Morgunblaðið - 06.06.1982, Side 22

Morgunblaðið - 06.06.1982, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 Rafeindaverkiin í stað nálastungu: „Ég lít á Marinó sem brautryðjanda á þessu sviði“ — segir Ævar Jóhannesson hjá Raunvísindastofnun Háskólans I'annig lítur taekið út að innan. Það gengur fyrir 9 volta rafhlöðu. Svörtu kubbarnir á plötunni eru svonefndir transistorkubbar, þ.e. hver kubbur felur í sér fjölmargar transistoreiningar. Aðrar einingar eru þéttar og mótstöður. í viðtalsgrein við Marinó Olafsson, tæknimann hjá sjón- varpinu, er birtist sl. sunnu- dag, 30. maí, var fjallað um nýtt rafeindatæki er hann hef- ur fundið upp. Tækið er lækn- ingatæki sem byggir á kín- versku nálastunguaðferðinni og fullyrðir Marinó, að það geti í flestum tilfellum komið í staðinn fyrir nálarnar. Þar sem nokkrar fyrirspurnir hafa bor- ist til blaðsins varðandi raf- eindatækið og framtíð þess, ákváðum við að grennslast frekar fyrir um málið. I samtali við Mbl. sagði Marinó Óiafsson, að hann stefndi nú að því að setja tækið í fjöldafram- leiðslu. „Framleiðslan mun þó fara hægt af stað til að byrja með og í fyrstu verður aðeins um handvirka raðframleiðslu að ræða. Einn framleiðsiuaðili hefur málið í athugun, og hefur hann boðist til að framleiða nokkra tugi svona tækja án skuldbind- inga, og leggja fram fé til þess. Það kom víst hvergi fram í við- talinu hvað tækið heitir. Ég hef valið því nafnið „E1 ACU“ sem er eiginlega skammstöfun á „Electr- onic acupoint locating and inject- ing apparatus". Mér hefur ekki tekizt að finna íslenzkt nafn á þetta tæki sem ég er ánægður með, en ef til vill kæmi orð eins og punktatæki til greina. Þetta tæki byggir á kínversku nála- stunguaðferðinni — kemur í stað- inn fyrir nálarnar og auðveldar þannig meðferð. Mér þykir því eðlilegast að nefna þessa aðferð punktameðferð til að greina hana frá nálastungulækningum og venjulegum læknisaðferðum," sagði Marinó. Morgunblaðið hafði samband við Ævar Jóhannesson hjá Rann- sóknastofnun háskólans sem hef- ur fylgzt nokkuð með þroiun í rafeindatækni í iækningum er- lendis, en notkun rafeindatækja í lækningum fer nú mjög í vöxt víða um heim. I samtali við Mbl. sagði Ævar að hann hefði kynnt sér tæknilega hlið rafeindatækis- ins „E1 ACU“, sem Marinó Ólafsson hefur fundið upp, og sagði hann að það byggði á lítið könnuðum raffræðilegum eigin- ieikum nálastungupunkta. „Japanir hafa verið með um- fangsmikla tilraunastarfsemi til að þróa hliðstæð tæki og náð nokkrum árangri,” sagði Ævar. „Rússar hafa fyrir löngu tekið nálastunguaðferðina upp og við- urkennt hana sem lækningaað- ferð — þeir hafa gert athyglis- verðar tilraunir með rafeinda- verkanir í stað nála og þróað í því- skyni sérstakt tæki sem sendir frá sér leisergeisla. Ég tel þó að Marinó sé kominn lengra en nokkur annar á þessu sviði. Tæki hans byggir á því nýjasta í raf- eindatækni og rannsóknarstarf- semi Marinós sjálfs í áratug. Ég lít eiginlega á Marinó sem brautryðjanda í rafeindatækni á þessu sviði, því hann hefur farið aðrar leiðir í rannsóknum sínum en aðrir og af öllum líkindum náð meiri árangri. Ég hef litla sem enga þekkingu á kínverskum nálastungufræðum og get því lítið sagt um lækn- ingamátt tækisins — hinu er þó ekki að neita, að ég hef heyrt sög- ur um að lækningar hafi gengið mjög vel með þessu tæki. Ég tel hiklaust að þá hlið þurfi að rann- saka nánar, því hér gæti verið um merkilega nýjung að ræða.“ Geta lækningar með þessu tæki ekki verið hættulegar? „Ég tel óhætt að fullyrða að svo sé ekki. Ég hef framkvæmt mæl- ingar á þessu tæki — það gefur frá sér svo veikan straum að hann mælist vart og getur því ekki undir neinum kringumstæð- um verið skaðlegur. Venjuleg rafhlaða getur gefið frá sér mun sterkari straum." Nú kemur það óneitanlega á óvart að uppfynding af þessu tagi skuli koma fram hér á íslandi. Eðlilegra væri að hún kæmi fram í Kína, Japan eða Rússlandi þar sem heilar háskóladeildir starfa að því að kanna nálastunguað- ferðina. „Þetta er alls ekki eins undar- legt að það virðist í fljótu bragði. Marinó hefur mjög mikla þekk- ingu á rafeindafræði, en auk þess hefur hann kynnt sér og rannsak- að kínverku nálastunguaðferðina í rúmlegan áratug. Það er trúlega mjög fáir menn í heiminum sem hafa þekkingu á báðum þessum sviðanna — menn eru sérfræð- ingar á öðru sviði en ekki báðum. Það er reyndar ekki óalgengt að uppfyndingar komi fram þeg- ar tvö svið sem virðast gjörólík sameinast með þessum hætti. Ég hef fylgzt mjög náið með raf- eindavæðingu mælitækja í jarðfræði, en þar hefur þróunin orðið mjög ör undanfarin ár. Bandarískur jarðfræðingur hjá U.S. Geological Survey (Jarð- fræðistofnun Bandaríkjanna) sem er ailfær í rafeindafræði hef- ur einmitt verið að vinna að merkum nýjungum á þessu sviði. Jarðfræðingar hafa almennt ekki þekkingu á rafeindafræði. Raf- eindafræðingur sem hefur þekk- ingu á jarðfræði getur hins vegar séð hvar skórinn kreppir, hvaða vandamál þarf að leysa, og sniðið rafeindamælitækin eftir því,“ sagði Ævar. _ ^ k Þannig lítur rafeindatækið „El ACU“ út. Á tækinu eru snertirofar og tvö rauð Ijós. Eftir að kveikt hefur verið á því gefur það frá sér suð en sé því beint að nálastungupunkti breytist hljóðið og rautt Ijós kviknar á tækinu. Sé ætlunin að „gefa í“ viðkomandi punkt er þrýst á aðra rofa og fer styrkleiki inngjafar eftir því hvaða rofi er valinn. Við inngjöf blikka rauðu Ijósin á tækinu á víxl. Ljmmynd Gn«jin. BENIDORM BEINT LEIGUFLUG GÓÐIR GISTISTAWR BROTTFARARDAGAR: 23/6,14/7, 4/8, 25/8,15/9. ATH.: OKKAR VERÐ FERDASKRIFSTOFAN NÓATÚNI 17. SÍMAR 29830 og 29930. TOLVUSHOLINN ___—^—Skipholti 1, sími 25400——^——_______ SUMARSKÓLl FYRIR BÖRN 9—14 ÁRA í sumar veröur efnt til nokkurra tölvunámskeiöa fyrir börn. Hvert námskeiö stendur yfir í tvær vikur meö möguleikum á framhaldsnámskeiöi í 2 vikur til viðbótar, þrisvar í viku. Viö kennsluna eru notaöar vandaöar einkatölvur frá ATARI meö litaskermi, 4ra rása hljóöi og háþróuðum teiknimöguleikum. Kennt veröur eftirfarandi m.a.: • Hvernig tölvur vinna • Til hvers þær eru notaöar • Hvernig á aö fá þær til aö gera þaö sem notandinn vill. Á kvöldin kl. 20.00—22.30 er kennslusalurinn notaöur til æfinga og leikja fyrir nemendur. Framsýnir foreldrar láta börn sín læra á tölvu. Tölvunámskeiö eru bæöi skemmtileg og þroskandi og opna börnunum nýja möguleika í lífinu. Innritun í síma 25400

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.