Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 39 KRISTJÁN J. JÓNSSON ÍSAFIRÐI SEGIR FRÁ Sögur af sjómönnum Helmingurinn af síldinni er gamall smokkur Ég er alinn upp með góðu fólki í Hnífsdal sem háði harða lífs- baráttu og undi glatt við sitt. Það kemur mér ekki á óvart þó ungt fólk haldi að við séum að segja lygasögur er við rifjum upp okkar æsku. Mitt umhverfi voru verbúðir, beitningaskúrar, fiskplön og fl. því tilheyrandi. I hverri verbúð var kvenmaður sem eldaði mat og sá um þrif. Kölluð fanggæsla. Það kom fljótt í ljós að ég var ekki mikið upp á kvenhöndina. Þegar ég var ca. 8—9 ára kom ég inn í eina verbúðina, fanggæslan kyssti mig rembingskossi, þangað kom ég ekki meir þá vertíðina. Einn vinur minn sem ég beitti oft línu Einn var með mér eftir að ég varð formaður, sem var á undan sinni samtíð. Honum leist oft illa á veður þegar róið var, oft brugðust hans veðurspár. Strák- arnir spyrja hann eitt sinn hvernig honum litist á veðrið? Þá svarar karl: Ég held að það sé nú best að spá því bara jafn óðum. Tveir menn voru á handfæra- veiðum, annar gerðist óþolin- móður og hræddur vegna veður- útlits, hann lét það í ljós með ýmsu móti, vildi fara í land, en engin áhrif hafði það á félaga hans. Loks segir hann: „Þar leið yfir mig,“ og lét sig falla í bát- inn. Walasse Ting er kominn hingað til lands vegna sýningarinnar, sem Ingvar Gislason menntamálaráðherra opnaði í gær, en hér er málarinn ásamt Selmu Jónsdóttur, forstjóra Listasafns íslands, við eina af mynd- um sinum. Litadýrð 1 Listasafni LITRÍK blóm, grænir kettir og fagrar konur með skásett augu eru það fyrsta sem blasir við þegar komið er í Listasafn íslands þessa dagana, og ekki þarf glöggt auga til að sjá að litirnir eru upprunnir i fjarlægum heimshluta. Hér er á ferð Kínverjinn Walasse Ting, sem fæddur er i Shanghai fyrir 52 ár- um, en listamaðurinn hleypti heim- draganum tvítugur að aldri og fór til Parísar til myndlistarnáms. í fyrstu voru myndir hans abstrakt en flótlega fór hann að mála „fíg- úratívt" og hefur gert það síðan. Ting er nú búsettur í New York. I sýningarskrá segir Selma Jónsdóttir forstjóri Listasafns- ins: „Hin litskrúðugu og íburð- armiklu verk New York- málar- ans Walasse Ting eru meðal þeirra fígúratívu nútímaverka sem vekja einna mesta aðdáun. Verk Tings eru einstætt sam- bland af skærum sjálflýsandi lit- um og 19. aldar munúð." Verkin á sýningunni eru unnin í akrýl og vatnslit á kínverskan pappír. Meðan á Listahátíð í Reykjavík stendur er sýningin opin kl. 13.30—22, en frá 21. júní til 4. júlí verður hún opin kl. 13.30—16, nema um helgar, en þá er opið til kl. 22. Kristján J. Jónsson fyrir kallaði mig Hardahnífil er vel lá á honum. Eitt sitt fór ég með honum á sjó, þá fékk hann upp línu sem hann hélt sig vera búinn að tapa alveg, honum varð svo mikið um að hann rauk á mig og kyssti og sagði: Mikill lánsmaður ert þú Kristján. Eftir þessi faðmlög var ég smávegis rispaður á kinn, það gréri fljótt. Karlinn réri oft einn á báti. Eft- ir eina sjóferðina lýsti hann veðri þannig fyrir mér er hann kom í land: Djöfulli sá togarinn hefði loðað á sjónum. Annar ágætur karl talaði svolítið öðru- vísi en við hin, eitt sinn voru þeir að beita línu með síld og gömlum smokk (kolkrabba). Þá segir karl: Það fiskast varla mikið á þetta, því helmingurinn af síld- inni er gamall smokkur. Ein- hverju sinni voru þeir að flytja fisk í land á báti, þá stóð þannig á að lágsjávað var (fjara). Þá segir karl: Elsku drengir, farið nú heim og borðið fjöruna. Eitt sitt var hann að vekja mann, þá sagði hann:. Ég ætlaði ekki að vekja þig Bjarni minn, bara að biðja þig að bera með mér bal- ana. Þá var það eitt sinn að strákarnir voru að spyrja gaml- an árabátaformann hvernig hon- um litist á veðrið. Bregður karl hendi yfir enni sér og segir: Annaðhvort gerir hann norðan eða ekki norðan. Einn var smá- vegis þrætinn. Hann hélt því fram að sólin gæti alveg eins komið upp í norðvestri. Eftirfar- andi vísa segir sitt um það: Köður míns tún var himinn á brún, og hlíAar á alla vegi. Sannlt ikur er þaft segi éj» þér. 1'aA lýsir ad norðvestri að degi. Kn trúna gefið get ég eigi. Hátalaramir eru í senn nýtízkulegir útlits, ekki plássfrekir, en kraftmiklir (50w, “bass reflex"). VERÐ AÐEINS KR 13.600.- Eða útb. 4000,—og afg. á 6-8 mán. Glæsilegt tæki, ekki satt'! • Reynslutími • Ábyrgð • Viðgerðarþjónusta í sérflokki (helgarþjónusta) • Póstkröfuþjónusta. HUOMBÆR ■ HIJOMMR 'tSaSSSSí SHARP Ifll ' ' SHARP VIKAN 7.6—12.6. HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI 103 SIMI 25999 — 17244 Útvarpið er auðvitað útbúið nauðsynlegustu útvarpsbylgjum —Fm (mono — sterio) — Lw — Mw. Bylting í gerð sam- byggðra tækja. Þetta tæki inniheldur m.a. örtölvustýrðan plötu- spilara, sem spilar plötuna fyrir þig beggja megin, án þess að þú svo mikið sem hreyfir litla fingur. Hljómplatan er ávallt í lóðréttri stöðu, þannig að óhreinindi, nú eða litlir forvitnir fingur komast ekki í snertingu við plötu eða viðkvæma nál. — Kostirnir eru augljósir. Kasettutækið er vitaskuld gert fyrir allar tegundir af kasettum, með tölvustýrðum snertirofum, Dolby kerfi, lagaleitara og LED upptökumælum. Magnarinn er nægilega kraftmikill fyrir flestar (2X25 w. sínus), og viðkvæmustu stillingar hans eru skýldar á bak við málmlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.