Morgunblaðið - 30.05.1982, Síða 27

Morgunblaðið - 30.05.1982, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 27 Verkafólk í Peoria mótmclti atvinnuleysi þegar Reagan heimsótti borgina. 700 manns misstu vinnuna þegar Busch haetti bjórframleiöslu í Peoria. fjárlaga- og skattafrumvörpum Reagans í gegnum fulltrúadeild- ina og hefur unnið að samkomu- lagi beggja flokka um fjárlaga- frumvarpið í ár en með verri árangri. John Schad, starfsmaður á skrifstofu Michels í Peoria, sagði að Michel hefði miklar áhyggjur af atvinnuleysinu í borginni sem er yfir 10% en styddi þó enn stefnu forsetans. „Það er alltaf sama fólkið sem mótmælir hvert sem við förum," sagði Schad og virtist ekki hafa tekið mótmæli verkalýðshreyf- ingarinnar sérstaklega alvarlega. „Efnahagslífið í Peoria hefur ávallt verið gott vegna velgengni Caterpillar," sagði hann. „Nú gengur illa hjá þeim eins og öðrum og það er hart að verða að taka því. En vextir hljóta að fara að lækka. Um leið og það gerist mun eftirspurn aukast og atvinnu- ástandið lagast. Við vonum auð- vitað að það verði sem fyrst. Það tekur tíma fyrir fólk að sjá að betri tímar eru framundan en við þurfum á því að halda fyrir kosn- ingarnar í nóvember." Flestir sem hafa misst vinnuna hjá Caterpillar eru í verkalýðsfé- lagi starfsmanna í bílaiðnaði, UAW. Höfuðstöðvar 5. svæðis UAW sem nær m.a. yfir Illinois og Missouri eru í St. Louis. Jerry Tucker, starfsmaður félagsins þar, sagði að „óskaplegur fjöldi upp- sagna" hefði átt sér stað. General Motors-, Ford- og Chrysler-bíla- fyrirtækin hafa öll verksmiðjur í kringum St. Louis en þar hafa 18000 af 30000 verkamönnum misst vinnuna. Vonir standa til að atvinna aukist eitthvað á næstu mánuðum þegar fyrirtækin bæta við vöktum, en það er aðeins spurning um í kringum 3000 störf. Tucker sagði að atvinnuleysis- bætur flestra væru uppurnar. Fyrirtæki borga í atvinnuleysis- sjóð sem hvert ríki hefur umsjón með og leggja í sameiginlegan sjóð hjá alríkisstjórninni. Þau draga síðan atvinnuleysisbætur úr þess- um sjóði. Bætur eru mjög misháar eftir ríkjum en í Ulinois eru þær 130 dollarar á viku. Yfirleitt greiða ríkin atvinnuleysisbætur í 26 vikur og bæta 13 vikum við á svæðum þar sem atvinnuleysi er mikið eins og í Illinois og Miss- ouri. En þessar bætur gera þeim sem hafa verið atvinnulausir í 2 til 3 ár lítið gagn. „Margir hafa þurft að segja sig á sveitina," sagði Tucker, „þeir hafa misst allt sitt og þurft að lýsa yfir gjaldþroti. Sumir hafa leitað fyrir sér í öðrum atvinnu- greinum, aðrir hafa reynt að hljóta einhverja menntun eða þjálfun og um 5% hafa flust úr stað og reynt fyrir sér þar sem atvinnu er að finna, í Texas eða Oklahoma. Ég veit um konu sem vann hjá General Motors og vinn- ur nú í kolanámu. Fólk lifir á mat- armiðum og tekur hvaða íhlaupa- vinnu sem býðst. Þetta ástand eyðileggur líf margra, það er eng- um blöðum um það að fletta." Bíla- og byggingariðnaðurinn hefur orðið einna verst fyrir barð- inu á kreppunni í Bandaríkjunum, en miðstéttarfólk er smátt og smátt að finna fyrir henni líka. Eftirspurn eftir gömlum húsum og notuðum bílum hefur t.d. Salan í ár hefur hrapaó miðað við slema söhi hjá Caterpillar i fyrra. minnkað verulega, svo fasteigna- og bílasölur loka unnvörpum. Áð- ur kom fram að matstaðir finna fyrir kreppunni og Holly Weiler sem vinnur á hótelinu í Peoria, þar sem Reagan borðaði með fé- lögum sínum, sagði, að hún hefði það náðugra í vinnunni nú en áð- ur. „Fólk hér í kring er vant að hafa það gott,“ sagði hún, „það á hús, tvo bíla og bát. En nú er hver á fætur öðrum að missa vinnuna og finnur ekkert í staðinn." Holly sagði að báturinn væri fyrst seld- ur og svo annar bíllinn. Sjálf sagð- ist hún hafa það ágætt — hún giftir sig um hvítasunnuna. Maður hennar er bifvélavirki og hefur nóg að gera um þessar mundir þegar fáir hafa efni á að kaupa sér nýjan bíl. Charles Percy, öldungadeildar- þingmaður repúblikana frá Illin- ois, notaði tækifærið þegar Reag- an heimsótti ríkið til að halda fund með helstu repúblikönum ríkisins í valdastöðu. Á1 Manning blaðamaður í Springfield, höfuð- borg Ulinois, var stórhneykslaður á afstöðu fundarmanna til at- vinnuleysis. „Þeir sátu þarna og nöldruðu um fátækt fólk sem nennir ekki að vinna,“ sagði hann, „þeir virtust ekki hafa nokkra hugmynd um hversu alvarlegt ástandið er og hversu átakanlegt og mannskemmandi það getur verið að missa vinnuna. Efna- hagsstefna Reagans hefur ekki að- eins aukið erfiðleikana heldur hef- ur niðurskurður hans á fjárlögum minnkað atvinnuleysisbætur og gert ríkjum erfiðara fyrir að greiða þær.“ „Ég er hissa á hversu mikla þol- inmæði fólk sýnir," sagði Mann- ing. „Maður heyrir ekki minnst á mótmæli. Um jólin sá ég um 200 manns standa í biðröð í 1 til 2 tíma til að fá ostbita gefins. Ég furða mig enn á hversu rólynt fólkið virtist vera.“ Ástæðan ligg- ur kannski í því, eins og Tucker hjá UAW benti á, að í bandarísku þjóðfélagi er atvinna ekki réttur hvers einstaklings. Fólk kemst áfram í lífinu með því að leggja sig fram og með sem minnstri að- stoð frá ríkinu, a.m.k. á meðan Reagan býr í Hvíta húsinu. Reagan hlaut 50% atkvæða í 111- inois í forsetakosningunum 1980. Þrátt fyrir erfiðleikana virðist fólk yfirleitt vera tilbúið að gefa honum enn nokkurn tíma til að sanna að stefna hans beri árang- ur. „Þingið ætti að samþykkja það sem hann leggur til,“ sagði Mel Kennedy áður en hann fór og söng „I Believe in You“. „Ef maður hugsar ekki um annað en sjálfan sig áfellist maður hann. En ástandið í landinu öllu krefst ein- hverra aðgerða og Reagan er á réttri leið.“ — ab Suzuki Fox er sterkbyggður og lipur jap- anskur jeppi, sem hentar sérstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður Byggður á sjálfstæðri grind. Eyðsla 8—10 I pr. 100 km. Hjólbarðar 195x15 — sportfelgur. Hæö undir lægsta punkt 23 cm. Stórar hleðsludyr að aftan. Aftursæti sem hægt er velta fram. 4ra strokka vél, 45 hestöfl. Hátt og lágt drif. Beygjuradíus 4,9 m. Þyngd 855 kg. Rúmgott farþegarými m/sætum fyrir 4. Verð kr. 106.000,00 (gengi 20/5 82) Söluumboð: Akranes: Borgarnes: Isafjörður: Sauöárkrókur: Akureyri: Húsavík: Reyöarfjörður: Egilsstaöir: Höfn í Hornafirði: Selfoss: Hafnarfjöröur: Ólafur G. Ólafsson, Suöurgötu 62, Bílasala Vesturlands, Bílaverkstæöi ísafjaröar, Bílaverkstæöi Kaupf. Skagfiröinga, Bílasalan hf., Strandgötu 53, Bílaverkstæöi Jóns Þorgrimssonar, Bílaverkstæöiö Lykill, Véltækni hf., Lyngási 6—8, Ragnar Imsland, Miötúni 7, Árni Sigursteinsson, Austurvegi 29, Bílav. Guövaröer Elíass., Drangahrauni 2, sími 93-2000. simi 93-7577. sími 94-3837. sími 95-5200. SÍmi 96-21666. sími 96-41515. sími 97-4199. simi 97-1455. sími 97-8249. sími 99-1332. simi 91-52310 Sveínn EgHsson hf. Skeifan 17. Sími 85100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.