Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 22
LANDSMOT '82 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1982 21 Vegleg peninga- verðlaun Að venju verða vegleg pen- ingaverðlaun veitt þeim sem lenda í 3 efstu sætum í hverri keppnisgrein. Nánar tiltekið er fjárhæð verðlauna sem hér seg- ir: í 150 m. skeiðirl. verðl. kr. 5.000,- 2. verðl. kr. 3.000,- 3. verðl. kr. 2.000,- í 250 m. skeiði:l. verðl. kr. 10.000,- 2. verðl. kr. 7.000,- 3. verðl. kr. 4.000,- í 250 m. stökki:l. verðl. kr. 5.000,- 2. verðl. kr. 3.000,- 3. verðl. kr. 2.000,- í 350 m. stökki:l. verðl. kr. 6.000,- 2. verðl. kr. 4.000,- 3. verðl. kr. 3.000,- í 800 m. stökki:l. verðl. kr. 8.000,- 2. verðl. kr. 6.000,- 3. verðl. kr. 4.000,- í 300 m. brokki:l. verðl. kr. 5.000,- 2. verðl. kr. 3.000,- 3. verðl. kr. 2.000,- Fyrstu 3 hestar fá síðan auðvitað verðlaunapeninga, gull, silfur og kopar. Verði sett íslandsmet fær viðkom- andi metverðlaun, sem er þá sérstakur verðlaunagripur. Alls eru skv. þessu veittar kr. 82.000,- í peningaverðlaun í kappreiðum. R.T. Aðgát vegna smithættu Blaðið hafði samband við Pál Agnar Pálsson, yfírdýralæknir og kannaði hvort gerðar yrðu ein- hverjar sérstakar ráðstafanir til að forða því að erlendir gestir á landsmóti hefðu eitthvað það í far- angri sínum sem gæti valdið smithættu. Yfirdýralæknir kvaðst hafa skrifað embætti tollgæzlustjóra og vakið athygli hans á nauðsyn þess að tollverðir væru vel á verði, ekki sízt á Sauðárkróki og Akureyri, þar sem flugvélar munu lenda fullhlaðnar erlend- um áhugamönnum um íslenzka hestinn. Með þeim samgöngum sem nú eru, geta liðið fáir klukkutimar frá því að maður fer úr hesthúsi á erlendri grund og þar til hann stígur fæti inn í íslenzkt hesthús eða setur notað beizli sitt upp í íslenzkan hest. Að sjálfsögðu fögnum við og bjóðum velkomna erlenda vini íslenzka hestsins, en minnum á að nausynlegt er að þeir skilji reiðstígvél sín og reiðtygi eftir heima. Heilbrigði íslenzka hrossastofnsins er slík gæfa að dapurlegt yrði til þess að hugsa ef örlítil yfirsjón myndi valda þar þáttaskilum. - RT 70 þátttakendur í unglingakeppni Unglingakeppnin á landsmóti fer fram föstudaginn 9. júlí, yngri flokkur, og laugardaginn 10. júli, eldri flokkur. Stjórnandi keppn- innar er Rosemarie Þorleifsdóttir, Vestra-Geldingaholti, sem hefur mikla reynslu i unglingastarn og reiðkennslu. Keppni er hagað þannig í yngri njkki að keppendur sýna hest sinn á feti, tölti eða brokki og stökki. Eldri flokkur sýnir fet, hægt tölt, brokk, stökk og yfirferðargang, tölt, brokk eða skeið. Annars vegar er gefin einkunn fyrir gangtegundir og hins vegar fyrir taumhald og ásetu. Frammistaða knapans sjálfs, er m.ö.o. meginuppistað- an í keppninni, og ekki nóg að vera vel ríðandi. Með þessu móti verður það líka mál manna að heildarsvip- ur unglingakeppninnar gefi keppni hinna eldri lítt eða ekk- ert eftir hvað snertir smekklega útfærslu á sýningu. Rosemarie upplýsti okkur um að dæmt yrði með spjaldadómum. Keppendur munu vera um 45 í eldri flokki og 25 í yngri flokki, eða alls 70 unglingar. — rt Sex efstu hestar í B-flokki gæðinga i Landsmótinu 74. Lengst til vinstri er sigurvegarinn Gammur fri Hofsstöðum, knapi Magnús Jóhannsson, næstur er GkSfaxi fri Holtsmúla sem varð í 5. sæti, Vestri sem Skúli Steinsson situr en hann varð í 4. sæti, þi er það Roði fri Klatatungu varð annar, næstur honum er Litli-Jarpur fri Götu varð í 6. sæti og lengst til hægri er llrímnir fri Samtúni og varð hann i þriðja sæti, knapi i honum er Sigurbjörn Bárðarson. Gæðingakeppni á Landsmóti: „Undrabarnið" lllynur fri Akureyri, knapi Eyjólfur lsólfsson. Fæðast nýjar stjörnur? ÞEGAR tal manna berst að Lands- móti hestamanna ber yfirleitt hæst gæðingakeppnin og kynbótasýning- in. Og er þi gjarnan talað um kyn- bótasýninguna sem alvöruna en gæðingakeppnina sem leikinn. En það er nú svo að öllu gamni fylgir alvara og i það vel við um gæðinga- keppnina. A þeim átta Landsmótum sem haldin hafa verid hefur itt sér stað stöðug þróun hvað varðar gæðingakeppnina. Á fyrstu mótun- um voru gæðingarnir dæmdir eftir sama dómstiga og kynbótahrossin, þ.e. bæði gefnar einkunnir fyrir byggingu og hæfileika og að sjálf- sögðu farið á bak hverjum hesti af dómnefndarmanni. Nú er öldin önn- ur, ekki er lengur gefin einkunn fyrir byggingu sem slíka, heldur fell- ur það undir eina einkunn, fegurð í reið. Aftur i móti er farið i bak hverjum hesti og honum gefinn vilja- einkunn en það var fellt út úr keppn- inni um árabil en aftur tekið upp. Nú, þegar fremstu gæðingum landsins er stefnt saman til keppni, er ekki óeðlilegt að eftir- vænting ríki meðal manna. Á það bæði við um eigendur gæðinganna og knapa og ekki síð- ur þá sem fylgjast með af ein- skærum áhuga, en þeir eru nokkuð margir. Sagan er fljót að berast og svo hefur það verið með úrslit í úrtökukeppnum hestamannafé- laganna víða um land. Orðspor hefur farið af góðum hestum í öll- um landsfjórðungum og væri hægt að nefna mörg nöfn sem kunna að vera líkleg til stórra afreka en að vandlega athuguðu máli var sú ákvörðun tekin að nefna engin nöfn því hætta er á að einstökum hestum yrði þar mismunað í um- sögn og of langt mál yrði það ef ætti að telja þá alla upp. Alls mun hestamannafélögunum heimilt að senda 186 hesta til keppni en ekki reiknað með að heimild þessi verði fullnýtt. Gæðingadómar hefjast á mið- vikudag 7. júlí klukkan níu með dómum á klárhestum með tölti og má reikna með að því ljúki ekki fyrr en undir kvöldmat. Alhliða- gæðingar verða síðan dæmdir daginn eftir og verður byrjað á sama tíma, eða klukkan níu. Á sunnudag klukkan 14.30 fer síðan fram endurröðun á tíu efstu gæð- ingum í báðum flokkum og verð- laun afhent að því loknu. Tvær dómnefndir munu starfa við gæðingadómana, hvor í sínum flokki. Alhliðagæðinga dæma eft- irtaldir: Ármann Gunnarsson sem er stjórnandi, Björn Jónsson, Friðrik Guðmundsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Halldór Gunn- arsson, Jón Guðmundsson og viljadómari verður Hallur Jóns- son. Klárhestana dæma Gunnar Egilsson sem er stjórnandi, Arngrímur Geirsson, Guðmundur Hermannsson, Jón Sigurðsson, Magnús Jóhannsson, Þorvaldur Guðnason og viljadómari verður Guðni Jónsson. Eins og áður sagði ríkir mikil eftirvænting um úrslit í gæð- ingakeppninni og er það ekki síst vegna þess hve margir óþekktir hestar mæta í keppnina. Er það þá spurningin hvort einhver ungur og óþekktur hestur nær að slá í gegn eins og oft hefur gerst. Er þess skemmst að minnast þegar Hlyn- ur sigraði í B-flokki á síðasta Landsmóti þá lítið þekktur utan síns héraðs. Er ekki á neinn hallað þó fullyrt sé að hann sé fremstur íslenskra gæðinga sem komið hafa fram. Eða eins og einn orðaði það „Hlynur er undrabarn í íslenskri hestamennsku". Annar klárhestur skaut upp á stjörnuhimininn á Landsmótinu 1974, en það var Gammur frá Hofstöðum. Sigraði hann með nokkrum yfirburðum og var þaö byrjunin á glæstum ferli hans, en eins og kunnugt er, er hann núverandi Evrópumeistari í tölti og hefur hann tvisvar unnið þann titil. Á Þingvöllum 1970 sigr- aði svo Gráni Jóhanns Friðriks- sonar sem löngum hefur verið kenndur við „Kápuna". Og til gamans má geta þess að Gráni var sýndur í gæðingakeppni Fáks nú í vor tuttugu og þriggja vetra gam- all og er hann fyrsti varahestur frá Fáki. Af A-flokkshestum ber hæst afrek Blæs frá Langholtskoti en hann náði þeim árangri að sigra á tveim Landsmótum í röð eða 1966 og 1970. Annar hestur hefur unnið þetta afrek en það var Stjarni frá Oddsstöðum sem Bogi Eggertsson átti, sigraði hann 1954 og síðan eftir átta ár á Skógarhól- um. Þá var Stjarni orðinn 17 vetra gamall og verður það að teljast ágætt afrek hjá svo fullorðnum hesti. En Skúmur frá Stóru-Lág var einnig sautján vetra þegar hann sigraði á Skógarhólum 1978 og svona mætti lengi halda áf ram, því mikil afrek hafa verið unnin af afrekshestum á þeim Landsmót- um sem haldin hafa verið og væntanlega verður svo enn. VK f flokki alhliða gæðinga sigraði Núpur frá Kirkjubæ i landsmótinu "74. Eig- andi og knapi er Sigurfinnur Þorsteinsson. „Oft verður gæðingur úr göldnum fola", segir miltækið og þarna eru tveir kunnir tamningamenn, þeir Reynir Aðalsteinsson og Pétur Behrens að byrja i einum slíkum. Ekki vitum við nafnið i knapanum en frekar er þetta nýstirleg áseta og taumhaldið ekki siður. Myndin er tekin i tamningastöðinni i Hvítir- bakka 1970. Fjölmennt starfslið á mótinu Á landsmótinu verður fjöldi manns er starfar meðan i mótinu stendur. Lesendum til gagns og gamans birtum við hér lista yfir helstu starfsmenn mótsins. Framkvæmdanefnd skipa: Sveinn Guðmundsson, Egill Bjarnason, Þórarinn Sólmundsson og Páll Dagbjartsson. Yfirgjald- keri: Guðmundur Ó. Guðmunds- son. Yfirstarfsmannastjóri: Frið- rik Guðmundsson. Þulir: Óttar Björnsson, Birkir Þorkelsson og Haukur Sveinbjarnarson. Vallar- stjóri kappreiða: Árni Magnússon. Yfirhlaupagæslumaður: Guð- mundur Ólafsson. Ræsar: Sigfús Guðmundsson og Friðrik Stef- ánsson. Sýningarstjóri kynbóta- hrossa: Arngrímur Geirsson. Yfir- tímavörður: Vilhjálmur Pálsson. Formaður kappreiðadómnefndar: Hreinn Árnason. Yfirfótaskoðun- armaður: Jón Garðarson. Yfir- matreiðslumaður: Ólafur Björns- son. Útgáfustjóri á mótsstað: Þór- arinu Sólmundsson. Auk ofantaldra mun fjöldi manns starfa við gæslu í girðing- um og stóðhestahúsi. Ritarar verða með öllum dómnefndum og í dómpalli. í eldhúsi verður mikið starfslið því auk þess sem fæða þarf alla starfsmenn verður veit- ingasala. Hestamannafélagar í hestamannafélögum norðanlands munu leggja til sjálfboðaliða í flest störf sem unnin eru á mót-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.