Morgunblaðið - 06.06.1982, Page 40

Morgunblaðið - 06.06.1982, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 „Ég lók við skólanum 1. septem- ber í haust, þegar Jónas Sigurðsson hætti eftir 18 ára skólastjórn,“ upp- lýsti Guðjón Ármann Kyjólfsson þeg- ar Mbl. heimsótti Stýrimannaskól- ann í Reykjavík, þessa virðulegu menntastofnun sem starfrækt hefur verið í höfuðstaðnum frá árinu 1891. Guðjón Ármann er Vestmanney- ingur og var skólastjóri Stýrimanna- skólans í Eyjum frá stofnun árið 1964 þangað til hann var skipaður kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík árið 1975, en hann hafði þá verið búsettur í Reykjavík frá því i gosinu. „Hérna í skólanum hafa í vetur verið um 150 nemendur og þar af útskrifuðust 129 nemendur af hin- um ýmsu stigum skólans, en venj- an er að menn séu eitt ár með hvert hinna fjögurra stiga sem skólinn hefur. I fjórða stiginu hafa verið teknar upp ýmsar greinar almenns náms, svo sem „Þau störf sem þessir menn takast á við að loknu námi eru það krefjandi að þeir verða að fá fyrsta flokks menntun, og hana fá þeir líka.“ Hér þykir alvarlegra að aka bíl próf■ laus en að stjórna skipi próflaus — segir Guðjón Ármann skólastjóri Stýrimannaskólans efnafræði og íslenska, þannig að nú geta menn með fjórða stig hlaupið yfir a.m.k. tvær annir í Tækniskólanum. Skólinn stendur öðrum framhaldsskólum ekkert að baki í námsgreinum eins og stærðfræði og sérstaklega tungu- málum. Fiestir fara beint á sjóinn eftir Stýrimannaskóiann en taki menn öll stigin fjögur eru þeir mjög hæfir til að gegna ýmsum stjórnunarstörfum hjá skipafé- lögunum." — Hver er staða skólans í dag? „Hérna er sífellt verið að gera breytingar. í haust er t.d. áformað að taka upp tölvukennslu og aukna kennslu í „shipping", en það er námsgrein sem tekur til stór- flutninga með skipum. En varð- andi stöðu skólans, þá hefur mér þótt sem nám við hann hafi verið vanmetið, ekki bara af þjóðfélag- inu heldur líka sjómönnum sjálf- um. Hérlendis er það litið alvar- legum augum ef próflaus maður tekur í bíl, en það þykir ekkert tiltökumál að próflausir menn skuli stjórna skipum. Þar er þó mun meira í húfi. Ég get t.d. bent ykkur á að í Sovétríkjunum þarf háskólagráðu til að stjórna stór- um skipum. Hérna er þessu öðru- vísi farið. Próflausir menn fá í stórum stíl undanþágur í ráðu- neytinu og ég veit dæmi þess að menn með full réttindi hafa ekki fengið stöður vegna undanþágu- manna. Það þætti saga til næsta bæjar ef strætisvagnabílstjórar þyrftu að víkja fyrir próflausum mönnum." — Nú er Stýrimannaskólinn sérskóli. Er eðlilegt að hann hverfi inn í hið hefðbundna áfangakerfi? „Það hafa nú heyrst veikar raddir þar um frá mönnum sem vilja fella þetta nám inn í eitt- hvert allsherjarkerfi. í þessu sam- bandi hafa verið settar upp námsskrár í skipstjórnarfræðum við framhaldsskóla og látið fylgja að þetta sé gert í fullu samráði við Stýrimannaskólann. Ég sá þetta af hreinni tilviljun niðri í ráðu- neyti, en sannleikurinn er sá að það hefur ekkert samráð verið haft við skólann. Það sýnir best hvert samráðið hefur verið að þeir fara vitlaust með nafn skólans." — Er litið á þetta sem annars flokks menntun? „Það læðist að manni sú hugsun. En þau störf, sem þessir menn takast á við að loknu námi, eru það krefjandi að þeir verða að fá fyrsta flokks menntun, og hana fá þeir líka. Að vera 24 mánuði á sjó við íslandsstrendur — en það er eitt af inntökuskilyrðum skólans — er talsvert nám út af fyrir sig og drjúgt veganesti hverjum ein- asta manni." — Þú sagðir í símanum áður en við komum að fjölmiðlum þætti þetta ekki merkileg stofnun. „Já, það er rétt. Fjölmiðlar virð- ast líta niður á þetta. Þeir ungu menn sem héðan útskrifast hljóta að spyrja sig af hverju ekki sé get- ið um þeirra námslok eins og ann- arra. Sem skólastjóri hafði ég t.d. samband við Ríkisútvarpið og þeir sögðu mér að það væri alls engin frétt að 130 nemendur væru að út- skrifast með skipstjórnarréttindi. Og hingað komu engir fjölmiðlar við skólaslit, fjölmiðlar sem alla jafna eru uppfullir af umsögnum um stúdentaútskriftir á vorin. Sem stjórnandi hér tekur það mig sárt að horfa upp á þessa mismun- un, því maður hefur svolítinn metnað fyrir hönd þessara stráka. Það má þó ekki skilja orð mín svo að ég virði ekki stúdentsmenntun- ina. Sjálfur er ég stúdent og legg áherslu á að börnin mín ljúki því prófi. En mönnum hættir bara oft til að skoða naflann á sjálfum sér, eða eru blaðamenn ekki oftar stúdentar en stýrimenn? — Hverju þarf að breyta? Fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð á lítilli eyju er nauðsynlegt að hætta þessum meginlandshugsun- arhætti sem hér viðgengst, og horfast í augu við þann raunveru- leika sem við lifum í. Það hefur sýnt sig að stjórn okkar á sigling- um og sjávarútvegsmálum stend- ur í órofa tengslum við sjálfstæði þjóðarinnar. Listin og menningin eru af hinu góða, auðga bæði lífið og gera það eftirsóknarverðara að vera lifað. En hér er til fólk sem kallar sig listamenn og situr á kaffihúsum lepjandi léttvín tím- unum saman. Það er ekki að mínu skapi. Guðbergur Bergsson kallaði þetta listmenni um daginn. Hann veit hvað hann segir, því hann er alvöru listamaður sem tekur starf sitt alvarlega. Slíka menn virði ég og met mikils." — g.sv. „Fjarveran treystir hjónabandið “ — segir Haukur Konráðsson á Akureyri „Ætli þaó verði ekki að segja að ég sé hobbý-trillukall," sagði Hauk- ur Konráðsson, þegar blaðamaður rakst á hann við bátabryggjuna á Akureyri. Sólin var tekin að skina og Haukur var allur hinn hressasti. „Annars er ég búinn að vera skipverji á Súlunni EA 300 í sjö, átta ár. Samanlagt er ég búinn að vera um þrjátíu ár til sjós. Hérna á Eyrinni hef ég verið alla tíð og kann mjög vel við mig. Trilluna þessa hef ég bara mér til ánægju. Ég kalla hana Ýrr.“ — Áttu fleiri áhugamál? „Ég veit ekki hvort ég á að þora að nefna það, en ég hef mjög gam- an að söng og fer á alla konserta sem ég kemst á. Svo á ég líka margar mjög góðar piötur sem ég hlusta á í frístundum. Foreldrar mínir höfðu mjög gaman af þessu, einnig bróðir minn og bróðurson- ur. (Jóhann Konráðsson og Kristj- án Jóhannsson. — Innsk. Mbl.) Eg held að þetta sé bara í blóðinu. Og þessi trilludella kemur til af því, að pabbi minn, hann Konráð Jó- hannsson gullsmiður, átti alltaf trillu og ég byrjaði að sullast á I trillu strax innan við fermingu. En sjáðu til, þegar maður er sjó- maður að atvinnu getur maður ekki sinnt hugðarefnum sínum eins og annað fólk. Ég er til dæmis handviss um að ég væri í kór ef ég hefði ekki gert sjómennskuna að ævistarfi. Ekki samt svo að skilja að ég sjái eftir því að hafa valið sjóinn, síður en svo. Kostir sjómennskunnar eru margir að minni hyggju. Til dæm- is vil ég nefna gott heimilislíf, en ég tel að fjarveran treysti á vissan hátt böndin við eiginkonu og börn. Það er alltaf gaman og spennandi að koma heim eftir að hafa verið lengi í burtu og samveran verður eftirsóknarverðari. Það er engin spurning að fjarveran treystir böndin og ég held að mörg sjó- mannshjónabönd séu einmitt góð af þessum sökum. Ef sjómennskan eyðileggur hjónaband, þá er ein- hver pikles í því fyrir." Haukur er lifandi og skemmti- lega ræðinn á sinni hörðu norð- lensku. Hann hefur eðlilega siglt á mörg lönd á þessum þrjátíu sjó- sóknarárum sínum, en hvert þykir Þó tregt sé um þorsk er Haukur Konráðsaon sáttur við lífið og tilveruna. Norðlendingnum skemmtilegast að koma? „Til Noregs, alveg tvímælalaust til Noregs. Eg kom þangað þegar ég var á síldinni á Norðursjónum og leist mjög vel á marga staði. Landslagið er fallegt og umhverfið vinalegt. Oftast hef ég þó komið til Þýskalands og Englands. Ég er til dæmis nýkominn frá Hull og þess vegna var ég nú að fá mér bjór hérna áðan." — Nú fer sjómannadagur í hönd. Hvað gera trillukallar þá? „Þeir fara stundum á ball, lyfta glasi og hitta kunningja. Það var til dæmis ljómandi ánægjulegt knall hérna í fyrra. Þá skemmti ég mér konunglega. Sjómannadagur- inn er skilyrðislaust hátíðardagur. Þá fer maður í messu, tekur þátt í reiptogi, kappróðri og ýmsu fleiru." — Þú ert ekkert uppá kant við tilveruna, svona í sólskininu? „Nei, því fer víðs fjarri. Ég er mjög sáttur við lífið og tilveruna, þó það sé tregt um þorsk þessa dagana. Það er gott fólk í þessu landi, hvert sem maður lítur, en það mætti bara standa betur sam- an. Fólki hættir til að finnast náunginn hafa það betra en það sjálft. Það er svona stundum verið að sítera í mann ef maður fær ein- hvern pening á loðnunni. Nei, það eru ekki þeir sem miður mega sín, heldur hinir sem aldrei hafa verið á flæðiskeri staddir og búa að minnsta kosti betur en ég, þó ég barmi mér nú ekki, nema síður sé. Ég hef alltaf haft nóg og mér líður vel.“ — g-sv-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.