Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 12
Guðlaug María Bjarnadóttir og Sigurður, Konstansa og Mozart. Eftir dauða Mozarts giftist Konstansa dönskum diplomat. i.jósmymi Mbi. Kmiiia. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 frumsýnt í kvöld væri fyrirboði dauðans. Þessi vera var í Lundúnasýningunni hinn ljóti þjónn Salieris, Greyb- ig, trúarofstækismaður sem morðinginn húsbóndi hans sendi til þess að sturla Mozart. Óánægja Shaffers með þessa leiklausn stafaði aðallega af þeirri vitneskju hans að Salieri gæti engan veginn getið sér til um að Mozart myndi bregðast við verunni á þann vitskerta hátt sem hann gerði. Óánægju hans lauk á þann veg að hann losaði sig við Greybig úr leikritinu, úr því sá hafði ekki öðru hlutverki að gegna en að vera fyrirboði dauðans. Seinna losaði Shaffer sig al- veg við grímuklæddu veruna og hann segir: „Leikritið státar nú af mun betra atriði og mann- eskjulegra heldur en það gerði í Lundúnasýningunni. Það fór meira að segja svo að ég setti grímuna aftur á Salieri eins og í London, en þá var hann ekki lengur jafn hrá, melódramatísk persóna. Ekki draugalegur og ótrúverðugur fyrirboði dauðans, heldur ljóðrænni og hættulegri sýn, fyrirboði frá Guði, sem stígur fram úr viðurkenndum draumum Mozarts." Höfundurinn Peter Shaffer hlaut fyrst verulega frægð fyrir leikverk sín árið 1958, þegar Five Finger Exercise eða Fingraæfingin var frumsýnd. Þetta var á árunum þegar beðið var eftir nýjum leikritahöfundi með mikilli eftirvæntingu því þetta voru ár „reiðu ungu mannanna". Shaffer var fagnað sem nýjustu stjörnunni á himni hinnar nýju bylgju í leikritun. The Royal Hunt of the Sun var næsta stórvirki Shaffers og hlaut það leikrit einróma lof gagnrýnenda. Þá kemur Black Róbert Arnnnnsson sem Salieri og Sigurður Sigurjónsson sem Mozart. Það fór víst ekki alltaf svona vel á með þeim. ,,AMADEUS“ LEIKRIT Peter Shaffers, „Amadeus,“ verdur frum- sýnt í pjóðleikhúsinu í kvöld. Leikstjóri er Helgi Skúlason, en meó aðalhlut- verk fara Róbert Arnfinns- son, sem leikur tónskáldið Salieri, Siguróur Sigur- jónsson leikur snillinginn Mozart, Guólaug María Bjarnadóttir leikur Konst- önsu Weber, eiginkonu Mozarts, en aðrir leikendur eru m.a. (iísli Alfreðsson, llákon Waage, Valdemar llelgason, og Flosi Olafs- son. I>ýðendur eru Valgarð- ur Egilsson og Kristín Fjeldsted. Leikritið fjallar um sam- skipti tónskáldsins Salieris og Mozarts, meðalmannsins og snillingsins. Það var fyrst frumsýnt í breska þjóðleikhús- inu 1979 og var afburðavel tek- ið, jafnt af gagnrýnendum sem almenningi og sagði í Sunday Times ári eftir frumsýninguna að biðröð tæki að myndast klukkan sex á morgnana. En Shaffer var ekki ánægður og áð- ur en hann frumflutti verkið á Broadway í New York gerði hann á því töluverðar breyt- ingar, sem teljast má nokkuð djarft af honum eftir svo góðar viðtökur sem það fékk í Bret- landi. Áður en leikritið var sýnt á Broadway var það tekið til sýninga í Washington og aliur sýningartíminn þar einkenndist Salieri kiæddur í'síðan kufl og með grímu á leið til að hrella Mozart. ætti að orsaka." Helsta breyt- ingin á „Amadeusi" var þó í sambandi við grímuklæddu ver- una, sem kom til Mozarts, að biðja hann að semja Requiem, sálumessuna og sem Mozart áleit í veikindamóki sínu að Comedy og Shrivings og síðan 1973 kemur Equus, sem varð jafnvel enn frægara og vinsælla en fyrri verk Shaffers. Og loks frumsýndi breska þjóðleikhúsið „Amadeus", og var það kosið besta leikrit Bretlands það ár. af mikilli vinnu og einbeitingu. Shaffer segir: „Ég hef aldrei áð- ur breytt jafnmiklu í einu leik- riti og stjórnuðust gerðir mínar af næstum þrákelknislegri leit að skýrleika, röð og reglu í upp- byggingu og „drarna". Einn af þeim göllum sem Shaffer fannst vera á Lundúna- gerðinni var sá, að Salieri var of lítill gerandi í eyðileggingunni á Mozart. „Mér virtist Salieri vera of aðgerðarlaus áhorfandi að þeirri skelfingu sem hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.