Morgunblaðið - 30.05.1982, Síða 14

Morgunblaðið - 30.05.1982, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 á Ármannsfell Gengið Eftir Tómas Einarsson Sennilega er þjóðgarðurinn á I’ingvöllum fjölsóUasti útivist- arstaður landsins á góðviðris- dögum, þegar þúsundir manna safnast þar saman og njóta þeirrar náttúrufegurðar, sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Útsýnið sem þar blasir við þekkja flestir, sem kunna að lesa þessar línur. En Þingvelli og nágrenni þeirra er einnig hægt að skoða frá öðru sjónarhorni. Að vísu kostar það dálitla áreynslu og tíma, en óhætt er samt að fullyrða, að enginn, sem því kynnist, sér eftir að hafa lagt það erfiði á sig, í ferðalok. Þetta umgetna sjónarhorn er Ar- mannsfell, en það blasir við framundan, þegar ekið er eftir veginum vestan Almannagjár, áleiðis að þjónustumiðstöðinni á Ixórunum. Ármannsfell er mikið um sig, en nokkuð flatt að ofan. Uppgangan er auðveld víðast hvar, enda lítið um klettabelti í því. Að sunnan er um margar leiðir að velja, en við veljum leiðina upp Fjárhúsmúlann (sjá kort). Þangað ökum við eftir þjóðveginum, er liggur austan undir Ármannsfellinu áleiðis til Borgarfjarðar. Á vinstri hönd sjáum við Búrfell- ið og Botnssúlurnar. Milli þeirra var fyrrum fjölfarin leið, svonefnd Leggjabrjótsleið og var þá komið ofan í Botns- dal í Hvalfirði. En þeir sem ætluðu stystu leið til Skorra- dals í Borgarfirði fóru Gagn- heiði, en svo nefnist lægðin milli Botnssúlna og Ár- mannsfells. Nú eiga þar engir leið um nema fótgangandi menn á skemmtiferð. Neðan undir Fjárhúsmúlan- um er skeiðvöllur hestamanna. Þar skulum við yfirgefa bílinn og leggja á brattann. Kortið segir, að þar séum við í 150 m hæð yfir sjávarmáli, en hæsti hnúkur Ármannsfells er 765 m, svo framundan er rösklega 600 m hækkun. Það ætti samt ekki að vera nein sérstök þrek- raun að sigra þá hæð, svo framarlega sem göngunni er hagað af skynsemi. Fjallshlíð- in er föst undir fæti, en samt verða menn að sýna nokkra að- gæslu því sumstaðar eru lausir smásteinar ofan á harðri mó- bergsklöppinni og ef stigið er óvarlega á slíka steina geta þeir runnið til og þá er jafn- væginu hætt. Nú fer sjóndeildarhringur- inn að stækka, og auðvitað reynum við að njóta þess sem best. Við stönsum af og til og lítum til baka. Gjáin frá Ár- mannsfelli og suður í Þing- vallavatn blasir við, og við sjá- um hvernig útlínur sigdældar- innar miklu norðan vatnsins koma æ skýrar í ljós, því hærra sem við förum. Uti á hraunsléttunni sést móta fyrir rústum eyðibýlanna Hraun- túns og Skógarkots með snotr- um túnkrögum umhverfis, en syðst á vatnsbakkanum kúrir Vatnskot, en það fór síðast úr byggð þessara þriggja býla innan þjóðgarðsgirðingarinn- ar. Með kortið í hendinni get- um við trúlega áttað okkur á rústum fleiri smábýla, sem þarna voru fyrrum. Þau eru öll skilmerkilega merkt inn á kortið, en ekki öllum auðvelt að koma auga á þau svona úr fjarlægðinni. Þegar við erum komin upp á fjallsbrúnina, sem næst er Fjárhúsmúlanum, er góður spölur enn á hæsta hnúkinn. En mesti brattinn er að baki, svo gangan gerist léttari. Og að lokum þegar þangað er náð blasir við fagurt útsýni til norðurs, þar sem Langjökul og útvörð hans, Þórisjökul, ber hæst, en nær er Skjaldbreiður, hvergi tigulegri að sjá en ein- mitt héðan. í vestri eru Botnssúlur og Búrfell, Skriðan, Tindaskagi og Hrafnabjörg í austri, en upp af suðurenda vatnsins rís Hengillinn og fjær Ingólfsfjall og Búrfell í Grímsnesi. Þetta útsýni svíkur engan. Frá 765 m hæðinni höldum við austur á Stórhöfða. Hann er beint fyrir ofan Hofmanna- flöt, en þar voru fyrrum vega- mót, því þar lágu saman leiðir þeirra, sem á Þingvöll fóru og höfðu komið að norðan um Kaldadal eða að austan, Ey- firðingaveg, um Hlöðuvelli og Goðaskarð. Ekki er ósennilegt að þessi rennislétta grasflöt hafi fengið nafn sitt af því, þegar „hof- rnenn" fyrri tíða áðu þar á heimleið, hvíldu lúin bein eftir löng og þreytandi þingstörf og eyddu saman síðustu stundun- um áður en leiðir skildi og hver hélt til síns heima. En þjóðsagan segir annað: Fyrr á tímum bjó vættur í fjallinu, sem Ármann hét. Af honum fékk fjallið nafn. Ár- mann var höfðingi heim að sækja og eitt sinn hélt hann mikið boð. Komu þá til hans flest eða öll tröll landsins, s.s. Þórólfur í Þórólfsfelli, Bárður Snæfellsáss, Hlaðgerður í Hlöðufelli og Bergþór í Blá- felli, svo nokkur séu nefnd. í þessari veislu var margt til gamans gert. M.a. var háð mikil glíma á rennisléttum grundum austan undir fellinu. Meðan risarnir glímdu sátu hinar stórvöxnu vinkonur þeirra í brekku neðan undir klettaborg fyrir norðan vell- ina. Þaðan fylgdust þær með viðureign kappanna. Ekki er getið um úrslit þessa íþrótta- móts, en nöfn fengu staðir þessir báðir; klettaborgin var síðan nefnd Meyjasæti en grundin fagra Hofmannaflöt. Frá Stórhöfða göngum við vestur fyrir Stórkonugil, sem sýnt er á kortinu, austan við lítið stöðuvatn, sem liggur þar, falið í smá kvos, og síðan suður eftir fjallsbrúnunum að hryggnum fyrir ofan Sleðaás. Þar er ágæt niðurgönguleið. Við komum svo á þjóðveginn þar sem hann liggur yfir Sleðaásgjá fyrir austan Bola- bás. Þaðan er stutt leið að bílnum, sem bíður okkar við skeiðvallargirðinguna. Skemmtilegri gönguferð er lokið. HYDREMA805 MrmsMJO OG LÐUG SEM BALLETMÆR ÞÓTTSTÓR SÉ -ENDA LIÐSTÝRD VÉLAR & ÞJÓNUSTA Járnhálsi 2 Sími 83266 Hydrema 805 spannar 280° vinnusvið á gröfuarmi (liggur við að hann nái fyrirhorn) Hydrema 805 er á stórum hjólum. Hydrema 805 ermeð drifi á öllum hjólum. Hydrema 805 býr sérlega vel að stjórn- andanum, enda tekst náið samband með þeim strax við fyrstu kynni. Hydrema 805 ermeð hraðtengingu á fram og afturskóflu og við eigum snjótönn á hana, með vökvastýrðri skekkingu. A Hydrema gröfunni kemur þú, sérð og sigrast á erfiðu verkefnunum, sem hinir verða að hverfa frá. Á Hydrema gröfunni nærðu líka ifköstum umfram þau sem almennt er krafist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.