Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 3. JÚLI 1982 Elín J. Jónsdóttir Richter skrifar frá Þýzkalandi:! Kaupstefnur og vörusýningar eru mikilvægur þáttúr í viðskipta- lífinu, og það líður varla sú vika, að ekki sé einhvers staðar haldin kaupstefna, a.m.k. hér í Þýzkalandi. Margar stærstu borgirnar eru reglulegar kaup- stefnuborgir, þar sem byggðar hafa verið gríðarstórar kaup- stefnuhallir eingöngu í þeim tilgangi að halda vörusýn- ingar. Þar má fyrst nefna Hannover, en einnig Frank- furt, Múnchen, Köln og Diiss- eldorf. Um sumar sýningamar er sagt, að þær séu spegill efnahagsiífs landsins hverju sinni, og er þá átt við þær stærstu, eins og kaupstefnuna í Hannover og vor- og haustsýn- ingarnar í Frankfurt. Flestar aðrar sýningar eru sérgreina- kaupstefnur, þar sem fyrirtæki úr ákveðnum greinum iðnaðar sýna framleiðslu sína. Þetta eru þá ekki sýningar fyrir al- menning, heldur eingöngu fyrir viðskiptafólk úr hverri grein. Fyrirtækið, sem ég vinn hjá, framleiðir t.d. millifóður fyrir fataverksmiðjur og höfð- ar því alls ekki beint til neyt- enda. Við sýnum því eingöngu á sérkaupstefnum, svo sem herrafatasýningunni í Köln og vélasýningu fyrir fatafram- leiðendur. Þar sem kaupstefnur draga alla jafna að sér fjöldann allan af gestum víðsvegar að úr heim- inum, er hótel- og veitinga- rekstur á þessum stöðum arð- bærar atvinnugreinar. Haft er fyrir satt, að sums staðar sé sérstakt „kaupstefnuverð" — vel að merkja hærra en á öðr- um tímum! Klest fyrirtæki taka þátt í einni eða fleiri kaupstefnum á ári hverju, til að koma vörum sín- um og þjónustu á framfæri. Mér er kunnugt um, að fjöl- margir íslenzkir kaupsýslu- menn þekkja þessar sýningar sem gestir. Mig fýsir því að lýsa þessu „brambolti" frá öðru sjónarhorni, þ.e. frá sjónarhóli þátttakenda. Bftir að hafa „verið með" í meira en 10 ár, þykist ég ýmsum hnútum kunnug. I ndirbúningurinn hefst mörgum mánuðum fyrirfram. Fyrst þarf að útvega sýningarbás, sem verður auðvitað að vera á góðum stað. Einnig er stærðin mikilvægt atriði. Þegar sam- komulag hefur náðst um stað- setningu og stærð, byrja bolla- leggingar um uppsetningu veggja, fundaklefa, „eldhúss" og að lokum ytra útlit. Stærð básanna er mjög mismunandi; okkar bás er alltaf meira en Það er margt að sjá og í mörg horn að líta á vörusýningum. Kaupstefhur Frá sjónarhóli þátttakenda 100 m' að flatarmáli og þarf skipulagningu eftir þvi. Síoan koma sýningarmunirnir. Flestum framleiðendum er mikið í mun að koma með eitthvað nýtt á ári hverju, enda var það upphaflegur tilgangur slíkra samkundna að kynna viðskiptavinum nýjungar á markaðnum. Sem sagt, síðasta kaupstefna er vart um garð gengin, þegar farið er að hugsa fyrir þeirri næstu, og tækni- fræðingarnir verða að leggja höfuðið í bleyti til að þróa og hanna nýjungar. Það er alls ekki svo auðvelt að láta sér alltaf detta nýtt og nýtt í hug á þessum háþróuðu tæknitímum. Fyrst í stað fer allt rólega fram; nógur tími er til stefnu, menn fara hægt í sakirnar og hugsa málin vel og vandlega. Bn skyndilega er eins og allt fari í baklás; kaupstefnan nálgast óðum, ýmsar hugdett- ur hafa reynst óframkvæman- legar, tilraunir hafa farið út um þúfur, og menn vinna dag og nótt til þess að hafa allt til- búið í tíma. 011 þessi rassaköst fara fyrir ofan garð og neðan hjá okkur á skrifstofunni, nema það fer auðvitað ekki fram hjá okkur, að tæknifólkið verður taugaóstyrkara með hverjum degi sem líður. Ef þörf er á upplýsingum frá því, er viðkvæðið einatt: „Ég hef ekki tíma, ég er að undirbúa kaupstefnuna." Til okkar kasta kemur, þegar allt er á hreinu í tæknideildinni: þá er að reikna út og skrifa nýja verðlista; út- búa upplýsingabæklinga um nýjungarnar o.s.frv., o.s.frv. Hingað til hef ég ekki tekið þátt í neinni kaupstefnu, þar sem undirbúningur er ekki á síðustu stundu, og það mun sjálfsagt ekki breytast fyrst um sinn. Fyrsti hópur starfsmanna er yf- irleitt mættur á staðinn 4—8 dögum fyrir opnun. Það eru þeir, sem setja upp básinn, koma sýningarmunum fyrir og hreinsa. Síðan fer sá hópur heim; kaupstefnan er opnuð með mikilli viðhöfn, og nú byrjar törnin hjá næsta hópi. Það er alltaf einhver sérstakur blær yfir kaupstefnum, og það er alls ekki leiðinlegt að til- heyra mannskapnum, þótt dag- arnir geti orðið langir og þreytandi. Allir setja upp spariandlitið, það er stjanað við viðskiptavinina, og þó sérstaklega við þá, sem maður vonar að eigi eftir að verða það. Þeim er ekki einungis sýnd framleiðslan, sem er auð- vitað sú besta sinnar tegundar, hi'ldur eru einnig bornar fram veitingar, oftast í formi drykkjarfanga og e.t.v. ein- hvers smávegis matarkyns. Nokkrar stúlkur af skrifstof- unni gegna hlutverki gengil- beina, en ég verða að segja það karlmönnunum „okkar" til hróss, að þeir þykjast ekkert of fínir til að taka til hendinni og aðstoða þær, ef þess er þörf. Það má segja, að kaupstefnur — einkum þó sérkaupstefnurnar — séu mikið til hættar að vera beinar sölusýningar. Aðaltil- gangurinn er að hafa persónu- legt samband við viðskiptavin- ina og vekja athygli annarra gesta á fyrirækinu. Menn skoða það, sem á boðstólum er, biðja um tilboð og prufur, sem siðan er athugað og reynt gaumgæfilega, þegar heim er komið. Það getur liðið langur tími, þangað til árangur slíkra sýninga kemur í ljós í formi pantana. Reyndar er ógjörn- ingur að reikna út, hvort öll fyrirhöfnin og tilkostnaðurinn borgar sig. Aftur á móti kemur engum til hugar að hætta við að taka þátt í „sinni" kaup- stefnu, þrátt fyrir mikinn kostnað. Samkeppnin er svo mikil á öllum sviðum við- skiptalífsins, að menn hafa bókstaflega ekki efni á að láta sig vanta. Yfirleitt eru kaupstefnurnar opnar frá kl. 9—18. En það er ekki þar með sagt, að mann- skapurinn eigi þá frí til næsta morguns. Oft og tíðum er mik- ilvægum viðskiptavinum boðið út að borða, og þá eru þeir, sem þeirra málum sinna, beðnir að koma með. Slík kvöld geta virst endalaus, því að oftast er ekki talað um annað en viðskipti og rekstur fyrirtækja — eða alveg það sama og maður hefur heyrt og talað um allan lið- langan daginn! Það fara margar sögur af næt- urlífi fólks, sem sækir kaup- stefnur; hvort sem það kemur sem gestir eða þátttakendur, en ég hef hugboð um að þær sögur fæðist hjá þeim.sem aldrei hafa nálægt vörusýning- um komið (og kannski öfunda hina). A.m.k. hef ég aldrei orð- ið vör við yfirdrifið svall og sukk. Ef maður á frí, er oftast farið með starfsfélögunum að borða og síðan e.t.v. á ein- hverja skemmtilega bjórstofu til að rabba saman og gera að gamni sínu. — Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé, og til eru þeir, sem sleppa alveg fram af sér beislinu, en það er alls ekki eins algengt og marg- ir vilja vera láta. En hvað um það, þegar kaup- stefnunni lýkur — oftast standa þær í 3—5 daga — eru allir lifandi fegnir að komast hi'im. Þá tekur úrvinnslan við; gerðar eru skýrslur yfir fjölda gesta, hvaðan þeir komu, hvað þeim lá á hjarta o.s.frv. Það þarf aldrei að gera jafn mörg tilboð og skrifa jafn mörg bréf og einmitt eftir kaupstefnur, og sumir þurfa stundum að bíða eftir afgreiðslu, því að hin daglegu störf þola enga bið. Bn maður er a.m.k. kominn heim, og allir draga andann léttar og fullvissa hver annan um, hvað það sé nú gott, að þessu er lok- ið. Reyndar líður ekki á löngu, þar til undirbúningur að næstu kaupstefnu hefst og í fullri hreinskilni sagt: innst inni hlakka flestir nú pínulítið til... Persónufrelsi og mótorhjól Eftir Asmund Brekkan yfirlækni Mestallan læknisferil minn hefi ég starfað á sjúkrahúsum hér og erlendis, þar sem ég hefi haft mikil og náin kynni og af- skipti af meiðslum, sem stafa af umferðarslysum. Það er á allra vitorði og þarf ekki að skýra það nánar, að þess- um slysum hefur farið ört fjölg- andi, og með vaxandi álagi og hraða verða þau alvarlegri, fjöl- áverkar aukast, og þeir verða æ fleiri, sem mega þola ævilangar afleiðingar slysanna, svo sem lamanir, heilaskemmdir, skerta starfsorku og önnur örkuml. Hér er ekki ætlunin að tíunda þau efni frekar, né kostnað þjóð- félags og einstaklinga vegna um- ferðarslysanna. Það hefur verið gert nýlega og ágætlega. Ég vil hins vegar vekja athygli á ógeðfelldustu, ónauðsynlegustu, og oft alvarlegustu slysunum, en það eru mótorhjólaslysin. Eg hef ekki handbærar tölur máli mínu til stuðnings, en ég tel lítinn vafa leika á því, að miðað við „ekna kílómetra" og einkum fjölda öku- manna og ökutækja, eru mótor- hjólin langmesti og alvarlegasti ökuslysavaldurinn. Ég hefi oft hreyft því við starfsbræður mína, sem eru sama sinnis um mótorhjólin, hvort við ættum ekki að láta til okkar heyra opinberlega og leggja til aðflutningsbann á þessum morð- tólum. Viðbrögð þeirra hafa yfir- leitt verið á einn veg, þetta þyrfti að banna, en „væri það ekki skerðing á persónufrelsi?" Bg spyr nú dómsmálaráðherra, sem bæri frumkvæðið, aðra al- þingismenn á löggjafarþingi voru, og ykkur öll, sem þessar lín- ur lesa: Væri það skerðing á per- sónufrelsi að banna hér innflutn- ing mótorhjóla yfir ákveðinni lágmarks stærð, í ljósi alþjóð- legrar reynslu af þeim sem skað- völdum? Fróðlegt væri að sjá viðbrögð manna við þessari spurningu. Bg sá einu sinni í Bandaríkjun- um „plakat", sem á var mynd af mótorhjóli í blóðpolli, en textinn: „For his last birthday, buy your son a Honda," eða „gefðu syni þínum mótorhjól á síðasta af- mælisdegi hans." Reykjavík, 28. júní 1982, Ásmundur Brekkan, yfirlæknir. Endurmenntunar- námskeið í Stýri- mannaskólanum Endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi skipstjórnarmenn, stýrimenn og skipstjóra, var hald- ið í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 7.—12. júní sl. A námskeiðinu var kennt: 1. Veðurfræði og þá sérstaklega val siglingaleiðar með tilliti til veðurs (weather routeing) og notkun veðurkortarita. 2. Stöðugleiki, gerð stöðugleika- línurita, dýnamískur stöðugleiki fyrir kornflutninga, kröfur Al- þjóðasiglingamálastofnunar (IMO) um stöðugleika skipa o.fl. 3. Stórflutningar (shipping) og farið í Haag-reglur, ferðareikn- inga og farmskírteini skipa. 4. Ratsjárútsetningar og sigling í dimmviðri með ratsjá æfð í sam- líki (Radar-simulator). Að loknu námskeiði fengu þátttakendur samlíkisskírteini (Radar Observ- er's Certificate). 5. Vaktreglur (Watch Proce- dure). Kynntar vaktreglur Al- þjóðasiglingamálastofnunar (IMO), aðgreindar, aðskildar sigl- ingaleiðir og nýtt baujukerfi (IALA-kerfi). Þetta fyrsta endurmenntunar- námskeið Stýrimannaskólans var vel sótt og tóku 18 yfirmenn úr verslunar- og fiskiskipaflotanum þátt í námskeiðinu, sem þótti tak- ast mjög vel. Hugmyndin er að halda slík vikunámskeið á hverju vori við Stýrimannaskólann í Reykjavík. (FrétUtilkynning).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.