Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.01.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982 27 Mágur minn og kær vinur, Jón Grétar Sigurðsson, lögfræðingur, er látinn, og verður útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag. Okkur, sem nálægt Jóni Grétari stóðu, var kunnugt um það, að hann hafði um margra ára, ef ekki áratuga, skeið gengið með sjúkdóm þann, sem nú hefur lagt hann að velli. En vonir stóðu til, að sú mikla aðgerð, sem hann gekkst undir í London í apríl síð- astliðnum, veitti honum þá bót, að honum auðnaðist að lifa nokkurn veginn eðlilegu lífi um mörg ókomin ár. Þær vonir hafa nú brugðist. Jón Grétar var fæddur í Mýr- arhúsaskóla á Seltjarnarnesi 13. maí 1929, elstur barna og einka- sonur hjónanna Sigurðar Jónsson- ar, skólastjóra í Mýrarhúsaskóla og hreppstjóra á Seltjarnarnesi, Péturssonar bónda á Stöpum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatns- sýslu, og konu hans, Þuríðar Helgadóttur Jónssonar bónda í Halakoti í Hraungerðishreppi í Flóa. Jón Grétar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1949 og lögfræðiprófi frá Háskóla íslands vorið 1957. Hann starfaði að lögfræðistörfum á Inn- flutningsskrifstofunni, þangað til hún var lögð niður árið 1960. Rak hann þá eigin lögfræðiskrifstofu um 13 ára skeið, en réðst árið 1973 til Tollstjóraskrifstofunnar, þar sem hann var fyrsti fulltrúi toll- stjóra, en var síðan settur skrif- stofustjóri hjá Tollgæslu íslands og gegndi hann því starfi til dauðadags. Jón Grétar var félagslyndur maður og lét talsvert að sér kveða á sviði landsmála og félagsmála. A skólaárum sínum skipaði hann sér í raðir ungra framsóknarmanna og var alla tíð síðan virkur félagi í Framsóknarflokknum. Hann sat í hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps frá 1962 til 1966 og formaður var hann í félagi framsóknarmanna á Seltjarnarnesi um margra ára bil. Þá sat hann einnig í kjördæmis- ráði Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi. Hann var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Nes á Seltjarn- arnesi. Starfaði hann af áhuga í klúbbnum og sat löngum í stjórn hans, var m.a. forseti starfsárs 1974—1975. Voru honum mjög að skapi þjónustu- og líknarstörf klúbbsins, og átti hann sæti í styrktarnefnd klúbbsins og var formaður hennar á yfirstandandi starfsári. Jón Grétar var á æskuárum sín- um í sveit á sumrum, ýmist hjá móðurættingjum í Flóanum eða á Vatnsnesi hjá föðurfólki sínu. Þar varð hann fyrir þeim áhrifum, sem fylgdu honum alla tíð, því að íslensk náttúra og íslenskt sveita- líf voru honum dýrmætari en allar sólarstrendur og allar ferðir til út- landa, sem hann sóttist aldrei eft- ir og hafði lítinn áhuga á. Það var því ekkert eðlilegra en að hann réðist í kaupamennsku til áhugamálum. Hann hafði ákveðn- ar skoðanir á mönnum og málefn- um, var hógvær í tali en fastur fyrir. Vinum sínum sagði hann kost og löst og reyndist þeim ætíð drenglundaður. Hann var mikill framsóknar- maður og starfaði mikið og vel að félagsmálum framsóknarmanna í Hafnarfirði, svo lengi sem kraftar leyfðu. Jón var gæfumaður í einkalífi sínu. Hann átti góð börn, efnileg barnabörn og trausta eiginkonu, sem reyndist honum þá bezt er mest lá við. í áralöngum og erfið- um veikindum eru þeir dagar telj- andi, sem hann lá á sjúkrahúsi. Hann unni heimilinu sínu og þar vildi hann vera. Þar annaðist Osk hann nær til hinstu stundar af ástúð og þreki, sem ótrúlegt er hjá svo aldraðri konu. Það er ein hinna óskráðu íslenzku hetju- sagna. Að leiðarlokum þakka ég Jóni Tómassyni fyrir trausta vináttu. Ástvinum hans bið ég allrar bless- unar. Kagnheiður Sveinbjörnsdóttir móðurbróður síns, séra Kristjáns Bjarnasonar, þegar hann tók við brauði í Kjós og á Kjalarnesi og settist að búi að Reynivöllum í Kjós árið 1950. Var Jón Grétar á Reynivöllum í þrjú sumur og á þeim árum kynntist hann eftirlif- andi konu sinni, Guðbjörgu Hann- esdóttur bónda i Hækingsdal í Kjós, Guðbrandssonar. Kvæntist hann 28. júlí 1956 og eignuðust þau Guðbjörg fjögur börn: Guð- rúnu Sigríði, tækniteiknara, f. 21. ágúst 1956, Sigrúnu, f. 9. septem- ber 1959, gift Steini Friðgeirssyni, búsett á Eskifirði, Sigurð, f. 12 ág- úst 1962 og Þuríði, f. 11 október 1967, sem bæði eru skólanemar og enn í foreldrahúsum. Það má segja, að dvöl Jóns Grétars að Reynivöllum hafi vald- ið straumhvörfum í lífi hans. Þar fann hann sitt konuefni og þá tengdist hann Kjósinni og fólkinu þar slíkum tryggðaböndum, að einstakt má teljast. Hjá Hannesi tengdaföður sínum í Hækingsdal fékk hann landskika, þar sem þau Guðbjörg reistu sér lítið sumar- hús, Baulukofa. Þar undu þau hag sínum vel og þar hefur Jóni Grét- ari líklega liðið betur en nokkurs staðar annars staðar. Þarna voru hans sólarstrendur. Hann eignað- ist nokkrar kindur, sem hann fékk að hafa á fóðrum hjá tengdaföður sínum og síðar hjá mági sínum, Guðbrandi í Hækingsdal. Hafði Jón Grétar mikla ánægju af því að annast þessar skepnur sínar. Heimili þeirra Jóns Grétars og Guðbjargar, að Melabraut 3 á Seltjarnarnesi, var rómað fyrir gestrisni og þangað litu margir inn og þáðu kaffi og góðgerðir hjá húsfreyjunni. Enda áttu margir hauk í horni, þar sem Jón Grétar var, og rak hann erindi þeirra og veitti þeim aðstoð, ekki síst eftir að hann var orðinn lögfræðingur. Hef ég ekki fyrr né síðar á ævinni hitt hjálpsamari og ósérhlífnari mann en Jón Grétar, sem alltaf var boðinn og búinn að veita þeim, sem eftir leituðu, alla þá aðstoð og fyrirgreiðslu, sem hann gat látið í té. Oft var vinnudagur lögfræð- ingsins langur og strangur og sporin mörg, en þær stundir og þau spor voru aldrei talin eftir. Þykist ég vita, að þeir séu ófáir, sem nú sakna vinar í stað. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka mági mínum og vini, Jóni Grétari, nú að leiðarlokum fyrir allt það, sem hann hefur verið mér „Vinir mínir fara fjöld ...“ Á stuttum tíma hafa þrír af stéttarbræðrum mínum kvatt þennan heim og horfið yfir móð- una miklu. Fyrst var það Eiríkur Sigurðs- son, fyrrv. skólastjóri, þá Jónas Jónasson frá Brekknakoti, og nú síðast Jóhannes Óli Sæmundsson, fyrrv. námsstjóri. Allir þessir menn voru hinir mætustu og sómi sinnar stéttar. Og nú, þegar vinur minn Jó- hannes Óli hefur runnið sitt æviskeið til enda, vil ég minnast hans með örfáum orðum. Hann var fæddur 10. júlí 1906, að Stærra-Árskógi, sonur hjón- anna Sæmundar Tryggva Sæ- mundssonar, skipstjóra og Sigríð- ar Jóhannesdóttur. Þegar Jóhann- es var þriggja ára að aldri missir hann móður sína. Kom þá faðir hans honum í fóstur til hjónanna Jórunnar Kristjánsdóttur og Jó- steins Jónssonar, sem þá bjuggu að Kálfskinni, en síðar að Hátúni á Árskógsströnd. Hjá þeim ólst hann svo upp til fullorðinsára. Snemma hneigðist hugur hans til mennta, en efnin voru af skornum skammti, svo ekki var að tala um langskólanám, en unglingaskóli var starfræktur i sveitinni og þar var Jóhannes nemandi. Haustið 1927 settist hann í ann- an bekk Kennaraskólans og lauk og minni fjölskyldu á umliðnum árum. Aldraðri móður hans, Þur- íði, tengdamóður minni, eiginkonu hans, Guðbjörgu, börnum þeirra hjóna, tengdasyni og barnabörn- um bið ég blessunar og styrks til að bera sinn þunga harm. Þorbjörn Karlsson Það er sárt að þurfa að sjá af góðum vini langt um aldur fram. Mágur minn, Jón Grétar Sigurðs- son, lögfræðingur og skrifstofu- stjóri hjá Tollgæslunni var 52ja ára er hann lést hinn 21. janúar. Kynni okkar Grétars hófust fyrir rúmum 13 árum og fann ég fljótt að ég hafði ekki aðeins eign- ast mág heldur traustan vin og félaga. Á þessari stundu leita á hugann minningar um þessi 13 ár, ánægjulegar samverustundir með fjölskyldum okkar, félagsstörf og fleira. Við minnumst 13 gamlárs- kvölda, að Melabraut 3, hjá Grét- ari og Guðbjörgu. Það var sjálf- sagt mál enda hefðu börnin ekki viljað missa af því að skjóta upp flugeldum með Grétari frænda. Við minnumst heimsókna í sumarbústaðinn í Hækingsdal og fjölmargra gleðistunda. Ég minnist einnig félagsskapar á öðrum sviðum. Jón Grétar var í áratugi í forustu Framsóknarfé- lags Seltjarnarness og átti sæti í hreppsnefnd þar 1962—'66. Það vildi svo til að við mágarnir urð- um samherjar á þessum vettvangi og hugðum við félagar hans gott til að njóta starfskrafta hans enn um hríð. Þar er nú skarð fyrir skildi. Jón Grétar hafði all lengi kennt þess sjúkleika sem nú hefur orðið hans banamein. Sérstaklega fór að halla undan fæti fyrir rúmu ári. Það kom í hlut okkar hjónanna að fylgja Grétari, ásamt Guðbjörgu konu hans, til Englands þar sem hann gekkst undir mikla skurðað- gerð. Það er mér sérstaklega minnisstætt hversu létt var yfir Grétari, hvað hann bar sig vel fyrir þá aðgerð og munu hinir ensku læknar jafnvel hafa undrast það. All góð von virtist um bata í fyrstu og vafalaust höfðum við nánustu ástvinir hans von fram á síðustu stundu, þótt við lítil rök styddist undir lokin. En allan tím- ann tók Grétar hlutunum með þeirri ró og stillingu sem honum var eiginleg. Ég votta Guðbjörgu, börnum kennaraprófi 1929. Það sama ár gerðist hann kennari og síðar skólastjóri við heimavistarskóla Árskógsstrandar. Þar var hans starfsvettvangur í 26 ár, en þá flytur hann inn í Glerárþorp og bjó þar æ síðan. Eftir að Jóhannes flutti stundaði hann ýmis störf, var um tíma fræðslufulltrúi KEA, kenndi við barnaskóla Akureyrar og Glerárskólann. Árið 1958 verður hann náms- stjóri á Austurlandi og er það í sjö ár, en hættir þá vegna heilsu- brests. Þegar hann hafði náð full- um starfsaldri og rétti til eftir- launa hætti hann kennslustörfum og setti á stofn fornbókasölu, sem hann svo rak til dauðadags. Þar naut hann sín vel innan um bæk- urnar, því hann unni bókum 'og öllum þjóðlegum froðleik, og átti gott og mikið bókasafn. Ekki nægðu verslunarstörfin at- hafnaþrá Jóhannesar, því jafn- fram þeim hóf hann útgáfu tíma- ritsins Súlur, sem hefur flutt fjöl- breytilegt efni, sögur og sagnir. Þá vann hann svo mikið að örnefna- söfunun í Eyjafjarðarsýslu. Að lokum má svo nefna hið mikla og óeigingjarna starf, sem hann vann fyrir styrktarfélag fólks með sér- þarfir, sérstalega þegar hælið Sól- borg var í byggingu. Af öllu þessu sést, að eftir hann liggur mikið og merkt ævistarf, enda var hann hamhleypa við alla vinnu, bæði þeirra og barnabörnunum ungu, Þuríði móður hans og systrum hans mína dýpstu samúð. Ég kveð mág minn nú að sinni. Hans var þörf lengur hér, en þess- ar ljóðlínúr Jónasar Hallgríms- sonar vil ég gera að kveðjuorðum: „Flýl þór vinur í foj»ri hoim. krjúplu aú fólum frióarboóans fljú|»óu á vant'jum mort»unroóans moira aó starfa guðs um goim.“ Guðmundur F.inarsson Ég finn mig knúinn af miklu þakklæti til að skrifa þessar línur um fóstra minn og frænda, sem jarðsunginn verður í dag. Grétar var tæpum nítján árum eldri en ég. Okkar fyrstU kynni munu hafa verið er hann kom, sem kaupmað- ur, rúmlega tvítugur til foreldra minna er þá voru nýflutt í Kjós- ina. Lítið man ég eftir Grétari fyrstu bernskuár mín. Frá þeim árum er hann í huga mér sem einn af hans fjölskyldu sem öll var okkur mjög kær. Upphaf hinna góðu kynna fjölskyldna okkar var tryggð systkinanna föður míns og Þuríðar, móður Grétars. Faðir minn var um fermingu er Þuríður giftist Sigurði heitnum Jónssyni, föður Grétars, skólastjóra í Mýr- arhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Á unglingsárum hafði hann mikil samskipti við þau hjónin, ekki síst vegna þess að í Sigurði fann hann þann mann er hann bar mesta virðingu fyrir allra þeirra er hann hefur kynnst á lífsleiðinni. Sagði faðir minn oft, að Grétar líktist föður sínum mjög að dagfarsprýði, en Sigurð sagði faðir minn hafa verið valmenni hið mesta og mik- ils metinn af öllum er honum kynntust. Sigurður lést er ég var á barnsaldri. Raunveruleg kynni okkar Grétars hófust er ég, fimm- tán ára að aldri, kom til vetrar- dvalar vegna skólagöngu, á heim- ili hans á Seltjarnarnesi. Þar dvaldist ég síðan á hverjum vetri til tvítugsaldurs, er ég stofnaði heimili með Helgu, frænku Guð- bjargar, konu Grétars. í sama húsi bjó Þuríður móðir Grétars ásamt dætrum sínum, Möggu og Dóru. Öll tóku þau mér sem einum af fjölskyldunni hvert á sinn hátt. Þegar i upphafi samveru okkar áttum við eitt mál sameiginlegt, þótt ólíkir værum í mörgu. Það var Kjósin. Þar kynntist hann andlega og líkamlega, og hlífði sér hvergi. Jóhannes gekk að eiga Svanhildi Þorsteinsdóttur frá Litlu-Há- mundarstöðum árið 1934. Þau skildu 1961. Þau eignuðust þrjár dætur. Fjólu, sem er gift Benedkt Sæmundssyni, netagerðarmanni í Keflavík, Sigrúnu, sem hefur verið húsmóðir hjá föður sínum, og Sól- veigu Unu, konu Frímanns Guð- mundssonar, járniðnaðarmanns á Akureyri. Ég kynntist Jóhannesi fljótlega Guðbjörgu, konu sinni, og þar búa tveir bræður Guðbjargar, Hannes faðir hennar og Björgvin bróðir Hannesar. Naut hann þess í ríkum mæli að fara upp í Kjós. Heillaði hann náttúran og búskapurinn, en einnig hafði hann einstakan al- mennan áhuga fyrir lífi og starfi þess fólks er hann kynntist í sveit- inni. Uppi í Hækingsdal hjá tengdaföður sínum Hannesi, byggði hann sér sumarbústað er hann kallaði „Baulukofa". Margar helgarferðir fórum við saman upp í Kjós. Ýmist fórum við einir eða fjölskyldan öll. Eg minnist gönguferða okkar um Nesið sem einnig skipaði stór- an sess í huga hans, bæði náttúran og fólkið, er þar býr. Enda ól hann allan sinn aldur þar og tók virkan þátt í því mannlífr er þar hrærist. Mér er Grétar efst í huga sem einstakur mannkostamaður, sem ekki lét hinn stranga húsbónda nútínra efnishyggju stjórna sér unr of. Bóngóður var hann með af- brigðum. Oft þurfti einhver að fá bílfar upp í Kjós eða í bæinn. Stundum var sagt í gamni að allt- af væri pláss hjá Grétari. Reyndar hallaði ekki á með þeim hjónum, Guðbjörgu og Grétari, hvað varð- ar gestrisni og greiðvikni. Þar lalti hvorugt hitt. Mannkostir hans komu ekki síst fram í um- gengni hans við börn. Alltaf hafði hann tíma til að veita börnum sín- um þá athygli er þau þörfnuðust og ræða við þau sem jafningja, en ekki sem hið drottnandi foreldri. Við hjónin höfðum mjög mikil samskipti við fjölskyldu Grétars á okkar fyrstu búskaparárum, er okkar eigin fjölskylda var lítil. Er mér minnisstæð hin mikla ástúð er Grétar sýndi Guðrúnu, elstu dóttur okkar. Var hann henni sem besti afi. Fékk hann tækifæri til að njóta sín í því hlutverki með eigin barnabörnum, áður en hann lést. Guðbjörg Gréta og Jón Grét- ar fara mikils á mis á komandi árum að njóta ekki samvista við afa sinn, en mikil var sú um- hyggja er hann sýndi þeim hinn stutta samverutrma. Fyrir hönd mína og fjölskyldu minnar þakka ég Grétari innilega dásamleg kynni. Fjölskyldu Grétars sendum við innilegar samúðarkveðjur. Við vit- um að söknuðurinn er sár. En söknuður vegna góðs vinar mun breytast í bjarta minningu. Kalli Maggi eftir að hann fluttist í Þorpið. Það var svo margt, sem við áttum sameiginlegt, ekki síst er við urð- um samkennarar, þá tvo vetur, sem hann kenndi við Glerárskól- ann. Þá var ekki síður ánægjulegt að líta inn í búðina til hans og skrafa um dægurmálin, bækur og nienn og ýmsan fróðleik. Eða þá að skoða bækurnar, sem voru til sölu, því stundum rakst maður á eina og eina bók, sem gaman var að eignast. Þá get ég ekki látið hjá líða að minnast á þær mörgu ánægjustundir er við sátum við spil ásamt dóttur hans Sigrúnu. og dóttursyninum Ola. Slíkra stunda er gott að minnast. Og svo að leiðarlokum, þakka ég Jóhannesi fyrir það tímabil ævi okkar, sem við áttum samleið. Ég þakka ágæta samvinnu, bæði við kennslu og félagsstörf, og að síð- ustu þakka ég öll spilakvöldin á heimili hans. Og nú þegar sál míns ágæta vinar hefur svifið til hinna eilífu Sólarfjalla, sendi ég dætrum hans, og öllum öðrum ástvinum, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og bið þeim blessunar. Minning um mætan mann og góðan dreng verður okkur öllum hugljúf. F'riður veri með sál hans. Hjörtur L. Jónsson + Faðir okkar og tengdataðir, JÓN SIGMUNDSSON, fyrrv. framkvæmdarstjóri, Akranesi, andaðist i sjúkrahusi Akraness, 24. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 30. janúar kl. 13.30 siðdegis. Garðar S. Jónsson, Kristín H. Jónsdóttir, Höröur Sumarliðason, Ólafur I. Jónsson, Helga Guömundsdóttir. Jóhannes Óli Sœ- mundsson fv. náms- stjóri - Minningarorö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.