Morgunblaðið - 30.05.1982, Síða 29

Morgunblaðið - 30.05.1982, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 29 um sig bar 272 kílóa sprengju. I síö- ari heimsstyrjöldinnl heföi þurft aö minnsta kosti fjögur tundurskeytl til aö sðkkva brynvöröu beltiskipl. .Belgrano" var fyrsta sklpiö, sem kjarnorkukafbátur hefur sökkt. Báöir aöilar eru vopnaðir nánast sömu tegundum eldflauga. Falk- landsfloti Breta var upphaflega bú- inn 28 Exocet-eldflaugum. Super Etendard-orrustusprengjuflugvélar skutu tveimur af sex Exocet-eld- ftaugum sem taliö var aö Argentínu- menn ættu (þær kostuöu upphaf- lega 250.000 pund hver en nú er verðiö komiö upp í eina mllljón punda) í árásinni á .Sheffield". Nú er óvíst hvort Argentínumenn eiga nokkra eftir, þótt þeir leiti fyrir sér um nýjar Exocet-eldflaugar m.a. í ísrael og Arabalöndum. (Sumir sér- fræöingar töldu aö vísu aö Argent- ínumenn ættu 28 Exocet-eldflaugar í upphafi átakanna.) Missir „Belgrano" var verulegt áfall fyrir Argentínumenn. Þar meö missti argentínski sjóherinn um 70 Seacat-loftvarnaeldflaugar, eöa helming allra eldflauga sinna. í „Sheffield" voru 22 Sea Dart- loftvarnaeldflaugar og gagnskipa- eldflaugar. Eftir missi „Sheffield" áttu Bretar eftir 72 Sea Dart-flaugar auk 56 Seacat- og 24 Sea Slug- eldflauga. Auk þess voru tvær af freigátum Breta, „Brilliant" og „Broadsword", vopnaöar alls 24 Sea Wolf-gagnflaugum, sem fræöi- lega er eina vopniö sem hægt er aö nota til aö skjóta niður Exocet- eldflaugarnar. Síöan hafa þeir misst annan tundurspilli, auk tveggja freigátna og flutningaskips, en mörg ný herskip hafa bætzt viö Falklands- eyjaflota þeirra. Sjö argentínsk herskip og sjö brezk eru búin ratsjárstýröum Ex- ocet-eldflaugum, sem eru 5,8 metra langar og ná næstum því hljóö- hraöa, en Argentínumenn ráöa yfir einu flugvélunum, sem geta boriö Exocet-eldflaugar, sem eru Super Etendard-flugvélarnar (svokallaö AM39-flughersafbrigöi þeirra), en af þeim munu fimm vera eftir. SEA WOLF Þótt „Sheffield" væri ekki vopnaö Sea Wolf-eldflaugum, var skipiö bú- iö fullkomnu rafeindavarnarkerfi, svokölluöu ECM, sem sendir há- tíönimerki til aö beina árásareld- flaugum af réttri stefnu. Hægt er aö skjóta Exocet-eldflaugum af 64 km færi frá flugvélum og skip i skotmáli hefur aöeins þrjár sekúndur til varn- ar. Fyrri eldflauginni af tveimur, sem var skotiö á „Sheffield", viröist hafa veriö bægt frá, en ekki hefur geflzt tími til aö rugla hina í ríminu eöa granda hennl. Sea Wolf-eldflaugarnar eru 1,9 metrar á lengd og tölvur skjóta þeim en ekki menn. Tviburaratsjár Sea Woif finna skotmörk, sem nálg- ast, og fytgjast meö þeim. Sjð tölvur ákveöa hve mörgum eldflaugum skuli skotiö og fyrirskipa hvenær skuli skjóta. Sea Wolf-flaugarnar fara meö tvöföldum hljóöhraöa og geta hæft 11,4 cm kúlu í lofti. En eldflaugin er smíðuð til varnar gegn stórum, háskreiöum sovézkum eldflaugum og er ekki talin eins nákvæm gegn vopnum eins og Ex- ocot, sem nánast strjúka öldutopp- ana. Þó er líkiegt aó „Sheffield" heföi ekki sokkiö ef skipiö heföi ver- ió búiö Sea Wolf-eldflaugum, en þaö þótti of kostnaöarsamt á sínum tíma, og sama gildir um hin brezku herskipin sem Argentínumenn sökktu. Svo fullkomin eru vopn eins og Exocet, Sea Wolf og Tigerfish aö þær raddir eru orðnar háværar sem segja aö ofansjávarherskip séu orö- in úrelt. Hvaö sem því líöur er víst aö nýju vopnin gera þaö aó verkum aö breytingar veröa geróar á þvi hvernig skip veröa smíöuö. Herskip framtíöarinnar veróa trúlega minni, hraöskreiöari, traustbyggðari, ekki eins eldfim, og betur búin til að verj- ast eldflaugum frá kafbátum, flug- vélum eöa öörum ofansjávarskip- um. Áöur en Falklandseyjastríöió hófst haföi ekkert nýtízku herskip orðiö fyrir árás nútímaeldflauga og enginn þekkti eyöingarmátt þeirra. Nú hefur komiö í Ijós aö gæta veró- ur jsess aö smíöa skip úr hefö- bundnu, höröu stáli, en ekki úr ódýru, léttu og eldfimu áli eins og gert hefur verió af sparnaöarástæö- um síöan 1970, þrátt fyrir mótmæli yfirmanna varnarmála — þaö hafa verið furðuleg mistök. Yfirbygging allra herskipanna sem Bretar hafa misst. tundurspillanna „Sheffield" og „Coventry" og freigátnanna „Ardent" og „Antelope", var úr þunnri álblöndu. Of mikiö hefur ver- iö horft í kostnaöarhliöina og þar meö hefur mannslífum verlö stefnt í hættu. Ekki er hægt aö sjá hvenær skip smíóuö á reynslu Falklandseyja- stríösins koma fram á sjónarsviölö, þaö fer eftir því hve ör tækniþróunin veröur í kjölfar þeirra yfirburöa, sem eldflaugarnar hafa sýnt í verki. Rafeindabúnaöur hefur átt veiga- mikinn þátt í þeim árangri, sem Bretar hafa náö í lofti. Vulcan- sprengjuflugvélarnar, sem réöust á Stanley-flugvöll, komu í myrkri eftir langt flug frá Ascension-eyju. Full- kominn ratsjárleiösögubúnaöur og sprengjutölvur færöu þær beint aó skotmarkinu eftir 3.500 mílna ferö. Sprengjuflugvélarnar sneru aftur heilu og höldnu til stööva sinna, því aö Argentinumenn höföu ekki búiö brezksmíöaöar Tigercat-loftvarna- flaugar sinar ratsjárleiösögutækj- um, sem heföu gert þær áhrifameiri aö nóttu til. Bjórpylsa Bjórskinnka Bringupylsa Godaskinka Hangikjöt Kindakæfa Lambaskinka Lambasteik Lifrarkæfa Lyonpylsa Malakoff Mortadella Raftaskinka Rúllupylsa Servelatpylsa Skinkupylsa Spægipylsa Veiðipylsa GODA álegg á brauðið ?? - bragðgott og hollt G0ÐI Fronsk Exocet-eldflaug.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.