Morgunblaðið - 16.05.1982, Síða 22

Morgunblaðið - 16.05.1982, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 Eileen Ford-keppnin á íslandi: stúlkur í úrslit UNDIRBÚNINGUR að vali íslenskrar stúlku til þátttöku í fyrirsætukeppni á vegum tísku- drottningarinnar Eileen Ford hefur staðið yfír hér á landi að undanförnu, eins og reyndar hefur komið fram í Morgunblaöinu. Það er tímaritið „Lír* sem annast framkvæmd keppn- innar hér á landi og í samtali við Morgunblaðið sagði ritstjóri Líf, Katrín Pálsdóttir, að undir- búningur væri vel á veg kominn. „Það voru á milli 60 og 70 stúlkur sem fóru í myndatöku og úr þeim hópi er nú búið að velja 20 stúlkur, sem koma til greina í úrslitin," sagði Katrín. „María Guðmundsdóttir og Lacey Ford, dóttir Eileen Ford, hafa valið þessar 20 úr og María kom sérstaklega hingað til lands til að ganga endanlega frá þessu vali. Margar af þessum stúlkum hafa aldrei komið nálægt sýningarstörfum og það er eins og sumar þeirra hafi hreinlega sprottið upp úr jörðinni," sagði Katrín ennfremur. „í flestum tilfellum var hringt í okkur og bent á ákveðnar stúlkur eða að við fengum myndir sendar af stúlkunum og í mörgum tilfellum urðu stúlkurnar sjálfar hissa þegar við hringdum í þær og báðum þær um að koma í myndatöku. Þær höfðu þá ekki haft hug- mynd um að einhver hafði bent á þær. Allar þessar 20 stúlkur sem nú hafa verið valdar úr hafa verið mjög jákvæðar og tekið þátt í undir- búningnum af lífi og sál og ég held að það sé ekki endilega áhuginn á að vinna keppnina heldur for- vitni á að fylgjast með hvernig þetta er unnið. Þetta er ekki bara það að stilla sér upp fyrir framan myndavél heldur liggur mikil vinna margra aðila að baki hverri myndatöku. Þarna hefur þeim gefist kostur á að vinna með færustu hárgreiðslumeisturum og snyrtifræðingum og svo auðvitað þaulvönum ljósmyndurum, Friðþjófi (Ljótna. Mbl. Emin*.) Tveir þátttakenda í keppninni, Helga Jóna Sveinsdóttir og Brynja Sverrisdóttir. Friðþjófur Ijósmyndari leiðbeinir einni stúlkunni, Lilju Hrönn Hauksdóttur, í myndatökunni. Helga Möller, aug- lýsingastjóri Líf, íylgist með. Helgasyni og Jens Alexanderssyni, en þeir hafa annast alla myndatöku," sagði Katrín. Um það hvert yrði næsta skrefið í framkvæmd keppninnar sagði Katrín: „Keppninni, sem halda átti í Atlantic City í júlí, hefur nú verið frestað og verður hún haldin í New York í september. Ástæðan er sú, að undirbúningur er svo um- fangsmikill að í mörgum löndunum voru menn ekki tilbúnir að velja stúlkurnar í tæka tíð, en í þessari keppni taka þátt stúlkur frá yfir 20 lönd- um. Þetta kom sér að vissu leyti vel fyrir okkur því við vorum á síðasta snúningi eins og svo margir aðrir. Við munum kynna þessar tuttugu stúlkur í „Líf“, sem kemur væntanlega út í lok júní. Blaðið hefur ekki komið út að undanförnu og liggja til þess ýmsar ástæður. Bæði er það þessi mikla vinna í sambandi við valið á stúlkunum svo og eigendaskiptin á útgáfufyrirtækinu. Nú hefur hins vegar verið gengið frá útgáfunni á næstu blöðum og mun blað koma út eftir nokkra daga, en blaðið þar sem stúlkurnar verða kynntar kem- ur væntanlega í lok júní. Lacey Ford mun hins vegar koma hingað í byrj- un júní eins og áður var ákveðið og eins María Guðmundsdóttir og þær munu velja þá stúlku sem ber sigur úr býtum. Nafn hennar verður sett í lokað umslag og haldið vandlega leyndu þangað til eftir að blaðið með kynningunni er komið út og þá verður það tilkynnt opinberlega, væntanlega með einhverri viðhöfn," sagði Katrín. — Sv.G. Unnur Steinson og Kristín Hrund Davíósdóttir stilla sér upp til myndatöku og starfsfólkið fylgist meó. Hirgreióslumeistarar HCF-klóbbsins annast hárgreiósluna og hér má sjá einn þeirra að störfum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.