Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR 144. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Átök námamanna og lögreglu í S-Afríku Jóhannesarhorg, 2. júlí. AF. TIL ÁTAKA KOM milli hópa þeldökkra gullnámamanna og lögreglu er a.m.k sjö þúsund námamenn neituðu ad mæta til vinnu í þremur námum og efndu til uppþota við þær. Námamenn köstuðu grjóti að lögreglunni, sem svaraði með því að dreifa mannfjöldanum með táragasi. Hermt var að 75 námamenn, sem sagðir voru forsprakkar verkfallsmanna, hefðu verið hnepptir í varðhald við námurnar. Þegar námamenn í Dreifon- tein-, Buffelsfontein- og Stilfon- tein-námunum lögðu niður vinnu var kallað út fjölmennt lið lög- reglu, sem þjálfað er í að bæla niður uppþot, til þess að halda uppi lögum og reglu, en náma- mönnum fannst þeim ögrað og hófu grjótkast að lögreglunni. Gullnámurnar í Dreifontein eru þær stærstu og auðugustu í heimi. Orsakir uppþotanna eru sagðar óánægja námamanna með 11% kauphækkun, sem þeir fengu í vik- unni, en 16% verðbólga er í land- inu. Einnig er talið að námamenn hafi verið að mótmæla öryggis- ráðstöfunum í námunum í fram- haldi af nýlegum dauðaslysum í námunum. Talsmaður eigenda Dreifont- ein-gullnámanna sagði í dag, að 13.500 námamenn hefðu lagt niður vinnu á fimmtudagskvöld og grýtt byggingar og bíla í víðtækustu óeirðum í sögu námanna. Réttindi blakkra námamanna hafa smátt og smátt aukist, og í seinni tíð hafa kauphækkanir ver- ið reyndar til að minnka bilið milli hvítra námamanna og blakkra með því að veita þeim þeldökku hlutfallslega meiri hækkanir. Hvítum námaverkamönnum, sem jafnan búa yfir meiri verkmennt- un en blakkir, var boðin 9% launa- hækkun á sama tíma og blakkir fengu 11%. Samtök hvítra náma- verkamanna höfnuðu tilboðinu og hyggja á aðgerðir til að knýja fram 15% launahækkun. Flugræninginn Sepala Ekanayaka, sem var tekió sem þjóóhetju í heima- landi sínu, er þarna á leió í banka með lausnargjaldið fyrir farþegana 260, en bankinn sá sér ekki fært að taka vió svo illa fengnu fé. Sjá nánar á bls. 17: „Flugræninginn sem þjóðhetja...“ Þingsveinar kynferðisleg bráð 1 augum þingmanna Wa.shington, 2. júlí. AF. SIÐANEFND fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur hrint af stað rannsókn á þeim stað- hæfingum að hópur þing- manna hafi litið unga þing- sveina sem kynferðislega bráð. Heimildir hermdu að rann- sóknirnar beindust gegn sex þingmönnum, sem bæði væru úr röðum demókrata og repúblik- ana. Gáfu þeir til kynna, að einn þingmannanna væri áhrifamik- ill demókrati, en enginn repú- blikana væri í áhrifastöðum. Tildrög málsins eru þau að 16 ára þingsveinn, sem þó sagðist hvergi hafa komið nærri, gaf starfsmönnum á skrifstofu full- trúadeildarinnar nákvæmar upplýsingar um fleiri en eitt samkvæmi, þar sem kókaín var haft um hönd og sódómska við- höfð. Jafnframt hafa komið fram ásakanir um að þingmenn hafi lagt hart að þingmeyjum að leggjast með sér. Þá fer fram rannsókn á því hvort kókaín-sala hafi átt sér stað á Capitol Hill. Blaðið Daily News í New York sagði í dag að því hefði verið haldið fram fyrir rétti, að tveir þingmenn frá Kaliforníu hefðu verið fastir við- skiptavinir kókaín-hrings, sem starfræktur hefði verið í þing- húsinu. BROTTVÍSUN — Argentínumenn töpuóu fyrir Brazilíu (3—1) í Heims- meistarakeppninni á Spáni í gær, og eru þar með fallnir úr keppninni um heirasmeistaratignina. Stjarna þeirra, Maradona, var rekinn af leikvelli fyrir grófan leik, og sýnir myndin það atvik, þegar Rubio Vasquez, dómari frá Mexíkó, sýnir Maradona rauóa spjaldió. Osvaldo Ardiles er dómaranum ekki alveg sammála. Þá lauk leik Vestur-Þjóðverja og Spánverja með 2—1 sigri þeirra fyrrnefndu. Símamynd ap PLO fellst á fyrir- komulag uppgjafar Beirút, 2. júlí. AP. Ríkisútvarpió í Líbanon sagói í kvöld, að náöst hefói samkomulag ur fyrirkomulag uppgjafar og brottflutnings skæruliöa PLO frá Libanon t ótiltekins Arabaríkis. Samkvæmt samkomulaginu fá skæruliðar aó vera me tvær 250 manna sveitir í Líbanon, aöra í norðurhluta landsins og hina Bekaa-dal, þar til herir Sýrlendinga og ísraela verða á brott úr landinu. samkomulaginu, sem Shafik Wazzan forsætisráðherra og Yasser Arafa gerðu með sér, er ráö fyrir því gert að ísraelar hörfi nokkra kílómetra fr Beirút samtímis því sem skæruliðar veröa fluttir á brott. Þrír ísraelskir hermenn, sem voru við gæzlustörf norðaustur af borg- inni Bhamdoun, særðust þegar á þá Jenkins kosinn leiðtogi brezkra jafnaðarmanna London, 2. júlí. AF. ROY JENKINS, fyrrum forseti framkvæmdanefndar Efnahags- handalags Evrópu, var í dag kjör- inn leiötogi Jafnaðarmannaflokks- ins brezka. Jenkins hlaut 26.256 atkvæði á móti 20.864 atkvæðum David Owen fyrrum utanríkisráð- herra. Þetta er í fyrsta sinn sem Jafnaðarmannaflokkurinn velur sér leiðtoga. Alls tóku 75,6% flokksbundinna, sem eru 63 þús- und, þátt í atkvæðagreiðslunni. Er þetta jafnframt í fyrsta sinn sem flokksmenn brezks stjórn- málaflokks kjósa foringja sinn svo beinni kosningu. Jenkins, sem er 61 árs, var einn fjórmenninganna, sem fyrstir klufu sig út úr Verka- mannaflokknum og hvöttu til stofnunar flokksins. Owen, sem varð 44 ára í dag, var í þessum hópi, og einnig Shirley Williams og William Rodgers fyrrum þingmenn Verkamannaflokks- ins. Einn tilgangur flokksstofn- unarinnar var að binda endi á veldi íhalds- og Verkamanna- flokksins, sem skipst hafa á að fara með völd í landinu. í þessu skyni myndaði Jafnaðarmanna- flokkurinn kosningabandalag með Frjálslynda flokknum. Roy Jenkins sagði í kvöld, að nú væri rétti tíminn til að hefja nýja sókn fyrir nýjum tækifær- um brezku þjóðarinnar í lands- málum. var gerð skotárás í kvöld, og er þetta í fyrsta sinn á sex dögum, sem vopnahléð í Líbanon er rofið. Egyptar og Frakkar kröfðust þess í dag að Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna léti ástandið í Miðausturlönd- um, og þá einkum og sér í lagi Líban- on, til sín taka. Hófust ráðaleitanir vegna þessa í dag, en óljóst var hvenær af fundi gæti orðið. Uppkast að ályktun hefur verið dregin upp. Embættismenn í ísrael sögðu að Yitzhak Shamir utanríkisráðherra hefði veitt Frökkum afdráttarlausa áminningu fyrir afskiptasemi af diplómatískum tilraunum til að koma Palestínuskæruliðum frá Líb- anon. Sagði Shamir stuðning Frakka við málstað skæruliða eingöngu til að viðhalda hörmungum Líbana og Palestínumanna, hörmungum, sem skæruliðar PLO beri ábyrgð á, eins og hann komst að orði. Útvarpið í ísrael sagði að ísraelski herinn hefði þrengt og þétt umsátrið um Beirút til þess að leggja áherzlu á óánægju Israeta með gang dipló- matískra tilrauna til að koma skæruliðum á brott. Skæruliðar PLO hafa einnig notað bardagahléð til að styrkja varnir sínar í vesturhluta Beirút. Mörgum götum hefur verið lokað með tveggja metra háum múrveggjum, og grafnir hafa verið skurðir þvers og kruss á strandlengjunni til að torvelda land- göngu Israela. Yfirmaður hermanna kristinna hægrisinna sakaði PLO um að villa fyrir samningamönnum og ljúga til um vilja sinn til að hverfa á brott frá Beirút. Með þessum blekkingum væru þeir að reyna að „kaupa sér tíma" í þeirri von að þrýstingur á ísraela um að þeir hverfi á brott með herlið sitt frá Líbanon verði aukinn. Rúmlega 93% kjósenda í ísrael styðja innrásina í Líbanon, og ef gengið yrði til kosninga nú, ynni Menachem Begin stærsta kosninga- sigur, sem um gæti í sögu Israelsrík- is, samkvæmt skoðanakönnun, sem Jerúsalem Post birti í dag. Charles Wilson fulltrúadeildar- þingmaður, sem nýkomin er frá Líb- anon, sagði í dag, að þrátt fyrir mik- ið eigna- og manntjón, væru Líbanir þakklátir Israelum fyrir að ráðast inn í landið og hreinsa heilu svæðin af Palestínuskæruliðum. Egyptar sögðust tilbúnir til að skjóta skjólshúsi yfir útlagastjórn Palestínumanna, en útilokuðu þann möguleika að skæruliðaleiðtogar, þ.á m. Arafat, ættu þar aðild að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.