Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1982 Innilegt þakklœti færum viö börnum okkar, ættingjum og vinum,fyrir ánægjulega heimsókn, og góöar gjafir og skeyti á 60 ára hjúskaparafmæli okkar, 26. sl. Kær kvedja. Gudny og Guðbjami. Lokað vegna sumarleyfa frá og meö 5. júlí til 4. ágúst. Nýja Blikksmiöjan, Ármúla 30,105 Reykjavík. LOKAÐ Vegna sumarleyfa veröur efnagerö okkar og heild- verslun lokuö frá 11. júlí til 8. ágúst. Agnar Ludvigsson hf., Nýlendugötu 21. Sími 12134. Kft&fiTÉ Innritun í 3ja mánaöa sumar- námskeiö fer fram í íþrótta- húsinu Asgaröi, þriöjudaginn 6. júlí og fimmtudaginn 8. júlí kl. 20.00—22.00. Upplýsingar í síma 53066 á innritunartímum. VERIÐ MEÐ FRA BYRJUN Karatedeild Stjörnunnar Garðabæ. SUMAR MÆTSEDILL TOURISIMENU VIÐ BJÓÐUM SUMARMATSEÐILINN REYKJAVÍK: Árberg, Ármúla 21 Brauðbær, Þórsgötu 1 Hótel Borg, Pósthússtræti 11 Hótel Esja, Suðurlandsbraut 2 Hótel Hekla, Rauðarárstíg 18 Hótel Loftleiðir, Reykjavíkurflugvelli Hressingarskálinn, Austurstræti 20 Kráin, v/Hlemmtorg LANDSBYGGÐIN: Hótel Borgames, Ðorgarnesi Hótel Stykkishólmur, Stykkishólmi Hótel Hamrabær, ísafirði Hótel ísafjörður, ísafirði Staðarskáli, Hrútafirði Hótel Varmahlíð, Skagafirði Hótel Mælifell, Sauðárkróki Hótel Höfn, Siglufirði Hótel Ólafsfjörður, Ólafsfirði Hótel KEA, Akureyri Hótel Varðborg, Akureyri Hótel Reykjahlíð, v/Mývatn Hótel Reynihlíð, v/Mývatn Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum Hótel Höfn, Hornafirði Hvoll, Hvolsvelli Hótel Selfoss, Selfossi Börn 6-12 ára Vi verð, 5 ára og yngri frítt. Framsóknar- menn fjöl- menntu l>aö vakti sérstaka at- hygli, þegar skálað var í kampavíni fyrir samningn- um um efnahagssamvinnu við Sovétmenn í bústað sovéska sendiherrans við Túngötu um hádegisbilið í gær, hve framsóknarmenn settu mikinn svip á hópinn. Eins og lesendum Stak- steina er kunnugt hafa framsóknarmenn hingað til einkum ræktað vináttu- tengsl við kommúnistafor- ingja í Búlgaríu í þeirri trú, að þar sé ennþá starfandi bændaflokkur. Var Ingvar Gíslason, menntamálaráð- herra, nær allt síðasta ár heiðursforseti í nefnd, sem minntist 1300 ára afmælis Búlgaríu En nú mega Búlgarar fara að vara sig, því að samhliða gerð samn- ingsins um efnahagssam- vinmi, sem Olafur Jóhann- esson, utanríkisráðherra, ritaði undir í gær hafa tengsl framsóknarmanna við sovéska kommúnista eflst og dafnað. Þessi tengsl hafa þó ekki tekiö á sig flokkspóli- tískan blæ, enda enginn bændaflokkur starfandi í Sovétríkjunum. Hins vegar er til sovésk samvinnu- hreyfing og á grundvelli samvinnuhugsjónarinnar telja framsóknarmenn sér bæði Ijiift og skylt að vin- mælast við Sovétmenn. Kins og kommúnistar eru í forsvari fyrir bændaflokkn- um í Búlgaríu, eru embætt- ismenn sovéska rikisins í forsvari fyrir sovésku sam- vinnuhreyfingunni, enda á ríkið þessa hreyfingu eins og búlgarski bændaflokk- urinn er deild í kommún- istaflokknum þar. I'etta láta framsóknarmcnn ekk- ert á sig fa, hugsjónir vin- áttu og sameiginlegra hagsmuna eru ofar öllu. Þógn Þjóð- viljans Oftar en einu sinni hefnr Þjóðviljinn ráðist að Ólafi Jóhannessyni vegna emb- ættisverka hans og alþýðu- Nýtt skref stigið I gær var stigiö nýtt skref í samskiptum íslands og Sovétríkjanna, þegar samningurinn um efnahagssamvinnu var undirritaður viö „leiöarljós" lokasamþykktarinnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem kennd er viö Helsinki. Siðan 1975 þegar lokasamþykktin var undirrituö hafa Kremlverjar látið handtaka alla þá í landi sínu og leppríkjunum, sem krafist hafa réttinda samkvæmt Helsinki-sam- þykktinni. bandalagsmenn hafa al mennt lýst hann óhæfan til allra verka. I!m nýja samn- inginn við Sovétríkin hefur Þjóðviljinn ekki sagt eitt einasta orð og raunar eng- inn forystumaður Alþýðu- bandalagsins nema Guð- nin Helgadóttir. Henni fannst með lillu óþarft að ræða samninginn í utanrík- ismálanefnd og bað menn að vera „huggulega" við Sovétmenn. I>ögn Þjóðvilj- ans um Sovétsamninginn er í samræmi við afstöðu ráðherra Alþýðubandalags- nis. þeir sátu glottandi á ríkisstjórnarfundinum 22. jiim. þegar (.uiiiiar Thor- oddsen, Olafur Jóhannes- son og Tómas Árnason létu gamminn geisa um það, hve nauðsynlegt væri að invsia tengslin við Sovét- menn og taka upp við þá samvinnu á nýju sviði með almennt orðuðum og opn- um samningi, sem sovéska embættisvaldið og skrif- ræðið getur túlkað að eigin vild og síðan stefnt full Iriiiim íslensku ríkisstjórn- arinnar til viðræöna við sig um iðnað, visindi, tækni, búnað og hráefni. l>ögn Þjóðviljans á sér tvær meginskýringar: I fyrsta lagi vilja alþýðu- bandalagsmenn láta líta svo út sem samningurinn við Sovétrikin sé þeim óviðkomandi. I öðru lagi telja þeir sig ekki gcta tek- ið upp hanskann fyrir framsóknarmenn og þar með Olaf Jóhannesson í þessu mali, því að það geti litið illa út, að þeir styðji utanríkisráðherra aðeins, þegar hann leitast við að treysta vináttuna við Sovét- ríkin en bregði jafnan fæti fyrir hann endranær. Haldlaus rök Bök framsóknarmanna fyrir gerð þcssa samnings eru furðuleg, svo að ekki se meira sagt. I stuttu máli ern þau þessi: Norðurlönd- in hafa gert svona samn- ing. I samningnum „felast engar nýjar skuldbindingar af hálfu Islands," eins og segir í forystugrein Tímans í gær. Æskilegt væri, að framsóknarmenn beittu sér fyrir því, að birt væri skra yfir samninga, sem Norðurlöndin hafa gert en Islcndingar ekki, svo að menn viti, hvað sé næst á dagskrá í samningagerð við önnur ríki. Til hvers er verið að gera samning um ekki neitt? Eða var samn- ingurinn bara gerður til að sovéski sendiherrann gæti boðið til „huggulegrar" vináttuveislu? ¦ Ömvik 820 -^MM<|| Lengd 6,40 breidd 2,60 J0KH&- Lengd 8,15 breidd 2,95 FISKIBATAR Getum nú boðið þessa vinsælu fiskibáta með mjög stuttum fyrirvara. Verö mjög hagstætt. Fást bæöi fullbúnir og óinnréttaðir. . BENC0 Bolholti 4. Sími 21945 og 84077. VANTARÞIGVINNU(nj {$ VANTAR ÞIG FOLK Þl Al'GLYSIR l \l AI.LT LAND ÞE(i \R ÞÍ AIG- LÝSIR í MORGINBLAÐIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.