Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 40
fU&e&ttuBhútíb Áskriftarsiminn er 83033 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1982 Sovétríkin — ísland: Samningurinn genginn í gildi ÓLAFUR JÓHANNESSON, uUnríkisráðherra, og A.N. Manzhulo, adstoöar- utanrikisviðskiptaráðherra Sovétríkjanna, undirrituðu í gær samning milli Islands og Sovétríkjanna um efnahagssamvinnu. Samkvæmt samningnum munu aðilar hans stefna að því að efla efnahagssamvinnu milli landanna og að skapa hagstæð skilyrði fyrir þróun slíkrar samvinnu. Fulltrúar sem sjá um framkvæmd gildandi viðskiptasamninga milli land- anna, munu einnig fylgjast með framkvæmd þessa samnings og getur hvor aðili um sig krafist við- ræðna á grundvelli samningsins „hvenær sem það telst nauðsyn- legt". Samningurinn tók gildi við und- irritun og gildir í fimm ár. Samn- ingurinn gildir þó áfram að þeim tíma liðnum, en hvor aðili um sig getur þá sagt honum upp með sex mánaða fyrirvara. Uppsögn samn- ingsins hefur ekki áhrif á gildi samninga, sem gerðir hafa verið með stoð í honum. Geir Hallgrímsson, formaður utanríkismálanefndar, beitti sér fyrir því að samningurinn var tek- inn til umræðu í nefndinni og mótmæltu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins gerð samningsins, bæði aðdraganda og efnisatriðum í samningnum sjálfum. Þegar málið var rætt í utanríkismálanefnd sl. mánudag, áréttaði Albert Guð- mundsson, alþingismaður, and- stöðu sína með því að ganga af nefndarfundinum í mótmæla- skyni. Sjá nánar á miðopnu. Eggert Haukdal varaði við undirritun samningsins — segir ríkisstjórn- ina ekki geta treyst á stuðning sinn SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun Eggert Haukdal alþm. hafa sent Gunnari Thoroddsen for- sætisráðherra bréf í fyrradag, fimmtudag, þar sem alþingis- maðurinn varar við undirritun samningsins við Sovétríkin um efnahagssamvinnu. Eggert Haukdal mun láta það koma fram í bréfinu til forsætisráð- herra, að ríkisstjórnin geti ekki treyst á stuðning hans, ef af undirritun verði. Mynd um Viðey UNNID er að tveim verk- efnum á vegum Frétta- og fræðsludeildar sjónvarps- ins, meðan sumarleyfi þess stendur yfir. Núna í byrjun júlí, verður unnið að þætti um sögu Viðeyjar. Það er Maríanna Friðjónsdóttir, sem umsjón hefur með gerð þáttarins. Þá verður seinni partinn í júlí unnið að þætti um merka staði í nágrenni Reykjavíkur og á Reykjanesskaganum. Það er einnig Maríanna Frið- jónsdóttir, sem umsjón hef- ur með gerð þess þáttar. Ekki verður unnið að neinum verkefnum á veg- um Lista- og skemmtideild- ar í júlí. Kalt bað eftir heitan dag Trausti Jónsson veðurfræðingur spáir því, að veður um helgina jafnist um landið. Það hlýni heldur fyrir norðan og verði jafnframt léttskýjað. Sunnanlands spáði Trausti því að þykkna myndi upp er líða færi á daginn og kólnaði lítillega og væntanlega myndi rigna lítillega á sunnudag. Ljósmynd Mbi. KÖE BHM óskar eftir endur- skoðun samninga sJnna 410 sviptir fyrir ölvun ÞAÍ) SEM AF er árinu hafa 569 ökumenn verið stöðvaðir í Reykja- vik vegna gruns um ölvun við akst- ur og af þeim hafa 410 verið sviptir ökuleyfi til bráðabirgða í mislang- an tima og mál þeirra send til Sakadóms. Þetta þýðir að tæplega 100 ökumenn hafa verið teknir fyrir meinta ölvun við akstur að jafn- aði á hverjum mánuði. Ekki eru þetta allt saman Reykvíkingar, heldur einnig fólk utan af landi ökuleyfi við akstur og úr nágrannabæjum Reykja- víkur og hafa mál þeirra verið send viðkomandi embættum. „Þetta eru anzi háar tölur og virðist sem ölvun við akstur fari vaxandi. Þá er áberandi, að rétt- indalausum ökumönnum hefur farið fjölgandi og hraði í um- ferðinni hefur farið vaxandi og er orðið brýnt að spyrna við fót- um," sagði Gylfi Jónsson, full- trúi í almennu rannsóknardeild- inni í lögreglunni í Reykjavík, í samtali við Mbl. BANDALAG háskólamanna hefur óskað eftir endurskoðun á samn- ingi sínum við fjármálaráöherra í kjölfar á nýgerðum kjarasamning- um ASÍ og VSÍ, en samkvæmt kjarasamningi BHM og fjármálaráð- herra hefur BHM rétt til að óska eftir viðræðum um endurskoðun samningsins, verði umtalsverðar breytingar á launakjörum á al mennum vinnumarkaði. Ásthildur Erlingsdóttir, for- maður Launamálaráðs BHM, sagði í samtali við Mbl., að sam- þykkt hefði verið í Launamálaráð- inu, að óska eftir viðræðum við fjármálaráðherra í næstu viku. Aðspurð sagði Ásthildur, að fé- lagar í BHM hefðu dregizt mjög aftur úr í launum í samanburði við hinn almenna vinnumarkað. — Við teljum, að 30—40% vanti upp á, að við náum sambærilegum launum við starfsmenn í sambæri- legum störfum á almennum vinnumarkaði. Það er því mikill kurr í okkar félagsmönnum af eðlilegum ástæðum. Kjaradómur komst að þeirri niðurstöðu á dögunum, að okkur bæru engar grunnkaupshækkanir og þar á undan, eða á árinu 1980 var okkur ákveðin 6% hækkun á sama tíma og aðrir launþegar í landinu fengu 12—15% hækkun svo það sér hver maður hversu mikið ósamræmi er í þessu, sagði Ásthildur Erlingsdóttir ennfrem- ur. Aðspurð sagði Ásthildur enn- fremur, að engin efnisleg afstaða hefði verið tekin til nýgerðra sam- ninga ASÍ og VSÍ. Hins vegar væri ljóst, að BHM-menn gætu mjög illa fallizt á 2,9% vísitölu- skerðingu 1. september nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.