Morgunblaðið - 30.05.1982, Síða 41

Morgunblaðið - 30.05.1982, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 41 Minning: Reidar G. Alberts- son Akranesi Fæddur 10. júlí 1928 Dáinn 2. apríl 1982 Hér þegar verður hold hulid í jarðarmold, sálin hryggdarlaust hvílir, henni Guds miskunn skýlir. H.P. (Ps. 17) Hvað getum við syndugir menn öðlast dýrmætara en eilíft skjól Guðs miskunnar? Eiga Guðs son fyrir forsvarsmann frammi fyrir dómstól Guðs. Á dauAastund og dómaina tíð, Drottinn, það skal mín huggun blíó, oró þitt er sama: Ég em hann, sem inn þig leiði í himnarann. I>jónn minn skal vera þar ég er. Því hefur þú, Jesú, lofað mér. (■laður ég þá í friði fer. (H.P. (Pa. 5) Hvílíkur auður, hvílík blessun að eiga slíkt traust og öryggi að veganesti út yfir gröf og dauða. Eða er það e.t.v. ekki raunveru- legt, heldur eigið hugarfóstur og sjálfsblekking? Ef viðkomandi byggir á eigin ágæti, eigin verðleikum, þá er holt undir fæti. En ef sá hinn sami byggir traust sitt allt á náð Guðs og réttlæti Jesú Krists, svo hann, Jesús, geti sagt: „Þjónn minn skal vera þar ég er.“ Þá er hægt að segja þetta með fögnuði Guðs hjálpræðis. Reidar átti þetta hjálpræði, þessa trú. Hann var líka þjónn Guðs í því að bera blessun hans til meðbræðra sinna. Dýrmætasta gleði hans var að vera notaður sem farvegur Guðs blessunar til þurfandi sálna með- bræðra sinna. Þetta varð í aukn- um mæli eftir að hann tók þann sjúkdóm sem nú hefur gjört hann allan. Þær voru ófáar ferðir hans til sjúkra, til þess að eiga með þeim dýrmæta stund í nærveru Guðs, við lestur orðsins og bæn. Hann vildi líka hlýða Guðs orði í Jak- obsbréfinu 5, 14—15. „Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðjast fyrir yfir honum, og trúarbænin mun gera hinn sjúka heilan og Drottinn mun reisa hann á fætur og þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, munu verða honum fyrir- gefnar." Þetta var honum köllun, sem hann rækti í kyrrþey, að undan- genginni ráðfæringu við orð Guðs og bæn, svo handleiðsla Guðs væri örugg. í kristilega tímaritinu Rödd í óbyggð eru margar dýrmætar greinar, sannar perlur, sem hann hefur þýtt, aðallega úr norsku. Hann átti einnig mikið af góð- um bókum, bæði á norsku og ensku, sem hann var óspar að lána kunningjunum. Þar hef ég fyrir mikið að þakka og mikils að sakna. Leiðir okkar Reidars lágu fyrst saman um kristið samfélag ungs fólks á árunum 1946—1947. Eg var þá nemi í Iðnskólanum í Reykjavík. Stuttu seinna fékk ég leigt húspláss hjá foreldrum hans og urðum við þá herbergisfélagar. Síðan lágu leiðir okkar saman í kennaraskólanum, ásamt Dagnýju systur hans. Seinna, þegar leiðir skildust, ég flutti til Vestmanna- eyja, þá hélst samt hans góða vin- átta og tryggð. Þar á bar aldrei skugga. Síðan 1963 að ég fluttist til Akraness, urðu samskipti okkar aftur meiri. Þá fyrst fór ég að kynnast bókunum hans og hjálpa við útvegun góðra bóka frá Noregi. Og þegar erfiðleikar mættu mér, naut ég hjá honum slíkrar hjálpar og vináttu, sem var mér ómetan- leg og aldrei full þökkuð. Oddrún, kona hans, átti þar einnig stóran hlut í. Já, það var gott að koma til þeirra hjóna. Blessun að hafa átt vináttu þeirra og notið fórnfúss kærleika þeirra. Reidar kvæntist árið 1961 Oddrúnu Jónasdóttur. Hann sótti hana til Noregs, eins og faðir hans hafði á sínum tíma sótt konu og móður Reidars, sem nú er háöldruð. t Þökkum innilega auösýndan vinarhug og samúö vlö andiát og útför litla sonar okkar og bróöur, RÓBERTS KÁRA. Unnur MUIIer — Bjarnason, Valdimar Bjarnason, Ragnheiöur Sara, Rakel Ýrr. t Inniiegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför BERGS BALDVINSSONAR, Hofsósi. Gunnar Baldvinsson, Margrét Þorgrímsdóttir, Friórikka Baldvinsdóttir, Heimir Br. Jóhannsson. t Öllum þeim sem viö andlát og jarðarför HALLDÓRU GUOJÓNSDÓTTUR frá Haga, veittu okkur margvíslega aöstoö, sendum viö þakklr. Viö þökkum starfsfólki Sjúkrahúss Akraness góöa umönnun, vin- um og kunningjum styrk og hlutteknlngu. Aóstandendur. EFÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 Hún hefur misst mikið þegar Reidar er farinn, því þeirra sam- band var náið og einlægt. Reidar var fæddur og uppalinn vestur í Jökulfjörðum, á Hesteyri. Faðir hans, afi o.fl. af ættmennum hans, voru miklir atorkumenn, sem, eins og'allir urðu að gera, unnu hörðum höndum fyrir dag- legum þörfum. Það var að mestu sótt í greipar Ægis, oftast á litlum árabátum, sem þurfti að setja upp fyrir flæðarmál eftir hverja sjó- ferð. Ennfremur sóttu menn af þessum slóðum sér björg í bú í fuglabjörgin. Allar samgöngur voru erfiðar. Á landi mest fótgangandi með far- angurinn á bakinu. Á sjónum á árabátum. Þetta, ásamt fleiru, stuðlaði að því, að á þessum slóðum urðu menn dugmiklir, áræðnir og úr- ræðagóðir atorkumenn. Við þessa átthaga, þetta harðbýla svæði lands vors, hefur fólkið, sem ólst þar upp, og afkomendur þess, bundist sterkum tryggðaböndum. Reidar var þar engin undan- tekning. Fjölskylda hans vildi ekki selja eignir sínar á Hesteyri, þeg- ar þau fóru burtu, en hafa haldið þeim við og dvalið þar iðulega um tíma að sumrinu. Þá var gjarnan farið í gönguferðir á Strandir eða í Víkurnar. Það var gaman að heyra Reidar segja frá þessum ferðum. Þá fléttaðist inn í saga fólksins sem hafði verið á þessum stöðum. En nú er Reidar horfinn úr hópi þeirra sem ferðast um Strandir. Hann hefur verið kallaður heim fyrr en við bjuggumst við. Það er ekki öllum gefið að verða gamlir. En margir munu minnast hans með þakklæti fyrir þá blessun sem þeir nutu af kynnum sínum við hann. Ég vil votta eiginkonu, aldraðri móður og tengdamóður og öðrum ástvinum hans samúð og hluttekn- ingu. Guð gefi ykkur blessun og frið. Jesús segir: Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Eg kem til yðar. Jóh. 14,18. Blessuð veri minning Reidars og hafi hann þökk fyrir allt. Guðbjartur Andrésson Teiknistofuhúsgögn frá N nSBLTTNB Ódýra teikniboröiö hentugt til ým- issa nota — jafnt fyrir byrjendur sem fagmenn. Verð aöeins kr. 1873,- Ótrúlega góöar hirslur á teikni- stofuna eöa á heimiliö. -íífe m. ► CZD I I * • r i t i t__J I i s, • 1 1 I—I - - 1 1 l I 1 1 i - • i J s - ' r | ~ ... - - > J *■' * Jf — —rJ1-^ , 1 toa :-X — — LUSfi Vinsælu Ijósaborðin frá Neolt hægt aö vinna sitjandi eöa standandi viö þau. Stærð: 50x70 cm. Verö aöeins kr. 2070. ARHHTVT Vandaöir skápar fyrir teikn- ingar allt aö A0 (skúffustærö 91x126x5 cm). Skilrúm í skúffur fáanleg. Takmarkaöar birgöir psiitiifi mSKRIFSTÖFU HÚSGÖGN —fS'Y Hallarmúla 2, sími 83211.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.