Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.05.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ1982 pltrgmn Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuði innanlands. I' lausasölu 7 kr. eintakiö. Alþýðubandalagið hefur í rauninni aðeins haft eitt að segja í kosningabar- áttunni fyrir borgarstjórn- arkosningar og það er að Sjálfstæðisflokknum sé stjórnað af Vinnuveitenda- sambandinu. Fróðlegt er að huga að þessum staðhæf- ingum Alþýðubandalagsins í ljósi þeirra orða, sem Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands íslands, viðhefur í Morgunblaðinu í gær um kjarastefnu Ragn- ars Arnalds, fjármálaráð- herra. Þjóðviljinn birti í fyrra- dag athyglisvert viðtal við fjármálaráðherra, þar sem hann lýsir afstöðu sinni til kröfugerðar hjúkrunar- fræðinga og kjaradeilu þeirra. Þar segir fjármálaráð- herra: „Formlega séð eig- um við ekki í deilu við hjúkrunarfræðinga, þar sem við erum nýbúnir að gera út um þeirra mál eftir þeim leiðum, sem samning- ar BSRB segja til um. Sam- kvæmt þeim úrskurði fengu hjúkrunarfræðingar 6—7% hækkun á meðan aðrir hóp- ar fengu um 1,5%. Það seg- ir sig sjálft, að þótt þessi hópur hafi sterka stöðu, þá verður að líta á kjaramál hans í samhengi við kjara- mál launþegahreyfingar- innar í heild. Ef menn grípa til hópuppsagna og úrræða, sem alls ekki tíðk- ast innan launþegasamtak- anna bara vegna þess að læknar hafa gert slíkt hið sama er verið að kippa grundvellinum undan samnings- og verkfallsrétti opinberra starfsmanna ... Mér finnst öll umræða um launa- og kjaramál hafa um of einkennzt af því, að einstakir hópar innan laun- þegasamtakanna kvarta undan því, að hafa dregizt aftur úr einhverjum öðrum hópi, þannig að innbyrðis sundurlyndis gætir meðal einstakra hópa. Kröfur hjúkrunarfræðinga eru til þess fallnar að koma af stað keðjusprengingum og kalla á illindi meðal ann- arra launþega." Morgunblaðið sneri sér til Þorsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambandsins, og leitaði álits hans á þeirri stefnu í kjaramálum, sem fram kemur í þessum um- mælum Ragnars Arnalds, fjármálaráðherra. Fram- kvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins sagði í viðtali, sem birtist í Morg- unblaðinu í gær, að orð Ragnars Arnalds væri eins og töluð út úr sínu hjarta. Orðrétt segir Þorsteinn Pálsson: „Mér sýnist þetta vera hárrétt hugsun hjá Ragnari. Ég þekki að vísu ekki nákvæmlega til hans aðstöðu, sem vinnuveitenda opinberra starfsmanna. Sú lýsing, sem hann gefur, kemur hins vegar vel heim og saman við þann vanda, sem við eigum við að glíma á hinum almenna vinnu- markaði... Reyndar er þessi lýsing Ragnars eins og töluð út úr mínu hjarta. Hún sýnir, að hann metur þessa stöðu alveg rétt. Að minni hyggju er það býsna mikilvægt, að stjórnvöld meti þessar aðstæður svona, því ella er útilokað, að menn nái tökum á þessu viðfangsefni." Eftir að hafa lesið um- mæli þeirra Ragnars Arn- alds, fjármálaráðherra og fyrrverandi formanns Al- þýðubandalagsins, og Þor- steins Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Vinnuveit- endasambands íslands, hljóta menn að velta því fyrir sér, hvaða stjórn- málaflokki Vinnuveitenda- sambandið raunverulega stjórni. Það er alveg ljóst, að meiri samhljómur er með málflutningi tals- manna Alþýðubandalags- ins í kjaramálum og tals- manna Vinnuveitendasam- bandsins en annarra. Þor- steinn Pálsson hefur aldrei lýst slíkum fögnuði með af- stöðu talsmanna Sjálfstæð- isflokksins til kjaramála og hann gerir nú að því er fjármálaráðherra Alþýðu- bandalagsins varðar. Og ef rætt er um viðhorf Morg- unblaðsins þá er ekki langt síðan Þorsteinn Pálsson skrifaði grein í Morgun- blaðið þar sem hann gagn- rýndi harðlega ritstjórn- argreinar Morgunblaðsins um kjaramál. Það er því ekki hægt að komast hjá þeirri niður- stöðu, að um þessar mundir ríki a.m.k. eins konar and- legt bræðralag með for- ystumönnum Vinnuveit- endasambandsins og tals- mönnum Alþýðubandalags- ins, ef ekki eitthvað áþreif- anlegra. Er skrifum Þjóð- viljans kannski ætlað að beina athyglinni frá nánum samskiptum forráðamanna Alþýðubandalagsins og Vinnuveitendasambands- ins í yfirstandandi kjara- deilu? Bræðralag Alþýðubandalags og Vinnuveitendasambands Rey ki avíkurbréf Laugardagur 15. maí. Morgunbladid Umsvif í útgáfustarfsemi Morg- unblaðsins hafa aukizt verulega á undanförnum árum. Blaðið hefur stækkað og nýjungar verið teknar upp í því skyni að auka á fjöl- breytni efnis. Má þar nefna Myndasögur Moggans, sem útgáfa var hafin á árið 1980 og kemur út vikulega með litprentuðum myndasögum og föstudagsblað Morgunblaðsins, sem kom fyrst út sl. haust og flytur margvíslegt efni úr daglega lífinu. Það sem af er þessu ári hefur vöxtur í starf- semi biaðsins verið geysilegur. Fjölgun áskrifenda er yfirleitt jöfn frá ári til árs en frá ársbyrj- un hefur hún verið a.m.k. tvöfalt meiri en venjulega. Þá hefur orðið mikil aukning í auglýsingamagni. Til þess að mæta auknum um- svifum hefur mikil tæknileg upp- bygging farið fram innan Morgun- blaðsins á sl. 10 árum. Má segja, að tæknibylting hafi orðið tvisvar sinnum á þessum áratug. Þessi tæknilega uppbygging hefur fyrst og fremst hvílt á framkvæmda- stjórn blaðsins og útgáfustjórn, sem hafa orðið að taka vandasam- ar ákvarðanir um umtalsverðar fjárfestingar, svo og á starfs- mönnum tæknideildar blaðsins. Morgunblaðið er nú tækni- væddasta dagblað á íslandi og raunar hefur blaðið hin síöustu ár verið í fremstu röð dagblaða á Vesturlöndum í notkun hinnar nýju tölvutækni við útgáfu blaða. Framsýni og víðsýni tæknimanna í prentiðnaði á ekki sízt þátt í því að betur hefur gengið að taka þessa tækni í notkun hér en víða annars staðar. Samhliða tæknibyltingu og auknum umsvifum í útgáfu hefur starfsemi ritstjórnar Morgun- blaðsins aukizt mjög. Nú starfa um 55 manns við margvísleg störf á ritstjórninni. Tæknivæðingin hefur náð til ritstjórnarinnar, þar sem margir af blaðamönnum blaðsins skrifa nú beint inn á tölvu. Verkaskipting hefur aukizt verulega á ritstjórninni. Lengi hefur verið verkaskipting milli þeirra blaðamanna, sem skrifa innlendar og erlendar fréttir. Sú verkaskipting er nú skýrari en oft áður. Jafnframt hefur komið til frekari verkaskipting á öðrum sviðum. Um þessar mundir er að taka til starfa innan ritstjórnar- innar sérstök sunnudagsritstjórn, þ.e. ákveðinn hópur blaðamanna, sem eingöngu virmur að útgáfu sunnudagsblaðs Morgunblaðsins. Væntir blaðið þess, að það muni leiða til betra og fjölbreyttara efn- is. Sérhæfing innan ritstjórnar- innar hefur einnig aukizt á undan- förnum árum, sérstaklega á sviði innlendra frétta. Nú eru starfandi blaðamenn, sem hafa sérstaklega sérhæft sig í fréttaskrifum um kjaramál og efnahagsmál, sjávar- útvegsmál, viðskiptamál, stjórn- mál, lögreglu- og dómsmál o.fl. Þessi sérhæfing á að leiða til betri frétta. Morgunblaðið hefur lítið gert af því að kynna starfsemi sína. Þetta er að breytast eins og lesendur hafa ef til vill tekið eftir með aug- lýsingum í sjónvarpi og blaðinu sjálfu. Mun þessi þáttur í starf- semi blaðsins vafalaust aukast á næstu árum. Framundan eru ný átök á tæknisviðinu, sem fram- kvæmdastjórn og útgáfustjórn hafa unnið að á undanförnum misserum og munu gera blaðinu kleift að stórauka umsvif sín á næstu árum og bæta þjónustu við lesendur og auglýsendur. Má bú- ast við, að merki þessa megi sjá á næstu 2—3 árum. Frábær frammmistaða Frábær frammistaða Davíðs Oddssonar, borgarstjóraefnis sjálfstæðismanna í komandi borg- arstjórnarkosningum, í útvarps- þætti sl. fimmtudagskvöld hefur vakið almenna athygli í borginni. Þar kom hvoru tveggja til, sköru- legur og rökfastur málflutningur og víðtæk þekking á borgarmál- um. Davíð Oddsson sýndi í þessum þætti, að hann er verðugur arftaki þeirra manna, sem áður hafa veitt Sjálfstæðisflokknum forystu í borgarstjórn Reykjavíkur. Sjálf- stæðismenn heyja nú markvissa baráttu fyrir því að endurheimta meirihluta sinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Sú barátta hefur ekki verið hávaðasöm, enda gerist þess ekki þörf. Hins vegar liggja þeir kostir sem um er að tefla fyrir reykvíska kjósendur afar ljóst fyrir. Talsmenn þeirra þriggja vinstri flokka, sem nú ráða meirihluta í borgarstjórninni, hafa allir talað á þann veg í kosningabaráttunni, að ljóst má vera, að þeir stefna að áframhaldandi samstarfi að kosn- ingum loknum. Samsetning Kvennalistans er með þeim hætti að langmestar líkur eru á, að fái hann fulltrúa kjörna muni þeir hneigjast til samstarfs við vinstri flokkana þrjá. Þess vegna er það rétt, sem Davíð Oddsson sagði á dögunum, að valið stendur milli meirihlutastjórnar Sjálfstæðis- flokksins eða vinstri stjórnar fjög- urra flokka. Þeir Reykvíkingar, sem vilja breyta til um meirihluta i borgar- stjórninni en horfa ef til vill til annarra átta en til Sjálfstæðis- flokksins, hljóta að hugleiða þá staðreynd, að málflutningur Al- þýðuflokksins er með þeim hætti í þessari kosningabaráttu, að hann stefnir ákveðið í nýtt vinstra sam- starf. Þetta kemur skýrt fram í málflutningi Sigurðar E. Guð- mundssonar og Bjarna P. Magn- ússonar og Sjöfn Sigurbjörnsdótt- ir, sem stundum sendir kommún- istum tóninn, hefur tekið alveg sérstaklega fram, að vinstra sam- starf í borgarstjórn hafi gengið mun betur en samstarf sömu flokka í ríkisstjórn. Sömuleiðis er ljóst, að samúð ráðandi afla á Kvennalistanum er með vinstri flokkunum, enda hefur einn af frambjóðendum Kvennalistans beinlínis lýst því yfir, að fulltrúar Kvennalistans hljóti að vera ákjósanlegur samstarfsaðili t.d. fyrir Alþýðubandalagið. Þeir, sem vilja skipta um meirihluta í borgarstjórn verða því að gera sér ljóst, að atkvæði greitt Alþýðu- flokki eða Kvennalista er atkvæði greitt nýjum vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. í síðustu borgarstjórnarkosn- ingum vissu Reykvíkingar hvað þeir höfðu, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn var, en þeir voru hins vegar í óvissu um, hvað leiða mundi af vinstri meirihluta í borgarstjórn. Kjósendur í höfuð- borginni tóku áhættuna og kusu yfir sig vinstri stjórn. í þeim kosn- ingum, sem framundan eru, er ekki um neina óvissu að ræða. Nú Úr Ueknideild Morgunblaðsins. Þar h< vita Reykvíkingar hvað vinstri stjórn þýðir í borgarmálum og þeir hafa langa reynslu af meiri- hlutastjórn sjálfstæðismanna. Val kjósenda getur því byggzt á þekk- ingu á báðum kostum. Meirihlutastjórn Sjálfstæð- ismanna einkenndist af tvennu: annars vegar öflugri framkvæmd- astefnu en hins vegar af hugm- yndaríkri félagsmálastefnu. í tíð Sjálfstæðismanna hafði Reykja- vík forystu um verklegar fram- kvæmdir. Ný byggingarhverfi risu, götur voru malbikaðar, hita- veita lögð í hús, þjónustustofnanir byggðar og höfðuborgin var for- ystuaðili í virkjunarmálum lands- manna. I tíð Sjálfstæðismanna hafði Reykjavík einnig forystu um upp- byggingu félagslegrar þjónustu. Vinstri menn hafa jafnan haldið því fram, að þeir hafi meiri áhuga á þeim málaflokki en Sjálfstæð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.