Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1982 Volvo GLT TURBO reynsluekið j ^^ Jm 2A W*" 8T f ' ¦ 3pSB * jH B? (V'^o' ¦SLðA Rými er mjög gott í bílnum SÍFELLT fleiri bílaframleiðendur bjóða nú bíla sína búna með túrb- ínu. Einn þeirra er Volvo, en fyrir nokkru reynsluók ég Volvo GLT TURBO, sem er 240-línu bíll með túrbínu, auk þess sem hann er bú- inn ýmsum aukahlutum, sem ekki er að finna í hefðbundinni útfærslu bílsins. Eg þurfti ekki að aka bíln- um lcnjji til að finna, að ég var með mjög skemmtilegan hraðakstursbíl í höndunum. TURBO-inn hefur allt aðra svörun en hin hefðbundna út- færsla af Volvo 240. Hann er allur mun stífari og skemmtilegri til hraðaksturs i malbikinu. Það hvarflaði því óneitanlega að mér, að bíllinn yrði nánast ókeyrandi úti á mölinni, en svo reyndist ekki vera, reyndar skiptum við um hjólbarða og settum mýkri barða undir hann. Almennt má segja um Volvo GLT TURBO, að hann fáí góða einkunn fyrir aksturseigin- leika. Eins og með aðra túrbínubíla, þarf ekki að kvarta undan kraftin- um, það er eins og bíllinn fái víta- mínssprautu, þegar honum er gef- ið inn. Það er því mjög skemmti- legt að skjótast á honum innan- l.jósmynd Mbl. Kmilín. bæjar. Þá kemst krafturinn að sjálfsögðu til skila, þegar maður ekur honum á langkeyrslu. Volvo GLT TURBO er fjögurra dyra og er 4—5 manna. Mjög þægilegt er að ganga um dyr bíls- ins, hvort heldur farið er inn að framan eða aftan. Þá falla hurð- irnar vel að stöfum. Volvo-bílar hafa löngum verið þekktir fyrir góð sæti, sérstaklega framsætin, og svo er einnig í þessum. Sætin eru klædd þægilegu tauáklæði og mjög gott er að sitja í þeim. Þau hafa ýmsa stillingarmöguleika. Bakið má færa fram og aftur eftir óskum hvers og eins, auk þess sem stilla má stífleika þess. Um setuna er það að segja, að hægt er að stilla hallann á henni eftir vild, sem er mikill kostur. Þá er auðvit- að hægt að færa sætin fram og aftur að vild. Aftursætið er enn- fremur þægilegt ísetu, sé um tvo að ræða. Reyndar má segja, að þrír fullorðnir geta ekki setið aft- ur í Volvonum með góðu móti. Sætið er þannig formað. Þegar maður er setztur í bíl- stjórasætið fer vel um mann, að öðru leyti en því, að kassinn milli sætanna er alítaf frekar hvimleið- Mjög góðir aksturseiginleikar — Kraftmikill — Rúmgóður ur og er í raun furðulegt, að Volvo skuli ekki hafa breytt hönnun hans. Þegar meðalstórir menn og stærri sitja undir stýri, liggur hægri fóturinn óþægilega utan í kassanum, sem verður pirrandi til lengdar. Mjög vel sést út úr bíln- um, sama hvert litið er og er það mikill kostur. Mælaborðið í Volvo er mjög vel hannað, mjög vel sést á alla mæla og stjórntækin eru flest innan seilingar. Stýrishjólið er af góðri stærð og hallinn á því er að mínu mati góður. Maður þreytist ekki á því að keyra bílinn langar vega- lengdir. Það vill oft brenna við í bílum, að maður þarf sífellt að vera að skipta um stellingar gagn- vart stýrishjólinu. í bílnum eru allir nauðsynlegir mælar, þannig að mjög auðvelt er að fylgjast með gangi mála. Miðstöðin er þriggja hraða og mjög kraftmikil. Það tekur aðeins skamma stund að hreinsa rúður bílsins allan hring- inn. Rúðuupphalarar eru allir rafdrifnir í TURBO-num og er það mikið hagræði. Auk þess er bíllinn búinn miðstýrðri læsingu á öllum hurðum. Það þýðir, að þegar bíl- stjórahurðinni er lokað með lykli nm Sighvatur Blöndahl Volvo Gerð: Volvo QLIT TURBO Framleiðandi: Volvo Framleiðsluland: Svíþjóo Umboðsmaður: Veltir hf. Verð: 262.000,- Ryövörn: 2.700.- Þyngd: 1.394 kg. Lengd: 4.890 mm Breídd: 1.709 mm Hæð: 1427 mm Skottrými: 400 lítrar Benzíntankur: 60 lítrar Vél: 4 strokka ? túrbína Hestöfl: 155 DIN Bremsur: Diskabremsur fram- anog attan Hjólbarðar: Pirelli P6, 195/80HR-15 Tími í 100 km/klat: 8,5—841 sekúndur Innifalið í verði: Sanseraður litur + sportfelgur læsast allar aðrar hurðir bílsins einnig. TURBO-inn er beinskiptur, fjögurra gíra með yfirgír, sem kalla má 5. gír. Ekki er hægt að fá bílinn sjálfskiptan frá verksmiðju. Skiptingin er mjög þægileg, stutt er milli gíra og auðvelt að skipta. Yfirgírinn, eða 5. gírinn, kemur inn þannig, að stutt er á lítinn hnapp ofan á gírstönginni. Bíllinn vinnur vel í öllum gírum, enda krafturinn nægur. Það má reynd- ar segja, að hann verði aldrei afl- vana, nema ef vera skyldi, ef hon- um er ekið of hægt í yfirgírnum. Túrbínan kemur yfirleitt inn við tæplega 3 þúsund snúninga og það þarf því ekki að gefa bílnum mikið inn áður en túrbínan fer að virka. Fyrst farið er að tala um túrbín- una, má reyndar skjóta því að, að hægt er að fá hana keypta hjá um- boðinu og setja í venjulegar gerðir af Volvo. Þá kostar hún með öllu tilheyrandi um 30 þúsund krónur. Bíllinn verður seint aflvana í gír- unum, en óneitanlega fannst mér hann skemmtilegastur þegar mað- ur var að skjótast áfram í 3ja gírnum. Eins og ég sagði í upphafi hefur Nýr frá Miteubishi: Pajero-jeppinn á götuna í haust M^TRL. TOP 2300 QIESEL. TURÖO Pajero, nýi jeppinn frá Mitsubishi. MIKIÐ líf hefur færst í jeppamarkað- inn hér á landi á síðustu misscrum, eftir mikla ördeyðu allt frá árinu 1974. Sá nýjasti er frá Mitsubishi-verksmiðj- iinum japönsku og heitir Pajero. r'yrstu bílarnir munu væntanlega sjásl á götunum hér með haustinu. Pajeroinn er með óvenjulega mikla veghæð, þ.e. fjarlægð frá vegi að lægsta punkti undirvagns, sé miðað við jeppana eins og þeir koma frá framleiðanda. Jeppaeigendur hér á landi hafa hins vegar iðulega hækkað þá upp til þess að gera þá betur fallna til aksturs í vegleysum. Þrátt fyrir hina miklu veghæð er Pajeroinn að mínu mati stílhreinn og hefur eðlilegar línur. Annar hlutur, sem vekur athygli við fyrstu skoðun, er hversu vel bú- inn bíllinn er að innan. Það má segja, að hann sé búinn góðri fólks- bílainnréttingu, sem maður á ekki að venjast í jeppum. Framsætin eru eins og maður þekkir þau úr Mitsu- bishi fólksbílunum, með góðum bakstuðningi, auk þess sem þau eru með fjaðrandi undirstöðu, sem kem- ur sér vel þegar ekið er um í ójöfnur utan vegar. Það má kannski segja um aftursaetið, sem er bekkur, að það sé af einfaldari gerðinni, sé mið- að við fólksbila. Mælaborðið er vel búið mælum og tækjum, sem nauðsynleg geta talizt í jeppum. Má þar nefna olíuþrýst- ingsmæli, hallamæli, snúnings- hraðamæli, spennumæli, tölvu- klukku og fleiri hluti, sem oft eru látnir mæta afgangi við framleiðslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.