Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1982 17 Flugræninginn sem þjóðhetja ('olombo, Sri Lanka, 2. júli. AP. MAÐURINN frá Sri Lanka, sem rændi ítalskri þotu á leið til Bang- kok, gekk laus í dag, en stjórnvöld athuga nú þá skilmála sem hann lét þotuna og farþegana lausa út á í ISangkok. Ekanayaka, 33 ára að aldri, gisti Bignone lofar bættu ástandi Kurnos Aires, Argentínu, 2. julí. AP. REYNALDO Bignone, fyrrverandi hershöfðingi, tók við völdum i Arg- entínu í gær og bað þjóð sína um aðstoð við það erfiða verkefni að koma stjórn landsins að nýju í hend- ur óbreyttra borgara. Hann lofaði grundvallarbreytingum í efnahags- málum þjóðarinnar. Bignone sagði á fundi sínum með fréttamönnum að hann hefði völd til að gera þýðingarmiklar breyt- ingar á hinum frjálsa markaði og þeirri stefnu sem hershöfðingjar fyrri stjórnar hefðu fylgt í aðgerð- um sínum gegn verðbólgu. Sú stefna var einnig mikið gagnrýnd af leiðtogum hinna óbreyttu borg- ara sakir hins hrikalega efnahags- ástands sem ríkir í landinu. Hann lofaði í ræðu sinni að endurreisa hið bágborna efnahags- ástand og koma atvinnumálum í betra horf jafnframt aukinni fram- leiðslu í landinu. Atvinnuleysi í Argentínu er 10 til 12%, samkvæmt sjálfstæðum skýrslum, og þjóðarframleiðslan minnkaði í fyrra um 6% og heldur enn áfram að minnka. aðfaranótt föstudags í lúxushóteli þar sem stjórnvöld höfðu auga með honum og hinni ítölsku konu hans og syni. Honum var tekið sem þjóðhetju, er hann fór um götur borgarinnar Colombo í Sri Lanka, til að koma því fé sem hann hefur haft upp úr krafsinu í banka, en hann fékk 300.000 dollara í lausnargjald fyrir farþegana, ásamt fríu fari heim til Sri lanka. Bankinn neit- aði hins vegar að taka við þeim öllum að óvörum. I Bangkok er haft eftir yfirvöld- um að „vopnin" sem hann hafði með höndum hefðu einungis verið þrjár meinlausar pípur með vírum út úr, sem reyndust innantómar. Lögreglan í Colombo segir að hann verði látinn svara til saka hjá fíniefnalögreglunni þar sem skýrslur geti þess að hann hafi verið undir áhrifum eiturlyfja, en að öðru leyti virðist hann munu koma til með að verða frjáls ferða sinna í Sri Lanka. Getgátur eru hins vegar á lofti þess eðlis að ít- alía eða eitthvert annað ríki, sem átti hagsmuna að gæta, muni jafnvel fara fram á framsal hans. Það var sendiráð ítalíu í Bangkok sem greiddi lausnargjaldið að upphæð 300.000 dollara. Yfirvöldum í Sri Lanka mun fullkunnugt um, að Ekanayaka tókst, með vopnum sem ekki voru annað en innantómar dósir, að plata áhöfn ítölsku þotunnar ásamt yfirvöldum á flugvellinum í Bangkok, en engra aðgerða er samt að vænta í málinu frá hendi stjórnvalda. Kólumbía mætir óvæntum hlutum < anav.ral hiifAi, rlórída, 2. júlí. AP. BANDARÍSKA geimskutlan Kól- umbía, mætti í dag óvænt leifum af geimþrepi sovéskrar geimskutlu en á milli þeirra voru einungis 12,3 kílómetrar. Geimþrep þetta er aðeins einn hlutur af mörgum sem svífa um í geimnum og geta orðið geimskutl- um hættulegir í framtíðinni, en í þetta skipti var ekki um neina hættu aö ræða. Aðvörunarkerfi gerði geimför- Veður víða um heim Akureyn 8 akýjaft Am»lerdam 18 «ký|aö Aþena 32 heið.kírt Barcelona 24 .kýjaö Bertin 22 heiðikírt BrusMrf 25 heið«kírt Chicago 25 »kýjað Dyfhnni 18 heiðakirt Feneyjar vantar Frankturt 22 akýiaö QMlf 25 heiöakírt Heteinki 12 rigning Hong Kong 27 «kýjað Jerúsalem 28 heið.kirt Jóhanne»arborg 17 rigning Kairó 38 heiöakirt Kaupmannahótn 18 akýjaö La* Palmai 24 létt»ký|að Líssabon 30 heið»kirt London 23 »kýjað UM Angele* 28 heiðakírt MMMM 37 «kýjað MaJaga vantar Malktrca 31 heiö«kirt Mexikóborg 24 heiö»kírt Miamí 31 .kýjað Moakva 22 rigning NýiaDelhl 38 akýjað klakaa* VnrL 28 heiðakírt Oartt 18 »ký)að Parfa 28 heið»kírt Perth 13 heiðakirt Riode Janeiro 2» «kýjað Reykiavik 15 letUkýJað Rómaborg 31 haidakfrt unum Ken Mattingly og Henry Hartsfield viðvart um að athuga hlutinn um leið og geimskutlan fór framhjá honum, en þeim tókst ekki að greina hlutinn þar sem hann fór fljótt hjá og þeir voru bundnir yfir öðru þegar kallið kom. Geimskutlan mun lenda í Kali- forníu á sunnudag og í dag hefst fjórða og síðasta athugn á henni, sem felst í því að kanna nánar hvernig kerfi hennar bregst við köldum skuggahliðum geimsins ásamt athugun á stjórnkerfi hennar. Hlutur þessi sem geimskutlan fór hjá í morgun er aðeins einn af að minnsta kosti 10.000 hlutum sem stundum eru kallaðir „geim- rusl" og valda geimferðastofnun- um sífellt meiri áhyggjum vegna vaxandi geimferða og hættu a árekstrum. Engin hætta var hins vegar á ferðum fyrir Kolumbíu í morgun þar sem búið var að koma auga á hlutinn fimm tímum áður en hann nálgaðist geimskutluna og því hefði verið auðvelt að breyta stefnu hennar. Heimsmeistara- mótið yfirskin Pólverjanna Madrid. 2. juli AP. SPÆNSKA lögreglan yfirheyrði í dag 25 pólska ríkisborgara sem hafa beðið þarlend yfirvöld um pólitiskt hali, en þeir komu til Spánar með heimsmeist- arakeppnina i fótbolta að yfirskyni. Talsmaður í innanríkisráðuneyt- inu segir að verið sé að kanna beiðn- ir Pólverjanna um pólitískt hæli og að ákvarðanir í málum þeirra lægju að öllu líkindum fyrir innan fárra daga, en málið verður trúlega ekki leyst áður en Pólland keppir við Sov- étríkin í öðrum riðli heimsmeistara- mótsins á sunnudag. Meira en 40 Pólverjar hafa sótt um pólitískt hæli á Spáni eftir að herlog gengu í gildi í Póllandi í des- ember sl. ísraelskir herlæknar hlúa að tveimur börnum Drúza, sem scrðust í átökum kristinna hægrimanna og vopnaðra sveita Drúza í Líbanon á miðvikudag. Fregnir herma að 17 manns hafi fallið í þessum átökum, sem áttu sér stað skammt frá Bhamdoun. Símamynd — AP. Útlendum friðarhreyf- ingum hampað í Kreml meðan sú sovézka er ofsótt „MIR" er rússneskt orð sem þýðir „friður", en önnur merking hins rússneska orðs er „veröld". í frið- arumræðunni sem staðið hefur að undanförnu hafa Rússar fundið upp slagorðið ,,Miru", sem þýðir „Friður á jörðu". En þrátt fyrir fjálglegar yfirlýsingar um friðar- vilja er langt í frá að stjórnin í Kreml sé hrifin af hinni frjálsu og óháðu friðarhreyfingu sem komin er af stað í Sovétríkjunum. Sovétstjórninni og málgögn- um hennar verður tíðrætt um erlendar friðarhreyfingar og mótmælaaðgerðir á Vesturlönd- um að undanförnu, og eftir því sem mótmælaaðgerðir eru fjöl- mennari er þeim ljáð meira rúm í sovézkum fjölmiðlum. Það þurfti ekki mikla spásagnargáfu til að sjá fyrir að afleiðing þess- ara frásagna sovézku fjölmiðl- anna af fjöldahreyfingu fyrir friði yrði sú að þar færu af stað samskonar hreyfingar. Það er nú komið á daginn, en eins og við var að búast hefur Sovétstjórnin bannað starfsemi þeirra í Sovét- ríkjunum. Bannið er grundvallað á því að í Sovétríkjunum sé þeg- ar starfandi friðarhreyfing, — á vegum kommúnistaflokksins — og það sýni bezt afl og burði þeirrar hreyfingar að í henni séu 80 milljónir Sovétborgara. Til- raun til að stofna friðarhreyf- ingu til hliðar við hina viður- kenndu væri ekki annað en barnaleg skyssa og jafnvel út- hugsuð ögrun frá hendi vest- rænna fjölmiðla og andsovézkra áróðursmeistara. Hinn 4. júní boðuðu ellefu for- ystumenn hinnar óháðu frið- arhreyfingar í Sovétríkjunum blaðamenn á sinn fund í íbúð einni í Moskvu. Sergei Batovrin, 25 ára listamaður, hafði orð fyrir hópnum og las upp áskorun til „stjórna og þjóða Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna," en í áskoruninni kom fram sú af- dráttarlausa skoðun að spurn- ingin um stríð og frið og afvopn- un væri of mikilvæg til þess að um hana fjölluðu ekki aðrir en ríkisstjórnir. Venjulegir borgar- ar ættu rétt á þátttöku í friðar- umleitunum, ásamt stjórnvöld- um, og að nauðsynlegt væri að efla traust og trúnað milli þjóða og ríkisstjórna. „Friður getur ekki grundvallast á ótta, heldur verður hann að grundvallast á trausti," segir í áskoruninni, en í framhaldi af þessum orðum er rakið hvernig efla má þetta traust. Krafizt er útgáfu órit- skoðaðs fréttabréfs, sem út kæmi í báðum ríkjunum, en þar ættu að vera aðgengilegar upp- lýsingar um gang afvopnunar- umræðna og tillögur sem miðast að því að tryggja frið, hvort sem um væri að ræða tillögur stjórn- valda ellegar óbreyttra borgara. Á blaðamannafundinum var tilkynnt að helgina sem fór í hönd yrði símavakt allan sól- arhringinn hjá fjórum úr hópn- um, Sergei Batovrin, Sergei Ros- enauer og Vladimir og Maríu Fleishgakker og þá gætu menn komið á framfæri hugmyndum um efnið og látið skrá sig sem stuðningsmenn hinnar nýju hreyfingar, hvort sem um væri að ræða fólk innan Sovétríkj- anna eða utan. Meðan á símavaktinni stóð var síma Sergei Batovrins lokað á meðan hann var í miðju símtali við Boston og skömmu síðar voru símar hinna líka teknir úr sam- bandi. Síðan hafa karlmennirnir þrír verið í stofufangelsi. Þeir og aðrir stofnfélagar hinnar óháðu friðarhreyfingar hafa verið kall- aðir til yfirheyrslu hjá öryggis- lögreglunni og síðan verið látnir koma fyrir rétt þar sem þeir hafa verið sakaðir um ólöglegt, ögrandi og and-sovézkt athæfi. Röksemdir í þá átt að þeir hafi einungis verið að stuðla að fram- kvæmd yfirlýstrar stefnu Soyét- stjórnarinnar hefur verið snar- lega hafnað sem barnahjali. Bæling sovézku friðarhreyf- ingarinnar er að mörgu leyti sí- gilt dæmi um aðferðir Sovét- stjórnarinnar til að koma í veg fyrir að losni um þau stjórn- málalegu og þjóðfélagslegu tök sem hún hefur á öllu því sem fram fer. Fyrsta stigið er að hirða og einangra meinta for- sprakka, en síðan er kallað á óbreytta stuðningsmenn til yfir- heyrslu og þeim svo boðið að segja sig úr samtökunum gegn því að engin eftirmál verði. Listi stuðningsmanna var kominn upp í 65 manns þegar farið var að taka hina óbreyttu til bæna. Áhugi stjórnvalda virt- ist fyrst og fremst beinast að þeim sem auðvelt virtist að beita þrýstingi. Þannig var Oleg Radz- inski, 23 ára háskólanema í Moskvu, tilkynnt að hann gæti ekki haldið áfram námi sínu nema hann segði sig úr hreyfing- unni. Elena Vakarchuk, fráskilin kona frá Odessa sem búsett er í Moskvu, var látin vita að hún yrði send aftur til Odessa nema hún sendi inn úrsögn. Erlendir fréttamenn í Moskvu reyna að fylgjast með þessum málum á sama tíma og viðræður um afvopnun fara fram á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna og vestrænar ríkisstjórnir fylgjast af athygli með sívaxandi þrýst- ingi frá friðarhreyfingum í lönd- um þeirra. Um leið og Sovét- stjórnin flytur stöðugt fréttir af friðarhreyfingunum vestan- tjalds reynir hún allt sem hægt er til að útiloka samskipti hinna erlendu fréttamanna við þá sem vilja koma af stað friðarhreyf- ingu í Sovétríkjunum. Hingað til hefur hinni óháðu sovézku friðarhreyfingu ekki verið sýndur mikill áhugi á Vest- urlöndum. Það mun láta nærri að á opinberum vettvangi hafi enginn tekið málstað hennar nema Reagan Bandaríkjaforseti sem sagði í ræðu sinni á afvopn- unarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna á dögunum: „Á sama tíma og Sovétstjórnin reynir að hafa áhrif innan vestrænna friðar- hreyfinga er hún að reyna að bæla niður vaxtarbrodd frið- arhreyfingarinnar heima fyrir." (Financiai Times og The New York Times.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.