Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JULI 1982 Eiginmaöur minn oq faðir t okkar. SIGFUS SIGFUSSON málari. lest 2 |uli Lokastíg 8, Sigrun Stefánsdóttir, Örn Sigfússon, Erla Sigfúsdóttir, Gyða Sigfúsdóttir. t Faöir okkar, SKÚLI VIGFÚSSON, Faxabraut 12, Keflavík, lést 1. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Born t Eiginkona mín, systir og mágkona, RAGNHEIÐUR ARADÓTTIR, Barðaströnd 1, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu þann 1. júlí. Fyrir hönd vandamanna, Sigurður Þ. Gudmundsson, Erna Aradóttir, Böðvar Jónasson. t Elskulegur faöir, tengdafaöir, afi og langafi, HALLBJÖRN ÞÓRARINSSON trésmíöur, Reynimel 84, veröur jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 5. júli kl. 3.00. Blóm afþökkuð. Fyrir hönd aðstandenda, Guölaug Hallbjörnsdóttir. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUONÝ SÆMUNDSDOTTIR. verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 5. júlí kl. 1.30. Sigríður Gunnarsdóttir, 'ón Hjörtur Gunnarsson, Steinunn Gunnarsdóttir Heslep, Sæmundur Gunnarsson. Baldur Gunnarsson, Sæunn Gunnarsdóttir, Guðný Gunnur Gunnarsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabamabörn. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar. tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR STEFANSDÓTTUR, Ási, Hrunamannahreppi. Bðrn og tengdabörn. t Þökkum auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móöur okkar, systur, tengdamóður og ömmu, GERD J. HLÍÐBERG, Garöaflöt 11. Stefán Hlíðberg, Þórður Skarphéðmsson, Jón Skarphéðinsson, Sonja Thorstensen, systkini og barnabörn hinnar látnu. Ráðstefna í Borgarnesi um málefni þroskaheftra Eiginmaður t minn og faðir okkar. BJARNI LÚÐVÍKSSON málari, Álfheimum 70, Reykjavík, andaöist aö morgni 30. júní. Laufey Arnórsdóttir og börn. DAGANA 23.-25. júní sl. var hald- in í Borgarnesi ráðstefna um slarf og stefnu svæðisstjórna vegna málefna þroskaheftra og öryrkja. Til ráð- stefnunnar var boðið að frumkvæoi þeirra 8 sveðisstjórna, sem skipaðar vnru samkvaemt lögum um aðstoð við þroskahefta nr. 47/1979. Auk fulltrúa frá öllum svæðis- stjórnunum tóku þátt í ráðstefn- unni fulltrúar ýmissa stofnana og félagasamtaka er vinna að mál- efnum þroskaheftra. Alls tóku 46 manns þátt í ráðstefnunni, þar af voru 34 fulltrúar frá svæðisstjórn- um og starfsmönnum þeirra, stjórnarnefnd um málefni þroska- heftra frá félagsmálaráðuneyti og heilbrigðismálaráðuneyti. Félagsmálaráðherra, Svavar Gestsson, setti ráðstefnuna, en þar voru síðan flutt 4 framsöguer- indi auk þess sem unnið var í starfshópum. Eggert Jóhannesson, formaður svæðis8tjórnar Suðurlands, flutti erindi er nefndist: „Starf og stefna svæðisstjórna". Margrét Margeirsdóttir, deild- arstjóri í félagsmálaráðuneytinu, flutti erindi er nefndist: „Stefnu- mótun í málefnum þroska- heftra/samskipan — reynsla af lögum um aðstoð við þroskahefta og frumvarp til laga um málefni fatlaðra". Anna Hermannsdóttir, deildar- stjóri athugunar- og greiningar- deildarinnar í Kjarvalshúsi, og Ásgeir Sigurgestsson, sálfræðing- ur athugunar- og greiningardeild- arinnar, fluttu erindi er nefndist: „Kynning á starfsemi athugunar- og greiningardeildarinnar í Kjar- valshúsi og tillögur deildarinnar um væntanlega greiningarstöð." Þorsteinn Þorsteinsson, fulltrúi foreldra í svæðisstjórn Vestur- lands, og Halldóra Sigurgeirsdótt- ir, Landsamtökunum Þroskahjálp, Reykjavík, fluttu erindi er nefnd- ist: „Foreldrar — Ábyrgð, viðhorf, væntingar, samstarf". Á ráðstefnunni tóku ráðstefnu- gestir þátt í 3 af 4 starfshópum er fjölluðu um eftirtalin efni: 1. Hlutverk svæðisstjórna. 2. Hvernig verður best tryggt, að alhliða þjónusta fyrir þroskahefta verði byggð upp á hverju svæði, sbr. 5. gr. laga nr. 47/1979 um að- stoð við þroskahefta? 3 Þjónusta við heimilin. — „Hægt er að veita þroskaheftum þjónustu án þess að byggja". — Hvaða þjónusta er æskileg, nauðsynleg m.t.t. aldurs, tegundar fötlunar og búsetu? 4. Greiningaraðilar. — Hver ber ábyrgð á greiningu þroskahefts einstaklings — óháð aldri — með- an greiningarstöð ríkisins er ekki til? I lok ráðstefnunnar voru sam- þykktar samhljóða eftirfarandi ályktanir: I. „Ráðstefna haldin í Borgarnesi á vegum svæðisstjórna um mál- efni þroskaheftra dagana 23.-25. júní 1982 fjallaði um framlagðar tillöguteikningar af Greiningar- stöð ríkisins. Ráðstefnan lýsir yfir ánægju sinní með framkomnar tillögur og leggur áherslu á, að sem fyrst verði hafist handa við umrædda byKK'ngu. Augljóst er, að sam- hliða þeim brýnu verkefnum um land allt, sem framkvæmdasjóði þroskaheftra og öryrkja ber að fjármagna samkvæmt 12. gr. laga um aðstoð við þroskahefta, þá er það ofviða getu hans að fjármagna einnig greiningarstöðina með óbreyttum tekjustofni. Ráðstefnan telur því óhjá- kvæmilegt, að hið háa Alþingi Is- lendinga samþykki nú þegar á næstu fjárlögum fjárveitingar til þessa verkefnis sérstaklega, þann- ig að bygging stöðvarinnar geti hafist. Þar sem augljóst er, að bygging væntanlegrar greiningarstöðvar tekur nokkurn tíma, telur ráð- stefnan óhjákvæmilegt, að nú þeg- ar verði gerðar ráðstafanir til að bæta aðstöðu þeirrar starfsemi er nú fer í Kjarvalshúsi." II. „I lögum um aðstoð við þroska- hefta nr. 47/1979 fjallar 6. kafli um Framkvæmdasjóð þroska- heftra og öryrkja. Kemur þar fram m.a. að hlutverk hans sé að fjármagna stofnkostnað sér- kennslustofnana landsmanna. Þetta verkefni sjóðsins er til- komið til að flýta fyrir mennt- unarmöguleikum hinna þroska- heftu, sem í því tilliti voru algjör- lega utangarðsmenn hjá þjóðinni. Þar sem hér er um að ræða fjár- mögnun á ákveðnum þætti grunnskólalaga, talur ráðstefnan nú tímabært, að fjármögnun þessa þáttar verði færð yfir á fjárlög menntamálaráðuneytisins." (FrélUlilkynning) Leiðrétting SÍ! VILLA slæddist inn í frásögn i Morgunblaðinu í gœr af athöfn í sam- bandi við heiðrun björgunarmanna á strandstað belgíska togarans Pelagus- ar í Vestmannaeyjum sl. vetur, að nafn lljálparsveitar skáta í Eyjum misritað- ist, en Hannes heitinn Oskarsson var sveitarforingi í Hjálparsveit skáta þeg- ar hann fórst við björgunarstörf. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á mis lökunum. Jerry Lewis kominn aftur á hvíta tjaldið Kvikmyndir Olafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Hardly Working. Leikstjórn: Jerry Lewis. Handrit: Jerry Lewis og Michael Janover. Kvikmyndastjórn: James Pergola. Sýningarstaður: Bíóbær Kópavogi. Sú var tíðin að Jerry Lewis átti hug ungra bíógesta. Minnast þeir sem nú sigla hraðbyri á fer- tugsaldurinn þeirra stunda er bíógestir hristust af hlátri yfir tiltækjum Jerry Lewis. Hétu myndir þessa meistara oft harla undarlegum nöfnum eins og „Jói Stökkull" eða „Tíu börn á einu ári" að því er mig minnir. Þessar undarlegu nafngiftir juku enn á eftirvæntingu ungra bíógesta og urðu jafnveltil þess að menn fóru að hlæja löngu áður en myndin byrjaði. Er ég ekki frá því að slíkur töfraljómi hafi leik- ið um nafn þessa sprellikarls frá hinni fjarlægu Ameríku að um tíma félli skuggi á Chaplin og jafnvel súperhetjur á borð við Roy Rogers og Johnny Weiss- muller. Það var því ekki nema von að maður hrykki við þegar auglýsing birtist frá Bíóbæ í Kópavogi þess efnis að þar sé verið að sýna nýja mynd með Jerry Lewis í aðalhlutverki. Kappinn hefur nefnilega ekki sést í mörg ár á hvíta tjaldinu. Hefur hann að því mér skilst haft nóg að gera við kvikmynda- skóla í Bandaríkjunum. En nú er sem sé Jerry Lewis kominn aftur á fullri ferð. Hrað- inn og ákafinn er að vísu ekki jafn mikill og áður enda dálítill ýstrupoki kominn fyrir ofan beltÍ98tað — en þegar Jerry kemst í ham vöknar manni snarlega um augun af hlátri. Hann hefir nefninlega engu gleymt og ekkert lært. Dásam- legt að slíkir menn skuli enn þrífast á vorri plánetu. Er mér næst að halda að Jerry Lewis sé einn hinna útvöldu á sviði gamanleiks. Hann hefir ekki að- eins tilað bera óvenjulega látbragðslipurð sem líkaminn virðist liðamótalaus heldur býr hann yfir þeim eiginleika að megna að tjá á samri stundu sorg og gleði. Er hann að þessu leyti ekki ósvipaður Jack Lemm- on. En Jerry Lewis er ekki aðeins liðtækur leikari hann leikstýrir gjarnan myndum sinum og skrifar handritið. Ekki eru allir sáttir við leikstjórn Jerry Lewis og telja að hann hafi haft gott af samvinnunni við Dean Martin sem lauk nítjánhundruð fimmtíu og átta. Telja gagnrýnendur að Jerry Lewis hafi um of einblínt á fíflakúnstir — í þeim myndum sem hann leikstýrði á síðari hluta ferils síns. Hafi hann gengið of langt í ýktum leikstíl og þar með misst tök á efnis- þræði og uppbyggingu myndefn- is. Það skal játast að þessi nýj- asta mynd Jerry Lewis er nokk- uð sundurlaus og atriðin ekki alltaf tengd á rökrænan hátt. Mér finnst samt að það sé þessi — frjálslega uppbyging sem geri „Hardly Working" í senn ferska og gamaldags. Myndin er gam- aldags því hún er nákvæmlega eins og gömlu Jerry Lewis- myndirnar en jafnframt fersk og nýstárleg því hér er ekki reynt að grafast fyrir um orsakir og afleiðingar en látið nægja að bregða upp misfyndnum svip- myndum. Finnst manni raunar að höfundurinn hafi siglt ósnort- inn fram hjá því gífurlega vandamálafargani sem fylgir starfsemi sérfræðingastéttar tuttugustu aldar. Samt er í „Hardly Working" fjallað um vandamál sem eru vissulega harla athyglisverð. Hér er átt við þau vandamál sem mæta sirkusfíflinu, B6, á þeirri stundu er bankinn lokar sirkusn- um og fíflið neyðist til að leita sér að borgaralegri atvinnu. Ég vil ekki fara nánar út í þá örðug- leika sem mæta sirkusfíflinu þegar út í atvinnulífið er komið og töfraheimur sirkusins er að baki. En einhvern veginn hvarflaði sú hugsun að mér að fáir staðir væru nú eftir fyrir menn á borð við Bo innan neyslusamfélagsins nema helst hjá hinu opinbera (Bo gerðist loks einn af 109 þúsund póst- þjónum í þágu Póstþjónustu Bandaríkjanna) eða í strætinu eða á geðveikraspítala. Hvort slíkum mönnum verður útrýmt á tölvuöld skal ósagt látið en ein- hvern veginn virtist mér nú Jerry Lewis á þeirri skoðun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.