Morgunblaðið - 30.05.1982, Page 17

Morgunblaðið - 30.05.1982, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 17 um reist og vísa til vandaðs undirbúnings þingmála, bæði hjá einstökum þingmönn- um og þingflokknum í heild, eins og t.d. í orkumálum, stóriðju- og iðnaðarmálum, landbúnaðarmálum og bankamálum, skattamálum og samgöngumálum. Það er óvenjulegt, sem átt hefur sér stað í vetur, að stjórnarandstaðan varð að koma til skjalanna til að leysa hnúta, sem ríkis- stjórnin sjálf hafði bundið svo rammlega, að hún gat ekki leyst eins og í orku- og iðnaðarmálum og varðandi kísilmálmverk- smiðjuna. Þessi dæmi sýna, að Sjálfstæð- isflokkurinn er ábyrgur í stjórnarandstöðu ekki síður en í ríkisstjórn. — Er það hlutverk sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu að leysa þá hnúta, sem rík- isstjórnin hefur bundið, en getur ekki leyst? — Ef þjóðarheill krefst. — Sumir tala um, að þingflokkur sjálf- stæðismanna geti ekki fengið nýjan liðsauka nema með fjölgun þingmanna og breyttri kjördæmaskipan vegna þess, að þeir þing- menn, sem fyrir eru, njóti ákveðins forskots í prófkjörum. Hver er þín afstaða til þessa? — Ég tel, að þingmenn flokksins haldi sessi sínum, vegna þess, að menn bera traust til þeirra í kjördæmum þeirra og á landsvísu. Liðsstyrkur kemur með eðli- legum hætti í tímans rás eins og verið hefur á undanförnum árum og áratugum. Hitt er annað mál, að ég tel nauðsynlegt áður en til næstu kosninga er gengið, að gera breytingar á tölu þingmanna í Reykjavík, Reykjanesi og Norðausturlandi eins og við sjálfstæðismenn höfum lagt til og óskað samstarfs um við aðra flokka. Þá verður um ákveðna fjölgun að ræða og samfara því munu nýir menn koma til starfa á Alþingi. Svartsýni — Svo við víkjum að öðnim málum, þá hefur gætt mikillar svartsýni að undanförnu hjá þeim, sem starfa í atvinnu- og viðskipta- lífi. Bent er á, að engin loðnuveiði er á þessu ári og af þeim sökum mikið útflutningstekju- tap. Mikil óvissa rikir um skreiöarmarkaði, samdráttur hefur orðið í þorskafla á vetrar- vertið og margt fleira mætti nefna, sera dreg- ur verulega úr útflutningstekjum okkar á þessu ári. Sumir telja jafnvel, að þegar kem- ur fram á sumar, eða haust, verði um mjög alvarlegan samdrátt að ræða i íslenzku efna- hagslífi og jafnvel kreppu. Er þetta óþarfa svartsýni? — A undanförnum árum, sem ég hef nefnt glötuð ár, hefur verðmæti sjávarafurða, þ.e. með aflaaukningu og nokkrum verð- hækkunum, aukizt um nálægt 70%. Afla- aukningin átti sér stað í kjölfar útfærsl- unnar í 200 mílur, sem við sjálfstæðis- menn höfðum forystu um. Slíkan búhnykk átti auðvitað að nýta til uppbyggingar at- vinnuveganna og til þess að komast fyrir rætur verðbólgunnar, en hvorugt hefur verið gert og ekki er svo vel, að þessi verð- mætaaukning hafi leitt til aukins kaup- máttar, sem hefur stöðugt farið hrakandi á þessu tímabili. Þrátt fyrir þessa verð- mætaaukningu hefur hún ekki nægt til þess að sjá okkur farborða. Erlendar lán- tökur hafa aldrei verið meiri, svo að greiðslubyrði á erlendum lánum fer ört vaxandi og raunar hafa erlendar lántökur, ásamt fyrrnefndri verðmætaaukningu sjávarafurða, beinlínis verið nýttar til þess að leyna vandanum fyrir fólki og ýta honum óleystum á undan sér. Nú bendir allt til að komið sé að skuldadögum og ráðamenn geti ekki leynt vandanum leng- ur. — Það er líka tilfinning margra, að lífs- kjörin í landinu hafi versnað meira en vísi- tala segir til um og ísland hafi dregizt veru- lega aftur úr öðrum þjóðum í lífskjörum og sé að verða raunverulegt láglaunasvæði hér í N-Evrópu. Hvað er til ráða? — Það liggur í hlutarins eðli, að þegar stjórnvöld, eins og þau, sem nú eru við völd, leika sér að vísitölunni, borga hana niður, auka niðurgreiðslur á vörum, sem vega þyngra í vísitðlu en í útgjöidum heimilanna, þá er auðvitað um skerðingu lífskjara að ræða. Slík málamyndalausn verðbólgunnar er auðvitað gagnslaus með öllu og allar ríkisstjórnir, sem hafa lagt stund á slíkt vísitölufals hafa sprungið á því. Þetta gerðist á tímabilinu 1971—1974 og aftur 1978—1979 og nú er sagan enn að endurtaka sig, þegar útgjöld vegna niður- greiðslna nema á heilu ári jafnhárri upp- hæð og varið er til sjúkrahúsa, vegna skólabygginga, og fleiri framkvæmda. Það sem þarf að gera er auðvitað að treysta afkomuskilyrðin hjá atvinnurekstrinum, sem starfræktur er nú í landinu og stofna til nýrra atvinnugreina, ekki sízt orku- freks iðnaðar og almenns iðnaðar, en það verður ekki gert með svokölluðum gælu- verkefnum, eða skrifborðsúrlausnum rík- isstjórna, heldur með því að framtak og hugvit og fjármagn einstaklinga leiti í þá farvegi, sem skapa arð fyrir þjóðarbúið allt. Það verður að gera aðlaðandi fyrir einstaklinga að leggja fram áhættufé í at- vinnurekstur og slík sparifjármyndun á að njóta sömu meðferðar, skattalega, eins og annað sparifé. Ekkert er eins góð trygging fyrir réttum og árangursríkum ákvörðun- um í fjárfestingarmálum, eins og að þær séu teknar af þeim, sem hætta eigin fé í stað stjórnvalda, sem valsa með fé skatt- borgara og verða því að takmörkuðu leyti dregin til ábyrgðar fyrir þá ráðstöfun. Fiskstofnar fullnýttir - 18 nýir togarar — Nú er þad skoöun margra, að útgerðin sé í dag rekin á svo óhagkvæman hátt, að við höfum sem þjóð, ekki þann gróða af fiskveiö- um og fiskvinnslu, sem við gætum haft. Hver er þín skoðun á því? — Það er engum blöðum um það að fletta, að framleiðsluaukning og verð- mætaaukning samhliða framleiðniaukn- ingu í sjávarútvegi er forsendan fyrir þeim bættu lífskjörum, sem við höfum búið við á undanförnum áratugum. Nú eru allir fisk- stofnar fullnýttir eða ofnýttir og á sama tíma og fiskveiðar eru takmarkaðar eða bannaðar stuðla stjórnvöld að því að fjölga fiskiskipastól landsmanna þannig, að þau hafa heimilað erlendar lántökur til kaupa, eða smíða, á 18 nýjum skuttogurum í fyrra og á þessu ári, en verðmæti þeirra nemur um 800 milljónum króna. Það er alveg ljóst, að þessir togarar auka ekki heildar- afla landsmanna. Tilkoma þeirra dregur úr nýtingu og afkomu þeirra, sem fyrir eru. Þjóðin öll verður að borga andvirði togaranna og óhagkvæman rekstur þeirra með lakari lífskjörum. Hér hefðu stjórn- völd átt að draga úr lánveitingum og er- lendum lántökuheimildum og gera kaup- endur skipanna ábyrga fyrir eigin fram- lögum og rekstrarafkomu þeirra. Það er nauðsynlegt að nýta aldurslaga- sjóð og úreldingarsjóð fiskiskipa í sam- ræmi við tilgang þeirra, þannig að fiski- skipastóllinn sé á hverjum tíma í sam- ræmi við þol fiskistofnanna, svo að há- marksafköst séu á hverja sóknareiningu. Það er heldur ekki vafamál, að tækni- þróunin krefst fjárfestingar í fiskvinnslu eins og t.d. í tölvunotkun, en afkoma fisk- vinnslunnar hefur ekki verið slík, að unnt sé að ná fram þeirri framleiðniaukningu, sem slík þróun er forsenda fyrir. Erfiöleikar eru aö baki — Á undanförnum misserum hefur stund- um verið sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið vænlegur valkostur í íslenzkum stjórnmálum vegna innri ágreinings. Davíð Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið tveimur dögum eftir kosningar, að með þess- um kosningaúrslitum hefði Sjálfstæðisflokk- urinn endurheimt sjálfstraust sitt. Er hann orðinn valkostur á ný í íslenzkum stjórnmál- um? — Ég tel, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ávallt verið góður kostur í íslenzkum stjórnmálum, en er sammála því, að þess- ar kosningar marka tímamót í sögu Sjálfstæðisflokksins. Að baki eru erfið- leikaár og sjálfstæðismenn munu hér eftir líta fremur til framtíðarinnar, en til und- angenginna erfiðleika í fortíðinni og eru þess vegna betur færir um að snúa sér að þeim framtíðarverkefnum, sem við blasa. Það er ekki lengur ástæða til að dveljast við innanflokksvandamál. En það er rétt að hafa í huga, að sá áróður heyrist nú víða, að allir stjórnmálaflokkar séu eins, sami grautur í sömu skál, þessi áróður var t.d. rekinn af Kvennaframboðinu í borgar- stjórnarkosningunum. Sjálfsagt hefur Kvennaframboðið fengið einhver atkvæði út á þennan áróður. Ég tel, að þetta sé hættuleg hugsun gagnvart lýðræðinu og þess vegna hljóti kjósendur að hafa það í huga með hvaða hætti þeir geti stuðlað að heilbrigðri flokkaskipan í landinu. Það verður ekki gert með öðru en því, að almenningur hafi vakandi auga með stjórnmálaflokkunum, stefnuskrám þeirra, loforðum þeirra fyrir kosningar og efndum þeirra eftir kosningar, og kjósend- ur verða að draga stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka til ábyrgðar fyrir störf þeirra. Sé það gert, þá munu línur skýrast í stjórnmálum, og menn gera sér betri grein fyrir hverjir kostirnir eru, þegar gengið er að kjörborðinu hverju sinni. St.G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.