrar vöru og þjónustu út á sama hátt og gert er við bú- vöruna. Auðvitað má finna aðrar leiðir og við höfum verið til við- ræðna um það,“ sagði Þorsteinn Pálsson. ÍSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH Jurnor Lotte 3. febr Bakkafoss 12 febr Jumor Lotte 24 febr Bakkafoss 8 marz NEW YORK Bakkafoss 15. febr. Bakkafoss 10 marz HALIFAX Godafoss 6 febr. Selfoss 26 febr. BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Eyrarfoss 1. febr. Alafoss 8. febr. Eyrarfoss 15. febr Alafoss 22. febr ANTWERPEN Eyrarfoss 2. febr Alafoss 9. febr Eyrarfoss 16. febr. Alafoss 23. febr. FELIXSTOWE Eyrarfoss 3. febr Alafoss 10. febr. Eyrarfoss 17. febr Alafoss 24. febr HAMBORG Eyrarfoss 4. febr. Alafoss 11. febr. Eyrarfoss 18. febr Alafoss 25 febr. WESTON POINT Vessel 9. febr NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 1. febr. Dettifoss 15. febr. Dettifoss 1. mars KRISTIANSAND Dettifoss 2. febr Dettifoss 16. febr Dettifoss 2. marz MOSS Dettifoss 2 febr. Manafoss 9. febr. Dettifoss 16. febr. Manafoss 23. febr. GAUTABORG Dettifoss 3 febr. Manafoss 10. febr. Dettifoss 17 febr. Manafoss 24 febr. KAUPMANNAHOFN Dettifoss 4 febr Manafoss 11. febr Dettifoss 18. febr. Manafoss 25. tebr. HELSINGBORG Dettifoss 5. febr. Manafoss 12 febr. Dettifoss 19. febr Manafoss 26. febr HELSINKI Irafoss 8 febr. Mulafoss 18. febr. Irafoss 1. marz Mulafoss 11. mars. RIGA Irafoss 10 febr. Mulafoss 20 febr Irafoss 3 marz Mulafoss 13. marz GDYNIA Irafoss 11 febr Mulafoss 22. febr Irafoss 4 marz Mulafoss 14 marz THORSHAVN Manafoss 4 febr. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - fram og til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga trá ISAFIROI alla þríöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SÍMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.