Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 Indriði G. Þorsteinsson: Vegir í fímmtíu Ölfusárbrúin 1981. I. Þegar horft er til baka og virt fyrir sér þróun mannlífs í landinu, hafa á öllum tímum verið uppi nokkrar tilraunir til vegagerðar. Ólöf ríka á Skarði lét enska fanga leggja hellulagðan brautarkafla skammt frá bæ sínum og kallaði Silfurbraut. Hennar sér enn stað. Sölvi Helgason, sá fjölvísi lista- maður, var eitt sinn fenginn til að ryðja grjóti úr reiðgötum á Vatnsskarði og gekk illa. Og ' Hrísbrúarsvöð hefðu haft gott af moldarbrú, sem algengt var að stinga upp og leggja yfir keldur. Annars voru leiðir markaðar eftir landslagi þannig, að farin voru skörð og heiðar. En frægastir og elstir vegir á landinu munu hafa legið um Suðurland, samanber ferð Ingólfs á Seltjarnarnes, fyrir norðan Vatnajökul, þar sem nefndist Bárðargata og er nú týnd, og um miðhálendið, þar sem Kjal- vegur liggur. Götuslóða skildu menn eftir sig á köflum á fjallveg- um og í byggðum, en farið var nokkuð frjálslega um þessa vegi. Segja má að þeir hafi mótast meira af kennileitum en afmörk- uðum slóðum. Og á Sprengisandi hefði orðið erfitt að marka leiðir ef ekki hefði verið vesturhorn á Fjórðungsöldu, og heldur ekki gott að halda áttum á Kjalvegi ef ekki hefði verið hægt að taka mið af Dúfunefsfelli, Mælifellshnjúk eða BláfelH. Þannig reikuðu menn hvern færan veg milli hlíða og kennileita allt fram að þeim tíma nítjándu aldar að rétt þótti að reka lausa- skáld eins og Sölva Helgason upp á Vatnsskarð til að ryðja grjóti úr götu. Slíkar lagfæringar þóttu þá orðið sjálfsagðar, en löngu áður hafði verið merkt fyrir fjallvegum með vörðum, svo mönnum væri fært um þá þrátt fyrir dimmviðri. Þetta eru auðvitað staðreyndir öll- um kunnar, en það er ástæða til að rifja þær upp hér á fimmtíu ára afmæli Félags íslenskra bifreiða- eigenda, vegna þess að félagið er einu almennu samtökin í landinu, sem láta sig vegamál skipta alveg sérstaklega, og hafa stutt með ráðum og dáð að nauðsynlegri hugarfarsbreytingu í þá veru, að hér yrði ekki dvalið lengur við ódýrar lausnir, heldur lagt út í fjárfestingu í vegum með sama hætti og lagt er út í fjáfestingu í húsum. Þannig væri hægt að halda því fram, að á sama tíma og við byggðum yfir okkur vítt og breitt um landið, hafi engu að síð- ur verið þörf fyrir að byggja undir okkur. Það hefur hins vegar dreg- ist mjög, þótt nú séu nokkur þáttaskil framundan í þeim efnum og lofað tólf ára áætlun um var- anlega gerð allra helstu vega landsins. Margir hafa komið við sögu mannvirkjagerðar í vegamálum frá upphafi, en óhætt mun að full- yrða að fyrsta stórvirkið hafi ver- ið gerð Ölfusárbrúar 1891 undir forustu Tryggva Gunnarssonar. Nokkru seinna kom brúin yfir Þjórsá, og síðan hver stórbrúin á fætur annarri síðustu ár nítjándu aldar og fram eftir tuttugustu öld- inni. Svo mikið lá við að koma brúm á mannskæðustu og erfið- ustu vatnsföllin, að látið var bíða að hugsa fyrir sérstökum vegum að þeim, öðrum en þeim sem voru færir hestum, eins og verið hafði. Þó eru hestvagnar að koma til sögunnar um þetta leyti, og þurftu þá vegarstæðin sína lagfæringu. Fyrstu bílunum var svo ekið um þessar vagnaslóðir. Þá þurfti meiri lagfæringar, og þannig hafa þessi mál verið að þróast alveg fram á okkar daga, að um hefur verið að ræða lagfæringar, upp- hækkanir, breikkanir og brúar- gerðir. Það er fyrst nú á allra síð- ustu árum, að við erum að byrja á þeirri varanlegu vegagerð, sem víðast hvar fylgir vandaðri brúar- gerð, sem við höfum stundað frá árinu 1891. Þetta á sínar skýr- ingar. Landið er stórt og fólkið er fátt, og það hefur alltaf riðið á miklu að menn kæmust leiðar sinnar án lífshættu. Brýrnar voru fyrsta svarið við þeirri kröfu. Forusta í vegamálum hefur allt- af verið í höndum Alþingis íslend- inga. Það deildi út vegafé, sem milli þinga var eytt af amt- mönnum og öðrum pótintátum er tóku að sér hlutverk vegamála- stjóra. Allt var þetta í smáum sniðum á öldinni sem leið, enda var ekki stigið upp í límósínur til að komast leiðar sinnar. Grímur Thomsen, þingmaður á Bessastöð- um, lét róa sér til þings, ef hann lagði þá ekki á Sóta sinn og reið hraunið. Hann var þó einn af þingmönnum vegaaldar, en þekkti hina hörmungina og urðu að fara á hestum hvað sem það kostaði. Grímur endaði ljóð sitt um Svein Pálsson, lækni, og Kóp í Jökulsá á Sólheimasandi með þessari vísu: Þó u IIkkí lífií i, láU þeir nnna bíAa í JökulbUupi Jökulsá ofj jakaburði að ríóa. Menn þekktu það nefnilega nokkuð á eigin skrokk, hvað vatnsföll voru, þegar þeir voru að ráðast í brúarsmíðarnar. Frá Alþingi hefur komið stefnu- mótunin í vegamálum á þessari öld, og það verður að segjast eins og er, að þegar mest var gert mið- að við aðstæður, ríkti hér kreppa og atvinnuleysi. En þá tókst að gera flest allar byggðir bílfærar. Þeir vegir voru víðast hvar eins og fjallvegir eru núna, en þeir voru færir og tilvist þeirra flýtti mjög fyrir margskonar uppbyggingu og leiddi til þéttbýliskjarna, sem nú fara stækkandi og eiga sinn þátt í því að viðhalda byggðinni. Hin stjórnmálalega forusta á árunum eftir 1920, og allt fram að því að austurvegurinn var byggður í nú- verandi mynd, undir forustu Ing- ólfs Jónssonar, hafði vegi mjög á dagskrá eins og útþensla vega- netsins á þessum tíma sýnir. Aft- ur á móti hafði hún ekki fjármuni né tækjum á að skipa til að gera annað og meira en sjá til þess að bílfært væri um byggðirnar. Þá þótti gott þegar hverjum kíló- metranum lauk, þegar unnið var með hestakerrum, skóflum og hökum. En á stríðsárunum kom- umst við í kynni við stórvirkari jarðvinnslutæki og eftir það fór vegagerðinni að fleygja fram. Til marks um það hver munur það var að fá vélarnar get ég sagt þá sögu, að þegar ég vann sem stráklingur í vegagerð í svo- nefndri Bakkaselsbrekku innst í Öxnadal og ekki steinmarkaði með veginn vegna þess hvað upphleðsl- an var há, fékkst jarðýta frá hern- um til að ryðja fram uppfyllingu. Það tók hálfan mánuð. Þeir sem voru vegagerðarmenn að atvinnu, ef svo má segja, urðu mjög undr- andi. Og satt að segja var frágang- urinn lítt snyrtilegur. Ofan á ruðninginn þurfti að setja malar- lag, sem var minnsti vandinn. En þá vildu hinir vönu vegagerðar- menn fá að hlaða kant ofan á ruðninginn. Þarna voru sniddu- meistarar og hleðslumeistarar og þeir höfðu sinn atvinnulega metn- að. Og þeir fengu að hlaða þennan kant. Hann var þrjár sniddur á hæð, pínulítil mjó rönd af stolti liðins tíma. II. Lengi vel virtist eins og það ætti að duga að steypa Keflavíkurveg og malbika veginn austur yfir Hellisheiði. Það skorti að vísu ekkert á að vegaáætlanir væru gerðar, en eftir að austurvegi lauk fór bæði tími og fé í að ganga frá því sem kallað hefur verið lokun hringvegar um landið. Þar er átt við brýr yfir vötnin á Skeiðarár- sandi og vegagerð þeim samfara. Þetta var merkur áfangi í brúar- gerð og gerð malarvega, en með honum lauk í raun því átaki, sem hafið var við upphaf bílaaldar, og við blasti, að gerð varanlegra vega yrði næsti áfangi. En það blasti þó ekki eins vel við Alþingi og búast hefði mátt við. Það var eins og þingmenn væru að ná andanum eftir Skeiðarársand, enda leið tím- inn frá 1974, þegar brúin yfir Skeiðará var vígð, og til 1981 við minniháttar framkvæmdir í gerð varanlegra vega og gerðust nú margir óþolinmóðir eftir fram- haldinu. Fyrir kosningarnar 1979 kom Sjálfstæðisflokkurinn fram með tillögu, sem gerði ráð fyrir því að stofnbrautir og hluti þjóð- vega yrði lagður slitlagi á tólf ár- um. Sú áætlun kom svo seint fram, að hún fékk enga teljandi umræðu í kosningaslagnum, en það var ljóst að framundan voru breytt viðhorf í vegamálum. Einn þáttur þess að breyta við- horfunum var þáttur Vegagerðar ríkisins í undirbúningi að því sem hlaut að koma. Hann hófst áðui en varanleg stefna hafði veri' mótuð. Langvarandi deilur höfð staðið um slitlag og heppilegc vinnuaðferð við að leggja varan- legan veg. Upp úr þeim deilum spratt síðan víðtæk tilrauna- starfsemi hjá Vegagerðinni, sem leitaði einföldustu og ódýrustu lausna á slitlagi. Maður var allt í einu farinn að aka á slitlagi úti á landsbyggðinni, á stuttum köflum hér og þar, og þótti nú heldur far- inn að vænkast hagurinn. Vega- gerðin hélt þessum tilraunum áfram í nokkur ár og alltaf fjölg- aði þeim spottum sem hún lagði. Þessir rannsóknarkaflar ýttu ekki svo lítið á þingmenn að fara að taka skipulega á þeim atriðum, sem snertu gerð varanlegra vega. Og á árinu 1981 kom árangurinn í Ijós, en þá var lagt slitlag á tæpa hundrað og fimmtíu kílómetra. Bílaeigendur sáu fram á bjartari tíma, og Félag íslenskra bifreiða- eigenda fagnaði þessum áfanga- sigri, sem margir áttu þátt að. Fé- lagið hafði þá í áratugi barist fyrir betri vegum og velt upp töl- um máli sínu til sönnunar. Verst þótti þó félagsmönnum að skattar af bensíni og bílum fóru yfirleitt í eitthvað annað en vegi. Skömmu áður en Alþingi var slitið á þessum vordögum, lagði Steingrímur Hermannsson, sam- gönguráðherra, fram langtíma- áætlun í vegagerð og nær hún til ársins 1994. í undirbúningsnefnd sátu auk fulltrúa Vegagerðar ríkisins fulltrúar þingflokkanna, þeir Guðmundur Bjarnason frá Framsóknarflokki, Magnús H. Magnússon frá Alþýðuflokki, Matthías Bjarnason frá Sjálf- stæðisflokki og Skúli Alexand- ersson frá Alþýðubandalagi. Það markverðasta við þessa langtíma- áætlun er, að hún gerir ráð fyrir að tvö þúsund og fimm hundruð kílómetrar verði lagðir slitlagi á næstu tólf árum. Aður höfðu verið uppi hugmyndir um að vinna verkið á allt að seytján árum, og kom það m.a. fram sl. haust í ræðu Snæbjarnar Jónassonar, vega- málastjóra, á aðalfundi Félags ísl. bifreiðaeigenda í Borgarnesi. Fé- lagið gerði þá strax að kröfu sinni, að lokið yrði við þessa umræddu tvö þúsund og fimm hundruð kíló-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.