Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 3 Salome Birfíir l*ors(einn Björe Selfoss — Seltjarnarnes: Almennir fundir um atvinnumál SJÁLFSTÆÐISFLOKKIJRINN hefur gengizt fyrir almennum fundum um atvinumál undir kjörorðinu: Leiðin til bættra lífskjara. Næstu fundir verða á Selfossi, laugardaginn 30. janúr nk., og á Seltjarnarnesi, mánu- daginn I. febrúar nk. • SELFOSS: Fundur nk. laug- ardag í Sjálfstæðishúsinu, Tryggvagötu 7, hefst kl. 14 (tvö) miðdegis. Frummælendur Sal- ome Þorkelsdóttir, alþingismað- ur, og Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri. • SELTJARNARNES: Fund- ur í félagsheimilinu kl. 20.30 (hálf níu) að kvöldi. Málshefj- endur verða Birgir Isleifur Gunnarsson, alþingismaður, og Björg Einarsdóttir, fyrrv. for- maður Hvatar. Fundirnir eru öllum opnir meðan húsrúm leyfir. 1981: Um 2% framleiðsluaukning í iðnaði á 3. ársfjórðungi FRAMLEIÐSLUMAGN í iðnaði hef- ur lítillega vaxið á 3. ársfjórðungi 1981, miðað við sama tíma árið 1980, segir í niðurstöðum Ilagsveifluvogar iðnaðarins, sem byggir á úrtaks- könnun, sem náði til 77 fyrirtækja í 22 greinum, en það er Félag ís- lenzkra iðnrekenda og Landssam- band iðnaðarmanna, sem standa fyrir könnuninni. Vegið hlutfall fyrirtækja í úr- takinu með framleiðsluminnkun er 20%, en fyrirtæki með fram- leiðsluaukningu eru 36%. A 1. og 2. ársfjórðungi síðasta árs sýndi Hagsveifluvogin hins vegar sam- drátt í framleiðslu. Magntölur benda til að aukningin miðað við sama árstíma árið 1980 sé um 2%. Það eru einkum fyrirtæki í sælgætisframleiðslu, matvælaiðn- Sala minnkaði hins vegar lítilsháttar aði, veiðarfæraiðnaði, fatagerð og prentiðnaði, sem aukið hafa fram- leiðslu en einnig virðist nokkur framleiðsluaukning hafa orðið í ullariðnaði og skipasmíði. Þá virð- ist framleiðsla í prjónavörufram- leiðslu og sútun hafa dregizt hvað mest saman, en einnig virðist framleiðsla í pappírsvöruiðnaði og gleriðnaði hafa dregizt saman. Þegar 3. ársfjórðungur er bor- inn saman við 2. ársfjórðung virð- ist heildarframleiðsla hafa minnkað, ef áliðnaður er undan- skilinn. Ef litið er á iðnaðinn í heild, er ekki gert ráð fyrir telj- andi breytingum á 4. ársfjórðungi, en horfur eru þó misgóðar eftir einstökum greinum. Framleiðendur telja sölu hafa minnkað lítilsháttar á 3. ársfjórð- ungi 1981 miðað við 3. ársfjórðung 1980, þegar litið er á iðnaðinn í heild. Telja 43% fyrirtækjanna söluna hafa minnkað, en 34% þeirra hana hafa aukizt. Sölu- minnkunin er einkum talin hafa átt sér stað í prjónavörufram- leiðslu, fatagerð, pappírsvöruiðn- aði, sútun og álframleiðslu. Sölu- horfur fyrir 4. ársfjórðung voru samkvæmt könnuninni nokkuð svipaðar og á 3. ársfjórðungi. Bræður teknir LÖGREGLAN í Árbæ handtók laust fyrir klukkan hálf sex í fyrrinótt tvo pilta, 14 og 20 ára gamla, á Gufu- nesvegi. Piltarnir, sem eru bræður, reyndust hinir sömu og fyrir skömmu stálu BMW-bifreið og stór skcmmdu eftir að lögreglan hafði veitt þeim eftirför. I»eir voru með smávarning ýmiss konar, sem þeir höfðu stolið úr húsi íslenzkra aðal- verktaka að Höfðabakka 9. Það voru öryggisverðir Öryggis- þjónustunnar sem gerðu lögregl- unni viðvart. Þeir höfðu séð tvo grunsamlega pilta vera að vafstra í kringum húsnæði Mazda- umboðsins. Lögreglumenn fóru þegar á vettvang og handtóku pilt- ana við Gufunesveg, en þá voru þeir á leið í Mosfellssveit, þar sem þeir búa. Andvirði þýfisins sem þeir höfðu í fórum sínum er ekki mikið. í fyrrinótt var brotist inn í hús- næði Járnsteypunnar í Ananaust- um og þar brotnar 7 hurðir. Þá var brotizt inn á barnaheimili og íþróttahúsið á Seltjarnarnesi. Sameiginlegt protkjor a Akranesi um helgina SAMEIGINLEGT prófkjör stjórn- málaflokkanna verður haldið á Akranesi um helgina, á morgun, laugardag, og á sunnudag, vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor. Kosið verður í Iðnskólahúsinu við Skólabraut, og er kjörstaður opinn milli klukkan 10 og 16 báða dagana. Kosning fer þannig fram, að kjós- andi merkir kross framan við bók- staf þess flokks er hann styður, og siðan raðar hann frambjóðendum sama flokks niður í númeraröð. Eftirtalin gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins: Benedikt Jónmundsson útibús- stjóri, Guðjón Guðmundsson skrifstofustjóri, Guðjón Þórðar- son rafvirki, Guðrún L. Víkings- dóttir hjúkrunarfræðingur, Hörð- ur Pálsson bakarameistari, Ragnheiður Ólafsdóttir húsmóðir, Rún Elva Oddsdóttir skrifstofu- maður, Valdimar Indriðason framkvæmdastjóri og Þórður Björgvinsson vélvirki. Sjá kynningu á frambjóðendum á bls. 23 í Morgunblaðinu í dag. ..hatierufvam'eWd .. tvUstaöryQð'- . gevsi'e9 x q! 30 IK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.