Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 Ástandið hroðalegt, en yonum það besta — er tónninn í Illinois Myndir ab. Það hefði mátt búast við að matstaður Walt Schneiters á gatnamótum tveggja hraðbrauta um 60 km fyrir sunnan Chicago og rétt fyrir utan Joliet væri þétt set- inn um tíuleytið á laugardags- kvöldi. Svo var þó ekki. Country- söngvarinn Mel Kennedy sat og spilaði fyrir starfstúlkur staðar- ins sem sátu við barinn og sötruðu bjór og eitt par sem var að ljúka úr glösunum og á leið út. „Ég heyrði að atvinnuleysi í landinu væri komið upp í 9,4% og upp fyrir 10% hér í Illinois," var það fyrsta sem Schneiter sagði til að fitja upp á samræðum við aðkom- endur sem létu fámennið ekki á sig fá og báðu um bjór. Atvinnu- leysistölur í Bandaríkjunum fyrir aprílmánuð höfðu verið birtar í Washington daginn áður og það var augljóst að efnahagsörðug- leikar landsins eru alvarlegir og ekki aðeins til umræðu í fjölmiðl- um. „Ástandið er verra hér í ríkinu en það var í kreppunni miklu," hélt Schneiter áfram. „Matargest- um hjá mér hefur fækkað jafnt og þétt síðustu þrjú árin. Fólk hefur minna fé milli handanna og verð- ur að horfa í hvern eyri.“ 10,3 milljónir Bandaríkjamanna eru atvinnulausar og þeim fjölgar stöðugt. I vikunni eftir að þetta samtal átti sér stað misstu 24.000 til viðbótar vinnuna, a.m.k. um stundarsakir, þegar Braniff-flug- félagið lýsti yfir gjaldþroti. Exx- on-olíufyrirtækið hætti við meiri háttar orkuframkvæmdir í Col- orado og Caterpillar-þungavinnu- vélafyrirtækið sagði 8000 manns upp vinnu. Mel Kennedy starfar á teikni- stofu Caterpillar í Kankakee á virkum dögum og kemur fram hjá Schneiter um helgar. Það var sannarlega ekki honum að kenna hversu fámennt var á staðnum. Hann sagðist geta átt von á að missa vinnuna hjá Caterpillar hvenær sem væri, svo slæmt væri hamingju Viö óskum vinningshafa nr. 1 innilega til hamingju meö feröa- vinninginn. Þúsundasti hver viðskiptavinur Glöggmynda fær feröavinning, aö eigin vali, meö Feröaskrifstofunni Sögu, í leiguflugi þeirra, geti hann ráöiö stutta gátu sem lögö verður fyrir hann. Roy Phillips, tæknistjóri Glöggmynda, afhendir fyrsta vinnings- hafanum, Eggert Halldórssyni, Stykkishólmi, feröaverölaunin á flugvellinum viö Stykkishólm. Viö heimsækjum vinningshafana, hvar á landinu sem þeir eru búsettir, og færum þeim feröaverölaunin heim. Nú eru 29 vinningar eftir í risa-lukkupott- inum okkar! Hafnarstræti 17, sími 22580. Suöurlandsbraut 20, sími 82733. Magasín, Auöbrekku 44—46, Kópavogi, sími 45300. Fólk á öllum aldri er óánægt með Reagan, stefnu hans og Micbel. ástandið þar. Einn viðskiptavinur ranglaði inn á staðinn rétt fyrir lokun. Hann var feginn að sjá fólk, sagðist vera eftirlitsmaður hjá Caterpillar og ekki hafa séð hræðu í 12 tíma. „Fyrir nokkrum mánuð- um voru alltaf einhverjir við vinnu allar helgar en nú hefur sú vakt verið lögð niður í sparnað- arskyni," sagði hann. Caterpillar er stærsta fyrirtæk- ið í Ulinois. Fyrir tveimur árum voru 50.000 manns á launaskrá hjá fyrirtækinu í Illinois og þar af störfuðu 35.000 manns í og á svæð- inu í kringum Peoria. Peoria er 300.000 manna borg um 250 km suðvestur af Chicago. 10 fyrirtæki þar sögðu alls upp 3800 manns á síðasta ári og í febrúar misstu 700 manns vinnuna þegar Pabst- bjórverksmiðjunni var lokað og hún flutt til Árizona. En erfiðleik- ar Caterpillar hafa komið verst niður á íbúum borgarinnar. 5000 manns hafa misst vinnuna þar á síðustu tveimur árum og 4000 munu bætast við í júní. Þá munu alls 17500 manns hafa misst vinn- una hjá Caterpillar, eða 38% af verkamönnum fyrirtækisins. Talsmaður fyrirtækisins sagði að engar fjöldauppsagnir hefðu átt sér stað hjá Caterpillar á ár- unum 1960 til 1980. Efnahags- kreppan gerði seinna vart við sig hjá þeim en annars staðar vegna 12 vikna verkfalls 1979. Fyrirtæk- ið þurfti að byggja upp lagerinn eftir að verkfallið leystist og vinna var nóg. „En salan í ár hefur hrap- að miðað við slæma sölu í fyrra," sagði Steve Newhouse. „Ástandið hefur ekki verið svona slæmt síð- an í kreppunni miklu 1932.“ 58% af Caterpillar-þungavinnuvélum eru seldar erlendis en Newhouse sagði að eftirspurn hefði minnkað alls staðar, jafnvel í Miðaustur- löndum þar sem framkvæmda- starfsemi hefur blómstrað. Newhouse sagði að verksmiðjur Caterpillar væru nú um 40 til 50% undirnýttar. „Við reynum þó að halda þeim við, endurnýjum tæki og erum tilbúnir að hefja vinnu af fullum krafti um leið og eftir- spurn eykst á ný og efnahags- ástandið batnar." Hann kenndi háum vöxtum um ástandið en sagði að þeir hlytu að lækka fyrr eða síðar. Caterpillar-fyrirtækið styður efnahagsstefnu Ronald Reagans og Newhouse sagði að það væri augljóst að hún þyrfti tíma til að hafa tilætluð langtíma áhrif: „Við áttum von á þessum erfiðleikum en við eigum líka von á að dafna í framtíðinni eins og við gerðum áður fyrr.“ Richard Nixon var vanur að miða vinsældir sínar við skoðanir fólks í Peoria. „How does it play in Peoria?" spurði hann. Ronald Mel Kennedy fældi engan fri með söng sínum en staðurinn var svo til tómur. Holly hefur haft það niðugt í vinn- unni undanfarið. Reagan miðar ekki allt sitt við Peoria enda kannski eins gott þar sem margir þar kenna honum um ástandið. Hann borðaði með göml- um háskólafélögum sínum í Peoria í byrjun mai. Verkalýðs- hreyfingin í borginni og aðrir bar- áttuhópar notuðu þá tækifærið og héldu mótmælafund og gagnrýndu Reagan, íhaldsstefnu hans, og Bob Michel fulltrúadeildarþingmann svæðisins. Fundurinn var vel sótt- ur og fólk á öllum aldri var sam- taka þegar það hrópaði andmæli gegn atvinnuleysi. Michel er leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Hann var fyrst kjörinn á þing 1956 og hefur ávallt sigrað mót- frambjóðendur sína með þó nokkrum atkvæðamun. Hann vann ötull að því í fyrra að koma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.