Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1982 15 Stílhreint ma-lanoro með öllum nauðsynlegum malum. 155 DIN hestafla vél meft túrbínu bíllinn mjög góða aksturseigin- leika, og þá alveg sérstaklega á malbikinu og steyptum vegum. Hann er tiltölulega stífur og gefur lítið eftir þótt keyrt sé hratt í beygjur, enda eru sérstaka „ball- ansstengur" í honum, sem ýta á móti. Maður situr því í nokkurn veginn eðlilegri stöðu þótt keyrt sé hratt inn í beygjur. Bíllinn er bú- inn sérstökum sportdempurum, sem leitast stöðugt við að haldast í lengstu stöðu, sem gerir það að verkum, að bíllinn svarar enn bet- ur fyrir vikið. Áður en farið var út á mölina skiptum við um hjólbarða undir bílnum, enda kemur hann hingað til lands á sérstökum hraðakst- ursdekkjum frá Pirelli. Undir voru sett mýkri dekk frá Michelin, sem komu mjög vel út, þannig að maður varð tiltölulega lítið var við stífleika bílsins þótt ekið væri um ójafna malarvegi. Auðvitað verður aldrei hægt að sameina í einum og sama bílnum aksturseiginleika bæði fyrir mal- bikið og mölina, svo öllum líki, og svo er með TURBO-inn. Það er óhætt að gefa honum hæstu ein- kunn fyrir aksturseiginleika á malbiki og steyptum vegum og síðan ágætiseinkunn úti á mölinni. Bremsur bílsins eru mjög góðar. Ástigið er tiltölulega létt og þær stöðva bílinn á skammri vega- lengd. Volvo og aðrir sænskir framleiðendur hafa reyndar verið með miklar tilraunir í gangi varð- andi bremsur bíla og er ekki hægt að segja annað en bærilega hafi tekizt til í þessum bíl. Það er auð- velt að bremsa þótt ekið sé á mikl- um hraða. Eins og áður sagði er Volvo GLT TURBO gefinn upp 4—5 manna bíll og hann stendur fyllilega und- ir því. Auk þess sem rými er gott fyrir ökumann og farþega, er far- angursrýmið mjög stórt. Talað er um að „skottið" sé liðlega 400 lítr- ar að stærð. Volvo GLT TURBO er í raun fjölskyldubíll með ákveðna eigin- leika sportbílsins og því mjög skemmtilegur. Framleiðandinn gefur reyndar ekki upp þann tíma, sem það á að taka, að komast í 100 km hraða, en samkvæmt mæling- um erlendra bílablaða, tekur það bílinn á bilinu 8,5—8,9 sekúndur, en hann er knúinn 4 strokka, 155 DIN-hestafla vél. — sb — Stílhreint nuelaboro. jeppa í þessum stærðarflokki. Helztu mál Pajerosins eru: — Lengd: 3.920 mm. — Hjólahaf: 2.350 mm. — Breidd: 1.680mm. — Veghæð: 245 mm. — Hæð: 1.880mm. — Eigin þyngd: 1.395 kg. Bílinn verður hægt að fá með tveimur mismunandi vélum, eftir vali viðskiptavina, annars vegar 2,6 lítra benzínvél og hins vegar 2,3 lítra dísilvél, en þær eru báðar með titringsdreifum, sem gerir ganginn hljóðan og þýðan. Pajeroinn er með blaðfjöðrum að aftan, en hins vegar eru gormar að framan, sem þýðir sjálfstæða fjöðr- un framhjólanna. Þá má geta þess, að skáset.tir döggdeyfar eru að aft- an. Bílinn er búinn vökvastýri, sem er ánægjuefni fyrir jeppaáhuga- menn. Loks má geta þess, að miðað við gengið í dag kostar bíllinn með benzínvélinni liðlega 210 þúsund krónur, en dísilbíllinn liðlega 235 þúsund krónur og munu fyrstu bíl- arnir koma hingað til lands í haust. Styðjum framtak þeirra Eftir Gísla Jónsson menntaskólakennara Flestum mun kunnugt að Nátt- úrulækningafélagið á Akureyri er nú að koma upp heilsuhæli Norð- lendinga við Kjarnaskóg á Akur- eyri. Að vísu hafa bumbur ekki verið barðar hátt né blásið fast í lúðra. Fremur er um það að ræða, að fólk vinni af hugsjón og í kyrr- þey að f ramgangi þessa máls. Undirbúningur þessa verkefnis hófst árið 1970. Enda þótt lítt hafi komið til stuðningur opinberra að- ila, er byggingunni svo á veg hrundið, að lokið hefur verið kjall- ara að 600 fermetra húsi, ásamt innisundlaug. Á þessu sumri mun verða tekin fyrir fyrsta hæð af þremur, sem verða í þessum áfanga, og verður þar þjónustuaðstaða, lækningaað- staða, matsalur, eldhús og fleira. Tvær næstu hæðir eru ætlaðar til íbúðar. Þar verða eins eða tveggja manna herbergi. Á hverju herbergi verður hreinlætisaðstaða góð: steypubað, vaskur og salerni. Þess er gætt að nota megi hjóla- stóla, og einnig er lyfta í húsinu. Heilsuhælið í Hveragerði getur alls ekki tekið við þeim fjölda sem þangað vill komast. Margir þurfa að bíða mánuðum saman eftir dvöl þar, enda hafa sjúkrahúsin for- gang til að senda þangað sjúklinga sem þarfnast endurhæfingar eftir aðgerðir. Fáein orð til stuðnings Náttúrulækningafé- laginu á Akureyri Hvernig skyldi Náttúrulækn- ingafélaginu ganga að afla fjár til svo myndarlegrar byggingar sem þeirrar er nú rís á Kjarnasvæð- inu? Vissulega hafa margir gefið peninga til þessa hælis, og félag- arnir hafa vægast sagt verið ólatir og ósérhlífnir við alla fjáröflun. En félagið hefur engan fastan tekjustofn. Samt sem áður er svo góð reiða á fjármálum að allar teikningar og framkvæmdir til þessa eru greiddar og dálítill sjóð- ur afgangs til framkvæmdanna í sumar. Fyrir þessa reiðu og reglu- semi má ekki láta félagið gjalda, heldur er þetta verðlauna vert. Mikið er rætt um atvinnumál á Akureyri um þessar mundir og sist að ástæðulausu. Minna má á þessa byggingu og það fólk sem fær starf í hælinu, þegar það er komið upp. I þeim áfanga, sem nú er í byggingu, er gert ráð fyrir sjötíu dvalargestum, og til þess að sinna þeim þarf að minnsta kosti tvo tugi starfsfólks. Enn er að minna á sparnað á fargjöldum fyrir Norðlendinga og Austfirðinga. Hann hlýtur að verða nokkur eða mikill, miðað við það að fara ella til Hveragerðis. Ekki skiptir hitt minna máli, hversu biðtíminn styttist, þegar annað heilsuhæli er upp komið, og mun margur sjúklingurinn þjást skemmri tíma fyrir vikið, og koma þá þeim mun fyrr út í lífið á ný. Það er efni greinar þessarar að vekja athygli á hinni merkilegu starfsemi sem áhugafólkið í Nátt- úrulækningafélaginu vinnur. Það starf er mikið og ekki bara mikil- vægt fyrir Akureyri og nærbyggð- ir, heldur landið allt. Því er það einnig efni þessarar greinar að hvetja alla, sem lesa, til þess að hugsa með sér, hvað hver og einn geti lagt af mörkum með einhverj- um hætti til þess að stuðla að því að heilsuhæli Norðlendinga við Kjarnaskóg megi rísa og gera sitt mikla gagn fyrr en síðar. Þjóðdansahópur frá V-Þýzkalandi dansar hér Þjóðdansaflokkur úr Svartaskógi í Vestur-Þýzkalandi dansar víða um land næstu daga, en flokkurinn er hér á landi í boði þjóðdansaflokks- ins Fiðrildanna á Egilsstöðum. Þjóðverjarnir dansa við Árbæ síðdegis á sunnudag, í Reykholti í Borgarfirði á mánudagskvöld, Ak- ureyri á þriðjudag, Laugum í Þingeyjarsýslu á miðvikudag og loks á Egilsstöðum á miðvikudag með gestgjöfum sínum. lii FAI TRAKTORSGRÖFUR 4ra hjóla drifnar til á lager VEL HANNAÐAR — STERKAR SÝNINGARVÉLAR Á STAÐNUM Kynnið ykkur verð og skilmála. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Sími 38900 mAtturhinnamörcu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.