Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 „Hvernig ætla stjórnvöld að bæta okk- ur tapið?“ Rætt við Bjarna Bjarnason skipstjóra á Súlunni EA 300 „Ég tel a<l sjávarútvegsráAherra hafi misst nióur um sig buxurnar, |>egar hann ákvað ad allur loúnul'lot- inn skildi halda áfram veidum, eftir að lljálmar Vilhjálmsson riskifræð- ingur kom úr sínum fvrsta leiðangri í haust en þá mældist loðnustofninn 144 þúsund tonn. I»á voru sum skip- in, sem hyrjuðu fyrst á veiðunum bú- in að afla af aflakvóta sín- um. I'egar þessi staða var Ijós hefði átt að stöðva þau skip, sem mest höfðu aflað, svo að aðrir sem búnir voru að fá minna en helming kvótans æltu kost á að fá það sama og hin skipin," sagði Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni KA .300. „Þegar ráðherra leyfði skipun- um að halda áfram veiðunum, þá lofaði hann því, að ef til þess kæmi að þeir gætu ekki klárað að veiða upp í kvóta sinn, þá yrði þeim hætt það upp. Kn ég sé ekki hvernig á að fara að því miðað við núverandi ástand,“ sagði Bjarni. Telur þú að óhætt hefði verið að halda veiðunum áfram? „É)i vil halda því fram að þær tölur, sem komu út úr seinni leið- angri Hjálmars Vilhjálmssonar fyrir áramót þar sem loðnustofn- inn mældist 350 þúsund tonn séu ekkert marktækari en þær töiur, sem komu út úr þessum síðasta leiðangri sem gerði útslagið með það að loðnuveiðunum yrði hætt.“ Hve mikið áttuð þið eftir að veiða upp í kvótann ykkar? „Við áttum eftir að veiða um 'h af því sem okkur hafði verið út- hlutað. Hvað þetta þýðir mikið tjón fyrir útxerðina er varla hægt að mæla í tölum, því það er svo mikið.“ Hve lengi hefur skipið verið frá veiðum? „Við höfum verið í biðstöðu síð- an 6. desember síðastliðinn er okkur var skipað að hætta að veiða.“ Hefur mannskapurinn tekið bið- inni með þögn og þolinmæði? „Það hefur tekið (íifurlega á alla að búa við þessa óvissu, því það skapar óörygKÍ að vita ekki hvaða tekjur eru framundan og það er líka erfitt að vera tekjulaus eða á atvinnuleysisbótum, sem engar eru. Síðastliðið haust vorum við á togveiðum, sem voru rýrar. En við vissum ekki annaö en við ættum okkar loðnukvóta í sjónum upp á 12.400 tonn og litum því lífið björt- um augum. Þegar við vorum búnir að veiða 8.100 tonn af loðnu vorum við reknir heim. Síðan líða um tveir mánuðir, og allur mann- skapurinn bíður. Fyrir mig sem skipstjóra, hefur það verið hræði- legt að sitja við símann og fá upp- hringingar frá mínum mönnum og geta ekkert sagt eða gert nema bíða eftir grænu ljósi og fá svo rautt ljós,“ sagði Bjarni Bjarnason skipstjóri. „Lftið að marka mæling- ar fiski- fræðinganna“ — segir Guðjón Pálsson skip- stjóri á Gull- bergi VE 252 „Menn eru ekkert hressir að fá svona hremmingu, ætli aflaverdmæt- in, sem við verðum af séu ekki um það bil tvær milljónir. Þetta er stór skellur, sem við vitum ekki hvort við fáum bættan,“ sagði Guðjón l’áls- son, skipstjóri á Gullbergi VE 252. „Nei, ég vil taka það skýrt fram, að ég tel þessar mælingar fiski- fræðinganna mjög óáreiðanlegar. Þeir hafa engin mælitæki sem hægt er að tre.vsta á hundrað pró- sent. Þeir setja bara upp eitthvert reiknilíkan, sem enginn veit hvort hefur við raunveruleikann að styðjast eða ekki. Sem dæmi um þetta, þá kváðust fiskifræðingar hafa mælt loðnustofninn 144 þús- und tonn í september síðastliðn- um. Síðan hafa verið veidd 200 þúsund tonn. Mælingar, sem gerð- ar voru á loðnustofninum nú í janúar, sýna svo að loðnustofninn er 150 þúsund tonn, svo allir sjá hve mikið er að marka þessar mæl- ingar, ég segi að niðurstöður fiski- fræðinganna séu hrein ágiskun." Hvað er framundan hjá Gull- berginu? „Það er möguleiki að skipið fari annað hvort á net eða á troll. En slíkt kostar auknar fjárfestingu,“ sagði Guðjón Pálsson skipstjóri. „Ekki hægt að stöðva flotann með öðrum hætti en gert var“ — segir Ólafur Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað, sem gerir út skip- in Börk og Beiti „ÉG EK sammála stjórnvöldum um það að eðlilegt hafi verið að halda áfram veiðunum í haust og tel að fyrst þurfti að stöðva flotann á annað borð þá hafi ekki verið hægt að gera það öðruvísi," sagði Ólafur Gunn- arsson framkvæmdastjóri Síldar vinnslunnar á Neskaupstað, sem ger- ir út Börk NK og Beiti NK. „Ég tel þó að til greina hefði komið að stöðva þá, sem þegar höfðu veitt upp í næstum allan sinn kvóta og leyfa hinum, sem minna höfðu aflað að halda áfram.“ Ert þú ef til vill sáttur við þessa ráðstöfun stjórnvalda að stöðva nú ioðnuveiðarnar? „Menn greinir á um þetta mál. En ég tel ekki rétt, að þeir sem aldrei koma út á miðin sjálfir eigi að vera að tjá sig um þessa hluti. Ég tel þó aðalatriðið að ioðnu- stofninn sé varðveittur, svo að hann geti tekiö við þeirri ásókn sem í hann er. Því það er ekki lítið í húfi fyrir þennan stóra flota og loðnuverksmiðjurnar." Telur þú að þeim skipum, sem ekki tókst að afla upp í kvótann beri einhvers konar bætur? „Já, það geri ég, annað hvort verður það að gerast með meiri veiði seinna eða með öðrum hætti." Hve mikið voruð þið búnir að veiða upp í kvóta þessara tveggja skipa, þegar þið urðuð að hætta? „Við höfðum fengið úthlutað sameiginlega fyrir þessi tvö skip tæplega 32 þúsund tonnum og átt- um eftir að veiða um 3—4 þúsund tonn á hvert skip.“ Hvað er svo framundan hjá Berki og Beiti? „Við erum í hálfgerðu reiðuleysi með þessi tvö stóru skip, en við vorum nýbúnir að kaupa annað þeirra. En það skiptir miklu máli, að fiskveiðisjóður og byggðarsjóð- ur geri útgérðarmönnum það kleift að breyta þessum skipum, svo þau komist á togveiðar og þannig nýta þau skip, sem fyrir eru í landinu í stað þess að kaupa ný,“ sagði Ólaf- ur Gunnarsson framkvæmdastjóri. „Þrjár og hálf milljón tapast í afla- verðmætum" — segir Hrólfur Gunnarsson skip- stjóri á Jupiter „Stöðvun loðnuveiðanna var geysi- legt áfall en við vorum búnir að veiða 10.500 tonn af 165.000 tonnum, sem við höfðum fengið úthlutað, sagði Hrólfur Gunnarsson, skipstjóri á Júpiter. „Þessi úrskurður kom mér þó ekki á óvart, því að þau þrjú ár sem loðnu- stofninn hefur verið mældur hefur stofninn sjaldan mælst meira en 150 þúsund tonn í janúar. Ég vil halda því fram að mælingar á þessum árs- tíma séu lítt marktækar. Telur þú að stjórnvöld hefðu get- að tekið öðruvísi á þessum m ál- um? „Ég tel að þeir hefðu átt að taka jafnt af kvótanum á öllum skipun- um eða um 20%, en nú kemur loðnuveiðibannið niður á tiltölu- lega fáum skipum. Ég tel einnig að þeir hefðu getað leyft skipunum, sem minnst höfðu veitt, að veiða 70—100 þúsund tonn í viðbót og klára þannig kvótann sem þeim hafði verið úthlutað." Getur þú mælt það fjárhagslega tjón, sem þið teljið ykkur hafa orð- ið fyrir? „Það er erfitt en ætli það sé ekki þrjár og hálf milijón króna, sem tapast hafa í aflaverðmætum." Hvað er svo framundan? „Það er allt óráðið. Fjárhagur- inn er ekki traustur en úthaldið á Júpiter var á síðasta ári 131 dagur. Horfur svona amennt tel ég slæmar, ef það á að stytta loðnu- veiðarnar ennþá meira en þegar er orðið," sagði Hrólfur Gunnarsson, skipstjóri. „Vildum biða þangað til loðnan kæmi nær Iandi“ Rætt við Jóhann Antoníusson, sem gerir út skipin Hilmi SU 171 og Hilmi II SU 177 „OKKUR var úthlulad ákveðnum loðnukvóta í haust og því var lofað að þetta aflamagn yrði ekki skert. í trausti þess vorum við ekkert að flýta okkur á togveiðunum. Við vild- um frekar bíða þangað til loðnan væri komin nær landi og tilkostnað- ur við að afla hennar því orðinn minni, sagði Jóhann Antoníusson, sem gerir út skipin Hilmi SU 171 og Hilmi II SU 177. Getur þú mælt það fjárhagslega tjón, sem þið hafið orðið fyrir við þessa skerðingu? \ „Við fengum úthlutað 16.500 tonnum og vorum búnir að veiða 1.200 tonn og áttum því eftir að veiða um 4.500 tonn. Verðmæti þessa afla er 2.207.000,00 krónur og útgerðin verður af þessum pening- um. Við erum einnig búnir að tapa miklum tíma, sem annars hefði getað nýst til veiða, en skipin hafa verið bundin síðan 10. desember." Hvað hyggist þið nú fyrir? „Ég reikna með að skipin fari aftur á togveiðar, en hvað útgerð- armennina varðar, þá eru fyrir- hugaðar viðræður innan LIÚ um stöðuna í þessum málum, í næstu viku, þar sem rætt verður um hvernig hægt að bæta það fjár- hagslega tjón, sem bæði skipshafn- ir og útgerð hefur orðið fyrir vegna skerðingar á loðnukvótanum, sagði Jóhann Antoníusson, útgerðar- maður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.