Morgunblaðið - 30.05.1982, Síða 34

Morgunblaðið - 30.05.1982, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 VID AUSTURVÖLL SÍMI 26900 S/GLUM Á ÞRJÁR HAFN/R ÍDANMÖRKU Enn bætum við þjónustuna og bjóðum nú upp á reglulegar áætl- unarsiglingar til þriggja hafna í Danmörku. Með þvíað notfæra sér þessa þjónustu geta t.d. innflytjendur ávallt stefnt vörum sínum til þeirrar hafnar sem næst er verksmiðju þeirri sem keypt er frá. Með þessu móti aukast möguleikar þeirra á að ná hagkvæmum innkaupakjörum vegna nálægðar seljenda við afskip- unarhöfn. Skip Skipadeildar Sambandsins munu hafa að meðaltali 8—9 við- komur íhverjum mánuði íDanmörku og veita þar með inn- og út- flytjendum þá bestu þjónustu sem völ er á. Arhus Arhus erstærsta gámaflutningahöfn Danmerkur, auk þess aö vera mjög stór í öðrum almennum flutningum. Helstu iönaöar- og athafnasvæöi Danmerkur eru staösett í nágrenninu og meö því aö skipa vörum þangaö og þaöan um Arhus geta sparast umtals- veröar upphæöir vegna hagkvæmari innanlands- flutnings. Umboðsmenn: Bergmann, Smith & Co., Pier2, 8100Arhus Sími: (06) 128188 Telex: 64375 bergs dk Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn hentar mjög vel fyrir allar vörur til og frá Sjálandi. Umboðsmenn: Alfragta/s 35, Amaliegade, 1256 Köbenhavn Sími: (01) 111214 Telex: 19901 alckh dk Svendborg Vegna legu sinnar ei Svendberg mjög hagkvæm höfn fyrir alla flutninga til og frá Suöur-Jótlandi og Fjóni. Umboðsmenn: Bjerrum & Jensen Aps., Havnepladsen 3, 5700 Svendborg Sími: (09) 212600 Telex: 58122 broka dk SKIPADE/LD SAMBANDS/NS SAMBANDSHÚSINU REVKJAVÍK SÍMI 28200 I jtejlt==o VANTAR ÞIG VINNU (n) VANTAR ÞIG FÓLK { 1 Þl AIGLÝSIR l'M ALI.T 1 LAXD ÞEGAR Þl AI G- 1 | LÝSIR I MORGrXBLAÐIM | Brauð er mannsins megin samkvaemt ráðstefnu um brauð og hollustu. Ráðstefna um brauð og hollustu á Hótel Loftleiðum Landssamband bakarameistara gekkst fyrir ráðstefnu undir yfir- skriftinni „Brauð og hollusta'* á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn síð- astliðinn. Dr. Jón Óttar Ragnarsson dós- ent talaði m.a. um brauð og holl- ustu þess, og sagði að aðeins um fjórðungur hitaeininga Reykvík- inga kæmi úr sterkju en sterkju- neyslan þyrfti að aukast um allt að helming ef vei ætti að vera. Það væri því ljóst að brauðneyslan þyrfti enn að aukast. Einar Oddsson læknir talaði um trefjaefni og sjúkdóma. Sagði hann að sterk rök væru fyrir því að beint samband væri milli of lít- illar inntöku trefjaefna og ýmissa sjúkdóma. Ragnar R. Eðvaidsson bakarameistari rakti ágrip af sögu brauðgerðar á íslandi, og Herdís Steingrímsdóttir talaði um stöðu brauðgerðar, talaði hún um ýmsar aðferðir brauðgerðar og tæknileg aukaefni sem notuð væru í brauðbakstri. Dagur aldraðra í Þórscafé DAGUR aldraðra var haldinn í Þórscafé sl. fimmtudag, í samvinnu við kiwanisklúbbinn Heklu í Reykjavík, og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Þórscafé bauð vistmönnum Hrafnistu í Reykjavík til kvöldverðar, síðan horfði fólkið á Þórskabarett og loks var stiginn dans. Eigendur Þórscafé kostuðu skemmtunina og starfsfólk staðarins gaf vinnu sína. Að fenginni reynslu hafa Þórscafé-menn í hyggju að gera fimmtudaginn fyrir hvítasunnu að degi aldraðra í Þórscafé. Ráðstefna varðandi fasteignaviðskipti RÁÐSTEFNA um stöðlun skjala og starfsaóferða i fasteignaviðskipt- um verður haldin miðvikudaginn 2. júni nk. kl. 13.30 í ráðstefnusal Hót- el Loftleiða. Fasteignamat ríkisins gengst fyrir ráðstefunni, á henni verður fjaliað um notkun staðlaðra kaup- samninga, afsöl og skuldabréf í fasteignaviðskiptum. Einnig þing- lýsingu þessara skjala. Þá verða flutt erindi um verð- tryggingu í fasteignaviðskiptum og breytt sjónarmið sem hún skapar. Meðhöndlun Húsnæðis- málastjórnarlána verða rædd. Að síðustu verða flutt erindi um markaðskannanir Fasteignamats ríkisins. Dr. Guðmundur Magnússon, Háskólarektor, mun stjórna ráð- stefnunni. Framsögumenn verða frá Fasteignamatinu, Borgarfóg- etaembættinu, Lífeyrissjóði Versl- unarmanna, Fjármálaráðuneyti, Veðdeild Landsbanka íslands, Fasteignamarkaði Fjárfestingar- félagsins og Fasteignaþjónust- unni. Grýlunum fjölgar RAGNHILDUR Gísladóttir söngkona hafði samband við blað- ið í gær og hvað það rangt, sem fram kom á Járnsíðunni í gær, að gítarleikari Grýlanna væri að hætta. Hið rétta í málinu væri að auglýst hefði verið eftir gítarleik- ara, því meiningin væri að bæta fimmtu „grýlunni" í sveitina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.