Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1982 Pjetur Stefáns- son opnar sýn- ingu í Djúpinu í DAG kl. 16.00 opnar Pjetur Stef- ánsson myndlistarsýningu í Djú,>- inu, Hafnarstræti 15. Á sýning- unni verða málverk og grafík- myndir. Upp á síðkastið hefur Pjetur einnig unnið nokkuð í þurrnál og má sjá árangur þeirrar vinnu á sýningunni. Sýningunni lýkur þann 16. nk. Gamla bíó sýnir Litlu hrossaþjófana GAMLA bíó er nú að hefja sýn- ingar á kvikmyndinni „Litlu hrossaþjófarnir" (The Little Horsethieves). Myndin, sem er framleidd af Disney-fyrirtækinu, gerist í byrjun aldarinnar og fjall- ar um örlög hesta, sem notaðir voru í kolanámum í Englandi. Leikstjóri er Charles Jarrott, en handrit samdi Rosemary Anne Sis- son, sem m.a. gerði handritið að sjónvarpsþáttunum „Húsbændur og hjú", og „Eiginkonum Hinriks áttunda". Með aðalhlutverk fara Alistair Sim, Peter Barkworth og Susan Tebbs. *&**x*****t**&>*»&'*&B&wywi&ti\í, Hjörleifur Hilmarsson á Chevrolet Nova sigraði i sínum flokki. Veður var fremur drungalegt eins og sjá má á þessari mynd og tafði rigningarúði keppnina nokkuð á tímabili. Ljósm. flmm'. íslandsmeistaramót í Kvartmílu: Eiginkonan lagði eiginmanninn léttilega Þessi gullfallega stúlka sigraði í „modified .standard" flnkki í kvartmílunni. Guðbjörg Jónsdóttir heitir hún. Kvartmílukeppni fór fram um síðustu helgi á kvartmílubrautinni í Straumsvík. Var það liður í ís- landsmeistaramótinu í kvartmílu. Keppni skiptist í fimm flokka, en mest var þátttakan i svokölluðum götubílaflokki, þar sigraði Hjór leifur Hilmarsson á Chevrolet Nova og setti jafnframt nýtt fs- landsmet í þessum flokki. í standard-flokki sigraði Ing- ólfur Arnarsson á Pontiac Trans Am. Aðeins tveir keppendur voru í mótorhjólaflokki og sigr- aði þar Oddgeir Úraníusson á Suzuki G 1000 S nokkuð auð- veldlega. "Street altered"- flokkurinn vekur jafnan mesta spennu í kvartmílunni, en aðeins tveir keppendur mættu til leiks. Benedikt Eyjólfsson á stórglæsi- legum Pontiac Firebird atti kappi við Pinnbjörn Kristjáns- son á Volvo „kryppu". Hafði Benedikt betur og setti ís- landsmet í leiðinni. Einn kven- keppandi var í kvartmílunni. Guðbjörg Jónsdóttir á Camaro sigraði eiginmann sinn, Ágúst Hinriksson, sem ók Chevrolet Chevelle. Voru þau einu kepp- endurnir í „modified standard"- flokki. Má með sanni segja að jafnrétti ráði ríkjum í kvartmíl- unni. Byssurnar frá Navar- one í Stjörnubíó STJÖRNI IBÍÓ er að hefja endursýn- ingu á verðlaunakvikmyndinni Byss- ununi frá Navarone (The Guns of Nav- arone), sem gerð er eftir samnefndri sögu Alistair MacLeans. Framleiðandi er Carl Foreman, sem jafnframt samdi handritið. Leikstjóri er J. Lee Thomp- son, en með aðalhlutverk fara Gregory Peck, David Niven, Anthony Quinn, Stanley Baker, Anthony Quayle og Ir- ene Papas. Byssurnar í Navarone varna því að sund nokkurt í Grikklandshafi sé notað af Bandamönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Þær eru grafnar djúpt inn í kletta og ómögulegt er að gera árás á þær úr lofti eða sjó. Fékk aðal- vinninginn hjá SVFÍ ANTONÍA Antonsdóttir, Bjargi, Árskógsströnd, hafði heppnina með sér er dregið var í happdrætti Slysa- varnafélags íslands. Hún átti miða númer 17415 og hlaut aðalvinninginn í happdrætt- inu. Vinningurinn var afhentur í gær og auk Antoníu eru Guðjón Jónatansson, formaður happ- drættisins, og Hörður Friðberts- 85 ára í dag: Guðrún Ólafsdóttir frá Unaðsdal í gærkvöldi lögðu nokkrir lang- ferðabílar upp frá Reykjavík og stefndu eins og leið liggur vestur á firði um Þorskafjarðarheiði að Djúpi í áfangastað í Unaðsdal á Snæfjallaströnd. Þarna eru sam- ankomnir nokkrir afkomendur einhverrar kynsælustu ættmóður, sem nú er uppi á íslandi, Guðrún- ar Ólafsdóttur frá Unaðsdal. Þeir eru samankomnir á ættarsetrinu til þess að fagna og hylla Guð- rúnu, sem nú í dag, 3. júlí, fagnar sínu 85. aldursári. Unaðsdalur á Snæfjallaströnd — þetta er eitthvert fegursta bæj- arheiti á íslenska tungu. Nafnið býr yfir kliðmýkt og mildi og tign og hrikaleik í senn. í Unaðsdal bjuggu þau búi sínu Guðrún og bóndi hennar Helgi Guðmundsson á öðrum fjórðungi þessarar aldar. Helgi féll frá árið 1945, en Guðrún bjó þar áfram með börnum sínum fram til 1950. Þá tók núverandi bóndi í Unaðsdal, Kjartan, við búi. Guðrún ól bónda sínum 16 börn. Barnabörn hennar munu vera 57 talsins, en barnabarnabðrn fleiri en tölu verður á komið nema við ýtarlegar ættfræðirannsóknir. Má af því sjá að það vefst fyrir fleir- um en Kínverjum að hafa rétt manntal. Seinustu rannsóknir leiddu í ljós að alls væru afkom- endur Guðrúnar í Unaðsdal um 130 talsins, þó er sú tala birt án ábyrgðar. Nú þegar þetta fólk er saman komið á ættarsetrinu, eða allir þeir sem heimangengt áttu, skart- aði Djúpið sínu fegursta, svo sem vera ber á merkum hátíðisdegi allra Djúpmanna. Guðrún er fædd á Hjöllum í Skötufriði 1897, elst sjö barna þeirra Guðríðar Hafliðadóttur og Ólafs Þórðarsonar og ólst upp í foreldrahúsum að Strandseljum í Ögursveit. Guðrún var elst sjð systkina og eru afkomendur þessa fólks gjarnan kenndir við Strand- sel, sagðir af Strandseljaætt. Móðir Guðrúnar var Guðríður Hafliðadóttir, smiðs, Jóhannes- sonar frá Kleifum í Skötufirði og konu hans Þóru Rósinkransdóttur frá Hesti, Hafliðasonar frá Kálfa- vík, Guðmundssonar sterka frá Kleifum. Foreldrar Ólafs voru Sigurborg Bjarnadóttir frá Bakkaseli, Bjarnasonar frá Fremri-Bakka í Langadal og Þórður Gísiason, bónda í Gjövudal, Jónssonar bónda í Málshúsum í Reykjafjarð- arhreppi. Kona Þórðar var Guð- rún Ólafsdóttir frá Skjaldfönn í Skjaldfannardal í Nauteyrar- hreppi. Guðrún er elst þeirra Strand- selja-systkina, sem fyrr segir en þau eru Hafliði bóndi í Ögri, sem er látinn, Þórður kenndur við Odda í Ögurvík, nú starfsmaður Slippstöðvarinnar, Árni fyrrum bóndi að Strandseljum, Kjartan starfsmaður Samvinnubankans í Reykjavík, Sólveig kona Hanni- bals Valdimarssonar fyrrum for- seta ASÍ og Friðfinnur forstjóri Háskólabíós, sem var landsins mesti húmoristi og fjörkálfur á sinni tíð. Allt er þetta fólk kynsælt í besta lagi, þótt ekki komist það í hálfkvisti við Guðrúnu. Þann 25. janúar 1919 giftist Guðrún Helga Guðmundssyni bónda og formanni, Jónssonar bónda á Berjadalsá og síðar Un- aðsdal og konu hans Matthildar Guðmundsdóttur frá Hamri. Þau Guðrún og Helgi byrjuðu búskap í Unaðsdal 1922. Helgi var annálað- ur sjósóknari, dugnaðarforkur og skytta. Það segir sig líka sjálft að þau hjón urðu að vera vakin og sofin við búsaðdrætti til þess að sjá farborða börnum sínum 16 að tölu. Öllum komu þau til þroska og er það gjörvilegur hópur sem er samankominn í dag til þess að samfagna Guðrúnu á afmælisdegi hennar. Börn Guðrúnar og Helga eru þessi: Guðmundur búsettur á Sel- fossi, kona hans er Margrét Guð- mundsdóttir og eiga þau 5 börn, Guðbjörn einhleypur, Ólafur er kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur og eiga þau tvö börn. Steingrímur er kvæntur Eyvöru Hólmgeirs- dóttur og eiga þau 4 börn. Guðríð- ur er gift Gesti Kristjánssyni, Borgarnesi og eiga þau 5 börn, Kjartan bóndi í Unaðsdal er giftur Stefaníu Ingólfsdóttur og eiga þau 4 börn. Sigurborg er gift Sigfúsi Halldórssyni og eiga þau 4 börn, Jón formaður Einingar á Akureyri er kvæntur Snjólaugu Þorsteins- dóttur og eiga þau 4 börn, Guð- björg er ógift og býr að Arnar- holti, Hannibal er kvæntur Sjöfn Helgadóttur og eiga þau 5 börn, Haukur er kvæntur Ester Sigur- jónsdóttur og eiga þau 4 börn. Matthías er kvæntur Elínu Ragn- arsdóttur og eiga þau 5 börn. Sig- urlína er ógift en á tvö börn, Lilja var gift Jóni Valdimarssyni á Akranesi og eiga þau 5 börn. Hún er nú gift og búsett í Noregi. Auð- unn er kvæntur Kristínu Gísla- dóttur og eiga þau 5 börn og yngsta barnið, Lára, er búsett á ísafirði, gift Vigni Jónssyni og eiga þau 3 börn. Á efri árum Guðrúnar hefur hún gengt virðulegasta sendi- herraembætti á íslandi, sem er í því fólgið að sækja heim og halda saman þessari fjölmennu ætt af- komenda þeirra Unaðsdalshjóna, en þau hafa dreifst víðsvegar um þetta stóra land. Það má vera Guðrúnu sérstakt gleðiefni að ættarsetrið, Unaðs- dalur, er vel setið, eitt myndarleg- asta býlið við Djúp. Við frændur, vinir og aðdáendur Guðrúnar, sem ekki gátum slegist í hóp langferðamanna vestur að Djúpi í dag, sendum henni heilla- óskir-á þessum heiðursdegi. Jón Baldvin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.