Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 29 Eiga öll börn jafna kosti í skólanum? Eftir Guðfinnu Ingu Guðmundsdóttur Við, sem höfum unnið og hrærst innan veggja skólastofunnar und- anfarna 2 áratugi, höfum öðlast þá reynslu að kenna eftir þeim leiðum í bekkjarskipan, sem tíðk- ast hafa hér á landi. 1. Bekkjum, þar sem nemendur voru flokkaðir saman eftir náms- getu (einkunnum). 2. Bekkjum, þar sem seinfær börn og getumikil í námi blandast sam- an. I flokkuðu bekkjunum var tala nemenda í hverjum bekk 30—35, nema í getuminnsta bekknum. Þessi bekkjarskipan hafði ýmsa kosti og galla eins og alltaf vill verða í skólastarfinu. Kennsluað- ferðir voru á margan hátt einfald- ar, kennari gat lagt sömu verkefni fyrir hópinn, hann stjórnaði hraða og yfirferð hópsins. I bestu bekkj- unum gat yfirferð orðið mjög hröð og gafst þá tími til að nýta hug- myndir barnanna, vinna sameig- inlega að tilteknu verkefni, fara í vettvangsferðir o.fl. Lakasti bekkurinn námslega var oft ekki nema 12—15 nemend- ur. Mörg þessara barna hafa lent í þessum bekkjum af öðrum ástæð- um en greindarskorti. Má þar nefna erfiðar heimilisástæður, barn tekur seint út þroska, sálar- og tilfinningalíf barnsins tætt, erfið reynsla og kynni af umhverf- inu. I hópnum er oft enginn sem við getum kallað „góða fyrir- mynd“, hegðunarvandamál mörg, andrúmsloftið langt frá því að vera notalegt. Þessi börn eru stimpluð af skólanum og umhverf- inu og enginn væntir neins af þeim. Á árunum '65—’70 opnuðust augu ýmissa skólamanna fyrir lýðræðislegri bekkjarskipan hér í skólum. Farið var að blanda sam- an í bekki seinfærum og getumikl- um nemendur. Fækkað var í bekkjunum og undirbúningur kennara jókst við breytileg verk- efni barnanna. Meira varð um ein- Guðfinna Inga Guðmundsdóttir staklingskennslu og kennslu í litl- um hópum. En fljótt kom í ljós að nemendafjöldi í hverjum bekk var of mikill, kennari gat ekki sinnt hverju barni sem skyldi í 25—30 manna bekkjum. En lítum nú yfir þessa tvo hópa, röðuðu og blönduðu bekkina. Inn- an þessara hópa var enginn fatl- aður einstaklingur, þó að í þjóðfé- lagi okkar sé 1 af hverjum tíu sagður fatlaður. Hvar voru þeir? Jú, á heimilum, geymdir á hinum ýmsu sérstofnunum, lokaðir frá hinu daglega lífi okkar ófatlaðra. Á undanförnum árum hafa viðhorf til meðferðar fatlaðra barna breyst verulega og þá til hins betra. Stefnt er að því að gera sem flestum nemendum kleift að sækja almennan skóla. Nú hafa verið stofnaðar nokkr- ar sérdeildir við grunnskóla Reykjavíkur. Haustið 1972 hóf fyrsta sérdeildin starfsemi sína við Hlíðaskólann í Reykjavík. Var það deild heyrnarskertra. Haustið 1974 tók önnur deild til starfa við skólann fyrir hreyfihömluð börn. Sú deild er nú tvískipt í yngri og eldri deild. Haustið 1977 var þriðja deildin stofnuð, deild barna með málhamlanir. Árið 1980 var deild heyrnarskertra lögð niður en í hinum deildunum eru nú 20 börn. Börn málhömlunardeildarinnar eru þjálfuð í að fylgjast með námi í almennum bekkjardeildum að svo miklu leyti sem þau eru fær um, en fötlun þeirra er þannig, að málið nær ekki að þroskast vegna truflunar eða skaða í talstöðvum heila. Líkamleg fötlun barnanna úr deild hreyfihamlaðra er mismun- andi og orsakir og afleiðingar hennar margvíslegar. Allir nem- endur deildarinnar blandast í al- menna bekki skólans, en misjafn- lega mikið allt eftir þroska, getu og styrkleika hvers og eins. Sumir þeirra sækja allar kennslustundir sinna bekkjardeilda, aðrir tíma í einstökum námsgreinum. Áður en skólatími hefst á morgnana kemur skólabíll (hann- aður til flutninga fatlaðra) með börn sérdeildanna. Starfsfólk sérdeilda tekur þá við börnunum og fylgir þeim inn í bekkina. Hús- næði Hlíðaskóla hentar afar illa hreyfihömluðum nemendum, en margt hefur þó verið gert til bóta. Þarfir hvers barns í sérdeildum eru metnar og aðstoðar kennari úr sérdeild börnin eftir þörf inni í bekknum. Eftir því sem hægt er venjast börnin því smátt og smátt að vera í bekknum án aðstoðar kennara úr sérdeild. Sérkennari einfaldar mörg verkefni barnanna og verður því að hafa samráð við bekkjarkenn- ara daglega um námsefnið. Samskipti fatlaðra og ófatlaðra nemenda eru vinsamleg, en lítið er um náin vináttutengsl. Trúlega er ástæðan sú að skólinn er í fæstum tilvikum hverfisskóli fötluðu barnanna. Heimili þessara barna eru hér og þar á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Einstaka koma frá landsbyggðinni, eru slitin frá fjöl- skyldu sinni og umhverfi og veldur það truflun á tilfinningalífi barn- anna. Má fullyrða að með stofnun slíkra sérdeilda hafi verið stigið spor í jafnréttisátt. Vonandi gefst fötluðum tækifæri til að sækja hverfisskólana sína í framtíðinni, svo að við sjáum lög grunnskól- anna, sem segja, að allir eigi sama rétt á að ganga í skóla, verða að lögum. Uppreisn bæld niður Iteirúl, 27. janúar. Al». ÍRANSSTJÓRN hélt því fram í dag, miðvikudag, að herlið hcnnar hefði bælt niður skammlífa uppreisn í borginni Amol í norðurhéruðunum og fellt mcira en 34 uppreisnar menn. Teheran-útvarpið sagði að vinstrisinnaðir borgarskæru- liðar hefðu ráðizt á hernað- arlega mikilvæga staði „og síðan farið að skjóta án af- láts á götunum á saklaust fólk og drepið nokkra bændur og verkamenn, þar á meðal áttræðan mann“. Leiðrétting í minningargrein í Mbl. í gær um Agnar Norðfjörð var nafn hans misritað. Réttu nafni hét hann Kristján Agnar Sigurður. Rlaðið biður hlutaðeigandi afsök- unar á mistökunum. ■ n Besta aðferðin til að viðhalda náttúrulegri fegurð SÖLVSTAÐIR: REYKJAVÍK: HAFNARFJ.: KÓPAV.: AKUREYRI: VESTM.EYJAR: KEFLAVÍK: AKRANES: Glæsibær - Topp Class - Topplískan Dísella Bylgjan Vörusalan Miðbær Aníta Hœðin' Sápuhúsið - Paradís - Hár-stúdíó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.