Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JULÍ 1982 Stúdentaráð hafnar kröf- um um einhliða afvopnun Á FUNDI Stúdentaráðs Háskóla fs- lands sl. fimmtudag, 1. júlí, kom til talsverðra deilna vegna ályktunar um friðarmál. Vaka, félag lýðræðis sinnaðra stúdenta, og Félag umbóta- sinnaðra stúdenta stóðu saman að tillögu, þar sem hafnað var hug- myndum um ejnhliða afvopnun und- ir slagorðinu: ísland úr NATO! Her- inn burt! Á stúdentaráðsfundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt: „SHÍ lýsir yfir stuðningi við þá aðila og hreyfingar er berjast af Ólafi Nilssyni falin úttekt á fjár- hagsstöðu Reykjavíkurborgar Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti í gær á fundi sinum að Ólafi Nilssyni endurskoðanda yrði falið að gera úttekt á fjárhagsstöðu Reykja- víkurborgar. Á fundi borgarstjórnar 3. júní sl. var samþykkt samhljóða tillaga borgarfulltrúa Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks um að gerð skyldi úttekt á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar með sama hætti og gert var sumarið 1978. Samþykkt var að reynt yrði að fá siimu aðila til að framkvæma úttektina nú og 1978, og þeim falið að kanna sömu atriði og þá. Af þessum sökum var leitað til Ólafs Nilssonar, og hefur hann fallist á að gera úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar. einlægni fyrir friðvænlegri heimi. SHÍ væntir þess, að stórveldin komi sér saman um gagnkvæma afvopnun og er fyrsta skrefið frysting kjarnorkuherafla og síðar eyðing hans. SHÍ varar við þeirri hugmynd að einhliða afvopnun verði til þess að skapa frið í heimi hér. SHÍ hvetur ólík öfl til samstöðu um varðveislu friðar." Talsmenn Vöku og umbótasinna á fundi Stúdentaráðs bentu á það í umræðum um ofangreinda tillögu, að umræður um frið væru ekki einkamál ákveðinna afla og það væri rangt að reyna að nota boðskapinn um frið í þágu ákveð- inna fylkinga. Umræðurnar yrðu að vera á sem breiðustum grunni og miða að því, að almenn sam- staða næðist, því þá fyrst væri ár- angur vís. Skattskrá Reykjaneskjördæmis 1981 komin út: Skattkóngurinn meö tæplega 1,5 millj. kr. íslenzkir aðalverktakar hæstir lögaðila með 8,6 millj. kr. SKATTSKRÁ Reykjanesskjördæmis fyrir árið 1981 er korain út. Samtals álögð gjöld á einstaklinga námu 495 milljónum 228 þúsundum og 770 krónum, en heildarálögur á lögaðila, þ. e. fyrirtæki, félög og sjálfstæðar lögpersónur námu 89 milljónum 444 þúsundum og 454 krónum. Hæsti skattgreiðandi í hópi einstaklinga er Hörður A. Guð- mundsson Hafnarfirði með samtals 1 milljón 464 þúsund og 621 krónu, í öðru sæti er l'áll Hreinn Pálsson Garðabæ með 880 þúsund, 348 krónur. Hæstir skattgreiðendur lögaðila eru: Islenzkir aðalverktakar með 8 milljónir 620 þúsund 556 krónur. f öðru sæti er Álafoss með 2 milljónir 911 þúsundir og 245 krónur. Efstu 10 einstaklingarnir í Reykjanesumdæmi eru eftirtaldir: Samt kr. 1. Hörður Guðmundsson Hafnarfirði ............................................ 1.464.621 2. Páll Hreinn Pálsson Garðabæ .................................................... 880.348 3. Ólafur Björgúlfsson tannl. Seltjarnarn.................................... 809.738 4. Guðbergur Ingólfsson fiskv. Gerðahreppi ................................ 728.594 5. Benedikt Sigurðsson Keflavík ..................................................... 545.327 6. Hreggviður Hermannsson læknir Keflavík .............................. 464.029 7. Karl Sigurður Njálsson Gerðahreppi ......................................... 399.289 8. Jón Skaftason yfirborgarf. Kópavogi ...................................... 386.852 9. Örn Kærnested Mosfellshreppi .................................................. 376.743 10. Gunnlaugur Sigurðsson Kópavogi .............................................. 318.457 Sjö efstu greiðendur lögaðila eru eftirtalin fyrirtæki: Samt kr. 1. íslenzkir aðalverkUkar ________________________________ 8.620.556 2. Álafoss ______________________________________________ 2.911.245 3. íslenzka alfélagið, ÍSAL ________________________________ 2.013.654 4. Byggingarvöruverzlun Kópavogs ------------------------------------- 1.292.476 5. Stálvík hf. Garðabæ ........................................................................ 1.166.357 6. Keflavík hf. __________________________________________ 1.037.086 7. Miðnos hf.___________________________________________1.031.324 Að sögn Sigmundar Stefánsson- ar skrifstofustjóra Skattstjóra- embættis Reykjaness hafa orðið litlar breytingar hvað varðar heildarálagningarupphæðir frá því að álagingarskráin kom út, en mikið hefur verið um breytingar, þó þær hafi ekki breytt heildar- niðurstöðutölum. Sigmundur sagði að heildar- álagning á einstaklinga skiptist þannig í stærstum dráttum: Tekjuskattur: 246.132.086 kr., eignarskattur: 15.623.353 kr., út- svar: 196.411.895 kr., aðstöðugjöld: 4.563.612 kr. Auk þessa eru um 20 aðrir smærri liðir. Heildarálagning á lögaðila skiptist aftur á móti þannig hvað varðar stærstu liðina: Tekjuskatt- ur: 22.488.883 kr., eignarskattur 9.797.345 kr., aðstöðugjald: 20.155.980 kr. Þá gat Sigmundur þess í tilefni af efstu lögaðilunum, að skattar ÍSAL væru eingöngu launatengd gjöld, því ÍSAL borgar ekki tekjuskatt og aðstöðugjald. Þess í stað greiðir fyrirtækið sam- kvæmt lögum sérstakt fram- leiðslugjald, sem skiptist milli ríkis og Hafnarfjarðarkaupstaðar. Sjón við uppsetningu sýningarinnar. Morifunblaöið/Kmilía Ég lít á mig sem skáld sem teiknar SÝNING á myndverkum eftir Jóhann Hjálmarsson rithöfund undir heitinu „Hjartað á skemmtigöngu", verður opnuð í dag í Skruggubúð að Suðurgötu 3A. Við slógum á þráðinn til Jóhanns, til að fræðast nánar um sýninguna. „Það er Medúsuhópurinn, sem stendur fyrir bessari sýningu. Þetta eru ungir súrrealistar, og það er einungis áhugi þessara ungu manna sem veldur því að myndirnar eru sýndar. Þeir sáu þær og óskuðu eftir að sýna þær," sagði Jóhann. „Ég lít ekki á mig sem mynd- ungu menn sem valda því að listarmann, heldur skáld sem gamlir hlutir eru þarna dregnir teiknar. Tengslin eru nánari við Ijóðagerðina, heldur en við myndlistina. Annars hafa marg- ir myndlistarmenn haft gaman af þessum myndum t.d. Dieter Roth og Alfreð Flóki. Það er lítið um sýninguna að segja. Þetta eru myndir sem eru gerðar 1961—1962 og hafa ekki áður verið sýndar. En nokkrar þeirra hafa komið út í bók, sem heitir Rissa og Dieter Roth gaf út 1963. Þá voru nokkrar teikn- ingar eftir mig í Ijóðabók minni Fljúgandi næturlest, sem út kom 1961. Ég hafði ekki hugsað mér að sýna þetta, heldur eru það þessir fram," sagði Jóhann Hjálmars- son að lokum. Sjón, einn af meðlimum Med- úsuhópsins, sagði okkur þegar við höfðum samband við hann, að þeir stæðu fyrir þessari sýn- ingu. Þeir hefðu séð þessar myndir í möppum hjá Jóhanni, orðið hrifin og viljað sýna þær. Þeir viðurkenndu Jóhann sem einn af frumkvöðlum súrreal- isnians hér á landi, því bæru vitni m.a. tvær bækur sem hann gaf út á þessum tíma, upp úr 1960. Sýningin stendur til 23. júlí og verður opin 15—21 um helgar, en virka daga frá 17 til 21. Tvær vísitölur? VERÐBÓTAVÍSITALA þeirra, sem fá greidd laun samkvæmt samn- ingum ASÍ og VSÍ, verður skert um 2,9% 1. september eins og skýrt hefur verið frá. Það vekur því upp spurninguna hvernig veröi háttað vísitöluútreikningi annarra starfshópa, þ.e. hvort greitt verður eftir tveimur mismunandi vísitölum. Samkvæmt upplýsingum Mbl. liggur ekkert loforð fyrir um það frá stjórnvöldum, að sett verði lög til að tryggja það, að allir laun- þegar sitji við sama borð 1. sept- ember nk. Má í því sambandi benda á, að forystumenn BSRB hafa þegar lýst því yfir, að þeir telji fráleitt fyrir bandalagið, að samþykkja 2,9% vísitöluskerð- ingu. í sama streng hafa BHM- menn tekið, svo og flugmenn, sem sitja við samningaborðið um þess- ar mundir. Söngferðalag Pólýfónkórsins á Spáni: Fyrstu tónleikarn- ir mjög vel sóttir Malaga Frá blaoamanni Morgunblaðsins. PÓLÝFÓNKÓRINN bélt sína fyrstu tónleika hér á Spáni í gærkvöldi, í borginni Malaga við Gíbraltarsund. Voru þeir geysilega vel sóttir, en talið er að 6—800 manns hafi hlýtt á kórinn og var hann, stjórnandi hans, Ingólfur Guðbrandsson og 53 manna hljóm- sveit sem honum fylgir, klappaðir upp hvað eftir annað að tónleikun- um loknum. Var aðsókn i þessa tónleika heldur meiri en menn hjuggust við, þar sem nú stendur yfir heimsmeistarakeppni í fót- bolta hér á Spáni og kepptu Spán- verjar við V-Þjóðverja sama kvöld- ið og tónleikarnir voru haldnir, auk þess sem Argentína og Bras- ilía léku fyrr um daginn. Pólýfónkórinn kom til Spánar í gærdag og mun á 5 daga söng- ferðalagi sínu, halda tónleika í alls 5 borgum á Spáni. Auk Mal- aga eru það borgirnar Marbella. Nerja, Granada og Sevilla. I kórnum eru alls 90 manns og með hljómsveitinni eru það alls um 140 manns, sem taka þátt í söngförinni, sem farin var í til- efni af 25 ára afmæli kórsins. í ferð með kórnum eru ein- söngvararnir Jón Þorsteinsson, Kristinn Sigmundsson og Nancy Argenta frá Kanada. Einnig taka einleikararnir María Ing- ólfsdóttir og Þórhallur Birgisson þátt í söngförinni. Þessir fyrstu tónleikar Pólý- fónkórsins á Spáni voru haldnir í gríðarstórri Dómkirkjunni í Malaga og voru eins og áður sagði mjög vel sóttir og mynduð- ust fljótlega biðraðir við inn- göngudyr kirkjunnar. Blöð hér í Malaga, hafa mikið skrifað um heimsókn Pólýfón- kórsins til Spánar. Hafa birst viðtöl við Ingólf Guðbrandsson, stjórnanda kórsins í stærstu blöðuin í borginni og heilu opnurnar hafa verið lagðar und- ir greinar um kórinn. Næstu tónleikar Pólýfónkórs- ins verða haldnir í borginni Marbella á morgun. Áður hefur verið greint frá efnisskrá kórs- ins, sem er mjóg fjölbreytt, sam- bland af íslenskum og erlendum verkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.